Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Raunsær og meinlegur Békmenntlr Erlendur Jónsson Nikolaj Gogol: DAUÐAR SÁL- IR. Magnús Magnússon íslensk- aði. 331 bls. Mál og menning. Reykjavík, 1987. Ef við köllum 18. öldina heim- spekiöld og 20. öldina kvikmynda- öld má hin 19. með réttu heita skáldsagnaöldin. Skáldsögur höfðu að sönnu verið samdar fyrir 1800. Formið var síður en svo óþekkt. En 19. öldin með sínar greiðu sam- göngur og stóraukin samskipti þjóða og einstaklinga kallaði beinlínis á þetta form. Skáldsagna- höfundurinn varð stórstjama aldarinnar. Og lestur skáldsagna varð, er líða tók á öldina, einhver algengasta dægrastytting fólks víða um lönd. Dauðar sálir eftir Nikolaj Gogol er dæmigerð fyrir skáldsagnaritun á fyrri hluta 19. aldar. Höfundar vora þá ekki famir að beygja sig svo mjög undir formið eins og síðar varð. Þeir höfðu meira á tilfinning- unni að þeir væra bara aö segja frá; skáldsagan bar enn keim af hinni munnlegu frásagnarlist. Til að mynda gætti höfundurinn þess ekki alltaf að leynast að baki verki sínu. í Dauðum sálum kemur oft fyrir að höfundur talar beint til le- sanda; jafnframt því sem hann minnir á »þann, sem fært hefur atburð þennan í letur«. Gogol er meinhæðinn og fundvís á hið grátbroslega. »... þótt vér Rússar séum eftirbátar nágranna- þjóða vorra í mörgum efnum, þá stöndum vér þeim langt um framar í þeirri list, að umgangast aðra.« Þetta er vitanlegaí háði mælt; þessi orð era eins konar inngangur að því er Gogol lýsir smjaðri landa sinna; undirgefni þeirri sem sýna bar þeim sem hærra vora settir. Nikolaj Gogol En fyrirfólkið á þessum tímum snobbaði ekki aðeins hvert fyrir öðra heldur líka fyrir hveiju því sem hafði yfir sér hillingar framandleik- ans. Einkum leit það upp til alls sem franskt var. Þeir, sem kunnu sig, »settust frjálsmannlega hjá konun- um, töluðu frönsku og komu þeim til að flissa«. En kona af heldri stétt þurfti að kunna tvennt til að heita boðleg í fínum selskap: að leiká á píanó og tala frönsku. Bændaá- nauðin var enn við lýði og stórbóndi metinn eftir því hversu margar bændasálir hann átti. Allt er þetta rækilega tíundað í Dauðum sálum. Þó sagan sé samin meðan andi rómantísku stefnunnar sveif enn yfir vötnunum í Evrópu vísar hún að ýmsu leyti fram á við: til þjóðfélagsádeilu realismans sem varð alls ráðandi í skáldsagnaritun- inni röskum aldarijórðungi síðar. Dauðar sálir kom fyrst út hér- lendis 1950 í þýðingu Magnúsar Magnússonar. Bókina þýddi hann úr dönsku. Síðan var þýðingin end- urskoðuð fyrir þessa útgáfu. Margt er gott um íslenska textann að segja. En af viðtökum þeim, sem sagan fékk þegar eftir útkomu í landi höfundar og dálæti þvi sem Rússar hafa á henni haft alla götu síðan, hygg ég að stíll Gogols hljóti að búa yfir töfram sem erfitt sé að snúa til annars máls. Má raunar segja svo um æðimörg skáldverk, svo í lausu máli sem bundnu. Það er einkum fíni húmorinn sem vill folskvast eða jafnvel fara forgörð- um á þeirri leið. Manngerðirnar í sögu þessari era margar og sundur- leitar. Má sennilega líta svo á að Gogol hafí hugsað sér að lýsa rúss- nesku þjóðlífi frá sem flestum hliðum. Eins og margur rússneskur rithöfundur fyrr og síðar var hann vel meðvitaður um þjóðerni sitt og upprana. Og spámannlega mælir hann undir lok þessarar sögu þegar hann segir: »Og þú, Rússland, þýt- urðu ekki sjálft áfram eins og trojka, sem enginn getur dregið uppi?« Nokkuð er um prentvillur í bók- inni. Á einum stað stendur t.d. »verðið« fyrir veðrið, á öðram stað gefur að líta »píuna« fyrir pípuna. Þetta er kiljuútgáfa og því ætluð til lestrar fremur en til stofu- skrauts. Landafundir noirænna manna Erlendar b»kur Siglaugur Brynle'rfsson Helge Ingstad: The Norse Discovery of America. Volume II. The Historical Background and the Evidence of the Norse Settle- ment Discovered in Newfoundland. Norwegian University Press. Distributed by Oxford University Press. Translated by Elizabeth S. Seeberg. í formála skrifar höfundurinn: „Það er kunnugt úr íslendingasög- um, að nýtt land fannst um árið 1000, land sem gat varla verið ann- ars staðar en í Norður- Ameríku...“ Sögur segja að Leifur heppni hafí fundið vænlegt land til búsetu og kallað það Vínland. En hvar er Vínland staðsett? Massachusetts, Rhode Island, New York, Virginia hafa verið nefndir sem líklegir staðir, en ekk- ert hefur fundist þar, sem bendir til dvalar norrænna manna. Höfundurinn dvaldi á Grænlandi 1953 og athugaði rústir frá dögum norrænna manna, og með hliðsjón af minjunum gerði hann sér hug- myndir um lífskjör manna á þessum slóðum um það leyti sem Leifur Einksson og fleiri sigldu í vestur til meginlands Ameríku. Hann skrifaði síðan bók um þessar athug- anir, „Land Under the Polar Star“, sem kom út 1966. Hann komst að þeirri niðurstöðu að Vínland hafi verið á Nýfundnalandi. Nokkrir höfundar hafa haft þá skoðun, en þeir era ekki margir, meðal þeirra nefnir höfundur Þormóð Torfæus (1706), W.A. Munn (1929), Tanner (1941) o.fl. Höfundurinn hófst síðan handa við að leita að slóðum Leifs Eiríkssonar af legi og úr lofti. Lengi vel var enginn árangur en loks fann hann leifar fomra rústa í L’Anse aux Meadows. Síðan hófst fom- leifagröftur og þá fékkst staðfest- ing á dvöl norrænna manna á þessum stað. Anna S. Ingstað hafði umsjón með þessum framkvæmdum og rannsóknum og hún skrifaði bók um rannsóknimar ásamt fleiram og birti þar árangurinn, 1977. Þessi bók er nú gefín út sem fyrsta bindi þessa ritverks. í ljós komu rústir átta húsa, sum þeirra stór, báta- skýli, smiðja og leifar um jám- vinnslu o.fl. Sýni tekin þama bentu ótvírætttil tímabils um árið 1000. í þessu bindi, sem er annað bindi ritverksins, er fjallað um forsend- umar að landaleitan Grænlendinga hinna fomu, skráðar heimildir um landkönnun þeirra og rannsóknir varðandi skipasmíðar á þessum tímum, þar á meðal Grænlendinga, sem hafa smíðað skip úr timbri fengnu í Labrador, þar eða á Græn- landi. Það var mun auðsóttara fyrir þá að afla sér skipaviðar þar en frá Noregi. Einnig er fjallað um skip- stjóm, hafstrauma, veðurfar og ísa, dýrafræði, jarðfræði og grasafræði, stjamfræði o.fl., o.fl. L’Anse aux Meadows er lýst, en það er staður, þar sem sjóndeildar- hringurinn er víður, hafíð blasir við og aðstæður allar era hagkvæmar landnemum. Það kemur fram að Grænlend- ingar hinir fomu hafa staðið framarlega í siglingafræði og skipa- smíðum. Þeir hafa nýtt öll hlunnindi og gert sér mannheima við ysta haf. Um þetta leyti var veðrátta mildari á þessum slóðum en síðar varð og þama stóð byggð Græn- lendinga í fimm hundrað ár, uns hún hvarf, en um endalok byggðar er enn margt óljóst. Meðal þeirra sem hafa rannsakað þessi efni, landkönnun og landnám norrænna manna á þessum slóðum, er Jón Dúason sem gaf út viðamik- ið rit: „Landkönnun og landnám íslendinga í Vesturheimi“, skömmu fyrir og um miðja þessa öld, 1941—45. Jón hélt því fram m.a. að Grænlendingar hinir fomu hefðu flutt byggðir sínar sunnar þegar veðráttan fór kólnandi og samgöng- ur við Evrópu lögðust af vegna ísa. Það hefur mikið verið ritað um landkönnun norrænna manna á þessum norðlægu slóðum, enda er það eitthvert merkasta afrek í landaleit og landnámi sem um get- ur. Framheimildir að þessari merku sögu vora skrásettar hér á landi og um aldir var vitneskjan um fund Ameríku aðeins kunn hér á landi og e.t.v. í arkívum páfagarðs suður í Róm. Amgrímur lærði Jónsson setti saman kver um Grænland sam- kvæmt fomum heimildum og sögum. Rit þetta var skrifað á latínu á áranum 1597—1602. Amgrímur tók þetta handrit með sér til Kaup- mannahafnar og bjóst við að fá það gefið út. Þótt áhugi væri mikill meðal danskra stjómvalda á Græn- landi eftir ferð Martins Frobishers og Johns Davis til Grænlands, á síðari hluta 16. aldar varð ekkert úr útgáfunni, Bókin var ekki prent- uð fyrr en 1688 í íslenskri þýðingu í Skálholti. Bjöm á Skarðsá skrifaði Græn- lands annál líklega eftir riti Jóns lærða. Sá annáll var ekki gefinn út í heild fyrr en í „Grænland í mið- aldaritum", Óskar Halldórsson bjó til prentunar, Sögufélag 1978. A 19. öld var tekið að gefa út íslenskar frumheimildir um land- könnun og sögu Grænlendinga hinna fomu: „Antqvitates Americ- anæ, sive Scriptores Septemtrional- es reram Ante-Columbianaram in America" Havniæ 1837, þá kom út „Grönlands Historiske Mindes- mærker I-HI.“, Kjöbenhavn 1838—45. Finnur Magnússon sá um þá útgáfu. í ritum Jóns Dúasonar er að finna mikinn fróðleik um þessi efni og í bókarlok rits Ingstads er ágæt heimildaskrá. Þetta rit „The Norse Discovery of America 11“ er ágæt umfjöllun um allar frumheimildir og annað sem snertir efnið. Höfundurinn hef- ur safnað saman flestu því efni sem varðar þessa sögu og með fomleifa- rannsóknum sínum hefur hann staðsett fund Ameríku. Bókin er mjög vel unnin, ágætar myndir í svart/hvítu og litum, kort og upp- drættir fylgja. Þetta er fögur bók, ágætlega skrifuð. Þegarþú biðurum ríssúkkulaði meinarðu örugglega þetta hér F^EVJA HF. SÆlOOISGGRDl KtóSNESBRAUT IÐt. KÚPAVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.