Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 23 J Beðið eftir mðmmu í Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar. Börnin byija ung að kynnast störfum hinna fullorðnu í sjávarþorpum, þó að sú tið sé liðin að komaböm séu geymd í tómri tunnu úti á sQdar- plani. „Silfri hafsins" landað úr Heiðr- únu frá Árskógssandi. SQdin veiðist næstum þvf við bryggjusporðinn á Seyðisfirði. Tímamir breytast og tunnumar með. Kristján Þórðarson hjá NorðursQd með nýju plasttunnumar, sem eru óðum að koma í staðinn fyrir trétunnur. Austfjarðabátanna. Það vakti athygli Morgunblaðsmanna hve nálægt landi síldarbátamir voru, en sumir þeirra voru svo að segja í fjöruborðinu þegar þeir köstuðu út nótinni. „Það hefur komið fyrir í Mjóafírðinum að menn hafí hreinlega stran- dað þegar þeir voru að kasta," sagði Gylfi skipstjóri, „þeir hafa síðan látið draga sig út og kastað svo strax aftur." Síldveiðamar hafa breyst mikið eins og verk- unin. Nú em menn ekki lengur á útkikki uppi í tunnu til að sjá síldartorfumar vaða í fjörðun- um, heldur fínna hljóðsjár og önnur galdratæki nútímans síldina þar sem hún felur sig undir sjávarborðinu. Gylfi á Heiðrúnu vildi samt ekki viðurkenna að síldveiðin væri orðin eins og hver annar veiðiskapur, það væri ákveðin spenna í kringum sfldveiðina og svo væri veitt í góðu veðri inni í fjörðum, því ekki er hægt að veiða svona nálægt ströndinni ef eitthvað hreyfír vind. Gylfí sagði að það væri mun meira af sfld en í fyrra, en hún væri stygg og gæfi helst færi á sér á daginn. „Hún er oft baldin fyrstu dagana, en hún verður svo viðráðanlegri þegar líður á,“ sagði hann. Það er líka takmarkað hvað menn mega moka upp miklu af „silfri hafsins" og síldarbát- amir verða að fara eftir kvóta eins og söltunar- stöðvamar. Á meðan samningar við Sovétmenn hafa enn ekki náðst má hver hinna 90 báta, sem fengið hafa leyfi til sfldveiða, ekki veiða meira en 800 tonn. Skipvetjar á Sólborgu frá Fáskrúðsfírði sögðu að hásetahluturinn gæti farið upp í 120 þúsund krónur, ef öll sfldin færi í söltun, og gott mat fengist fyrir hana, en slíkt teldu menn ekki vera nein uppgrip. „Fólkið hér er brjálað í vinnu“ Þó að mörgum fínnist að síldarvinnan sé ekkert alltof vel borguð miðað við erfiði, þá kemur fólk ennþá víða af landinu til að kynn- ast sfldinni af eigin raun. Sumir koma reyndar enn lengra að, eins og Frakkamir Jean Pierre Lecuyer og Martin Jouffrieau, sem komu með feijunni Norrönu í atvinnu- og ævintýraleit, og enduðu sem „trillarar" á Norðursfld á Seyð- isfírði. Morgunblaðsmönnum lék forvitni á að vita hvemig síldarsöltun á Seyðisfirði kæmi glögg- um gestsaugum fyrir sjónir og því trufluðum við þá félaga við vinnu sína, þar sem þeir vom að keyra síldartunnur til vigtunar. Þeir sögð- ust báðir hafa unnið í fiski í Frakklandi, en sögðu að það væri alls ekki sambærilegt við að vinna hér á íslandi. í Frakklandi væri aldr- ei unnið lengur en 39 tíma á-viku, en héma víluðu menn ekki fyrir sér að vinna 70-80 tíma á viku. Helgarvinna — sem hér þætti sjálfsögð og jafnvel eftirsóknarverð — væri alveg óþekkt fyrirbæri í Frakklandi. „Fólk hér er alveg brjál- að í vinnu," sagði Jean Pierre. Þá fannst þeim mjög skemmtilegt að bömin kæmu oft með mæðmm sínum eftir hádegi þegar skólinn væri búinn og tækju þá gjaman til hendinni við síldarvinnuna. Það var alveg óhætt að segja að hún Lára Ósk Jónsdóttir, 9 ára, tæki til hendinni þar sem hún raðaði síldinni í tunnur af miklum móð. Þó að hún sé ekki há í loftinu er hún enginn nýgræðingur í sfldarsöltun, því þetta er annað árið sem hún kemur með mömmu sinni í Norðursíld. Lára lét það ekkert á sig fá þó að hún sé fullung til að vera á launa- skrá, hún sagði að sér þætti gaman að vinna í síld, þótt hún fengi engan pening fyrir það. Þegar hún var spurð hvort henni þætti skemmtilegra, skólinn eða sfldin, var Lára ekki lengi að svara: „Síldin." Hún sagði samt að henni þætti líka gaman í skólanum og að það væri ekkert erfítt að sameina skólann og „vinnuna“, því hún lærði heima á kvöldin. Þeir Þór Vilmundarson og Magnús Baldur Kristjánsson, báðir 13 ára, sögðu líka að sfldar- vinnan væri skemmtileg, en þeir sjá um að hella saltpækli í síldartunnumar, ef á þær vantar. Þeir sögðust stundum vera í vinnu á sumrin, en síldarsöltunin væri eina vinnan sem þeir færu í jafnhliða skólanum. Eins og Lára sögðust þeir ætla að halda áfram að vinna í síld þegar þeir yrðu fullorðnir. Síldartunnur nýttar sem dagheimili Það þykir ekki tiltökumál í sjávarþorpum að böm og unglingar kynnist störfum hinna fullorðnu, en þess er þó gætt að skólinn hafi forgang hvað tíma þeirra snertir. Það er ekki lengra en 3-4 ár síðan gefíð var frí í skólum á Eskifirði þegar mest var að gera í sfldinni og þegar sfldarævintýrið stóð sem hæst tíðkað- ist það að mæður á Fáskrúðsfírði mættu með öll sín born niður á síldarplan á hveijum morgni, og þau sem voru of ung til að vinna voru geymd ofan í tómri trétunnu. Að þessu leyti, eins og öðm, hafa tímamir breyst og allar aðstæður við sfldveiðar og sölt- un með. Flestar verða breytingamar að teljast hafa verið til batnaðar. Vinnuþrælkun þekkist varla lengur, þó að ýmsum þyki nóg um lang- an vinnutíma íslendinga við vinnslu og veiðar á sfld, sem öðrum fiski. Vinnuaðstaðan er ólíkt betri og þægilegri en áður fyrr og fullkominn tækjabúnaður léttir mönnum mörg erfiðustu störfin. Samt finnst mörgum eftirsjá að gömlu „sfldarrómantíkinni“, þegar allir sem vettlingi gátu valdið strituðu undir bem lofti á síldarp- lönunum, sfldarböllin vom upp á sitt besta, og risastórir staflar af trétunnum settu svip sinn á bæina. Gömlu sfldarplönin og sfldarböilin em liðin tíð og „sjarminn" og „rómantíkin" í kringum sfldina þá líka. Það er ekki lengur hægt að segja að sfldin sé það sama fyrir sjávarþorpin,- eins og gullið var fyrir Klondike, eins og nób- elsskáldið kemst einhvers staðar að orði. Sfldarstúlkur sem standa við tunnuna og hausa og salta fara hugsanlega að verða sjald- gæf sjón, því töluverður hluti af sfldinni er nú flakaður og ftystur í þar til gerðum vélum og , „Rússasíldin" er ekki einu sinni afhausuð. Meira að segja trétunnumar munu brátt heyra sögunni til, því plasttunnur em notaðar í síauknum mæli við söltunina, enda em þær ódýrari, endingarbetri, og mun þægilegri í allri meðhöndlun — og sagðist enginn sakna tré- tunnanna nema ljósmyndari Morgunblaðsins, sem fannst bláa plastið ekki líkt því eins mynd- rænt og viðurinn og gjarðimar. Samt sem áður skipar sfldin alltaf sérstakan sess í þeim bæjum þar sem hún er söltuð, því henni fylgir mikil og skemmtileg vinna, og oft nokkuð af aðkomufólki sem lífgar upp á bæjar- braginn. Það er enn hægt að hafa töluverðar tekjur af „silfri hafsins" — að minnsta kosti ef Rússinn semur. Grein: Hugi Ólafsson Myndin Ragnar Axelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.