Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Fiskveiðistj órnunin: Ráðgjafarnefndin skilar áliti sínu innan skamms Frumvarp væntanlegt fyrrihluta nóvembermánaðar STEFNT er því í fyrrihluta næsta mánaðar að sjávarútvegs- ráðherra leggi fram frumvarp um stjórnun fiskveiða, sem taka á gildi um næstu áramót. Ráð- gjarnefnd um stjómun fiskveiða fjallar nú um málið og er stefnt SAMTALS vom 16.809 fólksbif- reiðar fluttar til landsins fyrstu átta mánuði þessa árs, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá Hagstofu íslands. Þar af vom 2.767 notaðar bifreið- ar og 3.167 bílar með drif á öllum hjólum. Fyrstu sex mánuði ársins voru að því, að hún skili áliti sínu til ráðherra eigi síðar en um mán- aðamót. Meira er nú rætt um hverjum skuli úthluta kvóta, en hvort kvóti skuli áfram hafður á veiðunum. Ámi Kolbeinsson, ráðuneytis- fluttar inn 8.628 nýjar fólksbifreiðar, 1.711 notaðir bílar og 2.450 aldrifs- bílar. í júlí 347 aldrifsbílar, 1.495 nýjir bílar og 518 notaðir bílar. í ágúst voru fluttir inn 370 aldrifs- bílar, 862 nýjir bílar og 428 notaðir bílar. Tölur fyrir bílainnflutning í september liggja ekki fyrir. stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, er formaður ráðgjafamefndarinnar, en hún er skipuð fulltrúum helztu hagsmunaaðila og fulltrúum stjóm- málaflokkanna, sem eiga menn í sj ávarútvegsnefndum, alls 20 manns. Ámi sagði í samtali við Morgunblaðið, að lítið væri að segja um störf nefndarinnar og það, sem á fundum hennar gerðist. Hann sagði þó, að meira væri rætt um það en áður hverjum ætti að út- hluta kvóta, en hvort kvóti ætti að vera áfram. Þá væri einnig rætt um áhrif kvótakerfísins á útgerðar- hætti og hagkvæmni sóknar, um fyrirkomulag djúprækjuveiða, sóknarmark og fleiri þætti. „Þetta er góður vettvangur fyrir skoðana- skipti, en um hugsanlega útkomu get ég ekkert sagt,“ sagði Ámi Kolbeinsson. Tæplega 17 þúsund bíl- ar fluttir til landsins VEÐURHORFUR f DAG, 21.10.87 YFIRLIT á hádoQÍ í gnr: Við suðvesturströnd iandsins verður lægð, 1 8em hreyfist suð-suðaustur. 8PÁ: I dag Ktur út fyrir norðlœga átt um norðvestanvert iandið en hœga breytilega átt suðaustan til. Slydda eða snjókoma verður á Vestfjörðum, Iftilsháttar súld við austur- og norðurströndlna en annars þurrt. Hitlð 0—6 stig, hlýjast Suðaustaniands. \ VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR: Fremur hœg sunnanátt, vfða skúrir eða slydduól um sunnan- og austanvert landið, en að mestu þurrt f öðrum lands- hlutum. Hiti 1—3 stig. FÖSTUDAGUR: Hœgviðri — skýjaö en að mestu úrkomulaust. Hiti 2—4 stlg. TÁKN: x, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius HeiAskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V V Skúrir El LéttskýjaA / r r r r r r Rigning Þoka ^^Hálfskýjað / / / * / * 9 9 9 Þokumóða Súld ^Skýjrf / * r * Slydda / * / * * * oo 4 Mistur Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * # K Þrumuveður xn VEÐUR VlDA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veöur Akurayri 2 akýjað Reykjevfk 2 léttekýjað Bergen 1ð ekýjað Helsinki 8 þokumóða len Meyen ♦1 enjókome Ktupmenneh. 13 þokumóAa Narteereeueg + 8 léttakýjað Nuuk 1-8 léttekýjað Óaló 10 þokumóða Stokkhólmur 10 þokumóða Þórshöfn 8 ekýjeð Algarve 18 ekýjað Amaterdam 14 mlatur Aþena 20 akýjað Barcelona 22 þokumóða Berlfn 11 þokumóða Chicago 3 hálfakýjað Feneyjar 17 léttakýjaö Frankfurt 10 alakýjað Glaagow 12 rignlng Hamborg 11 akýjað LaaPalmaa 26 alakýjeð London 14 rigning Loa Artgelea 14 helðakfrt Lúxemborg 12 •kýjað Madrid 16 altkýfað Malaga 21 hálfakýjað MaHorca 26 mlatur Montreal 11 þokumóða NewYork 13 mlatur n,„r. rwn 16 akýjað Róm 23 akýjað Vln 12 mlatur Waahlngton 12 þokumóða Winnlpeg 0 anjóél Morgunblaiið/Bjami Ólafur B. Thors, forstjóri Almennra Trygginga, afhendir Guðmundi Bjarnasyni, heilbrigðisráðherra, eintak númer 1 af hinum nýja bækl- ingi um alnæmi. Bæklingur um alnæmi inn á öll heimili landsins BÆKLINGI með upplýsingum um alnæmi verður dreift inn á öll heimili landsins innan skamms, en útgáfa og dreifing þessa bækl- ings er langstærsta átak sem gert hefur verið í fræðslumálum um alnæmi hér á landi til þessa, að sögn Guðmundar Bjarnasonar, heil- brigðisráðherra. Bæklingurinn, sem ber nafnið „Láttu ekki gáleysi granda þér“, er gerður í samvinnu nokkurra fyrirtækja og annarra aðila við Landlæknisembættið, og verður hann gefinn út í 90.000 eintökum. Ólafur B. Thors, forstjóri Al- mennra Trygginga, afhenti Guðmundi Bjamasyni, heilbrigðis- ráðherra, fyrsta eintakið af bækl- ingnum á fréttamannafundi í gær, fyrir hönd þeirra aðila sem að útgáf- unni standa. Fjölmargir aðilar hafa gefíð vinnu sina við gerð bæklings- ins, en það var ísafold sem hafði frumkvaeðið að útgáfunni, í tilefni af 110 ára afmæli ísafoldarprent- smiðju. Texti bæklingsins er saminn af Landlæknisembættinu. Bæklingurinn er litprentaður, og 16 síður að lengd, og í honum er að fínna upplýsingar um smitleiðir sjúkómsins, vamir gegn honum, mótefnamælingar, og önnur atriði sem viðkoma alnæmi. Bæklingamir verða tölusettir, og munu 32 ein- staklingar og fjölskylur fá verðlaun, eftir að valið hefur verið úr tölum I ajónvarjíi. Er það von útgefenda að þetta stuðli að því að fólk varð- veiti bæklinginn. Fyrr á þessu ári var bæklingi um alnæmi dreift til ungmenna á aldr- inum 14-24 ára, en útgáfa og dreifing hins nýja bæklings er mun viöameira verkefni. Ólafur Ólafs- son, landlæknir, sagði á frétta- mannafundinum í gær, að fræðsla væri langmikilvægasti þátturinn í baráttunni við alnæmi, og að til stæði að gera skoðanakönnun á þekkingu fólks um alnæmi eftir að fræðsluátakinu lýkur. Ekki hefur verið ákveðið ná- kvæmlega hvenær bæklingurinn verður borinn í hús, en að sögn heilbrigðisráðherra verður þess ekki langt að biða. Lánskjaravísi- talan mælir 33,7% verðbólgn LÁNSKJARAVÍSITALAN í nóv- ember verður 1841 stig, sem er 2,45% hærra en vísitalan í októ- ber. Samsvarar þessi hækkun 33,7% árshækkun visitölunnar. Umreiknuð til árshækkunar hef- ur breyting á lánskjaravisitölunni verið 24,5% síðustu þijá mánuði, 22,7% síðustu sex mánuði og 21,4% undanfama tólf mánuði. Dómur fyrir æru- meiðandi ummæli um lögreglumenn HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm undirréttar t máli ákæru- valdsins gegn Þorgeiri Þorgeirs- syni, rithöfundi, en hann var ákærður fyrir ærumeiðandi að- dróttanlr ( garð lögreglumanna I tveimur greinum sem hann rit- aði í Morgunblaðið árið 1983. Þorgeiri var gert að greiða 10 þúsund krónur i sekt, auk áfrýj- unarkostnaðar. Einn hæstarétt- ardómari skilaði sératkvæði i málinu og taldi að sýkna bæri Þorgeir. Veijandi Þorgeirs krafðist þess fyrir Hæstarétti að hinn áfrýjaði dómur og málsmeðferð yrðu ómerkt og málinu vísað heim í hérað til dóms að nýju. Þessa kröfu studdi veijand- inn með því, að héraðsdómarinn, Pétur Guðgeirsson, hafi starfað sem fulltrúi ríkissaksóknara á þeim tlma sem rannsókn málsins stóð yfír. Hafl hann því verið vanhæfur til að fara með málið og dæma það. Þá hafi fulltrúi ákæruvalds ekki verið viðstaddur réttarhöld I sakadómi og ábending ákærða um að f ákæru fælust brot gegn 4. grein höfundar- laga hefði ekki komist til vitundar ákæruvalds. Loks taldi ákærði að það bryti gegn lögum að einn og sami maður fari bæði með störf dómara og ákæruvalds ( sama máli. Af hálfu ákæruvalds var ómerk- ingarkröfunni mótmælt og Hæsti- réttur vísaði henni á bug. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að ekk- ert hefði komið fram um að meðferð málsins hafí verið með þeim hætti að valdið hafí vanhæfí dómarans eða leiða ætti til ómerkingar hins áfrýj- aða dóms. Var því dómur undirréttar um sakfellingu staðfestur og Þor- geiri gert að greiða allan áfrýjunar- kostnað, þar með talin laun skipaðs veijanda síns, Sigurmars Albertsson- ar hrl., og saksóknarlaun. Málið dæmdu hæstaréttardómar- amir Guðmundur Jónsson, Guð- mundur Skaftason, Magnús Þ. Torfason og Amljótur Bjömsson, prófessor, en Gaukur Jömndsson, settur hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði. Þar segir, að í þeim málum, sem höfðuð em til refsingar fyrir æmmeiðandi ummæli, beri að marka skýrt og ótvírætt, hvaða aðila slík ummæli em talin meiða. Gaukur taldi, að skilja yrði ákæm I málinu svo, að brot beindist að lögreglu- mönnum I Reykjavík almennt. Ekki væm skilyrði til að refsa ákærða fyrir brot á 108. grein almennra hegningarlaga, sem skýra verði með hliðsjón af gmndvallarreglu íslenskr- ar stjómskipunar um frelsi manna til að tjá sig I ræðu og riti. Þvl bæri að sýkna Þorgeir og leggja allan sakarkostnað í 'héraði og fyrir Hæstarétti á ríkissjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.