Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 41 Til að draga úr atvinnuleysinu greip Roosevelt til umsvifaniikilla opinberra framkvæmda og atvinnubótavinnu. Myndin er af verka- mönnum við snjómokstur á götu í New York. Deal,“ sem þýðir uppstokkun á máli spilamanna. Var mörgu af því hrint í framkvæmd á fyrstu hundr- að dögunum í forsetatíð Roosevelts en sumt af því bar meiri keim af innblæstri en úthugsaðri áætlun. Fyrsta embættisverk hans var að Iýsa yfir almennu „bankafríi" enda höfðu sparifjáreigendur misst trú á bönkunum og tekið út fé sitt. Bank- amir gátu ekki opnað aftur fyrr en ljóst var, að þeir áttu fyrir skuldum; ríkið ábyrgðist þá með öðrum orð- um og óveðrinu í kringum þá slotaði. Hlutverk ríkisins aukið New Deal-áætlunin færði Banda- ríkin nær evrópskum aðstæðum með því að veita ríkinu nýtt og áhrifaríkt hlutverk. Komið var á vélvæðingu í landbúnaði og til að hækka verð á afurðunum voru bændur styrktir til að draga úr framleiðslu eða hætta alveg á lök- ustu býlunum. Í ljós kom, að stóru landeigendumir gátu best nýtt sér þetta og með ríkisstyrknum end- umýjuðu þeir reksturinn og keyptu fleiri jarðir. Fólkinu fækkaði í land- búnaðarhémðunum en á ijórða áratugnum fjölgaði hins vegar dráttarvélunum úr hálfri í heila .milljón. Olli þetta mikilli óánægju en varð þó til að gera bandarískan landbúnað arðbæran. í iðnaðinum var ráðist í ýmsar framkvæmdir og var það markmið- ið, að vömverð skyldi aftur hækka. Lög um hringamyndun vom afnum- in en reynt að vinna gegn „ólöglegri samkeppni" og samráð höfð við verkalýðsfélögin. Þá vom teknar upp tryggingabætur til 12-13 millj- óna atvinnuleysingja og reynt var að berjast gegn atvinnuleysinu með Roosevelt varð fyrstur bandarískra forseta til að sitja lengur en í tvö kjörtimabil. Myndin er frá útnefningu hans í þriðja sinn á lands- þingi demókrata árið 1940. miklum, opinbemm framkvæmd- um. Brokkgeng endurreisn Framkvæmdimar urðu strax til að auka með mönnum bjartsýni og trú á framtíðina og frá þessum tíma er slagarinn „Happy days are here ‘ again", „Góðu dagamir em komnir aftur". Frá mars til júní 1933 jókst þjóðarframleiðslan úr 59 í 100, í það, sem hún hafði verið 1923-24, en það reyndist þó skammgóður vermir því næsta sumar fór hún í 71. Síðan sótti hún í sig veðrið næstu ár en féll aftur 1937-38. Umbætur Roosevelts vom því ekki einhlítar en þær komu í veg fyrir stórslys. Skuldasöfnun ríkisins var mikil á ámnum 1933-37, úr 16 milljörð- um dollara í 36, en Roosevelt hafði þó gengið til kosninga með það lof- orð að jafna fjárlagahallann og skera ríkisútgjöldin niður um 25%. Því lofaði hann aftur 1936 en minna varð um efndir, nýju framkvæmd- imar vom dýrari en ætlað var og skattamir minni. Keynesisminn í október 1937 kom upp ástand, sem líktist aðdraganda hmnsins átta ámm áður. Hlutabréf lækkuðu um þriðjung, gjaldþrotum fjölgaði og atvinnuleysi jókst. Ráðgjafar Roosevelts töldu hann nú á að taka heilshugar upp kenningu breska hagfræðingsins Maynards Keynes en hann vildi lækna kreppuna með meiri opinbemm framkvæmdum, halla á fjárlögunum og lántökum. 14. apríl 1938 lagði Roosevelt fram nýja áætlun, sem byggðist á þessum atriðum. Vakti hún mikla athygli um allan heim enda í fyrsta sinn, sem henni var opinberlega hrint í framkvæmd. Sumarið 1938 var nýtt framfaraskeið hafið. Hvað eru græningjar? eftir Davíð Jónsson Dagana 28.—30. ágúst var haldin alþjóðleg ráðstefna græningja í Stokkhólmi og átti undirritaður kost á að sitja hana fyrir hönd nýstofn- aðra samtaka íslenskra græningja. Mun honum seint líða úr minni sú stund er hann tilkynnti grandalaus- um ráðstefnugestum að græningja- samtök væm nú stofnuð á íslandi. Gífurleg fagnaðarlæti bmtust út, ekki síst vegna þess að skömmu áður í kynningu kvennalistans (við góðar undirtektir) hafði komið fram að engin samtök græningja væm á íslandi. Á ráðstefnunni vom margir mála- flokkar til umræðu, þar á meðal græn hugmyndafræði, uppbygging grænna hreyfinga og alþjóðleg sam- vinna. Var af nógu að taka fyrir nýgræðinginn úr norðrinu, en það sem hafði mest áhrif var að finna þessa miklu samkennd sem þama ríkti, sannkölluð fjölskyldustemmn- ing þó fæstir hefðu hist áður og ekki væm allir alltaf sammála, eins og gerist og gengur í venjulegum 300 manna Qölskyldum. Það sem helst einkennir græna hugmyndafræði er að hún boðar hugarfarsbreytingu (New way of thinking) sem mætti kalla nýbylgju í verðmætamati og leiðir okkur frá þeirri skammsýni að setja hagvöxt- inn sem meginmarkmið. Frekar er horft fram á við og stuðlað að varð- veislu umhverfisins og uppbyggingu manneskjulegs þjóðfélags. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég nefna, að ekki er átt við að vera óábyrgur í fjármálum heldur aðeins að endan- legt markmið verði annað en það er í kerfinu í dag. Hvað græningjar eru ekki Vegna algengs misskilnings vil ég að fram komi að græningjar eru ekki það sama og grænfriðungar, sem eru sérstök alþjóðleg samtök. Þó að málefnin sem græningjar og grænfriðungar beina sér að séu þau sömu eða svipuð eru vinnuaðferðim- ar ólíkar. Græningjar eru stjóm- málasamtök en grænfriðungar em baráttuhópur sem einbeitir sér mest að beinum aðgerðum eins og svo oft komast í fréttir. Margir græningjar em einnig grænfriðungar og öfugt, en það fer ekki endilega saman sem sjálfsagður hlutur. T.d. vom græn- friðungar hvergi viðstaddir þing græningja í Stokkhólmi og ég heyrði ekki nokkum tíma á hvalveiðar minnst. Það sem einkennir græn samtök em sameiginleg baráttumál þeirra, en helstu málaflokkamir em: um- hverfís-, friðar- ogjafnréttismál. Ein helsta ástæða þess að mikið er lagt upp úr alþjóðlegri samvinnu og því að grænar hreyfíngar nái sem mestri útbreiðslu er að hvorki mengun né kjamorkuslys virða alþjóðleg landa- mæri. Það sem gerist á einum stað kemur öllum við. Nú emm við komin að fyrsta verk- efni íslenskra græningja, andstaða og mótmæli við stækkun kjamorku- stöðvarinnar í Dounreay á Norður- Skotlandi. Nú þegar er hafín undir- skriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjóm íslands að mótmæla stækkuninni. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 3.10. varar greinarhöfundur við því að taka hættuyfírlýsingar um Dounre- ay of alvarlega og segir þær nánast vera atkvæðasnöp AUaballa og komi okkur ekkert við. Dounreay Mig langar að nefna nokkur atriði um Dounreay sem koma okkur við. Staðsetning endurvinnslustöðvar- innar í Dounreay á nyrsta punkti meginlands Bretlands, hvergi ná- lægt byggðu bóli, er engin tilviljun. Ætlunin er að reisa á næstu ámm stöð sem mun vinna kjamorkuúr- gang fyrir Breta, Frakka, Þjóðveija, Itali og Belga. Antwerpen eða álíka staður myndi sýnast mun hentugri staðsetning, nokkumveginn mið- svæðis og vinnan við að reisa stöðina myndi slá á atvinnuleysið þar sem það er verst. Það er hinsvegar ljóst að þessi ríki vilja hvorki hafa svona stöð nálægt sér, né að hafstraum- amir liggi frá stöðinni að eigin ströndum. Hinsvegar liggja haf- straumamir við Dounreay norður í Atlantshaf. Núverandi hreinsunar- geta stöðvarinnar er um 8 tonn af hreinsuðum efnum á ári, en síðan 1979 hefur ekki verið unnt að hreinsa nema 1 tonn á ári vegna ýmissa vandamála og tæknilegra örðugleika sem ekki hefur verið unnt að leysa fram að þessu. Samt sem áður er áformað að reisa stöð með hreinsunargetuna 60—80 tonn af hreinsuðum efnum á ári. Eitt af þeim efnum sem endurvinnslustöð af þessu tagi framleiðir er hágæða plutonium (weapons grade pluto- nium) sem Frakkar viðurkenna opinberlega að muni vera notað í vopnaframleiðslu. Er þetta þar með orðið bæði umhverfís- og friðarmál. Flutningar Flutningarnir á óhreinsuðum efn- um til Dounreay er heilt ævintýri út af fyrir sig. Vegna hafnleysis í Dounreay er áformað að landa efn- unum í 90 tonna ílátum, annars staðar í Bretlandi og flytja þau síðan með jámbrautarlest til Dounreay eftir teinum sem á eftir að leggja. Þetta verða 72 ferðir árlega. Hreins- aða plutonium-efnið verður síðan flutt flugleiðis til síns heimalands. Mjög mikil andstaða er við þessa flugleiðis flutninga og jafnvel Herra Brown hjá breska kjamorkumála- ráðuneytinu UKAEA (United Kingdom Atomic Energy Authority) viðurkenndi fyrir opinberri rann- sóknamefnd að líkumar á flugslysi væru 8 á móti 1000 miðað við tiðni flugferða yfír notkunarskeið stöðv- arinnar. Þarf ekki slys til Við úrvinnslu kjamorkuúrgangs er mikið af geislavirkum efnum sleppt í sjóinn og umhverfið sem Davíð Jónsson „Það sem einkennir græn samtök eru sam- eiginleg baráttumál þeirra, en helstu mála- fiokkarnir eru: um- hverfis-, friðar- og jafnréttismál.“ hluti af venjulegu vinnsluferli. Ár- lega mun í Dounreay verða unnið fast efni úr 30.000 m3 af geislavirk- um lausnum. Þessar lausnir fara síðan í gegnum fjölda tanka þar sem sýnistaka fer fram. Ef hærri en leyfí- leg geislavirkni mælist þá fara lausnimar aftur gegnum vinnslufer- il. Annars er þeim hleypt út í sjó. Þessi mörk geislunar em sett eftir ALARA staðli „as low as reasonably achievable" eða „lægstu mörk sem auðveldlega nást“. Þau mörk em ekki endilega hættulaus og þykir sérfræðingum þau of há. Vinnslu- stöðin í Sellafíeld sem notar sömu aðferð og ætlað er að nota í Dounre- ay hefur ítrekað brotið af sér gagnvart því að halda sér ekki innan leyfilegra geislunarmarka. Þetta hefur orsakast af vangá og kæm- leysi starfsmanna og vegna tækni- legra bilana. Úrgangur í föstu formi (allt að 2000 m3 árlega) mun vera geymdur í sérstökum tunnum á botni Norður- sjávar. Holur em boraðar með samskonar bomm og notaðir em við olíubomn. Þessar holur em 15 m í þvermáli og 2—300 m djúpar og em fylltar af þessum tunnum og steypt yfír. Síðan er næsta hola bomð og fyllt. Þetta þykja ekki mjög vísinda- leg vinnubrögð og bráðabirgðablær yfir þessu. Þó er þetta algeng „lausn" á geymsluvandamálum. Skýtur það skökku við að meðan Svíar viðurkenna hættur kjamork- unnar og hafa ákveðið að hætta notkun hennar til raforkufram- leiðslu, þá breiðist notkun hennar út á öðmm stöðum eins og Bret- landi. Munurinn gæti legið í því að Chemobyl-slysið hafði mun meiri áhrif á Svía. Alvömslys í Dounreay eða einung- is óhapp sem hefði getað orðið slys, en blásið upp af fjölmiðlum eins og reyndin var á ( Þýskalandi með ormamálið nú fyrir skemmst.u myndi sannarlega eyðileggja físk- markaði okkar í Bandaríkjunum. Þó að við gætum sýnt fram á að allt væri í lagi. Mér er spum, hvort við höfum efni á að sitja aðgerðarlaus og láta sem ekkert sé. Hvort haf- straumar beri geislavirkan úrgang beint hingað norður eins og ritstjóri Þjóðviljans segir í grein sinni um málið eða hann komi eftir krókaleið- um, eins og Reykjavikurbréfshöf- undur vill meina, skiptir ekki höfuðmáli. Geislunin er í fæðukeðj- unni og hleðst upp í okkur sjálfum hvort sem hún kemur beint hingað eður ei. Að lokum vil ég þakka Alþýðu- bandalaginu fyrir mjög þarfa ráð- stefnu um umhverfismál í Gerðubergi þann 11.10. Skrifstofa samtaka græningja er á Skólavörðustíg 42, Rvík og er opin flest kvöld. Höfundur er meðlimur í samtök- um græningja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.