Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 44
M0RéUNBIÁÐIÐ' ÞMIÐ.J'UÖÁö UR RluMA'ftó'1990 ' 4l Jenný M. Eiríks- dóttir - Minning Fædd 14. september 1941 Dáin 5. mars 1990 Deyr fé, Deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þann 5. mars sl. lést okkar góða og trygga vinkona Jenný Eiríks- dóttir á Landspítalanum í Reykjavík. Andlát hennar kom okk- ur mjög á óvart jafnvel þó við viss- um að sjúkdómurinn væri mjög al- varlegur, þá var hún ótrúlega hress þegar við heimsóttum hana á sjúkrahúsið í febrúar, en þar dvaldi hún í mánaðartíma. Jenný fæddist 14. september 1941 í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Jennýar Petrínu Friðriks- dóttur og Eiríks K. Jónssonar mál- arameistara og listmálara. Hún var næstyngst af stórum systkinahóp sem ólst upp hér í Reykjavík. Það hefur ætíð vakið aðdáun okkar hversu sérstaklega samrýnd og samheldin þessi systkini hafa verið og átti Jenný ekki síst stóran þátt í því. Við kynntumst Jenný á unglings- árunum þegar við Suðurnesjastúlk- urnar fluttum til Reykjavíkur í leit að fjölbreyttari atvinnutækifærum. Hefur sá vinskapur sem þá þróaðist ætíð haldist síðan, jafnvel þó að vík hafi verið milli vina. Hún var ákaf- lega sterkur persónuleiki, bæði heil- steypt og vinaföst, enda var vina- hópurinn stór. Jenný giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Gísla Þorkelssyni, sem einnig er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, árið 1964. Hann er nú stöðvarstjóri hjá Olís. Það var beggja hamjngja, því þau voru mjög samhent hjón og ber heimili og sumarhús þeirra því fagurt vitni. Þau eignuðust tvo syni, Þorkel f. 1965 sem er í sambúð með Björk Þorgrímsdóttur og eiga þau einn son, Gísla; ogEirík Halldórf. 1978. Hún hafði sínar ákveðnu skoðan- ir á því að konum bæri að vera heima og hlúa að fjölskyldum sínum, enda var heimili hennar heimur, þar sem alltaf var hægt að ganga að henni vísri og nutu þess margir að geta komið óvænt í heimsókn og notið gestrisni og umhyggju hennar. Við eigum marg- ar dýrmætar minningar frá þessum samverustundum, sem ekki munu gleymast. Jenný var mjög listfeng í sér eins og hún átti kyn til og eru víða til ákaflega fallegir munir sem hún útbjó, bæði flíkur og skrautmunir. Minnumst við sérstaklega hversu næm hún var á litasamsetningar. Þegar þessum kafla í tilveru elsku Jennýjar lýkur viljum við þakka henni alla vinsemdina og tryggðina. Guð blessi hana og vandamenn hennar og líkni þeim í sorg þeirra. Anna, Dóra, Systa. Hinn 5. mars sl. andaðist í Land- spítalanum æskuvinkona mín, Jenný Eiríksdóttir, og vil ég minn- ast hennar með nokkrum orðum. Jenný fæddist í Reykjavík 14. sept- ember 1941 dóttir hjónanna Jennýj- ar P. Friðriksdóttur Welding og Eiríks K. Jónssonar málarameistara og listmálara. Eiríkur var með þekktari iðnaðarmönnum í Reykjavík viðurkenndur í sínu fagi. Málverk hans bera listrænum hæfi- leikum hans vitni. Jenný ólst upp á stóru heimili ásamt systkinum sínum og foreldrum. Þau hjónin eignuðust 8 böm og var Jenný næstyngst. Við vorum nánar vin- konur á skólaárum okkar og hélst sú vinátta alla tíð. Jenný var hag- leikskona mikil eins og faðir hennar og bræður, allt lék í höndum henn- ar. Hún var sérstaklega elskuleg og prúð stúlka, hvers manns hug- ljúfi, stálminnug og fróð. Ávallt var ánægjulegt að koma á æskuheimili hennar, þar var mikil samheldni og kærleikur ríkjandi. Móðir hennar var húsmóðir af gamla skólanum sem stýrði heimilinu með miklum myndarbrag og bros á vör. Ég minnist utanlandsferðar okkar hinnar fyrstu er við fórum fjórar vinkonur til Kaupmannahafnar haustið 1958. Sú ferð var okkur ávallt minnisstæð og skemmtilegt umræðuefni síðar á lífsleiðinni. Jenný giftist ung að árum ágæt- um manni, Gísla Þorkelssyni. Gísli er Reykvíkingur og hefur lengst af starfað sem verkstjóri hjá Olís. Hjónaband þeirra var farsælt og hamingjuríkt. Eignuðust þau tvo syni, þá Þorkel og Eirík Halldór. Þorkell er nemandi við Háskóla ís* lands en Eiríkur Halldór er í grunn- skóla. Jenný var mikilhæf húsmóð- ir, sívinnandi í þágu heimilisins. Þau byggðu sér fallegt hús í Rjúpufelli 34, þar er snyrtimennska innan húss sem utan áberandi. Þar búa einnig eldri sonurinn, tengdadóttir og lítill sólargeisli ömmu sem heitir Gísli. Vænt þótti mér um heimsókn hennar og yngri drengsins síðastlið- ið sumar til okkar í sumarbústaðinn austur i Galtafelli en þar dvöldu þau hjá okkur í nokkra daga. Var þá litið yfir farinn veg, glöddumst við saman og gleymdum klukkunni. Það er mikið harmsefni þegar kona í blóma lífsins fellur frá. Eftir stendur eiginmaður, synir og hin stóra ijölskylda, mikil er sorg þeirra. Megi góður Guð gefa þeim styrk. Við minnumst öll hinnar elskulegu konu með trega. Blessuð veri minning hennar. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Birna Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þó að ég vissi að Jenný væri mikið veik þegar hún fór á sjúkra- hús í lok janúar, grunaði mig ekki að hún ætti ekki afturkvæmt heim. Ég hafði vonað að hún fengi tíma með fjölskyldu sinni, drengnum sínum unga og litla sonarsyninum sem henni þótti svo vænt um en fékk svo stutt að njóta. En hinn voðalegi sjúkdómur hafði sigrað. Hún var ekki bara frænka mín, hún var Iíka besta vinkona mín og fjölskyldu minnar og uppáhalds- frænka sonar míns, enda var hún honum einstaklega góð frá hans fyrstu tíð. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa ef á þurfti að halda hvort heldur var í meðlæti eða mótlæti. Margar minningar sækja á hug- ann frá góðum stundum, þegar við fyrir 20 árum byijuðum að byggja okkur sumarhús á sama stað og vorum allar okkar frístundir við Móðir okkar og tengdamóðir, h HELGA JÓAKIMSDÓTTIR, Háaleitisbraut 105, lést 10. mars. Ingimar Halldórsson, Aðalbjörn Halldórsson, Sigríður Halldórsdóttir, Maríanna Bjarnadóttir, Halidór Halldórsson, Bára Friðleifsdóttir. t Faðir minn, SKÚLI ÞORLEIFSSON frá Þverlæk í Holtum, til heimilis á Grandavegi 47, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi á Benidorm 10. mars. Sigríður Skúladóttir. t Systir okkar, ANIMA JÓIMSDÓTTIR Meðalholti 12, andaðist sunnudaginn 11. mars á heimili sínu. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ástríður Jónsdóttir, Jónatan Jónsson. ) t Eiginkona mín og móðir okkar, HREFNA JÚLÍUSDÓTTIR, Bjarkarbraut 1, Dalvík, lést í sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 11. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Jónas Hallgrímsson, Nanna Jónasdóttir, Halla S. Jónasdóttir, Júlíus Jónasson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIUA GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, kaupmaður Krfunesi 5, Garðabæ, andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 10. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Sigurðsson, Svanlaug Bjarnadóttir, Eydís G. Sigurðardóttir, Páll R. Ingólfsson, Lilja Rós Sigurðardóttir, Óli Guðjón Ólafsson, Þórir Sigurðsson og barnabörn. + Bróðir okkar EGGERTTÓMASSON, bóndi, Miðhóli, SÍéttuhlíð, sem lést 4. mars sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu- daginn 16. mars kl. 15.00. SigurðurTómasson, Jónasína Tómasdóttir, Hallf ríður T ómasdóttir, Þórný T ómasdóttir, Ólöf Tómasdóttir, Margrét Tómasdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR JÚLÍUS SIGURÐSSON, Fífuhvammi 9, Kópavogi, verður jarðsunginn miðvikudaginn 14. mars kl. 15.00 frá Kópa- vogskirkju. Sigurbjörg Erlendsdóttir, Reynir Sigurðsson, Ingunn Sigurðardóttir, Smári Sigurðsson, Hulda Finnbogadóttir, Karl Sigurðsson, Sigriður Baldursdóttir, Páll Sigurðsson, Anna Björg Björnsdóttir og barnabörn. það, síðan allar notalegu stundirnar eftir að húsin urðu til, öll gamlárs- kvöldin sem við höfum verið saman og ferðirnar sem við höfum farið. Fyrir allt þetta vil ég þakka. En þó söknuður okkar sé mikill, er hann þó mestur hjá systkinum hennar og Gísla, Dóra litla, Kela og fjölskyldu hans, sem voru henni svo kær. Elsku Gísli, Dóri, Keli, Björk og Gísli litli, Guð styrki ykkur á þess- um erfiðu tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Inga frænka Okkur langar í fáum orðum að minnast frænku okkar og vinkonu, Jennýjar Maríu. Það er erfitt að trúa því að hún sé ekki til staðar, ef við þurfum að létta á hjarta okk- ar í símanum eða skreppa í Rjúpu- fellið til að fá smá stuðning. Hún var ekki allra en þeir sem komust að henni áttu hana að vísum vini. Jenný var búin að eiga við veikindi að stríða um nokkum tíma en hve- nær sem við komum til hennar var hún alltaf sama góða vinkonan, hún kvartaði aldrei, þrátt fyrir að við vissum að hún væri mikið veik. Þau eru ófá skiptin sem við fórum saman eða hittumst í Kjósinni þar sem þau hjónin höfðu byggt sér sumarbústað og koma þær stundir nú upp í hugann. Mér dettur í hug 7 ára frændi sem ég hringdi til um daginn, hann þekkti mig ekki strax í símanum, þegar ég sagði til mín sagði hann, ég hélt að þetta væri Jenný frænka, því hún er með svo mjúka rödd. Elsku Gísli, Dóri, Keli, Björk og litli Gísli, Guð gefi ykkur styrk -í ykkar miklu sorg. Að lokum langar okkur til að koma á framfæri þakklæti til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11 E á Landspítalanum. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Lilja og Anný í dag verður lögð til hinstu hvfldar kær vinkona okkar, Jenný María Eiríksdóttir. Okkur langar að minnast hennar með fáum orð- um. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé ekki lengur meðal okkar. I yfir 20 ár vorum við búnar að vera saman í saumaklúbb og fylgj- ast með fjölskyldum hver annarrar, fæðingu barnanna og uppeldi þeirra, og áttum við margar ógleymanlegar, skemmtilegar sam- verustundir, þó að upp úr standi ferð sem við fórum saman árið 1988 til Lúxemborgar og Þýska- lands. Sú ferð verður okkur ógleym- anleg, svo frábær var hún, enda endalaust rifjuð upp í saúmaklúbb- um. Á þessari stundu er okkur vin- konunum efst -í huga þakklæti til Jennýjar fyrir áralanga vináttu og tryggð. Því hún var vinur vina sinna, sama hvað stóð til, alltaf var Jenný boðin og búin að rétta fram hjálparhönd, og sú hönd var traust. En hún stóð ekki ein. Að baki henn- ar var góður eiginmaður og stór samhent fjölskylda. Jenný var mjög listræn. Það lék allt í höndum hennar. Hún pijón- aði, máli, saumaði. Það var sama fallega handbragðið á öllu, og allar eigum við eitthvað eftir hana. Hún naut þess að gleðja aðra og vildi öllum gott gera. Við biðjum góðan Guð að hjá honum verði tekið á móti henni með hlýju og kærleika, líkt og hún sýndi ekki bara fjölskyldu sinni, heldur einnig vinumfsínum. Við vottum eiginmanni, sonum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Vinkonur í saumaklúbb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.