Morgunblaðið - 21.10.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 21.10.1987, Qupperneq 64
ÖGuójónÖ.hf. I 91-272 33 I MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Nefnd skipuð til að kanna skreiðarsölu RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að skipa nefnd þriggja manna til að fara ofan i stöðu skreiðarsölu, einkum tíl Nígeríu. Ekki er ákveðið hveijir sitji i nefndinni, en viðskiptahættir með skreið virðast óljósir um þessar mundir. Miklar birgðir af íslenzkri skreið liggja nú í Nígeríu, sem er stærsti markaðurinn fyrir skreiðina. Hins vegar eru litlar birgðir hér á landi, en birgðasöfnunin f Nígeríu er talin hafa valdið verulegri verðlækkun ásamt ósamlyndi og samkeppni á milli útflytjenda. Verð á skreiðinni er nú um helmingi lægra í dölum talið en það var á tímabili árið 1981 er þessi útflutningur stóð með mikl- um blóma og verulegur kostnaður hefur hlaðist upp og afföll verið mikil. „ Frumvarp um slátur- leyfi fyrir Arnfirðinga ÁTTA alþingismenn Ar ölium flokkum nema Kvennalista lögðu í gær fram frumvarp á Alþingi þess efnis að Sláturhúsi Amfirð- inga á Bfldudal verði veitt sláturleyfi á þessu ári. Var frum- varpið lagt fram í kjölfar utandagskrárumræðu um málið þar sem landbúnaðarráðherra lýsti því yfir að hann skorti laga- heimild til þess að veita leyfi. Morgunblaðið/Gunnar L&rusaon Stórlúður á Rifi Stapavík SH 132 kom til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi síðastliðinn sunnudag með þijár stórlúður innanborðs. Sú stærsta vó 60 kfló, en sam- tals vógu lúðurnar um 150 kíló. Eigandi og skipstjóri á Stapavík er Jón Traustason og með honum í sióferðinni var Hjörtur Arsælsson. Myndina tók Gunnar Lárus- son þegar verið var að landa lúðunum f höfninni á Rifi. Prumvarpið verður væntanlega tekið fyrir í neðri deild Alþingis í dag. Það var Matthías Bjamason, 1. þingmaður Vestflarða, sem hóf ut- andagskrárumræðuna. Gagnrýndi Matthías yfírdýralækni harðlega fyrir vinnubrögð hans í málinu. Það gerðu fleiri þingmenn er tóku þátt f umræðunum. Meðal annars sagði Karvel Pálmason, Alþýðuflokki, að yfírdýralæknir væri að hefna sfn á Amfírðingum þar sem þeir hefðu ekki viljað „dansa eftir hans nótum" á sínum tíma er grípa átti til að- gerða gegn riðuveiki. Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, sagði sig skorta lagaheimild til þess að veita húsinu sláturleyfí þar sem enginn dýralæknir hefði fengist til að veita húsinu umsögn. ílok umræðnanna kynnti Eyjólf- ur Konráð Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, frumvarp til laga er mjmdi heimila Sláturhúsi Amfírðinga að slátra á þessu ári. Lagði hann til að það yrði afgreitt á Alþingi sam- dægurs. Fmmvarpið var sfðan formlega lagt fram af átta þing- mönnum úr Sjálfstæðisflokki, Borgaraflokki, Alþýðuflokki, Al- þýðubandalagi og Framsóknar- flokki. Það var ekki tekið til umræðu f gær en verður væntan- lega á dagskrá fundar neðri deildar Alþingis f dag. Ekki náðist í Sigurð Sigurðarson, settan yfírdýralækni, í gærkvöldi vegna þessa máls. Sjá nánar frá umræðum á Al- þingi á bls. 36 og „Af innlend- um vettvangi" á bls. 15. Pekingendur á Tjörninni MorgunblaAið/Ól.K.M. Tvær hvítar Pekingendur hafa tekið sér bólfestu á Tjöm- inni í Reykjavík og hafa þær að vonum vakið athygli vegfar- enda sem þar hafa átt leið um. Að sögn Kristins Hauks Skarp- héðinssonar, líffræðings hjá Náttúrufræðistofnun Islands, er ekki vitað hvaðan endumar koma, en endur af þessari teg- und era alifuglar og þvi líkleg- ast að eigandi þeirra hafi skflið þær þarna eftir. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að gefa fuglunum frelsi, en óvíst er þó hvemig þeim muni reiða af f frosthörkunum í vetur. Endur af þessari tegund era nefnflega óvanar þvi að bjarga sér upp á eigin spýtur þegar harðnar á dalnum, þótt frænk- ur þeirra, stokkendurnar, séu færar i flestan sjó þegar svo ber undir. Hafskipsmálið: Rannsókn fyrir- skipuð að nýju Krafist að aðrir starfsmenn RLR rannsaki málið nú JÓNATAN Þórmundsson, sér- stakur rikissaksóknari i málum sem tengjast gjaldþroti Hafskips hf., hefur fyrirskipað nýja rann- sókn á ýmsum þáttum málsins. Sú krafa hefur komið fram, að aðrir starfsmenn Rannsóknarlög- reglu ríkisins vinni að rannsókn málsins nú en gerðu það áður. Jónatan sagði, að nú væri að fara af stað rannsókn á ákveðnum þætti Hafskips- og Útvegsbankamála. „Öll rannsókn málsins verður endur- metin, bæði til þess að kanna hvort tala þurfi við fleiri en var talað við áður og einnig þarf að kanna einstök atriði betur," sagði Jónatan. „Það hefur verið lögð mikil áhersla á það af hálfu veijenda í fyrra máli að þetta yrði rannsakað sem best aftur og við viljum gjaman koma til móts við þær kröfur, innan skynsamlegra marka. Það liggja fyrir ýmis skjöl sem segja sína sögu og verða áfram aðalgrundvöllurinn í málinu. Það verður hins vegar að tala við alla aftur og sjá hvort þeir hafa ein- hveijar frekari upplýsingar." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur lögmaður eins fyrrum forráðamanna Hafskips farið þess á leit við Rannsóknarlögreglu, að aðr- ir starfsmenn þar sjái um endurrann- sókn málsins en þeir sem unnu að því upphaflega. Aðrir lögmenn aðila íhuga nú að gera slíkt hið sama. Amar Guðmundsson, deildarstjóri hjá RLR, sagði mjög ótímabært að ráeða það hveijir ynnu að málinu og hveijir ekki. „Við höfum fengið fyrir- mæli frá sérstökum ríkissaksóknara í málinu um að hefja rannsókn þess að nýju og byggjum á þeirri sem á undan er gengin. Það verður ekki til umfjöllunar í Qölmiðlum af okkar hálfu. Hafskipsmálið var unnið í efnahagsdeild Rannsóknarlögreglu og verður það áfram. Ég gef hins vegar ekki upp hveijir annast skýrslutökur almennt hér,“ sagði Amar Guðmundsson, deildarstjóri. Búist við banni á Trabant vegna hættu á íkveikju HJÁ Bifreiðaeftirliti rikisins er nú unnið að gerð reglugerðar vegna nýrra umferðarlaga, sem taka gildi 1. mars á næsta ári. Gert er ráð fyrir að Trab- ant-bifreiðir verði bannaðar hérlendis, vegna hættu á að í þeim kvikni við árekstur. Lárus Sveinssor., starfsmaður tæknideildar Bifreiðaeftirlitsins, sagði að Trabantinn væri með bensíntankinn í vélarrúmi. „Við vinnum þessa reglugerð upp úr reglum starfsfélaga okkar í Dan- mörku og í Sviþjóð, en þar segir að bifreiðir, sem hafa bensíntank í farþega- eða vélarrúmi, skuli ekki leyfðar. Trabantinn er þessu marki brenndur og það er mikil hætta á að í honum kvikni við árekstur. Það er ef til vill mögu- legt að breyta þessum bifreiðum, þannig að þær verði löglegar. Ég vil þó taka fram að þessi reglu- gerð hefur ekki verið afgreidd enn, svo það er óvíst hvort Trab- antinn verður bannaður. Verði hann það þá geta eigendur Trab- anta verið rólegir, því þeir fá að halda sínum bifreiðum áfram, en nýir verða ekki skráðir," sagði Lárus Sveinsson. Guðmundur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgason- ar, sem hefur umboð fyrir Trabant-bifreiðir, sagði að ekki væri tímabært að segja til um hvemig umboðið bregðist við banni. „Ég á ekki von á að Trab- ant-verksmiðjumar geti framleitt öðmvísi bifreiðir fyrir okkur en hingað til. Það er hins vegar ekki ákveðið enn að Trabant verði bannaður og því munum við bíða átekta." Fyrstu sex mánuði þessa árs voru 112 Trabantar seldir hér á landi. Kókaínmálið: Enginn Is- lendingur handtekinn ENGINN íslendingur hefur verið handtekinn fyrir aðild að kókaín- máJinu, sem komst upp um síðustu helgi. Brasilisk hjón vom handtekin á gistiheimili í Hveragerði á laugar- dag og fundust í fómm þeirra um 450 grömm af kókaíni og um 780 þúsund krónur í peningum. Tæpur helmingur peninganna var í fslensk- um seðlum og þykir líklegt að hjónin hafí komið einhveiju magni af kók- aíni f verð hér. Nokkrir Islendingar hafa verið yfírheyrðir, bæði vitni og gmnaðir, en enginn hefur verið handtekinn. Hjónin vom úrskurðuð í gæsluvarðhald til 1. desember nk., sem er óvenju langur tími. Það stafar af þvf, að lögreglan reiknar með tímafrekri rannsókn þar sem afla þarf upplýsinga um fólkið er- lendis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.