Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Sovésku fjárlögin fyrir 1988: Frekari breytingar boð- aðar í efnahagsmálunum Gorbachev hyggst nota hergagnaiðnaðinn til að bæta ástandið í landbúnaði Moskvu, Reuter. SOVÉSKA æðsta ráðið kom saman á mánudag til að ræða fjárlög ríkisins fyrir árið 1988 og áætianir Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétrikjanna, um efnahagslega endurreisn. Segja embættis- menn, að fleiri fyrirtækjum og iðngreinum en áður verði gert að taka fullt tillit tíl raunverulegrar afkomu í rekstrinum. Á næsta ári á efna-, skógar- höggs-, málm-, olíu- og gasiðnaður- inn, sem stendur undir 60% iðnframleiðslunnar, að laga sig að nýju kerfi og bein heildsöluviðskipti milli fyrirtækja verða aukin. Á yfír- standandi ári var eftirlit með vörugæðum hert og hefur það vald- ið því, að gallaðri framleiðslu fyrir tugmilljónir rúblna hefur verið skil- að eða hent. Hefur það aftur haft áhrif á vöxt iðnframleiðslunnar en hann var aðeins 3,6% á fyrstu níu mánuðum þessa árs á móti 5,2% á sama tíma í fyrra. Áætlað er, að framleiðslan vaxi um 4,4% á öllu árinu. Kólumbía: Sprenging í varnarmála- ráðuneytinu Bogota, Reuter. SPRENGJA sprakk i varaar- málaráðuneyti Kólumbíu á mánudag. Var hún falin í hol- ræsi utan við ráðuneytið. Sex manns særðust í sprengingunni og fjöldi bifreiða eyðilagðist. Að sögn lögreglu olli þrýstingur- inn af sprengingunni því að allar rúður í byggingunni brotnuðu. Tveir hinna særðu voru hermenn. Áður óþekkt samtök sem kalla sig „Félagsleg uppreisn" segjast bera ábyrgð á sprengingunni. í bréfí sem samtökin sendu dagblöðum í Kólumbíu nefna þau þetta „aðgerð píslarvotta fólksins". Skrifstofa varnarmálaráðherr- ans, Rafaels Samudio, sem er á annarri hæð hússins, er óskemmd eftir sprenginguna. Ráðherrann hefur mikið verið gagnrýndur und- anfarið og hefur honum verið hótað lífláti. Utanríkisverslunin dróst saman Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur utanríkisverslunin minnkað um 3,6%, útflutningur um 0,5% og innflutningur um 4,2%. Heildarupp- hæð þessara viðskipta var sem svarar til 151 milljarðs dollara. Á þessum tíma voru 118,5 milljónir manna að störfum hjá ríkinu, 80.000 á vegum 8.000 sjálfstæðra samvinnufyrirtækja og 200.000 í einkafyrirtækjum. í fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum tveggja síðamefndu rekstrarformanna. Samkvæmt op- inberum tölum eru meðallaun í Sovétríkjunum 200 rúblur á mánuði (12.800 ísl. kr.) en voru 194 í fyrra. Ahersla á vélaiðnaðinn í efnahagsmarkmiðunum fyrir næsta ár er lögð mikil áhersla á minna bruðl og betri nýtingu al- mennt og á véla- og verkfærafram- leiðsluna. Hefur Gorbachev tekið þannig til orða, að verulegar fram- farir í þeirri grein séu forsenda þess, að Sovétmenn geti keppt á erlendum mörkuðum. Áætlaður vöxtur í greininni á næsta ári er 7,3% en útlit er fyrir, að hann verði aðeins 3,3% í ár. Telja vestrænir sérfræðingar, að sovéskir embætt- ismenn séu ekki á einu máli um stefnuna í þessum málum en Ni- kolai Talyzin, yfírmaður áætlunar- mála, sagði, að undirstaðan fyrir efnahagslegum framförum, í þess- ari grein sem öðrum, væri betri nýting hráefna og annarra auð- linda. Hergagnaiðnaður til liðs við landbúnað Gorbachev hefur í hyggju að nýta hergagnaiðnaðinn í glímunni við hin „ótrúlega flóknu" vandamál í sovéskum landbúnaði. Hafði Tass-fréttastofan eftir honum á laugardag, að besta aðferðin til að virkja almenning í baráttunni fyrir betra lífí væri að auka matvæla- framboðið í ríkisverslunum. Hergagfnaiðnaðurinn er sú fram- leiðslugrein, sem best er rekin í Sovétríkjunum, og segja sérfræð- ingar, að ætli Gorbachev sér að láta hann hjálpa upp á sakimar í landbúnaðinum sýni það vel hve alvarlegum augum hann lítur ástandið. Áætluð komuppskera á næsta ári er 235 millj. tonn en var 232 millj. tonn á þessu. Hernaðarútgj öld óbreytt Boris Gostev fjármálaráðherra sagði, að framlög til vamarmála yrðu óbreytt á næsta ári, 20,2 millj- arðar rúblna, eða 4,6% af fjárlögun- um. Á Vesturlöndum em menn raunar sammála um, að opinberar tölur yfír hemaðarútgjöld í Sov- étríkjunum séu langtum of lágar en breytingar á þeim eru samt oft til marks um stefnuna í vamarmál- um. Rcuter Mikhail Gorbachev á fundi æðsta ráðsins á mánudag. Hér er hann á tali við Yegor Ligachev en hann er talinn annar mesti valdamaður í landinu og fulltrúi þeirra, sem andvígir eru miklum breytingum. Afganistan: Stuðningsmenn Karmals reknir úr miðstjórninni Reynt að draga úr kommúnískri ásýnd stjórnarflokksins Islamabad, Stokkhólmi, Reuter. Najibullah, ráðamaður í Afg- anistan, hefur treyst tökin á kommúnistaflokknum í landinu með því að reka burt stuðnings- menn fyrrum forseta og fyrir- rennara síns, Babraks Karmal. Bandaríski iðnjöfurinn Armand Hammer beitir sér nú fyrir því upp á eigin spýtur að stilla til friðar í Afganistan og er það hugmynd hans, að Svíar verði í forsvari fyrir alþjóðlegu frið- Tesluliði í landinu. útvarpinu í Kabúl sagði, að 15 fyrrum nánir samstarfsmenn Karmals, þar á meðal hálfbróðir hans, Mahmood Baryalai, hefðu misst sæti sitt í miðstjóminni. Karmal komst til valda í Áfganist- an með innrás Sovétmanna árið Öryggismálasamvinna Frakka og Spánveija: Hyggjast samræma viðbún- að og eftirlit á Miðjarðarhafi Annecy, Frakklandi, Reuter. RÍKISSTJÓRNIR Frakklands og Spánar hafa gert með sér sam- komulag sem miðar að þvi að efla samvinnu ríkjanna á sviði öryggismála Miðjarðarhafssvæðisins. Verður nefnd háttsettra embættismanna komið á fót til að fylgjast með þróun öryggis- mála á þessum slóðum auk þess sem uppi eru ráðagerðir um að samræma eftirlit á láði, legi og í lofti. Á sunnudag lauk í Frakklandi verið rætt um hvemig samhæfa tveggja daga fundi ráðherra ríkis- stjóma Frakklands og Spánar. Jean-Bemard Raimond, utanrík- isráðherra Frakklands, sagði á blaðamannafundi sem boðað var til af þessu tilefni að hann og hinn spænski starfsbróðir hans, Francisco Femandez Ordonez, hefðu orðið ásáttir um að koma á fót sérstakri nefnd háttsettra embættismanna til að fylgjast með þróun öryggismála á Miðjarð- arhafí. Sagði hann að einnig hefði mætti eftirlit á vestanverðu Mið- jarðarhafí og hefði í því samhengi komið fram hugmyndi- um að samtengja ratsjárkerfí ríkjanna. Einnig nefndi hann aukna sam- vinnu flughers og flota ríkjanna í þessu skyni. Hann bætti því við að spænsku fulltrúamir hefðu lýst yfír vilja sínum til að taka þátt í þróun og smíði njósnahnattar sem gengur undir heitinu „Helios" og nú er unnið að í Frakklandi. Væntanlegur samningur risa- veldanna um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjamorkuflauga hefur leitt til þess að ríki Vestur- Evrópu hafa að undanfömu rætt um að auka samstarf sitt á sviði vamarmála. Raimond sagði sam- komulag þetta geta haft í för með sér ákveðnar breytingar fyrir Vestur-Evrópuríkin. Kvað hann nauðsynlegt fyrir ríki Vestur- Evrópu að bregðast við nýjum tillögum Sovétstjómarinnar í af- vopnunarmálum og hvatti stjóm- völd í viðkomandi rílqum til að treysta samstöðu sína. Raimond sagði frönsku ríkis- stjómina einnig vona að Spán- veijar myndu f fyllingu tímans ganga í Vestur-Evrópusamband- ið. Frakkar telja sambandið kjörinn vettvang fyrir ríki Vest- ur-Evrópu til að treysta samvinnu sína á sviði vamarmála innan Atlantshafsbandalagsins. Auk Frakka eiga Vestur-Þjóðveijar, Belgar, ítalir, Bretar, Lúxem- borgarar og Hollendingar aðild að Vestur-Evrópusambandinu. Að sögn Raimonds ræddu vam- armálaráðherrar ríkjanna tveggja einnig að standa saman að smíði hergagna. Ónefndur embættis- maður í spænska utanríkisráðu- neytinu sagði aukin vopnavið- skipti ríkjanna einnig hafa borið á góma. Spánveijar vildu gjaman kaupa fleiri franskar þyrlur af Puma-gerð og Frakkar hefðu lýst yfír áhuga sínum á að kaupa spænsk flugskeyti. 1979 en var rekinn frá og sendur til vistar í Sovétríkjunum í maí í fyrra. Vestrænir stjómarerindrek- ar segja, að breytingamar séu gerðar til að draga úr komm- únískri ásýnd stjómarflokksins og í þeirri von, að skæruliðar verði fúsari til viðræðna við hann. Bandaríski iðnjöfurinn Armand Hammer, forstjóri olíufélagsins Occidental Petroleum, hefur síðustu daga átt viðræður við ráðamenn í Moskvu, Kabúl og Islamabad í Pakistan um hugsan- lega friðarsamninga í Afganistan. Hammer, sem hefur haft einstak- an aðgang að sovéskum ráða- mönnum allt frá dögum Lenins, hefur lagt á það áherslu, að sov- éskur her fari burt úr landinu og komið verði á samsteypustjóm undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegs friðargæsluliðs. Vill hann, að Svíar verði þar fremstir í flokki. Pierre Schori, aðstoðamtanrík- isráðherra Svía, sagði í viðtali við sænska útvarpið, að sænska stjómin vildi leggja sitt af mörk- unum til friðar í Afganistan en ekki vildi hann segja af eða á um þátttöku sænskra hermanna í frið- argæslu. ERLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.