Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.03.1990, Blaðsíða 7
7 Gjaldþrot Sjóleiða: Ekkert fékkst upp í 90 millj- óna skuldir NÝLEGA er lokið skiptum í þrotabúi Sjóleiða h/f sem tekið var til gjaldþrotaskipta í nóvem- ber 1987 og gerði meðal annars út flutningaskipið Sögu. Ekkert fékkst greitt upp í kröfúr en við- urkenndar skuldir búsins námu rúmum 90 milljónum króna. Skip félagsins var selt á uppboði í Frakklandi þar sem það lá í höfn vélarvana og rann uppboðsandvirð- ið til greiðslu hafnargjalda og ýmissa annarra skulda þar í landi án þess að þeir peningar nýttust þrotabúinu hér á nokkurn hátt. Forgangskröfur voru tæplega 14,5 milljónir og almennar kröfur um 75,5 milljónir króna, þar af um 23 milljónir í erlendum myntum. Þjóðleikhúsið: Utboðsgögn ekki tilbúin ENN HEFUR ekki verið samið við verktaka vegna fyrirhugaðra breytinga á Þjóðleikhúsinu. Hús- inu hefúr verið lokað og sýning- arnar fluttar í Iðnó og Há- skólabíó. Að sögn Gunnars Olafs- sonar verkefnissljóra hefúr Sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir ekki gefið leyfi til samn- inga við vektaka, þar sem útboðs- gögn eru ekki tilbúin. Að sögn Gunnars fór fram forval meðal verktaka og hefur bygging- arnefnd Þjóðleikhússins ákveðið að leita eftir tilboðum frá nokkrum fyrirtækjum, sem til greina koma. Sagðist hann búast við að nokkrar vikur liðu þar til útboðsgögnin yrðu tilbúin. Á meðan verður húsið tæmt, teknar niður þiljur og veggljós og komið í geymslu þar til fram- kvæmdum er lokið. Góð aðsókn að listsýning- unni í London „ÞAÐ gerir gæfúmuninn að fá blaðagagnrýni um sýninguna svo snemma i þessum þekktu blöð- um,“. sagði Bera Nordal, for- stöðumaður Listasafhs Islands, aðspurð um þann áhuga sem sýn- ing á íslenskri list í Barbican- listamiðstöðinni hefúr hlotið í London. Þá nefndi hún að heim- sókn Bretadrottningar hefði ver- ið mikilvægur áfangi í að vekja umfjöllun um sýninguna. Bera sagði, að aðsókn að sýning- unni sé talin góð það sem af er, en hún mun standa til 5. apríl í London. Eins og fram hefur komið hlaut sýningin lofsverða dóma í blöðum eins og Times og Financial Times, strax í fyrstu sýningarviku, og sagði Bera að það hefði komið á óvart og orðið til að auka áhuga á sýningunni. Þá var fjallað um hana í útvarpsþætti hjá BBC- útvarpsstöðinni, og von er á að sýn- ingin hljóti umfjöllun í Late Show, þekktum sjónvarpsþætti á BBC. Þegar sýningunni lýkur í London verður hún sett upp í Polytechnik Art Gallery í Brighton, þar sem þeir Julian Freeman og Michael Tucker, sem vonl meðal hvata- manna að sýningunni og völdu .myndirnar á hana, eru búsettir. Að lokum munu salir Calbot Rice-lista- safnsins í Edinborg hýsa sýninguna. Áttþú LADA SPORT? Langar þig í japanskan jeppa? Þá gerum við þér tilboð sem ekki er hægt að hafna - að skipta upp íDaihatsu Feroza á einstökum kjörum Komið og kynnið ykkur malið DAIHATSU FEROZR er fullbúinn og fallegur jeppi og kostar aðeins frá: kr. 1.098.200 stc/r. á götuna Daihatsu Feroza er fáanlegur í þremur útfærslum: Feroza DX: 4 strokka fjórgengisvél 1600 cc 16 ventla • 5 gíra • vökvastýri • sjálfstæð snerilfjöðrun með jafnvægisstöng að framan • heil hásing og fjaðrir að aftan • hlutalæsing á drifi • driflokur • tvöfaldur veltibogi • 3ja punkta öryggisbelti framm í og aftur f • vönduð innrétting • litað gler og snúningshraðamælir. Feroza EL-II: Hér kemur til viðbótar við búnað DX • veltistýri • topplúga • lúxus innrétting • voltmælir • hallamælir • staf- ræn klukka og hágæða útvarps- og segulbandstæki. Feroza EL-II Sport: Einn með öllu og til við- bótar krómfelgur • krómað grill • krómaðir stuðarar • krómaðir hliðarspeglar og krómaðir hurðar- húnar. daihatsu Brimborg hf. - draumur aö aka Faxafeni 8, sími 685870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.