Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 fclk f fréttum Ræðukeppnir ——^................... . Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ fylgist með Má Mássyni í ræðupúltinu, f.v. Sigurður Guðmunds- son,Ámi Gunnarsson og Alfa Eymarsdóttir ræðumaður kvöldsins. Erlent vinnuaf 1 eður ei? Afimmtudaginn í síðustu viku var haldin ræðukeppni í Garðalundi í Garðabæ. Keppni þessi er árviss byijendakeppni milli liða Verslunarskólans og Fjölbrautarskólans í Garðabæ og mega þátttakendur ekki hafa keppt áður í ræðukeppni í fram- haldsskólum. Er þetta í sjötta sinn sem liðin keppa og hefur lið Versl- unarskólans unnið fjórum sinnum en lið Fjölbrautaskólans tvisvar. Nemendur Pjölbrautaskólans lögðu til að innflutningur á er- lendu vinnuafli yrði stöðvaður, en Verslunarskólanemar mótmæltu. Lið Pjölbrautaskólans skipuðu þau Sigurður Guðmundsson lið- stjóri, Alfa Eymarsdóttir frum- mælandi, Árai Gunnarsson meðmælandi og Már Másson stuðningsmaður.Lið Verslunar- skólans var þannig skipað: Lið- stjóri var Birgir Birgisson, Már Másson í pontu. frummælandi Guðmundur Freyr Úlfarsson, meðmælandi Margref Einarsdóttir og stuðningsmaður Einar Magnússon. Svo fór að lið Fjölbrautaskólans bar sigur úr býtum og var ræðumaður kvölds- ins einnig úr FG, Alfa Eymars- dóttir. Lið Verslunarskólans ber saman bækur sínar; Guðmundur Freyr Úlfarsson,, Margrét Einarsdóttir, Birgir Birgisson og Einar Magnússon. LUNA er aldeilis ekki laus Það er aldrei friður fyrir Eliza- betu. Elizabeth Taylor er illgjam fjöl- skylduræningi" fullyrðir Cecil- ia, 16 ára dóttir Victors Luna fyrrum ástmann leikkonunnar góð- kunnu. Dóttirin er hreint öskuvond yfir því að leikkonan sé byijuð að sækja í föður sinn á nýjan leik. „Við höfum öll beðið til Guðs að þetta myndi ekki gerast. Foreldrar mínir voru í þann veginn að samein- viðLIZU ast á ný, þegar hún birtist og byijaði að skipta sér af honum" segir Cecc- ilia og nær ekki upp í nef sér. Af Elizabetu er það annars helst að frétta að hún hefur staðið í mik- illi kynningarherferð fyrir nýju ilmvatni sem er kennt við hana. Herma fregnir að aðdáendur henn- ar standi i röðum til að fá að beija hana augum og ilminn þefkirtlum. SARAH FERGUSON vill ekki hitta kyrki- slöngur í veislum Hertoginn og hertogaynjan af York, betur þekkt sem Andrew og Fergie máttu taka á honum stóra sínum um daginn. Þau voru á ferðalagi um Bandaríkin og var boðið í ótölulegan fjölda af veisl- um. Stöðu sinnar vegna þáðu þau allmörg boð og þeirra á meðal há- degisverðarboð „Alþjóða styrktar- sjóðs villtra dýra“, grunlaus um það sem koma skyldi. Til hádegisverðarins var boðið fínu fólki hvaðanæva að, auk fílsungans Karenar, ónefnds amar og kyrkislöngu frá Burma. Andrew og Fergie horfu brosandi á Karenu sprauta vatni yfír viðstadda, en þegar hinn þriggja og hálfs metra langi veislugestur birtist, hvarf bro- sið eins og dögg fyrir sólu af andliti Fergiar. Minnug orða talsmanns sjóðsins um að hann vonaði að „kóngafólkið myndi komast í sam- band við dýrin“, staulaðist hún í burtu en var þegar leidd til baka af sínum hugrakka eiginmanni og móður. Þegar hún sá sér ekki und- ankomu auðið, faldi hún sig bak við fjölskyldumeðlimina og brast í grát. „Okkur hjónum þykja slöngur ógeðfelldar" sagði eiginmaðurinn henni til vamar, „ég kem alls ekki nálægt neinni slöngu". Á meðan hvolfdi Fergie í sig nokkrum ein- földum og jafnaði sig furðu fljótt. Formaður styrktarsjóðsins var að vonum óhress með þetta leið- indaatvik. Hann sagði skýringuna vera þá að hertogaynjan hefði áður komist í kynni við slöngur í Kanada þegar einhver óprúttinn náungi hefði laumast aftan að henni með eina svoleiðis. Talsmaður sendiráðs Breta sagði afturámóti alla fjöl- skyldu hennar þjást af ophidioph- biu, slönguhræðslu. En eigandi slöngunnar lét sér fátt um finnast, sagði að hræðsla við slöngur væri skortur á þekkingu og dæmi um hvemig við misskildum villt dýralíf. Og um Fergie hafði hann þetta að segja: „Hún jafnar sig“. Þegar slangan birtist, brosti Andrew eins og sannri hetju sæmdi. Það gerði Fergie ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.