Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 49 Ami Ámason frá Bakka — Minning Hinn 31. júlí sl. andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík Ámi Amason frá Bakka á Kópaskeri eftir harða og alllanga baráttu við banavaldinn. Hann fæddist hinn 15. nóvember 1915 á Bakka, þar sem hann átti síðan heimili sitt ævi- langt. Ámi var sonur hjónanna Ástfn'ðar Ámadóttur og Áma Ingi- mundarsonar frá Brekku. Var Ámi einn af hinum kunnu og dugmiklu Brekkubræðmm, sem kenndir vom við Brekku í Núpasveit, en Ást- fnður var ættuð úr Þistilfírði og komin af ágætu bændafólki, sem víða hefur verið getið og alþekkt hér um slóðir. Verður því ekki farið nánar út í ættfærslu þeirra í þess- ari grein. Fyrstu árin eftir að þau giftu sig, Ástfríður og Ámi, dvöldu þau á Brekku, ættaróðali Ama, en síðan í Garði, nýbýli frá Brekku, sem Guðmundur bróðir Áma reisti sér og sat um áraraðir. Jarðnæði lá ekki á lausu um þessar mundir fyrir þá sem gjaman vildu reisa bú og var því oft setinn Svarfaðardal- urinn á býlum þeim sem búið var á. Á þessum árum eignuðust þau hjónin sex böm, sem öll lifðu og döfnuðu og var því fjölskylduhalinn orðinn alllangur og ekki furða þó þrengdist um. Þessi böm vom talin eftir aldri: Ingunn f. 1898, Unnur f. 1900, Jón f. 1902, Hólmfríður f. 1904, Sabína f. 1908 og Guðrún f. 1911. Á þessu tímabili var mjög vax- andi vegur Kaupfélags N-Þingey- inga er stofnað var 1894 og staðsett við Kópasker. Hafði félagið reist fyrstu hús sin, vömhús, sölubúð og sláturhús fyrir starfsemi sína. Hér vom þá mjög léleg hafnarskilyrði til staðar, nánast hafnleysa, ef eitt- hvað var f sjó. Ámi hafði þá gerst starfsmaður KNÞ sem hann svo varð allan sinn langa starfsdag. Annaðist hann afgreiðslu skipa og afhenti vömr utanbúðar og tók á móti innleggi manna. Fann hann fljótt, þótt ekki sé langt uppí Snart- arstaði og Garð, að þægilegra og notalegra yrði að eiga heimili sitt nær vinnustað. Ákveður hann þá þó efnin væm ekki mikil til slíks að byggja yfír sig og sína á Kópa- skeri og árið 1912 byggir hann Bakka, sem er fyrsta íbúðarhúsið hér og hjónin því landnemar. Ekki leið langur tími til þess að nýja heimilið vígðist af gráti nýs fjöl- skyldumeðlims, var þar komin Aðalheiður, f. 1913. Áttunda bamið var Ámi f. 1915. Virtist hann af engum vanefnum gerður frá móður- skauti, því nýfæddur vó hann 23 merkur. Nú gerist ekkert í fjöl- skyldustækkun til hins fræga og kalda vetrar 1918, en þá bætist myndarlega við bamahópinn því nú fæðast tvíburar, stúlkuböm er hlutu nöfnin Ingiríður og Anna og 1919 bætist enn við drengur, það var Sigurður. Árið 1922 fæðist svo ör- verpið og bar þó ekki mikil einkenni þess, því snáði þessi vó 24 merkur við fæðingu og hlaut Ingimundar- nafn í skíminni. Á Bakka ólst þessi stóri hópur upp, utan þess að tvær systumar fóm komungar í fóstur hjá vina- og frændfólki. Af þessum hóp em nú fjögur systkinin dáin. Ingunn, Unnur, Jón og Ámi og aðeins ein systirin er eftir á Kópa- skeri, Ingiríður, sem þar er búsett. Snemma var Ámi hinn gjörfuleg- asti sveinn og bar það með sér að hann hefði hlotið góðan skerf af styrk og áræði og snemma var hann hlutgengur við hin mörgu og fjölbreytilegu störf og umsvif sem tíðkuðust á stómm og mannmörg- um heimilum. Ekki vora þau störf unnin af bægslagangi, því að hann var rólyndur og lét ekki mikið yfír sér, en því drýgri, sem meira á reyndi. Hann var vinsæll í hópi jafn- aldra, glettinn og fyndinn og átti létt með að vekja glaða hlátra, án allrar græsku og fylgdi þessi eigin- leiki honum fram að þvf sfðasta og munu mörg hin léttu og sniðugu tilsvör hans lifa á vömm samtíðar- manna hans á æskuslóðunum. Ámi var snemma, raunar löngu innan við fermingaraldur, furðu hlutgeng- ur við hin erfíðu afgreiðslustörf, sem unnin vom við fmmstæð skil- yrði og oft hinn mesti þrældómur, en þau gáfu hraustum dreng krafta í köggla. Faðir hans, bróðir og frændur unnu með miklum dugnaði og hagsýni og með einstakri heppni að afgreiðslu skipa hér við hafnleys- una og það var sannarlega ófært á legunni, ef ekki var reynt að bijót- ast út og ekki lét Ámi sinn hlut eftir liggja, eða dró úr. Ungur að ámm fór hann að fara með vb. Kára, sem faðir hans eignaðist og var notaður til að draga uppskipun- arbátana og einnig til vömflutninga á sandana við Öxarfjörð og út um Sléttu. Þama lærði Ámi sjó- mennsku, sem alltaf hreif hann mjög. Öll hans stjóm, oft við ærin átök Ægis einkenndist af rólyndi, festu og fumlausum handtökum, sem aldrei bmgðust honum. Þar vom ekki stóryrði viðhöfð, kannski örlítil glettni með álíka púi upp í vindinn. Á æskudögum Áma var mikill kraftur í störfum ungmennafélag- anna og þar sem mikill fjöldi ungmenna var að vaxa upp hér í Núpasveit og í nágrannasveitum, þá skapaðist gmndvöllur fyrir íþróttir og leiklist og söng í sveitun- um og svo lyftu héraðsskólamir undir og hvöttu til dáða. Systkina- hópurinn á Bakka lét ekki sitt eftir liggja, en lagði fram krafta sína, bæði í íþróttum og við sýningar á leikritum sem ekki vom svo fáar á þessum dögum. Hér var þá nýreist skólahús sem gjörði þetta mögulegt og svo stóð fólkið vel saman ungt og eldra. Ámi tók dijúgan þátt í þessu og þótti hinn liðtækasti, bæði á íþrótta- og leiksviði. Það var ein náðargáfa sem öll systkinin hlutu í vöggugjöf og líklega að mestu arfur frá móðurinni sem var gædd henni ríkulega, þetta var tónlistin. Lærðu systumar flestar að leika eitthvað á orgel, og var löngum sungið kátt á Bakka og ein þeirra, Hólmfríður, varð ágætur píanisti og kórstjóri um margra ára skeið. Ekki átti Ámi mikil skipti við þá háu menntagyðju, lét sér nægja einn vetrarpart á Laugaskóla auk barnafræðslunnar, sem hér var mjög góð, en hann stóð vel fyrir sínu á því sviði og hagnýtti sér það sem honum hentaði. Fimmfalda harmóniku eignaðist Ami um 1930 og þar sem næmi hans var mikið fyrir tónum varð hann fljótur að komast upp á lagið með gripinn og urðu samskipti þeirra, nikkunnar og hans, hin ágætustu og leiddu til þess að þau fóm margar ferðimar saman inn um sveitir í Öxarfjörð og Kelduhverfí, auk þess sem hann spilaði á samkomum hér heima. Varð hann eftirsóttur á böllin og jafnan fús að fara, en oft var erfítt að fara um foldina á vetmm, en þá var nikkan bara lögð á sleða- grind og mjöllin köfuð. Annálað var þrek og úthald Áma við þessar iðk- anir og rómuð var taktfesta hans og þeir em margir enn sem minnast og þakka þessar ijúfu stundir. Það var 1934 sem Ámi keypti sinn fyrsta bíl, var það Ford-vöm- bifreið frá því ári. Þetta varð vísir að meiri umsvifum í þessum dúr því um margra ára skeið gerðu þeir út bíla Ami og bræður hans, Sigurður og Ingimundur. Vora þetta fyrst vömbflar, en síðar höfðu þeir litla fólksbfla með. Urðu vöm- bflamir mest fjórir til fímm, enda vom þá aukin umsvif í vegagerð hér um slóðir og fleira var á döf- inni. Sköpuðu þeir sér vinsældir fyrir lipurð og dugnað meðal hér- aðsbúa, enda var ekki verið að hika við að grípa til skóflunnar ef skafl var á vegi. Reyndi oft á þol og þrótt bflstjóranna í þeim vetrarferðum. Ekki lögðu þeir bræður af að að- stoða við afgreiðslu skipa, en lögðu þar jafnan hönd að verki. Árið 1944 hættu gömlu hjónin á Bakka heimil- ishaldi en við tóku' undirritaður og kona hans Ingiríður og ráku það til 1950 og á þessu tímabili vora þeir bræður mikið heima, en Ámi þó mest. Við hjónin höfðum þá eign- ast tvær iitlar dætur, sem mjög hændust að frænda sínum og mátti segja að þær sæu ekki sólina fyrir honum og kölluðu hann Dadda sinn og áttu með honum margar ljúfar stundir sem aldrei gleymast og svo var með Áma að böm og unglingar hændust að honum. Upp úr 1950 fór að losna um bflaútgerðina og hinir bræðumir að fara að heiman með bfla sína, en Ámi átti bíl sinn um skeið og flutti fólk og vömr á honum eftir beiðnum. Þáttaskil urðu í Bakka 1951 því þá steig Ámi það happaskref að gifta sig. Kona hans varð Kristveig Jóns- dóttir, Grímssonar frá Klifshaga í Öxarfirði og konu hans Sigurðínu Sigurðardóttur. Tóku þau þá við búsforráðum í gamla Bakka og áttu þar heimili síðan, allt til ársins 1985 að Kristveig flutti suður til bama þeirra er öll vom þá suður flutt. Mikla ræktarsemi sýndu þau hjón landnemahúsinu og héldu því vel við og létu stálklæða það í bak og fyrir og sómir það sér einkar vel í þeim búningi og er þeim til sóma. Heimili þeirra þar var einkar hlý- legt og snyrtilegt, enda Kristveig mikil myndar húsmóðir og hann- yrðakona af hærri gráðu. Þau eignuðust saman fjögur böm og em þau þessi eftir aldri talin: Gunnar f. 26/6 1952, kennari, giftur Sól- veigu Jóhannesdóttur og eiga þau tvö böm. Ástfríður f. 9/10 1953, húsmóðir, áður gift Sigurði Inga Lúðvíkssyni og áttu þau tvö böm, en slitu samvistir. Seinni maður hennar er Þorsteinn Helgason kennari og hafa þau eignast eitt bam. Einar er þriðja bamið, bflstjóri, ógiftur og bamlaus. Jón er yngstur, bankamaður, en býr með sambýliskonUj Mettu Helga- dóttur, bamlaus. Áður hafði Ami eignast son með Sigríði Magnús- dóttur frá Skinnalóni, Áma Hrafn, bifvélavirkja í Reykjavík, f. 10/10 1943. Kona hans er Hlín Pálsdóttir og eiga þau fjögur böm._ Á næstu ámm vann Ámi ýmist við bílkeyrslu og sitthvað við KNÞ. Einnig var hann talsvert á sjónum og eignaðist trillu og gerði hana út á grásleppu og físk. Trilluna átti hann í nokkur ár og fór á henni margar sjóferðir sér til yndis og gagns, en seldi hana síðar. Á síðari ámm gerist svo Ámi fastur starfs- maður hjá KNÞ og vann við afgreiðslu í vömhúsi og keyrði bfla kaupfélagsins er þess þurfti með. Vann hann þar af sinni kunnu trú- festi. Einkum var rómuð umgengni hans á vinnustað. Varla hefur rusla- púkinn átt sér verri óvin en hann, því aldrei þoldi hann návist hans, hann var einstakur smekkmaður í allri umgengni og var því allt snyrt og snurfusað þar sem hann vann, jafnt heima hjá honum sem annars staðar. Gilti hið sama um öll tæki sem hann vann með, allt varð að vera hreint og smurt og í lagi. Það tóku margir eftir þessu sem í vöm- húsið komu. Það er viða sem svona menn vantar, öðmm til fyrirmynd- ar. Aldrei sást heldur að Ámi væri ataður þó hann inni við sóðaleg störf. Ef hann hefur sagt einhveiju stríð á hendur á æviskeiðinu, þá er það sóðaskapurinn og letileg til- þrif á vinnustað. Á pakkhúsámm hans fór að bera á æðaþrengslum í fótum hans. Hefur líklega kuldinn í hinu stóra óupphitaða húsi átt mikinn þátt í því, einkum á vetmm. Ágerðist þetta með ámnum og reyndi hann að Ieita sér lækninga við þessu meini, en erfiðlega gekk að bæta það. Leið hann oft miklar kvalir í fótum, en talaði fátt um það, enda ekki vani hans að aumka sjálfan sig. Eins og áður er frá sagt ákvað Kristveig að flytjast suður og keyptu þau íbúð ásamt Einari syni sínum. Ámi var þó ekki enn tilbúinn að fara af feðraslóðum og varð því eftir í Bakka og sá um sig með prýði, hélt öllu hreinu og fáguðu og var laginn við matar- gerðina sem annað. Annað slagið vann hann úti, einkum í sláturhúsi KNÞ og hjá Sæbliki hf. í rækju- vinnslunni, dekraði við bflinn sinn og leit inn til frænda og vina og undi sér hið besta. Stundum skrapp hann suður til fjölskyldunnar. En nú tóku meinin að eflast og eftir eitt slíkt kast var hann fluttur sár- sjúkur á sjúkrahús og eftir það var hann ýmist heima hjá konu sinni eða hann dvaldi á spítala og undir lokin óskaði hann þess sjálfur að dvelja þar, vissi áreiðanlega að hveiju stefndi, en því tók hann með sinni kunnu ró og æðruleysi og gekk rólegur og ókvíðinn móti ör- lögum sínum. Á sjúkrahúsið heimsóttu konan og bömin hann og einnig sat Anna systir hans hjá honum, þegar hún kom því við og stór var hlutur Aðalheiðar systur hans, sem hlynnti að honum með einstakri fómar- og kærleikslund. Hún hefur áður lagt að líknandi hendur við svipuð tilfelli þó hætt sé hjúkmnarstörfum fyrir nokkmm árum. Ámi lést í svefni á Landspítalan- um aðfaranótt 31. júlí sl. og var jarðsettur frá Bústaðakirkju 11. næsta mánaðar. Sr. Ólafur Skúla- son jarðsöng og hélt hlýlega minningarræðu. Fjöldi Norður- Þingeyinga búsettir syðra mættu við jarðarförina og kusu að fylgja þessum vinsæla sýslunga og sam- tíðarmanni hinsta spölinn og áreið- anlega hugsuðu margir nyrðra hlýlega suður og hefðu gjaman kosið að vera í hópnum og margar kveðjur bámst fjölskyldunni víðsvegar að. Það var glatt sólskin yfír Reylq'avík þennan dag og það hvfldi friður og ró yfir grafreitnum í Gufunesi þar sem Áma á Bakka var búin hvfla, þangað náði ekki glaumur borgarinnar þrátt fyrir nálægðina. Þar mun fara vel um þreytta Norður-Þingeyinginn og þangað munu ástvinir leggja leið sína og eiga hljóða stund. Væri samtíðarfólk spurt um álit sitt á lífshlaupi Áma þá hygg ég að svör þess yrðu eitthvað á þessa leið. Það er hægt að lifa svo lífínu frá æsku til elli að vera ávallt sann- ur og góður drengur og heiðurs- maður og hann tók virkan þátt í uppbyggingu sveitar sinnar og sýslu og hlaut vinsældir og traust allra sem honum kynntust. Við hjónin og böm okkar og Qöl- skyldur sendum hlýjar kveðjur suður til Kristveigar og bama henn- ar og fjölskyldna og við þökkum og munum samvemna í gegnum árin og blessum minningu hans Áma okkar á Bakka. Brynjúlfur Sigurðsson + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför PÉTURS SIGFÚSSONAR bónda f Álftagerði. Ólafur Pétursson, Sigfús Pétursson, Pétur Pétursson, Herdfs Pétursdóttir, Gfsli Pétursson, Óskar Pétursson, Sigrún Ólafsdóttir, Regfna Jóhannesdóttir, Elísabet Ögmundsdóttir, Páll Leósson, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Jónfna Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlót og útför eigin- konu minnar, JAKOBÍNU HELGU JAKOBSDÓTTUR, Austurgötu 6, Stykkishóimi. Gestur Sólbjartsson. + Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát sonar okkar, fóstursonar og bróöur, PÁLS HRÓARS JÓNSSONAR. Iðunn Haraidsdóttir, Eirfkur M. Karlsson, Þóra Jónsdóttir. Jón Pálsson, Elfn Jónsdóttir, + Innilegar þakkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför GUÐBJARGAR E. STEINSDÓTTUR fró Eyrardal, Súðavfk. Börn, tangdabörn og barnabörn. + Þökkum öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýju vegna jarðarfarar litla drengsins okkar. Sigrún Björg Ásgeirsdóttir, Einar Björn Einarsson og vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.