Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 62
X 62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 V- > KRAFTAÍÞRÓTTIR Hjahi „Úrsus“ Ámason setti heimsmet í fimm sentimetra hnébeygju- lyftu — lyfti 1.900 pundum Hann og Jón Páll í öðru sæti í liðakeppni kraftamóts í Montreal Morgunblaðið/Júlíu8 Sigurjðnason HJaitl Árnason, eða Úrsus eins og hann er kallaður, með verðlaunagrip sem hann fékk í Kanada fyrir að setja heimsmet í hnébeygjulyftu. HJALTI „Úrsus“ Árnason sotti heimsmet f fimm senti- metra hnébygjulyftu á al- þjóðlegu kraftamóti, sem fram fór í Montreal í Kanada á föstudaginn var. Hann lyfti 1.900 pundum, 950 kflóum. Hjalti keppti á mótinu ásamt Jóni Páli Sigmarssyni; þeir kepptu sem lið fyrir ísiands hönd og urðu f öðru sæti. eir félagar sigruðu í liða- keppninni á sama móti í fyrra, hlutu 20 stigum meira en næsta lið, en nú munaði aðeins hálfu stigi á þeim og sigurvegur- unum, sem voru frá Kanada. Mót þetta er haldið á hverju ári og nú tóku þátt í því Kanada- menn, Bandaríkjamenn, Englend- ingar og Finnar auk Islendinga, og sagðist Hjalti reikna með því að Sovétmenn yrðu með á næsta ári. 12.000 áhorfendur Keppt var I Montreal Forum íþróttahöllinni, íshokkýhöll bæjar- ins, og voru 12.000 áhorfendur meðan keppnin fór fram. Keppnin er í fjórum liðum, fyrsta grein er steinakast, þar sem kast- að er 25 kg. steini. Önnur grein er fimm sentimetra hnébeygju- lyftan, þar sem Hjalti setti heimsmetið. Þriðja grein er síðan hjólböruakstur, þar sem börunum er ekið fímm metra. Fjórða og síðasta grein er 200 metra hlaup með 90 kg. sekk á bakinu. Helmsmatlð Hjalti lyfti 1.900 pundum, sem fyrr segir, í hnébeygjulyftunni. Greinin líkist hnébeygju, nema hvað menn setjast ekki alveg nið- ur, heldur fara undir stöng og eiga að ýta henni með öxlunum fímm sentimetra upp á við. „Ég setti heimsmet í þessu árið 1985, lyfti þá 1.800 pundum, en mi8sti metið aftur (fyiTa. Þá voru þrír sem iyftu 1.850 pundum. Þetta var því sæt hefnd hjá mér núna, að ná metinu aftur. Núna voru þrír sem slepptu því að reyna við 1.850 pund, reyndu strax við 1.900 eftir að hafa lyft 1.800 pundum, og þeim mistókst öllum við þá þyngd. Ég lyfti hins vegar 1.800 og síðan 1.850, og var þá búinn að sigra í greininni. En ég tók svo 1.900 pundin til að setja heimsmet," sagði Hjalti í samtali við Morgunblaðið í gær. Síðan sagðist hann hafa reynt við 2.000 pund, en sér hefði ekki tekist að lyfta þeirri þyngd. „Ég náði stöng- inni af stað, en hún fór ekki nógu langt upp,“ sagði hann. J6n Páll hefur tvívegis sett heims- met I hjólböruakstrinum, það var reyndar þegar vegalengdin sem börunum var ekið var 3 metrar, en þá fór hann með 3.000 pund í börunum. Nú voru eknir fímm metrar. Kraftaksppnl á íslandi? Hjalti varð í 4. sæti í einstaklings- keppni mótsins en Jón Páll í 5. sæti. Sigurvegari varð Banda- ríkjamaðurinn Bill Kazmier, sem þrívegis hefur sigrað í keppninni Sterkasti maður heims, árin 1979, 1980 og 1981. Besti árangur Kazmiers í kraftlyftingum er 1.100 kíló í samanlögðu, sem er ótrúlegur árangur. Þess má geta að Jón Páll á best 970 kg. í saman- lögðu og Hjalti 930 kg. Jón Páll mætti Bandaríkjamanni þessum á aiþjóðlegu kraftlyftingamóti i Skotlandi fyrir skömmu og vann hann þá með yfirburðum, en Kaz- mier kom mjög vel undirbúinn nú og sigraði. Nú er Jón f hefndar- hug, að sögn Hjalta, og stefna kraftajötnar íslands nú að því að halda keppni hér á landi ( marz næstkomandi og bjóða þá öllum þeim sterkustu sem keppni í kraftafþróttunum að taka þátt. „Stemmnlngln rosaleg" Hjalti sagði keppnina ( Montreal hafa verið stórskemmtilega. Áhorfendur vel með á nótunum „og stemmningin var rosaleg. Ljósin voru slökkt þegar við geng- um í salinn, en kösturum var beint að áhorfendum og þeir létu vel í sér heyra. Þeir fögnuðu þegar hver þjóð var kynnt, en auðvitað trylltust þeir svo þegar Kanada- menn voru kynntir. A meðan var spiluð „Rocky-músík" — maður fékk gæsahúð áður en keppnin byjjaði!" sagði Hjalti. „Fólkið þjálpaði okkur mikið. Þegar 12.000 manns hvetja keppendur vel gerir maður hluti sem maður gerir annars ekki," sagði hann. 800jógúrtdósir á dag að meöaltalll Eins og nærri má geta þurfa kraftajötnar, eins og þeir sem kepptu á þessu móti, að borða talsvert, og Hjalti gat þess að á hveijum degi, þá viku sem kepp- endur dvöldu í Montreal, hefðu þeir „slátrað" 800 jógúrtdósum í sameiningu. Keppendur voru tveir frá hveiju landi, sem sagt 10! Hver borðaði því úr 80 dósum á dag að meðaltali! KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Skapti Bjöm Árnason. Bjöm aðstoð- arRoss BJÖRN Árnason, knattspyrnu- þjálfari, hefur veriö ráðinn aðstofiarþjálfari hjá lan Ross hjá KR. Bjöm lék á sínum tíma með meistaraflokki KR, þjálfaði síðan í Færeyjum. 1983 þjálfaði hann 1. deildarlið Þórs á Akureyri, árið eftir var hann með 1. deildar- lið Víkings og 1985 stýrði hann liði Þórs á nýjan leik. Bjöm starfaði ekki að þjálfun á nýyfirstöðnu keppnistímabili. BRETLAND Butcher í fjögurra leikja bann í Skotlandi Terry Butcher, enski landsliðs- maðurinn hjá Glasgow Ran- gers, var í gær dæmdur í fiögurra leilg'a bann af skoska knattspymu- sambandinu. Hann FráBob var rekinn af velli í Hennessy leik Glasgow og i Englandi Celtic um helgina og þar vom einnig reknir út af þeir Chris Woods, markvörður Rangers, og Frank McAvennie, framhetji Celtic. Þeir voru báðir dæmdir (eins leiks bann. Ted Croker, ritari enska knatt- spyrnusambandsins, sagði í gær að bann það sem Butcher var dæmdur í, hefði engin áhrif hvað enska landsliðið varðaði. Liðið á að leika gegn Júgóslövum 11. nóvember næstkomandi og ræður sá leikur úrslitum í riðlinum — og því hvort Englendingar komist í úrslit. Houghton skoraðl Ray Houghton, sem Liverpool keypti í fyrradag á 825.000 frá Oxford, skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu í fyrrakvöld. Liverpool lék þá ágóðaleik gegn Dundee Un- ited ( Skotlandi og sigraði 4:0. John Bames skoraði tvívegis, Ronnie Whelan eitt og Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, bauð Houghton formlega velkominn til félagsins með því að leggja upp fyrir hann eitt mark!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.