Morgunblaðið - 21.10.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 21.10.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Verðhrunið í Wall Street: Er ótti mannavið kreppu undirrótín? New York, Reuter. Fjármálasérfræðing'ar í Bandaríkjunum sögðu í gær, að verðhrunið í Wall Street mætti kalla neyðarástand og kváðust óttast, að söluæðið kynti undir sjálfu sér og héldi stjórnlaust áfram. Þeir voru hins vegar ekki á einu máli um hvort það væri fyrirboði raunverulegrar kreppu eða aðeins til marks um ótta manna við hana. fjárfestendum í Bandaríkjunum og að tölvur, sem eru forritaðar þann- ig, að þær kaupa eða selja í takt við minnstu hræringar, hafi átt mikinn þátt í söluæðinu og verð- hruninu í fyrradag. „Það, sem ætti að vera ólíkt með verðhruninu nú og 1929, er, að nú ættu tölvurnar að kasta sér út um gluggana við Wall Street,“ sagði Ike Kerridge, hagfræðingur í Tex- as. „Verðhrunið í Wall Street er ekki fyrirboði nýrrar kreppu, heldur vísbending um, að hún komi ef ráðamennimir í Washington gera ekkert til að laga fjárlaga- og við- skiptahallann," sagði hagfræðing- urinn Allen Sinai. „Markaðurinn er að segja okkur, að hann búist við kreppu eftir sex til 18 mánuði." Sérfræðingamir deildu einnig um ástæður verðhrunsins og vildu sum- ir kenna um Reagan-stjóminni og því, að henni skuli ekki hafa tekist að hafa hemil á fjárlaga- og við- skiptahallanum. Um tvennt voru þeir þó sammála: að nú mætti sjá undir iljamar á mörgum erlendum ísrael: Verðlækkun í Evrópu en víða snerist þróunin við Hugðist sprengja kauphöllina Tel Aviv, Reuter. ísraelskur kaupahéðinn hótaði í gær að sprengja kauphöllina í Tel Aviv í Ioft upp ef henni yrði ekki lokað. Af því varð þó ekki. Nokkurs ótta gætti í kauphöllinni og lækkuðu verðbréf um 10%. Mað- ur, sem átti mikið í húfi, hringdi í Yossi Nitzani, forstjóra kauphallar- innar, og lagði að honum að loka til að afstýra hruni. „Ég tók ekki undir kröfur mannsins og hótaði hann þá að koma sprengju fyrir í húsinu, þar sem hann sagðist ekki sjá nein rök fyrir því að verðbréf lækkuðu í Tel Aviv vegna lækkunar úti í heimi. London, París, Reuter. HLUTABRÉF lækkuðu á verð- bréfamörkuðum í Evrópu í gær í kjölfar verðfallsins mikla í New York á mánudag. Mest varð lækkunin í London, eða 12,2%, og er það meiri lækkun en á mánudag. Um tíma jafngilti verðlækkun hlutabréfa í London 15%, en þegar fregnir bámst frá New York um að verð hefði hækkað í Wall Street kipptu spákaupmenn að sér hend- inni. Þeir höfðu keypt verðbréf á útsöluverði í í þeirri von að þau hækkuðu brátt aftur. Á mánudag lækkuðu hlutabréf um 10% og fór Financial Times- hlutabréfavísitalan niður í 2.052,3 stig. Hún lækkaði svo í gær um 250,7 stig í 1.801,6 stig. Um tíma var vísitalan komin niður í 1.748,2 Reuter Þegar verslað er í kauphöllum skiptir sköpum að eftir manni sé tekið. Þessi fór vart framhjá neinum. stig, hækkaði svo upp úr hádeginu í 1.801,6 stigi, eins og áður segir. í 1.985 stig, en staðnæmdist síðan Ástandið var nokkuð fálmkennt Hver bjargar sér sem betur getur, en markaðurinn tapar eftír LEONARD SILK Er hagkerfi heimsins að fara í hundana? Með tilliti tíl verðfalls í WaU Street að undanförnu hafa marg- ir óttast að sú gróska, sem verið hefur á verðbréfamarkaðnum undanfarin fimm ár sé öU. í síðustu viku leit aUt út fyrir að markaðurinn þyldi þensluna ekki lengur og á mánudag fór sem fór. í vikunni, sem leið, lækkaði Dow Jones-verðbréfavísitalan um 235,48 stig, eða 9,49%. Þessi lækkun voru viðbrögð við hagskýrslu sijómvalda um utanríkisviðskipti, en í henni var dregin upp mynd í dekkra lagi. Það var þó ekki skýrslan ein, sem olli þessum viðbrögðum verðbréfasala; hún var aðeins enn eitt einkenni við- kvæms efnahagslífs. „Fram að þessu hefur fyöldi §ár- magnseigenda og embættismanna lifað f aldingarði einfeldningsins," segir Geoffrey Bell, sem er ráðgjafi í alþjóðaviðskiptum. „Sá aldingarður var reistur á vonum að viðskipta- halli [Bandarílqanna] mjmdi brátt færast í eðlilegt horf og fjármagn myndi halda áfram að streyma til Bandaríkjanna." Viðskiptahallinn í ágúst reyndist hins vegar vera 15,7 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 188 milljarð- ar á ári og þegar þessi blákalda staðreynd varð mönnum ljós urðu fyrmeftidar vonir að engu og afleið- ingamar létu ekki á sér standa. Það að útlit yrði fyrir viðskipta- halla, sem yrði enn hærri í ár en á hinu síðasta (nam þá 160 milljörðum dala) varð til þess að menn fóru að óttast að Bandaríkjaþing myndi setja vemdarlög, en slíkt myndi aðeins kynda undir nýju verðbólgubáli. Útlitið í utanríkisviðskiptum varð einnig til þess að gengi Bandaríkja- dals féll, en seðlabanki Banda- ríkjanna og aðrir seðlabankar iðnríkjanna reyndu að halda því uppi og keyptu dali. Þetta hleypti á hinn bóginn upp vöxtum, þar sem bankar og fjármála- menn bjuggust við að verðbólga sigldi í kjölfar fallandi dals. Vaxtahækkanir eru eitur í beinum verðbréfahöndlara, þar sem verð- mæti verðbréfa fellur yfírleitt í réttu hlutfalli við vaxtahækkanir. Á skuldabréfamarkaðinum, sem ekki er mjög f sviðsljósinu, varð einnig verðfall þegar bandarísk ríkisskulda- bréf létu undan, en þau eru fremst í flokki skuldabréfa þar vestra. Deilur við Þjóðverja Enn frekara einkenni þeirrar óvissu, sem nú ríkir, kom fram á blaðamannafundi James Baker III., Qármálaráðherra Bandaríkjanna, þar sem hann reyndi að veita hughreyst- ingu hins opinbera. Hann sagði að sú ákvörðun Seðlabankans að hækka ekki forvexti, eftir að þeir voru hækkaðir um 0,5% í septemberbyij- un, sýndi svo ekki væri um villst að hagfræðingar bankans teldu að verð- bólguáhyggjur væru ástæðulausar. Þá benti hann á stöðugan hagvöxt undanfarinna fimm ára, lágt at- vinnuleysi og tiltölulega lága vexti. Hann sagði ennfremur að fjárlaga- hallinn væri að lagast. Hann yrði rúmlega 150 milljarðar dala í ár, sem er 70 milljörðum minna en í fyrra. Hann hefur aldrei verið hærri en þá, eða um 221 miiljarður. Þá væri við- skiptahallinn einnig að réttast — ef ekki í dölum talið, þá að minnsta kosti hvað magn varðaði. Baker játti því að vísu að ekki væri allt í himnalagi. Bandaríkin hefðu ekki notið þeirrar samvinnu, sem vænst var við Vestur-Þjóðveija og sagði hann að fjórar vaxtahækk- anir Þjóðveija frá í júlí væru síst í samræmi við fyrra samráð þjóðanna. Þá virtist hann gefa í skyn að dalur- inn kynni að þurfa að lækka frekar, en slíkt myndi koma niður á útflutn- ingi annara þjóða. Tilraun Bandaríkjastjómar til þess að gera dalinn stöðugan, án þess að jafna viðskiptahallann eða þola sam- drátt heima fyrir, byggist á samvinnu við önnur iðnríki um að þau haldi vöxtum niðri og örvi hagvöxt. Baker er tiltölulega ánægður með framferði Japana, en hann er mjög vonsvikinn með Vestur-Þjóðveija. A síðustu þremur mánuðum hafa vext- ir á millibankalánum í Bandaríkjun- um hækkað um 1,1%, í Japan aðeins um l%o og f Vestur-Þýskalandi um 1%. í Vestur-Þýskalandi hefur efna- hagurinn veikst að undanfömu og má minna á að atvinnuleysi nlgast nú 9%. Þjóðveijamir halda því fram að það séu „markaðamir" sem hækki vexti og þar að auki hljóti það að vera aðalhlutverk stjómvalda að halda verðbólgu í skeflum. Vanda Bandaríkjanna segja þeir vera heim- asmfðaðan. Þrátt fyrir að fjárlaga- hallinn vestra hafi lækkað í ár telja þeir — eins og margir hagfræðingar — að á næstu tveimur árum muni fátt ávinnast. Helstu ástæður þess telja þeir vera þær að vandinn, sem að baki býr, sé óleystur og að forset- inn neiti að fallast á skattahækkanir eða niðurskurð hemaðarútgjalda. Nú lítur út fyrir að Bandaríkja- menn hafi stjómast nokkuð af óskhyggju þegar þeir gerðu sam- komulag við hin iðnríkin fyrr á árinu. Á fjármálamörkuðunum virðast menn hins vegar gera sér grein fyrir því að þegar reynt er að auka hag- vöxt, auka viðskipti, halda vöxtum niðri og gera gengi stöðugra, bjargar sér hver sem betur getur eða verður skollanum að bráð að öðrum kosti. Á slíkum tímum eru síðustu sveiflur í Wall Street ekki út í loftið. Þegar grynnkar á vinskap hinna vestrænu bandamanna hættir fjár- magnið að streyma til Wall Street og erlendum gjaldeyrir er ekki lengur varið til kaupa á dölum. Það er hætt- an sem vofír yfir efnahagslífí Bandaríkjanna og heimsins — hætta sem þarf að snúast gegn með bein- skeyttari og samhæfðari hætti en verið hefur. Höfundur rítar um fjármál fyrír The New York Times. á verðbréfamarkaðinum í París. Nam lækkunin um tíma 8%, en þegar upp var staðið var vísitala verðbréfamarkaðarins 0,79% hærri en þegar opnað var í gærmorgun. I Frankfurt virtist markaðurinn einnig vera kominn í jafnvægi og þróunin jafnvel að snúast við því Börsen-Zeitung vísitalan lækkaði aðeins um 1,5% yfir daginn. Þegar á daginn Ieið snerist þró- unin einnig við á verðbréfamörkuð- unum í Amsterdam og Ziirich og stóðu hlutabréf í svipuðu verði við lokun og í upphafi viðskipta. Verð- hækkun varð á hlutabréíum í Belgíu. Einna hlutafallslega mest varð lækkunin í Dyflinni þar sem írsk hlutabréf féllu um 25%. í Madríd nam lækkunin 5,73%, en verðbré- fasali sagði ástandið þar í raun miklu viðsjárverða því aðeins hefðu verið boðin til kaups um 5% þeirra hlutabréfa, sem eigendur vildu selja. Noregur: Verðfall nam 100 norskum krónum á einum degi Norsk Data eitt þeirra fyrirtækja sem verst urðu úti Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. B0RSEN,verðbréfamarkaður þeirra í Ósló fór ekki varhluta af þeim ósköpum sem gengu á í gær og fyrradag. Þar voru slegin mörg met í lækkun á verðbréfum, sem dæmi má nefna að hlutabréf í Bergen Bank féllu um 52 norsk- ar krónur á hvern hlut á 30 sekúndum. Frá því verðbréfamarkaðurinn í Ósló opnaði árið 1983 hefur annað eins hrun ekki átt sér stað. Eigendur hlutabréfa voru skelfíngu lostnir og seldu því sem örast. Á síðustu dögum hafa einstök verðbréf lækkað um allt að 100 norskum krónum. Norsk Data, fyrirtæki sem erlend- ir aðilar hafa ítök í, er eitt þeirra fyrirtælqa sem hvað verst hafa orðið úti. Einn aðalhluthafi í Norsk Data tapaði sem nemur 200 milljónum norskra króna á mánudag. Margir eiga yfir höfði sér gjaldþrot vegna hrunsins, aðallega þeir sem tekið hafa lán til kaupa á verðbréfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.