Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 60. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Míkhaíl Gorbatsjov segir sjálfstæðisyfírlýsingu Litháa áhyggjuefni: Bjóða Sovétríkjunum við- ræður um sambandsslitin Fulltrúaþing Sovétríkjanna kom saman í gær til að íjalla uin ýmsar stjórnarskrárbreytingar en einnig var rætt um sjálfstæð- isyfírlýsingu Litháa. Búist er við að í dag samþykki þingið aukin völd til handa Míkhaíl Gorbatsj- ov forseta Sovétríkjanna. Það kom til mótmæla í miðborg Moskvu í gærkvöldi vegna þessa og hér sést einn þátttakenda búa sig undir að reka hnefann í mynd af Gorbatsjov í líki keis- ara. Viðbrögð ríkisstjórna yfirleitt varfærin Vilnius. Moskvu. Reuter. ÞING Litháens bauð Sovétríkjunum í gær formlegar samningavið- ræður um fyrirkomulag sambandsslita. Þingið hvatti Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétleiðtoga til þess að viðurkenna sjálfstæði lýðveldisins en á sunnudag var sjálfstæðisyfirlýsing þess frá árinu 1918 staðfest. Gorbatsjov sagði í gær að yfirlýsingin væri „nokkurt áhyggjuefhi". Viðbrögð ríkisstjórna víða um heim einkennast af varfærni. Engin hefiir gengið svo langt að viðurkenna sjálfstæði Litháens og minna mörg ríki á að þau hafi aldrei lagt blessun sína yfir innlimun landsins í Sovétríkin árið 1940. Reuter Bretland: —------- * Forysta Ihaldsflokksins snýst til vamar Thatcher St. Andrews, frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Stuðningsmenn Margaretar Thatcher, forsætisráðherra Breta, slógu um hana skjaldborg í gær vegna frétta um að fjórði hver þing- maður íhaldsflokksins vildi nýjan leiðtoga fyrir næstu þingkosning- ar. Kenneth Baker, formaður Ihaldsflokksins, sagði í gær að skoðana- kannanir sem gerðar voru meðal þingmanna flokksins væru Villandi því færri en helmingur þeirra hefðu verið spurðir. Áskorun þings Litháens til Gorb- atsjovs var útvarpað í gær í Viln- ius. Þar er látin í ljós ósk um góð stjórnmálaleg og efnahagsleg sam- skipti við Sovétríkin. „Við biðjum yður um að líta á þessa yfírlýsingu sem opinbert boð okkar til Sov- étríkjanna um að samningaviðræð- ur hefjist til að ganga frá öllum málum sem tengjast endurreisn sjálfstæðs ríkis Litháens, sem hefur þegar verið stofnað." Þegar fulltrúaþing Sovétríkjanna kom saman í gær lét Míkhaíl Gorb- atsjov í ljós nokkrar áhyggjur yfir Ákvörðun um aukin völd forseta frestað Moskvu. Reuter. Fulltrúaþing Sovétríkjanna frestaði í gær afgreiðslu tillagna um aukin völd til handa forseta Sovétríkjanna. Fulltrúaþingið kom saman í gær og stendur það í þijá daga. Þingið var kallað saman í skyndi m.a. til að afgreiða tillögur um aukin völd forseta Sovétríkjanna. Verði tillögurnar samþykktar fær Míkhaíl Gorbatsjov, sem nú hefur verið valdamesti maður Sov- étríkjanna í fimm ár, rétt til að setja neyðarlög, stjórna með tilskip- unum og ráða vali ráðherra. 2.245 manns eiga sæti á þinginu og þarf samþykki tveggja þriðju hluta fyrir breytingunum. Stuðningsmenn Gorbatsjovs segja nauðsynlegt að hann fái aukin völd til að keyra umbætur í gegn af auknum þrótti. Sjá „Frumkvöðull umbót- anna ..“ á bls. 24. tíðindunum frá Litháen enda hefur hann ítrekað reynt að telja íbúa Eystrasaltsríkjanna af því að feta þessa braut. „Ákvarðanir sem hafa verið teknar [í Litháen] varða grundvallarhagsmuni og örlög lýð- veldisins sjálfs, þjóðarinnar og gjör- valls ríkis okkar,“ sagði Gorbatjsov. Jegor Lígatsjov, leiðtogi harðlínu- manna í sovéska kommúnista- flokknum, sagði að ekki kæmi til greina að beita valdi við þessar aðstæður. Marlin Fitzwater, talsmaður bandarískra stjórnvalda, sagði að þau fögnuðu sjálfstæðisyfirlýsing- unni og myndu skora á sovésk stjórnvöld að „virða vilja Litháa" en væru ekki reiðubúin að viður- kenna ríkisstjórn sjálfstæðs Lithá- ens. „Við viljum að viðurkenning taki mið af endanlegri ríkisstjórn sem ræður eigin örlögum." Fitz- water gaf til kynna að það sem bandarísk stjórnvöld óttuðust væri að viðurkenning sjálfstæðis Lithá- ens myndi draga úr vilja stjórnvalda í Moskvu til að semja við Litháa. Dæmigerð fyrir viðbrögð í hinum vestræna heimi voru ummæli Will- iams Waldegraves, aðstoðarutan- ríkisáðherra Breta, en hann sagði að ekki væri hægt að viðurkenna sjálfstæðisyfirlýsingu Litháens fyrr en „það væri í raun orðið sjálfstætt lífvænlegt ríki“. Kuldalegustu við- brögðin við sjálfstæðisyfirlýsing- unni komu frá nágrannaríkinu Pól- landi. Ríkisstjórn Samstöðu lét í ljós áhyggjur yfir þeim áhrifum sem þessi ákvörðun gæti haft á stöðug- leika í Evrópu. Lech Walesa, leið- togi Samstöðu, lét hins vegar í Ijós ánægju með ákvörðun þings Lithá- ens. Sjá fréttir á bls. 2 og 25 og baksíðu. Whitelaw lávarður, varaformað- ur Ihaldsflokksins, hvatti einnig flokksbræður sína til að fylkja liði að baki forsætisráðherranum nú þegar á móti blési. „Það er affara- sælast að forsætisráðherrann haldi áfram að leiða flokkinn og þjóð- ina,“ sagði hann. Sjálf vísaði Thatcher á bug fréttum um að hún ætlaði að segja af sér sem hreinum hugarburði og kvaðst aldrei hafa verið betur á sig komin en nú til að gegna embætti. Lagði hún mikla áherslu á, að full samstaðá væri innan ríkisstjórnarinnar. Ástæða sögusagnanna eru erfið- leikar stjórnarinnar að undanförnu vegna nefskattsins, sem sveitar- stjórnir í Englandi og Wales hafa verið að leggja á í fyrsta sinn. Byij- ar fólk að greiða skattinn 1. apríl nk. Kemur hann í stað þess hluta eignaskatts sem rann til sveitarfé- laga. Um 20 milljónir manna bæt- ast nú í hóp þeirra sem þurfa að greiða til sveitarfélaga sinna. Víða um land hefur skattinum verið mótmælt og hefur komið til harðra átaka af því tilefni milli lögreglu og andstaeðinga skattheimtunnar. Er skatturinn einkum gagnrýndur á þeirru forsendu að ekki sé tekið tillit til getu fólks til að reiða féð af hendi. í tveimur breskum blöðum sl. sunnudag eru birtar niðurstöður kannana á skoðunum þingmanna íhaldsflokksins á því, hvort Thatch- er eigi að segja af sér. Fjórði hver aðspurður þingmaður lýsir þeirri skoðun sinni að Thatcher eigi að segja af sér embætti fyrir næstu kosningar. Helmingur þingmann- anna segist ósammála nefskattin- um og vill annaðhvort breyta hon- um eða leggja hann af. Kúba: Andófsmenn handteknir Ilavana. Reutcr. Daily Telegraph. KÚBUSTJÓRN tilkynnti í gær að átta andófsmenn, sem barist hafa fyrir mannréttindum, hefðu verið handteknir og sakaði hún þá um að hafa skapað hættu á innrás Bandaríkjamanna í landið. Hingað til hafa slíkar handtökur ekki farið hátt í kúbverskum fjöl- miðlum og þykir uppsláttur þeirra benda til að nú ætli Kúbustjórn að herða sóknina gegn stjórnarand- stæðingum. A-Þýskaland: Dagar Trabantsins senn taldir Leipzig. Reuter. Vestur-þýska bílafyrirtækið Volkswagen kynnti í gær stærsta samning sem Austur-þjóðverjar hafa gert um sameiginlegt áhættu- verkefhi við erlent fyrirtæki. Samningurinn verður til þess að framleiðslu austur-þýsku Trabant-bílanna verður hætt fyrir árið 1993. Volkswagen hyggst veija fimm milljörðum marka (180 milljörð- um ísl. kr.) í þetta verkefni. Áust- ur-þýska fyrirtækið IFA, sem framleiðir Trabant-bílana, mun annast framleiðsluna og setja saman 50 VW Polo-bifreiðar á dag þar til í september og í ráði er að ársframleiðslan verði um 250.000 bílar fyrir 1994. Á sama tíma verður framleiðslu Trabant- bílanna smám saman hætt. Mjög hefur dregið úr eftirspurn eftir þessum bifreiðum og áttu um 60-70% starfsmanna IFA á hættu að missa vinnuna. Trabant-bílam- ir verða framleiddir með nýrri vél, sem Volkswagen hannaði til að draga úr loftmengun, og em stjórnendur IFA vongóðir um að hægt verði að finna nýja markaði fyrir þá. „Það er hægt að selja allt ef verðlagningin er rétt,“ sagði stjórnarformaður Volks- wagen, Carl Hahn, er hann kynnti samninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.