Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 33
kmGxMéíiÐ& y. m®m TIL SÖLU Tískuverslun til sölu Gróin tískuverslun, sem staðsett er í verslunar- miðstöðinni Kringlunni og við Laugaveg. Verslunin er í eigin húsnæði. Langtíma leigusamningur. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. mars merkt: „Traustur aðili - 666“. í Hafnarfirði Til sölu tveggja herbergja íbúð á besta stað. Góð geymsla, rúmgóður bílskúr. íbúð í góðu ástandi. Upplýsingar í símum 687274 og 679729. Tölvuumboð til sölu Fjögur þekkt vöruumboð tengd tölvum til sölu. Viðskiptasambönd við þrjá aðra tölvu- framleiðendur fylgja. Áætluð ársvelta 30-40 milljónir króna. Lysthafendur sendi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ö - 6791“ fyrir 6. mars. TILKYNNINGAR Leyfisgjald fyrir hunda í Reykjavík fyrir árið 1991 Gjalddagi leyfisgjaldsins var 1. janúar sl. og eindagi 1. mars sl. Við greiðslu gjaldsins, sem er kr. 8.000,- fyrir hvern hund, ber hundaeigendum að framvísa hreinsunarvottorði eigi eldra en frá 1. september sl. Gjaldinu er veitt móttaka á skrifstofu eftirlitsins, Drápuhlíð 14, daglega frá kl. 8.20 til 16.15. Hafi gjaldið eigi verið greitt á eindaga reikn- ast dráttarvextir frá gjalddaga þess. Með hunda, sem leyfisgjald hefur ekki ver- ið greitt af á eindaga, verður farið með sem óleyfilega hunda skv. 6. gr. samþykktar nr. 305/1989 um hundahald í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlitið hvetur alla hundaeigend- ur til að virða ákvæði samþykktar um hunda- hald í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Reykja víkur. Einstakt tækifæri Til sölu notuð Linotronic 300 ásamt Post- script Rip. Allar nánari upplýsingar hjá Aco hf. Skipholti 17, Reykjavík, (__ÍV__/V—J sími 91-27333. Til sölu Eskofot 525 repro myndavél, Eskofot 842A framköllunarvél, Eskofot 1440 stensilgerðar- vél. Aco hf. Skiphoiti 17, *—\f—\f—\ Reykjavík, □ UU sími 91-27333. ÞJÓNUSTA Skattframtöl og bókhald Skattframtöl og bókhald fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Sé um kærur og sæki um frest ef með þarf. Ódýr, örugg og góð þjónusta. Hafið samband sem fyrst. Upplýsingar í síma 641554. Húsbyggjendur og húseigendur Getum bætt við okkur stórum sem smáum verkefnum við nýsmíði og viðhald húsa. Smíðum giugga, hurðir og fl. Erum með kerf- ismót til uppsláttar. Gerum föst tilboð ef óskað er. Getum útvegað iðnmeistara í pípu- lagnir, raflagnir og múrverk. Bæjarvirki, hf., byggingaverktakar, Vesturvör 27, 200 Kópavogi. Símar: 35557, 45803, 641767 og 92-46664. Menntamálaráðuneytið Fjárveiting úr íþróttasjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga nr. 87/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sér- stakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana sbr. reglugerð um íþrótta- sjóð nr. 609/1989. Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjár- veitingu til sjóðsins 1992, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna fjárveitinga ársins 1992 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþröttanefnd ríkisins, menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík. Með umsóknum þarf að fylgja greinargerð um fyrirhugað verkefni. Styrkir til háskólanáms á Ítalíu og í Kfna ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa ís- lendingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1991-92. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms í listahá- skóla. Styrkfjárhæðin nemur 800.000 lírum á mánuði. Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Kína skólaárið 1991-92. Jafnframt hafa kínversk stjórnvöld tilkynnt að íslenskum námsmönnum verði gefinn kostur á náms- dvöl þar í landi án styrks. Umsóknum um ofangreinda styrki, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og með- mælum, skal skilað til menntamálaráðuneyt- isins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 27.mars nk. á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Menntamáiaráðuneytið, 28. febrúar 1991. BÁTAR-SKIP Kvóti Til sölu: 40 þorskígildi. 30 þorskígildi. 50 þorskígildi. 25 þorskígildi. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 622554. Fiskiskip Til sölu 55 tonna eikarbátur, árgerð 1956. Báturinn er kvótalaus. Kvótalausir bátar 2-10 tonn. Krókaleyfisbátar upp að 6 tonnum. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 622554. ATVINNUHÚSNÆÐI Bankastræti Til leigu verslunarhúsnæði við Bankastræti, 1. og 2. hæð ásamt kjallara. Upplýsingar í símum 20947. og 22429. Skrifstofuhúsnæði óskast 80-120 fm skrifstofuhúsnæði óskast til leigu miðsvæðis í borginni. Helst á jarðhæð. Næg bílastæði og góð aðkoma skilyrði. Upplýsingar veitir fasteignasalan Ásbyrgi, Borgartúni 33, Reykjavík, sími 623444. FUNDIR - MANNPA GNAÐUR Michael -fundur Michael um Persaflóastríðið Fundur verður haldinn á Hótel Lind miðviku- daginn 6. mars kl. 20.00. Fundarefni: Skilgreining Michael á Persa- flóastríðinu. Nýtt efni miðlað af dr. José Stevens. Aðgangseyrir kr. 250. Aðalfundur frjálsíþróttadeildar KR verður haldinn í KR-heimilinu sunnudaginn 10. mars nk. og hefst kl. 17.00. Aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Stjórnin. Látramenn Þátttakendur í átthagamóti Látramanna í júlí. 1990. Hittumst öll á Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, sunnudaginn 10. mars kl. 14.00 til að spjalla saman og skoða myndir. Kaffihlaðborð. Tilkynnið þátttöku fyrir 8. mars. Adda s. 51641, Ólöf s. 74353, Jóna Munda s. 33149. Mígrensamtökin Fræðslufundur í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, mánudaginn 4. mars kl. 20.30. Sólveig Þráinsdóttir, sjúkraþjálfari, talar um samhengi milli líkamsbeitingar og höfuð- verkjar. Allir velkomnir. Stjórnin. <«r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.