Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 k r 15 Hart deilt um slátrun á Bíldudal: AF INNLENDUM VETTVANGI PÉTUR GUNNARSSON Ræður „valdníðsla og annarleg sjónarmið“ eða er húsið „óhæfur vinnslustaður‘‘? Bændur eru að falla á tíma, en reyna enn að knýja fram lausn ÞÓTT langt sé nú liðið á október er slátrun enn ekki hafin á fé bænda í Amarfirði. Bændur þar neita að taka gildan úrskurð yfirdýralæknis um að sláturhúsið á Bíldudal uppfylli ekki þær kröfur sem gera verði til fyrirtækja sem framleiða matvæli og að öllu fé í Barða- strandarsýslu skuli nú slátrað á Patreksfirði. Amfirð- ingar reyna nú hvað þeir geta til að fá sláturleyfi fyrir sláturhús sitt þrátt fyrir þessa afstöðu enda telja þeir sig órétti beitta og saka settan yfirdýralækni um vald- níðslu og annarleg sjónarmið í málinu. Aðeins 3 þúsund fjár Deila Arnfirðinga og yfírdýra- læknis varðar ekki stóran hluta af sláturfé landsmanna, einungis er um að ræða 3 þúsund fjár, 50 tonn af kjöti, en þó er það helmingur þess fjár sem slátrað verður í sýslunni. í fyrra var öllu fé Vestur-Barðstrendinga slátrað á Bfldudal og síðan þá hefur ver- ið ráðist í verulegar breytingar á húsinu og segjast heimamenn hafa komið til móts við allar að- fínnslur sem þeim hafí borist frá dýralæknum utan það að ekki hafí verið ráðist í gerð svefn- skála við sláturhúsið og girðing ekki gerð um lóð þess. Þeir full- yrða að hús þeirra sé betur búið og snyrtilegra en ýmis önnur hús þar sem sláturleyfí hefur verið veitt og nefna í því sambandi sláturhúsið í Bolungarvík. Ný- lega hófu Amfírðingar að klór- blanda það vatn sem sláturhúsið notar og telja sig þannig hafa tryggt að kólígerlamengað neysluvatnið á Bfldudal spilli ekki kjötinu. Arnfírðingar fullyrða að klórblöndun hafi verið notuð við slátrun á Patreksfírði auk þess sem henni sé beitt víða á Vest- fjörðum við rækju- og físk- vinnslu. „Valdníðsla yfirdýralæknis“ „ Sú valdníðsla sem yfírdýra- læknir hefur sýnt okkur er með eindæmum og hörmulegt til þess að vita að landbúnaðarráðherra líði undirmanni sínum slíka fram- komu. Öllum sem kynnt hafa sér málið má vera ljóst að það snýst ekki um vanbúnað sláturhússins heldur er settur yfírdýralæknir að draga taum Sláturfélags Vest- ur-Barðstrendinga á Patreksfirði enda var hann sjálfur viðstaddur stofnfund þess nú í haust. Hann skiptir sér af því hvar í sýslunni við slátrum en lætur sér ekki nægja að leggja hlutlaust, vísindalegt mat á aðstöðuna ,“segir Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri sláturfélags Amfirðinga. „ Yfírdýralæknir á ekki að skera úr um hvort eitt hús í héraðinu sé öðm betra held- ur hvort aðstaðan sé nægilega góð á þann mælikvarða sem not- aður er alls staðar á landinu. Það hefur hann ekki gert og því mis- munað okkur með þeim hætti að óþolandi er frá opinbemm emb- ættismanni." Klórblöndun ekki nægileg ráðstöfun „Sláturhúsið á Bíldudal er lé- legt, gamalt hús og uppfyllir Sigurður Sigurðarson settur yfirdýralæknir. Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri sláturhússins á Bfldudal. ekki þær kröfur sem gera verður til fyrirtækja sem framleiða mat- væli,“ sagði Sigurður Sigurðar- son settur yfírdýralæknir í samtali við Morgunblaðið. „ Þar er útilokað að stunda heilbrigðis- eftirlit með viðundandi hætti, ekki er nægilega skilið á milli verkunar kjöts og innyfla en úr- slitum ræður að vatnið á Bfldudal er saurgerlamengað yfírborðs- vatn, það staðfesta sýni sem tekin vom þar nýlega. Klórblönd- un vatnsins er ekki nægileg lausn á því vandamáli. Klórdælur geta bilað og þá fossar mengað vatn yfir kjötið. Við núverandi aðstæð- ur er engin leið að tryggja að kjöt framleitt á Bfldudal sé hættulaust neytendum." Sigurð- ur sagði ennfremur að hann hafí ekki gegnt þessu embætti á síðasta ári og geti þessvegna ekki svarað fyrir sláturleyfi sem þá vom gefín út en sér skiljist að þar hafí verið um neyðarráð- stöfun að ræða vegna þess að ekki var öðm sláturhúsi til að dreifa í Vestur- Barðastranda- sýslu. Þá hafí rækja verið verkuð í sláturhúsinu á Patreksfírði en nú hafí nokkrir bændur fengið það á leigu hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, sem keypti húsið á nauðungamppboði fyrir 2 ámm og þar standi nú yfír slátrun.„ Þótt ekki hafi verið tekið sýni til að skera úr um hreinleika vatns- ins á Patreksfírði í ár er vitað að þar er ómengað lindarvatn og Arnfirskar kindur í flæðarmálinu í Ketfldölum. Morgunbiaðið/Þorkoil aðstæður mun betri en á Bfldu- dal. Þangað eiga Amfírðingar að leita með fé sitt til slátrunar," sagði settur yfírdýralæknir.. Sigurður Sigurðarson segir ennfremur að sumir stjómmála- menn hafí beitt pólitískri pressu til að knýja fram niðurstöðu I málinu „ en það verður að hjálpa þessu fólki með öðm móti en því að knýja fram sláturleyfí fyrir óhæfan vinnslustað." Reynt að finna dýralækni Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur landbúnaðar- ráðuneytið lýst sig reiðubúið að veita Amfirðingum sláturleyfí takist þeim að fínna dýralækni til að lýsa sláturhúsið hæft til slátmnar og ábyrgjast heilbrigð- iseftirlit á staðnum. Amfirðingar segja að allar tilraunir til slíks hafí strandað á því að dýralækn- ar þori ekki að leggjast gegn yfírdýralækni þótt þeir viður- kenni í einkasamtölum að hann láti ekki vísindaleg sjónarmið ráða. Sigurður Sigurðarson segir þetta fjarstæðu. „ Um tima leit út fyrir að Amfirðingar hefðu fundið dýralækni til að annast eftirlitið en sá dró sig til baka þegar honum varð ljóst að hann átti að taka húsið út og veita samþykki sitt til þess að það yrði notað, hann vildi ekki veita at- beina sinn til þess. Hins vegar hafði ég boðist til að leiðbeina honum um sjúkdómavörslu á svæðinu og veita honum alla þá aðstoð sem hann teldi sig þurfa. Ég átti engan þátt í endanlegri ákvörðun hans,“ sagði yfírdýra- læknir. Treysta ekki á Patreksfjörð Amfírðingar vinna enn að því að afla sér sláturleyfis þótt þeir segist nú vonlitlir um árangur. Þeir segjast þó ekki munu slátra á Patreksfírði fyrr en öll önnur sund verði lokuð. Rekstur slátur- hússins þar standi á brauðfótum, sláturkostnaður verði hærri en á Bfldudal og auk þess óljóst hvort og hvemig Sláturfélag V- Barð- strendinga geti staðið í skilum við viðskiptamenn sína. Þvi hafa menn talað um að flytja féð yfír í Isaíjarðarsýslu og til Þingeyrar en óljóst er hvað úr verður. Tíminn vinnur gegn Amfírð- ing^um í þessu máli. 1. nóvember falla lambhrútar í verði. Sigurður Guðmundsson segist reikna með því að slátrun á Patreksfírði jafn- gildi kjaraskerðingu fyrir bændur í Amarfírði en Sláturfélag Am- fírðinga hafí í fyrra greitt bændum alla inneign sína um miðjan desember. Hæpið sé að bændur vilji sverta dæmið enn frekar með því að taka á sig verðlækkunina að auki. Amfírð- ingar segjast nú ætla að snúa sér til Framleiðsluráðs land- búnaðarins og fela því að fínna lausn á málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.