Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Saltað í 35.000 tunniir á 10 stöðum SALTAÐ hefur verið í nálega 35.000 tunnur af síld það, sem af er þessari vertíð. Þar af hefur aðeini utan Austurlandskjördæmis. Enn saltsUdar tíl SovétrUganna og veg söltun. Ekki er leyfilegt að salta hverri söltunarstöð og hefur það veiðamar. Nú er verið að salta upp í samn- inga við Finna og Svía um kaup á samtals 59.000 tunnum. Þar af eru 51.000 tunnur af hausskorinni og slógdreginni sfld, en hitt eru flök. Þetta samsvarar um áttunda hluta leyfílegs afla. Á mánudagskvöld hafði verið saltað í 33.000 tunnur og voru flök af því um 800 tunnur. Þessi söltun samsvarar um 5.000 tonna veiði, en nokkru meira hefur borizt á land og hefur það farið í bræðslu. Er þar aðallega um að ræða smásfld, sfld með átu og sfld, sem er umfram leyfilegan dag- skammt í söltun. Dráttur á samkomulagi um sölu á saltsfld til Sovétríkjanna veldur því, að veiðar fara hægar af stað en ella. Menn telja, samkvæmt upp- ) verið saltað í tæpar 500 tunnur hefur ekki verið samið um sölu na þess er fremur iítill kraftur í í fleiri en 300 tunnur dagiega í valdið nokkrum erfiðleikum við lýsingum frá veiðaeftirlitinu, að óhemju mikið af sfld sé út af Kald- bak, en engar veiðar hafa hafizt þar, þar sem næg veiði er inni á fjörðum fyrir þá, sem byijaðir eru. Líkur eru taldar á því, að einhveij- ir haldi að sér höndunum fram eftir vertíð, en fari þá á veiðar fyrir bræðslu. Söltun eftir stöðum var á mánu- dagskvöld sem hér segir, en fjöldi söltunarplana er misjafn eftir stöð- um: EskiQörður 6.058, Reyðarfjörð- ur 5.785, Fáskrúðsfjörður 5.026, Höfn í Homafirði 4.622, Seyðis- flörður 4.248, Vopnaflörður 2.140, Stöðvarfyörður 1.980, Breiðdalsvík 1.705, Djúpivogur 1.004 og Grindavík 489. „Bitaboxin“ með viður- kenndum farþegasætum - segir Lárus Sveinsson, starfsmað- ur Bifreiðaeftirlits ríkisins „ÞAÐ er algengast að þessir litlu sendibílar séu fluttir hingað til lands með farþegasætum, sem eru viðurkennd af Bifreiðaeftir- Utinu,“ sagði Lárus Sveinsson, starfsmaður tæknideildar Bif- reiðaeftirUts ríkisins. í Morgun- blaðinu í gær er grein eftir Kristin Snæland, þar sem hann gerir sæti lftilla sendibfla, svo- kallaðra bitaboxa, að umtalsefni. Hann heldur því fram að bílar þessir séu dauðagildrur og séu meðal annars bannaðir f Svíþjóð. í grein Kristins segir, að öli far- þegasæti í löglegum fólksflutn- ingabflum, sem flytja fólk gegn gjaldi, séu skoðuð, tekin út og viður- kennd af Bifreiðaeftirliti ríkisins. Sameiginlegt einkenni sé að sætin séu vönduð og með háum bökum og oft hnakkapúðum. Sætin, sem bflar frá Sendibflum hf. noti til far- þegaflutninga séu hins vegar öll með lágu baki, svo lágu að það nái aðeins upp undir eða um herðablöð farþega. Kristinn bendir á að slík sæti séu hættuleg við árekstur og segir síðan: „Þar sem allir vita að fólksflutningar eru stundaðir á þessum sendiferðabflum og aftur- sætin eru vitanlega ekki höfð i þeim til annars en til fólksflutninga, þá hlýtur það að vera skylda Bifreiða- eftirlitsins að taka þau út eins og öll önnur sæti sem miðað er við að selja far í.“ Lárus Sveinsson sagði, að flestir þessara bfla væru með viðurkennd- um sætum, sem ýmist kæmu í þeim hingað til lands eða væru smíðuð hér. „Varðandi hæð sætisbaka vil ég taka fram, að það eru engar ákveðnar reglur í gildi um sæti í bifreiðum, fyrir utan framsæti, sem eiga að vera há og með hnakkapúð- um,“ sagði Lárus. „Farþegasæti mega vera með lægra baki, en ég man ekki til þess að mikið sé um mjög lág sætisbök. í sambandi við þessa sendibfla þá höfum við sett þá reglu, að ef rennihurð er í hlið þeirra þá verða farþegasætin að vera með hliðarörmum, svo minni hætta sé á að menn falli út ef hurð- in opnast. Það er því rangt að ekki sé eftirlit með farþegasætum þess- ara bfla hjá Bifreiðaeftirlitinu." í grein Kristins er einnig íjallað um það, að bflar þessir séu „blikk- dósir" og stórhættulegir í umferð- inni. Hann segir þá vera bannaða, til dæmis í Svíþjóð. „Það hefur ekki komið til tals að banna þessa bfla hér,“ sagði Lárus. „Þá hef ég ekki heldur rekist á það í reglum ná- grannalanda okkar, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, að bifreiðar þessar séu bannaðar þar, en þori þó ekki að fullyrða að svo sé ekki.“ Alþýðubandalagið í Reykjavík: Miðað við fólk sem starfað hefur lengi á vegum flokksins - segir formaður uppstillingarnefndar GÍSLI Sváfnisson, formaður upp- stillingamefndar Aiþýðubanda- lagsins i Reykjavík, segir að í tillögu nefndarinnar um fulltrúa á landsfund hafi aðaUega verið miðað við að fólk sem starfað hefði lengi og vel á vegum flokksins í Reykjavík væri í hópi aðalfulltrúanna 100. Einnig var stillt upp 100 varafulltrúum og Mðrður Árnason, sem var vara- maður í uppstillingarnefndinni, lét bóka á lokafundi nefndarinn- ar að hann væri sáttur við nafnaiistann i heild en ósáttur við skiptingu í aðal og varafull- trúa. Gísli sagði að við röðun nefndar- innar á í aðal- og varamenn hefði verið reynt að taka tillit til allra sjónarmiða. Ef einhveijum hefði fundist halla á stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar á aðalmanna- listanum væri skýringin sennilega sú að þar var fólk sem lengi hefði unnið fyrir fiokkinn og tengdist flokksstjóminni af þeim ástæðum. Gísli sagði það síðan mjög eðlilegt að fram hefðu komið fleiri tillögur um landsfundarfulltrúa en uppstill- ingamefnd kom með enda hefði slfld alltaf gerst. STI& 1 2 3 H 5 6 7 8 9 10 H 12 VINhl. RÓÐ 1 KORCHNOI CSviss) 21,30 YZ// O '/* 2 TlMMAN CUollancfi) 263 0 4 ////, Ws/ 1 0 3 LTU60J£VIC(Túeúl.) 2625 !4 y/u /z % H &LIGORIC, CTújísl) 252J V//y YY7/ /2 O 4 5 MARTANOVIC(Túsí,I.) 2505 M O O 4 (O SALOVCSovéÍnlcj v»uT) 2575 /// V// ’/z '4 ? SHORTCEngta ndli) 1ÍZ0 'A 4 0 8 IVANOVICCTúojósl.) 2535 4 0 m 9 JÓNANN NTARTARS. 255D 'U 4 /1 m 10 POPOVIC, (Túojósl&viu) 2 SÍO 'U /z m 11 N1ROLIC. ( Tclcjóslai/iu) 2Í20 0 /t O //// YZú. 12 Í5ELTA VSlcy(Sovéir.) 2Í30 4 4 /Zá. Góð byrjun hjá Jóhanni í Belgrad Skák Margeir Pétursson JÓHANN Hjartarson, stór- meistari, má mjög vel við una eftir þrjár fyrstu umferðimar á stórmóti Investbankans í Belgrad. Jóhann hefur tvo vinninga og gerði f gær jafn- tefli með svðrtu við hinn geysisterka Sovétmann, Val- ery Salov. Þeir Jóhann og SaJov urðu einmitt jafnir og efstir á millisvæðamótinu f Szirak f sumar. Þá gerðu þeir stutt jafntefii f innbyrðis við- ureign sinni, þvf það hentaði báðum, en f gærkvöldi barist til þrautar. Tefid var hörku- skák, en niðurstaðan varð jafntefli í 47 leikjum. Efstur á mótinu er Alexander Beljav- sky, núverandi skákmeistari Sovétríkjanna. Hann hefur tvo vinninga og á frestaða skák gegn Korchnoi til góða. Jóhann deilir nú öðru sætinu á mótinu með þeim Timman og Popovic, sem einnig hafa tvo vinninga. Röð annarra keppenda er þessi: 5-7. Gligoric, Ljubojevic og Short 1V2V. 8-9. Salov og Ivanovic 1 v. og biðskák. 10. Korchnoi V2V. og frestuð skák. 11-12. Marjanovic og Nikolic V2V. Úrslit í þriðju umferðinni gær urðu þau að Beljavsky vann Timman, Short vann Ivanovic og gamla kempan Gligoric gerði sér lítið fyrir og vann hinn geysi- sterka landa sinn Nikolic. Jafn- tefli gerðu Ljubojevic og Korchnoi, Marjanovic og Popovic, Salov og Jóhann Hjart- arson. Leifur Jósteinsson, skákmeist- ari, er með Jóhanni á mótinu og segir hann geysimikið sé í það lagt, enda skákáhugi mjög mik- ill í Belgrad. Teflt er í gífurlega stórri ráðstefnumiðstöð og rúm- ar skáksalurinn 3000 manns í sæti. Jóhann vann júgóslavneska stórmeistarann Marjanovic í annarri umferð. Það var sætur sigur fyrir Jóhann, því á Ólympíumótinu á Möltu 1980 tapaði hann fyrir Júgóslavanum í endatafli þar sem hann hafði hrók gegn hrók og biskup. Þetta var mjög í súrt í brotið, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og styrkleikahlutföllin breyst. Hvftt: Jóhann Hjartarson Svart: Maijanovic (Júgóslavíu) Móttekið drottningarbragð 1. d4 — d5 2. c4 — dxc4 3. e3 - Rf6 4. Bxc4 - e6 5. Rf3 - c5 6. 0-0 — a6 7. a4 — Rc6 8. De2 — cxd4 9. Hdl — Be7 10. exd4 - 0-0 11. Rc3 - Rd5 12. Bd3 - Rcb4 13. Be4 - Rf6 14. Re5!? Hér breytir Jóhann út af slfák Karpovs og Hiibners í Osló 1984, þar sem leikið var 14. Bf4 14. - Rxe4 15. Dxe4 - Rd5 16. Df3 - Rxc3 17. bxc3 - Dc7?! Byrjun hvíts er ekki sérlega vel heppnuð, en þetta eru mis- tök. 17. - Bf6 eða 17. - Bb6 var betra 18. Bf4 - Bd6 19. a5! - Hb8 20. Habl - f6 21. Rd3 - Bxf4 22. Dxf4 - Dxf4 23. Rxf4 - e5 24. Rdo - Be6? Þetta reynist vera leiktap. Betra var 24. — Hf7, en hvfta staðan er samt sem áður þægi- legri. 25. Rb6 - Hf7 26.d5 - Bf5 27. Hb4 - h5 28. d6?! Hér taldi Jóhann að hann hefði átt að treysta tök sín á stöðunni með 28. Hc4! 28. - Bd7 - 29. Rd5 - Kf8 30. Rc7 - Bc6 31. f4 Hvítur varð að eyða tíma í að lofta út, því ekki gekk 31.Rxa6? - Ha8 32. Rc5 - Hxa5 33. d7? — Bxd7, en hvítur hótar þessu núna. 31. - Hc8 32. Re6+ - Kg8 33. f5 - Hd7 34. Rc5 - Hdd8 35. Rxb7 - Bxb7 36. Hxb7 - Hxc3 37. Hb6 - e4 38. Hxa6 - e3? Maijanovic var í miklu tíma- hraki og hér fatast honum vömin. Hér varð hann að leika 38. — c5, sem hefði gefíð mögu- leika á að halda taflinu. 39. Hb6 - Ha3 40. a6 - Ha2 41. Hel - Hc8 42. d7 - Hd8 43. Hd6 - Ha3 44. g3 - Kf7 45. Kg2 - Ke7 46. He6+ - Kxd7 47. HlxeS - Ha5 48. Hd3+ - Kc7 49. He7+ - Kc8 50. Hxd8+ gefið Skákin í gærkvöldi gekk þann- ig fyrir sig: Hvitt: Salov (Sovétríkjunum) Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarbragð 1. d4 - Rf6 2. Rf3 - d5 3. c4 — e6 4. Rc3 — Be7 5. Bg5 — h6 6. Bh4 - 0-0 7. e3 - b6 8. Be2 - Bb7 9. Bxf6 - Bxf6 10. cxd5 — exd5 11. b4 — c5 12. bxc5 — bxc5 13. Hbl — Bc6 14. 0-0 - Rd7 15. Bb5 - Dc7 16. Da4!? Nýr leikur. í þremur af ein- vígisskákum Karpovs 0g Ka- sparovs hefur verið leikið 16. Dc2 og í einni 16. Dd3. 16. - Rb6 17. Da5 - cxd4 18. exd4 — Hfc8 19. Bxc6 — Dxc6 20. Hb3 - Dc4 21. Hdl - Hc6 22. g3 — g6 23. Kg2 - Kg7 24. h3 - h5 25. h4 - He6 26. Hd2 - Hae8 Jóhann taldi þetta vera hættu- legasta augnablik skákarinnar fyrir sig, því hér kom sterklega til greina að leika 27. Dxa7 — Ha8 28. Db7 - Hxa2 29. Hxa2 — Dxb3 30. He2!, en svartur ætti að hanga á jafntefli með því að leika 30. — Hd6. 27. Db5 - Hd8 28. Hdl - Hc8 29. Da5 - Hd8 30. Hd2 - Dc6! Jóhann gefur Salov ekki kost á því aftur að komast út í af- brigðið sem nefnt er í síðustu skýringu. * 31. He2 - Hd7 32. Hxe6 - Dxe6 33. Db5 - Rc4 34. Hb4 - Be7 35. Ha4?! - Rb6 36. Ha6 - Df5 37. De2 - Bf6 38. Ha5 - Hc7 39. Del - He7 40. Ddl - Hc7 Tímahrakinu er lokið og eftir hróksflan hvíts út á a6, má hann þakka fyrir jafntefli. Jóhann ákveður hins vegar að þvinga fram jafntefli með laglegri fléttu. 41. Db3 - Rc4 42. Hxd6 - Dxf3+! 43. Kxf3 - Rd2+ 44. Kg2 - Rxb3 45. Rb5 - Hc8 46. axb3 - a6 47. Ra3 - Hc3. Jafntefli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.