Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Minning: Jón Agúst Jóns- son Grindavík í dag verður lagður til hinstu Borgarspítalanum aðfaranótt hvflu móðurbróðir minn, Jón Ágúst þriðrjudagsins 13. október eftir lang- Jónsson frá Grindavík. Hann lést á vinn veikindi. Jón var fæddur 14. ágúst árið 1912, sonur hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Jóns Sveinssonar sem bæði voru ættuð úr Borgarfirði. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og réðst ungur að árum í hús- byggingu ásamt Lárusi bróður sínum sem lést fyrir nokkrum árum. Var hús þeirra nefnt Bræðraborg. Þar stofnaði hann heimili sitt ásamt eftirlifandi eiginkonu, Dagmar Ámadóttur. Þau gengu í hjónaband 27. október 1937 og vantaði því ekki nema örfáa daga að þau næðu að fagna saman fimmtíu ára brúð- kaupsafmæli sínu. INNRIWN TIL 30.0KT. smi »1»1 RÉTT BEITING SÖLURÁÐA OG ÞEKKING Á MARKAÐSÖFLUNUM leiðir til hagstæðs hlutfalls árangurs og kostnaðar v* jy í sölustarfi. Á þessu námskeiði verður farið í öll undirstöðuatriði markaðssóknar, s.s. söluráða, markaðshlutun, markaðskannanir o.fl. o.fl. Wm / LEIÐBEINENDUR: Lýður Friðjónsson, rekstrarhagfræðingur og Jóhann Magnússon, viðskiptafræðingur. / '*% TÍMI OG STAÐUR: r 2.-3. nóv. kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. SKANDINAVIA SEM MARKAÐUR 4.NOV. IJJŒlíJMi HVAÐ ÞARF TIL AÐ SELJA VÖRUR í SKANDINAVÍU? EFNI: Staðhættir og tölfræðilegar upplýsingar • Viðskiptahættir • Boð og bönn í útflutningi/innflutningi • Skipting Skandinavíu í markaðshluta • Neysluvenjur og áhrif þeirra á viðskipti • Raunhæf dæmi úr viðskiptalífinu. Á námskeiðinu mun Bengt-Olof Moberg, markaðsstjóri Oscar Jacobson AB, segja frá reynslu í markaðsmálum í Skandinavíu. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kjartan Jónsson, forstöðumaður Eimskips í Svíþjóð. TI'MIOG STAÐUR: 6. nóv. kl. 8.30-17.30 að Ánanaustum 15. SIMI: INNRITUN TIL HAGKVÆMUR REKSTUR NÆST Á ANNAN HÁTT í PJÓNUSTU- EN í FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKJUM. EFNI: Þjónustuhugtakið • Greining á markaðnum • Kostnaðaruppbygging þjónustufyrirtækja • Þáttur starfsfólks í þjónustufyrirtækjum • Stjórnun - hlutverk stjórnenda. LEIÐBEINENDUR: Gísli S. Arason, rekstrar- hagfræðingur og Jóhann Magnússon, viðskiptafræðingur. TÍMIOG STAÐUR: 4.-5. nóv. kl. 8.30-17.30aðÁnanaustum 15. í Bræðraborg bjuggu þau fram til ársins 1958 og þar fæddust böm þeirra, Elvar, umboðsmaður Skeij- ungs, kvæntur Margréti Guð- mundsdóttur, Jenný, gift Reyni Jóhannssyni skipstjóra og Svava, gift Benóný Þórhallssyni vélstjóra. Þau em öll búsett í Grindavík og em bamabömin 9 og bamabama- bömin 4. Árið 1958 réðst Jón enn í það að byggja yfir sig og sína, nú stórt steinhús sem nefnt var Ártún. Þar bjuggu þau hjón allt til ársins 1985 er þau fluttu að Heiðarhrauni 30C. Ég kynntist Nonna, eins og hann var jafnan kallaður, bam að aldri og í Grindavík upplifði ég það fyrst að vera að heiman án foreldraum- sjár. Þær áhyggjur, sem ég kann að hafa haft af því fyrirfram, mku skjótt út í veður og vind. Þama fór saman myndarlegt og vel rekið heimili, fádæma bamgæska hús- ráðenda og umhverfið allt mikið ævintýraland. Það varð því snemma ákaflega eftirsóknarvert að komast til Grindavíkur og hefur það haldist fram á þennan dag. Nonni og Dagga vom tíðir gestir á heimili foreldra minna og miklir aufúsugestir. Þau vom dugleg að bregða sér bæjarleið en Nonni leit auk þess oft inn, þegar hann átti erindi til Reykjavíkur vegna starfa sinna, og færi gafst. Þessi innlit hans vom yfirleitt óvænt og það færðist alltaf mikið líf í tuskumar þegar hann birtist. Þá var dmkkið kaffí, sagðar fréttir og höfð uppi góðlátleg glettni við heimafólk. Nonni gerðist ungur bflstjóri hjá Einari G. Einarssyni í Garðhúsum og vann hjá honum í aldarfjórðung en hóf þá störf hjá Grindavíkur- INNRIWN ER AÐ LJÚKA h Samningatœkni 26.-27. okt. Atvinnurekstrartryggingar, 28.-30. okt. Skrifstofustjómun 29.-30. okt. og Umbúðatœkni 28. okt. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15-Sími: 6210 66 hreppi, lengstum sem verkstjóri. Eftir 15 ára starf varð hann að draga í land vegna veikinda og vann eftir það við bensínafgreiðslu meðan kraftar entust. Hann gegndi starfi slökkviliðssijóra 1957—1972 og var einn af stofiiendum björgun- arsveitarinnar Þorbjöms og virkur félagi í henni um árabil. Hönum hlotnuðust viðurkenningar fyrir störf sín á þessum vettvangi, nú síðast sunnudaginn 11. október á 40 ára afmæli björgunarsveitarinn- ar. Nonni lagði gjörva hönd á margt á lífsleiðinni enda eftirsóttur til hvers kyns starfa vegna hagleiks og trúmennsku. Hann átti stóran hóp vina og kunningja og mér virt- ist hann bæta í hópinn fyrirhafnar- laust. Þar vó sennilega þyngst á Jarþrúður Karls- dóttir - Minning Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. (Hávamál) Þegar ég nú sest niður til þess að minnast góðrar konu líða svip- myndir hjá eins og á kvikmynda- tjaldi. Nafnið hæfði henni vel, sterkt, sérstakt og rammíslenskt og mér dettur í hug, þegar ég minnist hennar, eitthvað ekta, frá henni kom aldrei falskur tónn. Ég kynntist henni fyrir 4 ámm, þegar við lentum saman í stjóm kvenfé- lags Alþýðuflokksins í Reykjavík. Við náðum vel saman, konumar í stjóminni, og vorum sammála um hve ómetanlegt það væri að hafa kynnst og starfað saman að sameig- inlegum áhugamálum. Ég hafði heyrt Jarþrúðar getið áður og ekk- ert nema af góðu, en fyrst þama kynntumst við. Manni gat ekki annað en líkað vel við þessa sómakonu. Hún var grannvaxin, kvik og létt á fæti, en það sem sérstaklega vakti athygli var þessi einarðlega framkoma, sem einkenndi hana, og það mátti treysta því að það sem Jarþrúður Karlsdóttir sagði stóð eins og stafur á bók. Hún var ekki kona sem lét segja sér hvað hún ætti að gera; væri hún óánægð með eitthvað sagði hún það hreint út. Hún var sjálfstæð og greind og hvikaði ekki frá sann- færingu sinni þegar því var að skipta. Foreldrar hennar voru þau Karl Karlsson og Guðrún Ólafsdóttir, bæði Reykvíkingar. Móðir henar lést þegar Jarþrúður var aðeins 11 ára gömul. Á þeim ámm var hörð lífsbarátta og ekki Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. í mörg hús að venda þegar erfiðleik- ar steðjuðu að. Þau voru 11 systkin- in og hún sjöunda í röðinni og því margir munnar að metta. Henni var þá komið fyrir hjá vandalausum og var vistin misjöfn. Um tíma var hún á sveitabæ þar sem hún þurfti að ganga langa leið til og frá skóla. Eitt skiptið skall á mikið óveður, þegar hún var á heimleið. Bróðir hennar var í fóstri á næsta bæ og sá eini sem hafði áhyggjur af henni úti í þessu óveðri. Hann fór á móti henni til þess að hjálpa henni heim og var hún þá svo þreytt og köld að hann varð að hálf bera hana síðasta spölinn, þá var hún 11 eða 12 ára. Þakklætið sem hann fékk hjá vinnuveitandum sínum var snoppungur. Hún fékk venjulega bamaskóla- göngu og fór síðan strax að vinna fyrir sér. Ung hóf hún störf á Landakoti og sagði seinna að nunn- umar þar hefðu kennt sér margt, svo sem undirstöðu í dönsku og þýsku, og taldi að þær hefðu gefið sér góða viðbót við bamaskólanám- ið. Síðar vann hún við ýmis störf. Hún eignaðist son, sem hún var ein með í 6 ár, eða þangað til hún kynntist manni sínum, Einari Magnússyni, sem ættleiddi dreng- inn og gekk honum í föðurstað. Þau Einar gengu í hjónaband 1951. Þau eignuðust saman 4 böm. Böm þeirra em: Karl Már, sem býr í Noregi, hann er elstur; Rannveig, sem búsett er í Þýsklandi; og Magn- ús Ragnar, Kristín og Hallfríður, sem öll búa héma í Reykjavík. Þau Einar bjuggu fyrst héma í Reykja- vvík en fluttust síðan til Seyðisfjarð- ar þar sem hann var verksmiðju- stjóri hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins. Þau bjuggu þar til ársins 1975 en í nóvember það ár lést Einar. Þá fluttist Jarþrúður alkomin til Reykjavíkur aftur. Ég kynntist henni í þeim félags- skap sem við báðar vildum heill og hag sem mestan. Jafnaðarstefnan var henni eins og leiðarljós og þar starfaði hún af heilum hug. Hún taldi aldrei eftir sér að leggja sitt af mörkum og ég veit að þegar hún var beðin um eitthvað fyrir Al- . % 15'a£«: $Oj* 14 fct.t t í *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.