Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 45 Athugasemd við fj ölmiðlagagrirýni eftir Magnús H. Skarphéðinsson Kæri Ólafur J. Jóhannesson. í pistli yðar Jörð og menn (23. jan.), þar sem þér fjailið um heimild- arkvikmyndagerð Islendinga leggið þér að jöfnu hinn stórfróðlega myndaflokk Guðmundar Sigvalda- sonar og Jóns Hermannssonar; Hin rámu regindjúp við hina lélegu þriðja flokks áróðursmynd Magnús- ar Guðmundssonar Lífsbjörg í Norðurhöfum. Mynd sem mun verða íslendingum til skammar á alþjóðavettvangi um ókomin ár. (Að eigin sögn fjármagnaði Magnús mynd sína með jólatréssölu.) Ég frábið mér með öllu að líkja þessum verkum saman. Að mínu mati er vart hægt að óvirða mynda- flokk þeirra Guðmundar og Jóns meira en með þessum mjög svo óviðeigandi samjöfnuði. Annars vegar stendur myndaflokkur sem er sambærilegur því besta í heimild- arkvikmyndagerð fræðimanna og sjónvarpsstöðva á alþjóðavettvangi í dag. Á hinn bóginn höfum við svo fádæma óheiðarlega áróðurs- mynd sem skrumskælir flest sem annar málsaðilinn í viðkvæmu deil- umáli hefur fram að færa og án þess að hann fái nokkuð að tjá sig um tjöruna sem á borð er borin. Þetta verk Magnúsar Guðmunds- sonar er í langflestum löndum Evrópu og öðrum álfum heims Is- lendingum til verulegrar skammar og háðungar, og síst af öllu til að leysa þetta erfiða mál. Þvert á móti. Aldrei hefur hnúturinn verið harðari. Þetta verk Magnúsar á heldur nákvæmlega alls ekkert skylt við hlutlausa fræði- eða heim- ildavinnu. Þess síður eru þau orð rýnanda viðeigandi að m.a. með þessari mynd Magnúsar hafi „ ... Islendingar lagt sinn skerf til þekk- ingarsjóðs mannkyns“. Fjarri öllu lagi. - Ódýr var öll umfjöllun fjölmiðla hér á landi um hvalamálið fyrir tilkomu myndar Magnúsar. En í algjöru skötulíki hefur hún verið eftir þetta mesta óheillaspor sem íslensk kvikmyndagerð hefur ratað í. Og aldrei hafa ábyrgir fulltrúar Islands á alþjóðavettvangi verið fjarri því að ná einhverri viðunandi lausn á málinu við aðrar þjóðir sem KYOLIC Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurínn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaður 250sinnumá framleiðslutímanum. Á að baki 35 ára stöðugar rann- sóknir japanskra vísindamanna. Lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyöileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsubætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja- verslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, Símar 1-28-04. sífellt rukka okkur um margsvikin loforð okkar erlendis í hvalfriðunar- málunum en eftir „dreifingu“ þess- arar myndar þar ytra. Það sæmir ekki fjölmiðlarýnanda stærsta blaðs landsins að bera svona fullyrðingar á borð fyrir heið- arlega hugsandi fólk. Né heldur að hossa því sem lélegast er og óheið- arlegast í íslenskri „þekkingarleit" eða kvikmyndagerð þótt ofstopa- blaðið Tíminn hafi gert slík vinnu- brögð að leiðarljósi sínu í málinu. Lágmarksviðbrögð blaðsins væri „Þetta verk Magnúsar á heldur nákvæmlega alls ekkert skylt við hlutlausa fræði- eða heimildavinnu.“ að biðja þá félaga Guðmund og Jón afsökunar á þessari ósmekklegu samlíkingu og framhleypni rýn- anda. Annað er varla hægt eins og málin standa og algjört lágmark eftir þetta ljóta víxlspor fjölmiðla- rýnanda blaðsins. Reykjavík, 23. janúar 1990. Virðingarfyllst. Ilöfundur er málsvari „hvalavina“ á Islandi. Piótkjör Borgaiaflokksins í Reykjavík Framboðsfrestur í prófkjör Borgaraflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út að kvöldi 18. mars næstkomandi. Þátttaka í prófkjörinu skal tilkynnt skriflega til aðal- skrifstofu Borgaraflokksins, Síðumúla 33, Reykjavík. Prófkjörið er öllum opið og mun fara fram á aðal- skrifstofu flokksins laugardaginn 24. og sunnudag- inn 25. mars 1990 kl. 13-20 báða dagana. Uppstillingarnefnd br. h. veró. 60 160 790 80 160 1090 90 160 1190 100 160 1290 110 160 1390 120 160 1490 130 160 1590 140 160 1690 150 160 1890 160 160 1990 60 220 1290 90 220 1590 120 220 2400 60*ð04m* RÚMFATNAÐUR Zsengdr 4 afewfciar Sokkar Dömu og herra jOpör- obn iGrjóna- - 14 litum 59úl^4900tl1 Au&brekku 3 200Kúpavogl s. 40460og 40461 Óseyri4 ^ eOOAkureyri s. (96126662 9 Skaitan 13 103 Raykjavík - Slmi687499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.