Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1991, Blaðsíða 12
 ££ KHPPHtHUPIO IHIMNASTIGANUM en Þorsteinn mat það svo, að sér- stök rök þyrfti til þess að bregða út af þessari hefð. Hann taldi að engin slík rök væru fyrir hendi. Eins og menn rekur e.t.v. minni til voru miklar umræður uppi um forystumál Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 1989. Strax þá voru margir þeirrar skoðunar að Davíð Oddsson, borgarstjóri, ætti að bjóða sig fram gegn Þorsteini. Ýmsir komu að máli við Davíð og hvöttu hann til þess að bjóða sig fram til formanns eða varaformanns. Davfð vildi á þessum tíma lítið tjá sig um hugsanlegt framboð, og það var ekki fyrr en á landsfundi sem hann gerði kunnugt að hann hefði tekið ákvörðun um að bjóða sig fram gegn Friðrik Sophussyni, varaformanni flokksins. Davíð taldi ótímabært þá að sækjast eftir for- mennsku. Minna en ár væri í sveit- arstjórnarkosningar og hann hafði á því fullan hug að vinna stóran sigur í Reykjavíkurborg, sem hann og gerði. Þorsteinn hugleiddi ekki að möguleiki væri á mótframboði Davíðs á landsfundi, þegar hann gerði tillögu um að landsfundur yrði haldinn nú í marsmánuði. Hann kveðst hafa greint Davíð frá því strax fyrir landsfund 1989 að hann hygðist leiða flokkinn til sigurs í þeim kosningum sem fara í hönd í næsta mánuði og Davíð hafí lýst skilningi á þeim ásetningi. Markmiðið að sameina flokkinn Davíð segir að samræður þeirra Þorsteins fyrir og á Iandsfundi .1989 hafi snúist um sameiningu Sjálf- stæðisflokksins og það markmið að efla hann, en aldrei nokkum tíma hafi verið minnst á kosningar, né hver leiða ætti fiokkinn í gegnum þær, þegar þar að kæmi. Þorsteinn kveðst hafa ítrekað ásetning sinn við Davíð síðastliðið haust, þegar umræður voru innan Sjálfstæðis- flokksins um það hver ætti að fylla skarð Geirs heitins Hallgrímssonar í Seðlabankanum. Á þeim tíma hafði nafn Þorsteins verið nefnt og látið í veðri vaka að hann tæki hugsanlega við embætti seðla- bankastjóra. Hugur hans stóð ekki til þess, heldurtil þess að leiða Sjálf- stæðisflokkinn til sigurs nú í vor. Þorsteinn telur sig þá hafa fengið samskonar svör frá Davíð og fyrir síðasta landsfund. Davíð segir að forystumál og kosningar hafi hvorki þá né áður borið á góma í þessu sambandi. Einar Oddur vildi frið og ró um formannsskipti, færu þau á annað borð fram Síðastliðið haust áttu þeir Einar Oddur Kristjánsson og Davíð Odds- son fund með sér í Höfða. Einar Oddur óskaði eftir þessum fundi, þar sem hann taldi að Davíð hygði jafnvel á formannsframboð. Einar Oddur kveðst hafa greint Davíð frá því að hann teldi það vera óhæfu- verk ef til formannsslags ætti að koma á landsfundi laust fyrir kosn- ingar. Hann teldi að ef til formanns- skipta kæmi þyrfti það að gerast með samkomulagi og friði, vel fyrir kosningar. í því sambandi mun Ein- ar Oddur hafa greint Davíð frá því að Jón Baldvin Hannibalsson hefði boðist til þess að skipa Þorstein Pálsson seðlabankastjóra. Davíð svaraði því til að Einar Oddur væri að ræða þetta mál við rangan mann, en kvaðst hins vegar hafa efasemd- ir um að formaður Sjálfstæðis- flokksins gæti með þessum hætti þegið slíkan bita úr höndum for- manns Alþýðuflokksins. Einar Oddur segir að þau skila- boð, sem hann hafí borið Davíð á fundinum í Höfða frá Jóni Baldvin, hafi verið þess efnis að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði það í hendi sér að tilnefna mann til þess að taka við starfi seðlabankastjóra. Þannig gæti verið um útgönguleið úr pólitík fyrir Þorstein Pálsson að ræða. Í framhaldi þessa hafi þeir Davíð rætt möguleika þess að Þorsteinn Pálsson yrði seðlabankastjóri. Einar Oddur segir jafnframt að Davíð hafí tjáð sér að áhyggjur hans varð- andi forystumál Sjálfstæðisflokks- ins væru tilefnislausar og við svo búið hafi þeir slitið fundi sínum. Einhveijir komu að máli við Þor- stein og ræddu þetta mál við hann, en Davíð var ekki í þeirra hópi. Þorsteinn telur í dag að Davíð hefði strax síðastliðið haust átt að greina sér frá fyrirætlan sinni, því vegna fyrri samtala hafí hann verið grandalaus um að möguleiki væri á mótframboði Davíðs, aðeins hálfri annarri viku fyrir landsfund. Þorsteinn í þröngri stöðu fyrir landsfund 1989 Formaðurinn og varaformaður- inn greina frá aðdraganda þess að Davíð bauð sig fram til varafor- manns á síðasta landsfundi með nokkuð ólíkum hætti. Þorsteinn tel- ur að Davíð hafí hallað réttu máli þegar hann greindi frá því að Þor- steinn hefði hvatt sig til þess að bjóða sig fram gegn Friðrik Sophus- syni. Þar hafi hann ekkert frum- kvæði átt, auk þess sem hann hafi greint Davíð frá því að í samstarfí hans og Friðriks hafí ekkert það komið upp, sem gerði það að verk- um, að hann gæti lagt til að Frið- rik viki til hliðar. Að þessu sögðu, hafi hann greint Davíð frá því að hann myndi auðvitað fagna því að fá hann sem varaformann sér við hlið. Staða Þorsteins í þessu máli var gríðarlega þröng og erflð. Hann hafði átt gott og farsælt samstarf við Friðrik, þar sem engan skugga hafði borið á, en hann taldi samt sem áður að það myndi styrkja Sjálfstæðisflokkinn og forystu hans, fengi hann Davíð að hlið sér sem varaformann. Því átti hann vart annars úrkosti en halda að sér höndum. Hann gat ekki gert tillögu um að Friðrik viki fyrir Davíð, en hann gat heldur ekki látið sem svo við Davíð, að það væri honum ekki kærkomið að fá hann í forystusveit- ina. Davið á hinn bóginn segir að Þorsteinn hafí hvatt sig eindregið til þess að fara í framboð til vara- formanns. Hann hafi hvatt sig til þessa nokkrum sinnum fyrir lands- fundinn 1989. Að minnsta kosti tvisvar hafí aðrir verið viðstaddir, þegar slík hvatning kom frá for- manninum. Þorsteinn hafí sagt að slíkt framboð myndi styrkja Sjálf- stæðisflokkinn og hann sem for- mann hans. Þorsteinn hafí enga dul dregiði á að staða hans sem for- manns væri ekki alltof sterk og hann hefði fullan hug á að styrkja stöðu sína, svo hann gæti haldið áfram því ætlunarverki sínu að sameina flokkinn. Hefði ekki farið fram gegn Friðrik nema fyrir hvatningu Þorsteins Forysta Sjálfstæðisflokksins hélt blaðamannafund í Valhöll miðviku- daginn 4. október 1989, daginn áður en landsfundur hófst. Tilefni fundarins var útgáfa bókar Hannes- ar Hólmsteins Gissurarsonar, „Sjálfstæðisflokkurinn í 60 ár“. Þá var umræðan um hugsanlegt vara- formannsframboð Davíðs Oddsson- ar orðin fleyg, enda birtist sama dag hér í Morgunblaðinu frétta- skýring undir fyrirsögninni „Há- værar raddir um Davíð í forystu- hlutverk". Davíð segir Þorstein hafa sagt við sig áður en fundurinn hófst, að þótt hann hefði hvatt hann til framboðs, þá gæti hann á þessu stigi ekki tekið afstöðu í þá veru opinberlega, yrði hann spurður þar um á fundinum. Þessu kveðst Davíð hafa sýnt fullan skilning. Hann seg- ir það af og frá að hann hefði nokk- urn tíma boðið sig fram gegn Friðrik, nema hann hefði verið hvattur til þess af formanninum. Þegar Þorsteinn var spurður á fréttamannafundinum um það hvern hann styddi sem varaform- ann, sagðist hann ekki taka neina afstöðu. Davíð greindi Friðrik Sophussyni frá því fimmtudagskvöldið 5. októ- ber, sama kvöld og landsfundur hófst,. að hann hygðist bjóða sig fram gegn honum og sagði honum jafnframt að hann væri hvattur til þess af formanni flokksins. Friðrik kvaðst ekki trúa því og við svo búið bauðst Davíð til þess að ganga með honum á fund Þorsteins, svo hann mætti fá þá frásögn stað- festa, en Friðrik afþakkaði það. Erfiðir en árangurslausir fundir um forystumálin DV birti frétt 15. febrúar sl. sem gaf umtali um formannsframboð Davíðs byr undir báða vængi á nýjan leik: „Vissulega verið rætt við mig, en ég hef svarað því út og suður,“ var fyrirsögn fréttarinn- ar, höfð eftir Davíð. Deginum áður, 14. febrúar, voru þeir Þorsteinn og Davíð saman á fundi, þar sem Davíð sagði við Þor- stein að hann hefði hug á að ræða við hann um forystumál Sjálfstæð- isflokksins. Hann vildi ræða við Þorstein strax sama kvöld, en Þor- steinn gat það ekki sökum þess að hann ásamt Inga Birni Albertssyni var bókaður á fundi úti á landi um kvöldið. Þeir ákváðu að eiga með sér fund sunnudeginum á eftir, 17. febrúar. Þeir gerðu með sér samkomulag um að fara með þessar samræður sínar sem mannsmorð og voru þær á engra vitprði nema þeirra til að byija með. Á sunnudeginum hittust þeir á löngum fundi. Ræddu þeir ítarlega stöðu mála og málefna- stöðu fyrir landsfund. Þeir ræddu meðal annars forystumál flokksins, þar sem Davíð kom að því hvort ekki væri eðlilegt að nú yrði skipt um formann, eins og lengi hefði verið rætt um. Engar ákvarðanir voru teknar á þessum fundi. Þeir ákváðu aðhittast á ný næsta dag og ræða málin frekar. Davíð segir Þorsteini þá að hugur hans nálgist það mjög, að rétt niðurstaða sé sú að hann bjóði sig fram til formanns. Þorsteinn sagði að þá yrði bara að kjósa milli þeirra tveggja og fór af þeim fundi við svo búið. Þetta varð mjög skammur fundur - umræður um þetta atriði stóðu aðeins í tíu mínútur eða svo. Sama staða var enn á fundi þeirra miðvikudagsmorguninn 20. febrúar. Hvor um sig skýrði sín sjónarmið og afstöðu. Davíð hafði enn ekki gert það endanlega upp við sig, að hann færi fram gegn Þorsteini og greindi honum frá því þegar þeir hittust á nýjan leik í hádeginu að hann vildi hugsa málið í viku enn. Hann spurði Þorstein hvort eitthvað sérstakt myndi ger- ast á þingflokksfundi Sjálfstæðis- flokksins síðar þann dag og Þor- steinn kvað nei við. Davíð sagðist telja rétt að þegar hann væri kom- inn að niðurstöðu tilkynntu þeir um hana saman, hvort sem það nú yrði af eða á. Þorsteinn kvaðst ekki sannfærður um að það væri rétt. Kvaðst telja það „teprulegt“. Á þingflokksfundinum síðar þennan dag kvaddi Þorsteinn sér hljóðs í upphafi fundar og tilkynnti þing- flokknum að hann sæktist eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæð- isflokksins, jafnframt því sem hann gerði þingflokknum grein fyrir því að hann og Davíð hefðu átt viðræð- ur um málið. Þorsteinn taldi rétt á þessu stigi að greina þingflokknum frá stöðunni og því að afstaða sín væri óbreytt. Þetta gerði hann til þess að eyða óvissu í þessum efnum. Enn hittust þeir Davíð og Þor- steinn sunnudagskvöldið síðasta, 24. febrúar. Þá mætti Björn Bjarna- son með Davíð og Magnús Gunnars- son með Þorsteini. Á báða bóga reyndu menn að fá hinn til að hætta við, án árangurs. Þótt enginn ár- angur yrði af þeim fundi, var málið samt sem áður ekki blásið af, held- ur ákveðið að ijórmenningarnir hitt- ust á nýjan leik að morgni næsta dags, mánudagsins 25. febrúar. Sá fundur var árangurslaus og enn hittust fjórmenningarnir í hádegi sama dag. Þegar á daginn kom á þeim fundi að hvorugur hafði breytt afstöðu sinni - hvorugur ætlaði að hopa, lá endanlega ljóst fyrir að ekki yrði höggvið á hnútinn nema með kosningu milli Þorsteins og Davíðs á landsfundi. Davíð Oddsson hafði þá tekið ákvörðun um framboð sitt. Þá ákvörðun tók hann einn, án þess að hann væri hvattur til þess af sínum nánustu samstarfsmönnum. Þeir höfðu á hinn bóginn lýst því yfir að tæki hann ákvörðun um framboð, myndu þeir standa með honum. Klukkan 16.15 tilkynnti Davíð ákvörðun sína í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og kl. 17.00 tilkynnti hann þingflokki Sjálfstæðisflokksins sömu ákvörð- un. Davíð hélt síðan blaðamanna- fund í Valhöll kl. 17.30 þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni, ástæðum hennar og svaraði spurn- ingum fréttamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.