Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 VEÐUR Vf! VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima hiti veður Akureyri 0 skýjað Reykjavík +1 skýjað Bergen 3 haglél Helsinki ■f1 snjókoma Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq +8 skýjað Nuuk 0 snjóél Osló 8 léttskýjað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 4 heíðskírt Algarve 19 hálfskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 11 skýjað Chicago 16 léttskýjað Feneyjar 8 þoka Frankfurt 14 léttskýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 8 skýjað Las Palmas 20 léttskýjað London 12 skýjað Los Angeles 8 heiðskírt Lúxemborg 12 léttskýjað Madrid 15 hálfskýjað Nlalaga 21 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal 2 skýjað New York 7 þokumóða Orlando 16 heiðskírt Parls 11 þokumóða Róm 14 skýjað V«n 18 úrkoma Washington 11 þokumóða Winnipeg 3 alskýjað Listmunauppboð Klausturhóla: Málverk Kjarvals selt á 1210 þúsund LISTAMUNAUPPBOÐ var haldið á vegum Klausturhóla á sunnu- dag. Boðnar voru upp myndir meðai annars eftir Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jóhann- es Geir og Erró. Hæsta verð Kaupfélag Vopnfirðmga: Meðmæli til nauðasamninga KAUPFÉLAG Vopnfirðinga hefur fengið næg meðmæli til að óska eftir heimild til nauðasamninga. Að sögn Þórðar Pálssonar kaup- félagsstjóra verður slík beiðni að líkindum lögð fram hjá sýslu- manni áður en greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út næstkom- andi mánudag. Þórður sagði að enn hefði ekki tekist að selja af eignum fyrirtækis- ins nema smærri eignir sem seldar voru í haust. Erfitt væri að selja eignir á Vopnairði en þó væri verið að athuga ýmsa möguleika. fékkst fyrir olíumyndina Vífilfell eftir Jóhannes Kjarval, 1.210.000 krónur þegar búið var að leggja 10% skatt ofan á kaupverðið. Þá voru Dyrfjöll, olíuverk eftir Kjarval, slegið hæstbjóðanda á 950.000 kr. eða 1.045.000 kr. með skatti. Olíuverk eftir Erró, Fljúgandi mannætur, var slegið á 850.000 kr., 935.000 kr. með skatti, og Hen- gillinn (olía) eftir Jón Stefánsson á sömu upphæð. Fjórar aðrar myndir eftir Kjarval voru seldar á uppboði Klausturhóla, Útþrá (olía á striga) á 840.000 kr., 924.000 kr. með skatti, Botnssúlur (olía á striga) á 300.000 kr., 330.000 með skatti, Vordísir (olía á pappa) á 270.000 kr., 297.000 kr. með skatti, og Vor- draumar (túss) á 240.000 kr., 264.000 kr. með skatti. Tvær myndir eftir Ásgrím Jóns- son seldust, Botnssúlur (vatnslitir) á 410.000 kr., 451.000 kr. með skatti, og Arnarfell á 280.000 kr., 308.000 kr. með skatti. Þá var Uppstilling Kristínar Jónsdóttur seld á 640.000 kr., 704.000 kr. með skatti. VEÐURHORFUR í DAG, 13. MARZ YFIRLIT í GÆR: Suðaustan af landinu er hæðahryggur á leið norð- austur en minnkandi lægðardrag fyrir vestan land. Um 1100 km suðvestur í hafi er 990 mb lægð sem þokast norðaustur. Um 500 km vestsuðvestur af (rlandi er að myndast lægð sem mun dýpka og hreyfast allhratt norður. SPÁ: Austlæg átt á landinu, allhvasst eða hvasst með snjókomu og slyddu sunnantil fyrri hluta dags, en norðanlands undir kvöldið. Norðvestanlands verða þó él fremur en snjókoma. Hlýnandi veður í biii. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austlæg átt og snjókoma eða slydda um norðan- og austanvert landið en suðlæg átt og slydduél sunnan- lands. Hiti 0-4 stig suðaustan- og austanlands en annars vægt frost. HORFUR Á FIMMTUDAGNorðaustan átt á landinu og kólnandi. Snjókoma og síðar él um noröanvert landið en víöast léttskýjað syðra. Frost 2-5 stig norðvestanlands en hiti nálægt frostmarki annars staðar. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / # Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # * * 1Q° Hrtastig: 10 gráður á Celsius Skúrír * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður Tíu slösuðust og tug- ir bíla skemmdust TUGIR bíla lentu í árekstrum og níu manns slösuðust í árekstrum á höfúðborgarsvæðinu um miðjan dag á laugardag í þreifandi byl, nánast engu skyggni og mikilli hálku. Þrettán bílar lentu í tveimur árekstrum í sunnanverðri Arnar- nesshæð um klukkan 16. í báðum tilfellum var um aftánákeyrslur að ræða. Alls voru fimm manns fluttir á slysadeild, enginn þeirra hættu- lega slasaður að talið var. Um svipað leyti lentu átta bílar í áreksti á Vesturlandsvegi við Grafarholt. Það óhapp er rakið til þess að bilaður bfll stóð á akbraut- inni. Þrennt fór á slysadeild til að láta gera að sárum sínum. Þá urðu þrír árekstrar sem átta bílar áttu aðild að á Reykjanesbraut skammt ofan Hafnarfjarðar. Einn maður slasaðist. Aðfaranótt mánudagsins hlaut maður áverka á bijósti er hann missti stjórn á bíl sínum á Hafnar- fjarðarvegi við Silfurtún. Bíllinn skall á ljósastaur og skemmdist mikið. f * * * -F * * * * * * í DAG kl. 12.00: * Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) Háskóli íslands: Kosningar í dag STÚDENTAR í Háskóla íslands kjósa í dag um þrettán fúlltrúa í Stúd- entaráð HI og tvo fúlltrúa nemenda í háskólaráð, en þeir síðarnefndu sitja jafnframt í Stúdentaráði. Þessir fímmtán fúlltrúar eru kjörnir til næstu tveggja ára, en út úr Stúdentaráði ganga jafnmargir fúlltrúar, sem kjörnir voru fyrir tveimur árum. Kosningarétt eiga allir stúdentar, sem eru skráðir í Háskólann á þess- um vetri, alls 4.668 manns. Sextán kjördeildir verða í ýmsum bygging- um Háskólans, og er skipan þeirra auglýst á veggjum skólans. Kjör- deildir verða opnar frá kl. 9 til kl. 18. Tvær fylkingar bjóða fram í kosningunum að þessu sinni, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskva, samtök félagshyggjufólks í HÍ. Vaka hefur farið með stjóm SHÍ undanfarin tvö ár og hefur nú sextán fulltrúa af 30 í ráðinu. Fé- lagið vann sinn stærsta kosninga- sigur um áratuga skeið á síðasta ári og hlaut 50,9% atkvæða, en Röskva fékk 39,9%. Nái Röskva meirihluta í kosningunum í dag og einum manni umfram Vöku, verður jafnt í ráðinu, 15 á móti 15, en vinni Vaka.haldast sömu hlutföll. Búizt er við að úrslit kosninganna liggi fyrir laust fyrir miðnætti í kvöld. Forystumenn fylkinganna búast við mikilli kjörsókn, en hún hefur farið stöðugt vaxandi undan- farin ár, var 38% árið 1987 en 56% í fyrra. Sjá viðtöl við efstu menn á list- um Röskvu og Vöku á bls. 20. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá Opnu húsi Háskóla Islands, sem haldið var í Þjóðarbókhlöðunni á sunnudaginn. Rúmlega sex þusund manns komu í Opið hús Háskólans HIÐ árlega Opna hús Háskóla íslands var haldið á sunnudaginn, og var námskynningin að þessu sinni haldin í Þjóðarbókhlöðunni. Að sögn Ástu Kr. Ragnarsdóttur, verkefiiissljóra Opna hússins, var stanslaus straumur gesta í Þjóð- arbókhlöðunni allan daginn, en alls komu þangað á sjöunda þús- und manns. Ásta sagði að kynningin hefði tekist ákaflega vel, og ekkert farið úrskeiðis rátt fyrir mikla örtröð. „Þetta var kynning á öllum náms- leiðum innan Háskólans og auk þess á 22 sérskólum. Þá voru upp- lýsingafulltrúar sem starfa hér á landi vegna náms erlendis með kynningu, og einnig ýmsir þjón- ustuaðilar eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna, Félagsstofn- un stúdenta og stúdentasamtökin. Síðan voru nokkrar rannsókna- stofnanir Háskólans kynntar, en alls var um að ræða yfir fimmtíu kynningaraðila." Auk námskynningarinnar var gestum boðið upp á margs konar skemmtun. Sýnd voru myndverk eftir nemendur Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Tónlistarskólinn, Söngskólinn og Leiklistarskólinn stóðu fyrir listviðburðum, og Há- skólakórinn skemmti gestum með söng í raunvísindabyggingunum. Að sögn Ástu kom mikið af fram- haldsskólanemendum á kynning- una, og einnig kom töluvert af að- standendum unglinga sem vildu kynna sér hvaða námsleiðir væru í boði. „Þá kom auðvitað einnig fólk sem einungis vildi sjá Þjóðarbók- hlöðuna, og ég fann það að fólk var greinilega mjög ánægt með húsið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.