Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 Kosningar í A-Þýskalandi: Ragnhildur Helgadóttir í sendinefiid Evrópuráðs ÁTTA manna sendinefiid firá þingi Evrópuráðsins hefiir verið boð- ið að fylgjast með framkvæmd þingkosninga í Austur-Þýskalandi sem fram fara á sunnudag. Formaður sendinefiidar íslands hjá Evrópuráðinu, Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður, verður í eftirlitsnefiidinni og heldur hún til Austur-Þýskalands í dag, þriðju- dag. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Matvöruverslunin Hafnarborg gjöreyðilagðist í eldsvoða á Neskaupstað aðfaranótt mánudags. Neskaupstaður; Stórtj ón í eldsvoða Neskaupstað. MILLJÓNATJÓN varð þegar matvöruverslunin Hafnarkjör, sem var u.þ.b. 190 fermetrar, gjöreyðilagðist í eldi aðfaranótt mánu- dags. Þá varð mikið tjón á veitingastaðnum Við höfhina, sem er í sama húsi, aðallega af vatni og reyk. Ragnhildur Helgadóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að boð um að sendinefnd fylgdist með Litháen; Heillaóskir frá Alþingi „ALÞINGI ályktar að senda litháensku þjóðinni heilla- óskir vegna sjálfstæðisyfir- lýsingar Litháens, sem þjóð- þingið samþykkti í gær. — Alþingi telur að sjálfsforræði þjóða með lýðræðiskjömum þingum sé grundvöllur fijálsra samskipta og stuðli að friði í heiminum. — Al- þingi fagnar því endurheimt sjálfstæðis Litháens og vænt- ir góðrar samvinnu við lýð- ræðiskjörna fulltrúa henn- ar.“ Þannig hljóðar ályktun Al- þingis, sem samþykkt var sam- hljóða í gær. Það var utanríkis- málanefnd þingsins, sem flutti tillöguna um heillaóskir til lit- háensku þjóðarinnar í tilefni sjálfstæðisyfírlýsingar hennar. í greinargerð með tillögunni segir: „Þing Litháens samþykkti í gær yfirlýsingu um endurheimt sjálfstæðis landsins. Á fundi utanríkismálanefndar í morgun var einróma samþykkt af því tilefni að flytja þingsályktun þessa.“ 100 aðdáendur fylgja breskri hljómsveit Breska hljómsveitin Happy Mondays heldur hér tónleika í Hátíðasal Menntaskólans við Hamrahlíð nk. fimmtudag, en í tilefni af komu hljómsveitarinnar hingað koma um 100 manns til íslands gagngert til að sjá hana, til viðbótar við hljómsveitarmeð- limi og aðstoðarmenn þeirra. Hljómsveitin nýtur nú mikillar hylli á Bretlandseyjum og þegar hljómsveitin hefur leikð hér leikur hún á tvennum tónleikum í Man- chester, heimaborg sinni, fyrir um 18.000 manns alls, en uppselt hefur verið á tónleikana í nokkurn tíma og þurftu margir frá að hverfa. Aðstandendur tónleikanna sögðu að þegar og fréttist að hljómsveitin hyggðist leika á tónleikum í Reykjavík hafí menn farið að spytj- ast fyrir um ferðir til íslands og alls ákváðu um 100 manns að kaupa sér far og gistingu fyrir til að fá að beija hljómsveitina augum. framkvæmd kosninganna hefði borist Evrópuráðinu frá þingi Austur-Þýskalands. Gert væri ráð fyrir að nefndin ræddi við fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í kosningunum og fylgdist að öðru leyti með framkvæmd þeirra. Auk sendinefndar þings Evrópuráðsins munu þrír fulltrúar Evrópubanda- lagsins (EB) halda til Austur- Þýskalands í þessu skyni. Eftirlits- nefndimar munu dveljast í landinu fram í næstu viku. Evrópuráðið var stofnað árið 1949 en því er ætlað að standa vörð um þær hugmyndir sem liggja vestrænu þingræði og lýðræði til grundvallar. Frá því að flokkar kommúnista slökuðu á alræðisvaldi sínu í ríkjum Austur-Evrópu hafa nýir ráðamenn þar eystra sýnt vaxandi áhuga á starfi Evrópu- ráðsins. Hafa Pólveijar og Ung- veijar þegar óskað eftir aðild og verður tekin afstaða til umsókna þeirra eftir að fijálsar kosningar hafa farið fram í löndum þessum. STARFSEMI Aflamiðlunar mun heQast með formlegum hætti næstkomandi fimmtudag. Þá tek- ur hún yfir úthlutun leyfa til sigl- inga með ísfisk á erlenda mark- aði; sem hefúr verið í höndum LIU og ennfremur úthlutun leyfa til útflutnings á isfiski, sem verið hefúr hjá viðskiptaskrifstofú ut- anríkisráðuneytisins. Formaður stjórnar Aflamiðlunarinnar segir að samkomulag hafi orðið um alla þætti starfsemi hennar á fiindi sem Guðmundur J. Guð- mundsson sat í gær í fjarveru Snæs Karlssonar. Verður starf- semin fyrst í stað i húsakynnum LÍÚ undir stjórn Vilhjálms Vil- hjálmssonar, fyrrum starfsmanns samtakanna. Sigurbjöm Svavarsson, formaður stjómar Aflamiðlunar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þó starf- semin yrði til bráðabirgða í húsa- kynnum LÍÚ, yrði rekstur hennar með öllu sjálfstæður, bæði hvað varðaði fjáhag og starfsfólk. Mikil- vægt væri að komast af stað sem fyrst og því væri heppilegt að fá afnot af tækjum og tólum LÍÚ fyrst í stað. Vilhjálmur Vilhjálmsson yrði framkvæmdastjóri og bæri hann til hans fyllsta traust. Auk hans yrði til að bytja með ráðin stúlka í hluta- starf, en reynslan yrði að skera úr um umsvifin. í frétt frá stjóm Aflamiðlunar segir svo: „Stjóm Aflamiðlunar hef- Húsið, sem er tréhús, er alls um 330 fermetrar. Vart varð við eldinn um eittleytið á mánudag- snóttina. Nokkur töf varð á að kalla á slökkviliðið þar sem bruna- lúðrar, sem eru á tveimur stöðum ur ákveðið að allar upplýsingar um umsóknir og úthlutun leyfa verða opinberar svo innlendum fisk- vinnslustöðvum gefíst kostur á að bjóða í þann físk, sem fyrirhugað Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, krafði forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, upplýsinga um það á þingi í gær, hvað ríkis- í bænum, fóru ekki gang og varð því að hringja í alla slökkviliðs- menn. Komið hefur í ljós að bilun- ina má rekja til símtengingar við lúðrana, en hægt á að vera að gangsetja þá með símhringingu. er að selja erlendis. Einnig mun aflamiðlunin safna og dreifa upplýs- ingum um ástand og horfur á er- lendum ísfískmörkuðum í þeim til- gangi að sem bezt verð fáist á hveij- stjómin hygðist gera til að tryggja áframhaldandi fóðurframleiðslu fyrir loðdýrabúin í landinu. Ilann staðhæfði að fóðurstöðvamar væm á barmi rekstrarstöðvunar og gætu stöðvast næstu daga, jafnvel á morgun, að öllu óbreyttu. í svömm ráðherra kom fram að Alþingi hafi fyrir áramótin sam- þykkt lög um skuldbreytingar loð- dýrabænda, að uppfylltum til- teknum skilyrðum. Fækkun loð- dýrabúa og skuldir þeirra við fóð- urstöðvar hafi valdið æmum rekstrarvanda. Reiknað hafi verið með því að Byggðastofnun leysti vanda fóðurstöðvanna, en stofnun- in hafí ekki fjármagn til frekari aðstoðar. Ekki kom fram í máli ráðherra, hvort frekari stjómvalds- Greiðlega gekk að slökkva eldinn, eftir að slökkviliðið kom á vett- vang, og lauk slökkvistarfi um klukkan 4.30. Enn liggur ekkert fyrir um eldsupptök, og engar nákvæmar tölur hafa verið nefnd- ar um tjón. Agúst. Sjá einnig fréttir á miðopnu af eldsvoðum í Reykjavík og á Egilsstöðum um helgina. Frá og með 15. marz 1990 skulu allir, sem hyggjast flytja út ferskt sjávarfang, sækja um útflutnings- leyfí til Aflamiðlunar í stað viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytis. Út- flytjendur skulu senda inn umsóknir til Aflamiðlunar fyrir lok fimmtu- dagsins 15. marz, fyrir næstu tvær vikur. Aflamiðlun mun hafa þann hátt á, að væntanlegir útflytjendur sæki um leyfi með viku fyrirvara fyrir úthlutun. Úthlutun mun eftir sem áður eiga sér stað á föstudögum í vikunni fyrir fyrirhugaða útskipun. Umsóknum skal skilað inn á fimmtudag fyrir úthlutun. Þegar er búið að úthluta löndun- um fiskiskipa í Bretlandi út apríl og í Þýzkalandi út maí. Umsóknir um heimild til löndunar eftir það verða auglýstar síðar.“ aðgerðir eru ráðgerðar. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 35. Alviðræður; ReyðarQörð- ur skoðaður FORSTJÓRAR tveggja af þeim þremur álfyrirtækjum sem undan- farið hafa staðið i samningavið- ræðum við stjórnvöld um bygg- ingu nýs álvcrs hér á landi skoð- uðu í gærdag Reyðarfjörð, en þar hefúr meðal annars verið lagt til að nýja álverið muni rísa. Að sögn Hilmars Siguijónssonar oddvita á Reyðarfírði var farið með forstjórana um svæðið, og að því loknu haldinn með þeim fundur þar sem farið var yfir helstu kosti og galla byggingar álvers í Reyðarfirði. Reyðarfjörður heilsaði gestunum með íjómalogni og heiðbláum himni. REYKINGAFÖLK! Starfsemi Aflamiðlunar hefst formlega næstkomandi fímmtudag Samkomulag innan stjórnar um alla þætti starfseminnar, segir Sigurbjörn Svavarsson um tíma og komið verði í veg fyrir offramboð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá ftindi stjórnar Aflamiðlunar í gær. Óskar Þórarinsson er lengst til vinstri, þá Guðmundur J. Guðmundsson, varamaður Snæs Karls- sonar, Sigurbjörn Svavarsson, formaður stjórnarinnar, Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Aflamiðlunar, Ágúst Elíasson og Sævar Gunnarsson. Fóðurstöðvar loðdýrabúa að stöðvast Þingmenn létu að því liggja í umræðu í sameinuðu þingi í gær, að fóðurstöðvar, sem framleiða fyrir loðdýrabú, gætu stöðvast fljót- lega vegna rekstrarerfiðleika, ef ekki komi til hjálparaðgerðir. Ef það gerðist hryndi loðdýraræktin sem atvinnugrein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.