Morgunblaðið - 21.10.1987, Side 28

Morgunblaðið - 21.10.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Sovésku fjárlögin fyrir 1988: Frekari breytingar boð- aðar í efnahagsmálunum Gorbachev hyggst nota hergagnaiðnaðinn til að bæta ástandið í landbúnaði Moskvu, Reuter. SOVÉSKA æðsta ráðið kom saman á mánudag til að ræða fjárlög ríkisins fyrir árið 1988 og áætianir Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétrikjanna, um efnahagslega endurreisn. Segja embættis- menn, að fleiri fyrirtækjum og iðngreinum en áður verði gert að taka fullt tillit tíl raunverulegrar afkomu í rekstrinum. Á næsta ári á efna-, skógar- höggs-, málm-, olíu- og gasiðnaður- inn, sem stendur undir 60% iðnframleiðslunnar, að laga sig að nýju kerfi og bein heildsöluviðskipti milli fyrirtækja verða aukin. Á yfír- standandi ári var eftirlit með vörugæðum hert og hefur það vald- ið því, að gallaðri framleiðslu fyrir tugmilljónir rúblna hefur verið skil- að eða hent. Hefur það aftur haft áhrif á vöxt iðnframleiðslunnar en hann var aðeins 3,6% á fyrstu níu mánuðum þessa árs á móti 5,2% á sama tíma í fyrra. Áætlað er, að framleiðslan vaxi um 4,4% á öllu árinu. Kólumbía: Sprenging í varnarmála- ráðuneytinu Bogota, Reuter. SPRENGJA sprakk i varaar- málaráðuneyti Kólumbíu á mánudag. Var hún falin í hol- ræsi utan við ráðuneytið. Sex manns særðust í sprengingunni og fjöldi bifreiða eyðilagðist. Að sögn lögreglu olli þrýstingur- inn af sprengingunni því að allar rúður í byggingunni brotnuðu. Tveir hinna særðu voru hermenn. Áður óþekkt samtök sem kalla sig „Félagsleg uppreisn" segjast bera ábyrgð á sprengingunni. í bréfí sem samtökin sendu dagblöðum í Kólumbíu nefna þau þetta „aðgerð píslarvotta fólksins". Skrifstofa varnarmálaráðherr- ans, Rafaels Samudio, sem er á annarri hæð hússins, er óskemmd eftir sprenginguna. Ráðherrann hefur mikið verið gagnrýndur und- anfarið og hefur honum verið hótað lífláti. Utanríkisverslunin dróst saman Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur utanríkisverslunin minnkað um 3,6%, útflutningur um 0,5% og innflutningur um 4,2%. Heildarupp- hæð þessara viðskipta var sem svarar til 151 milljarðs dollara. Á þessum tíma voru 118,5 milljónir manna að störfum hjá ríkinu, 80.000 á vegum 8.000 sjálfstæðra samvinnufyrirtækja og 200.000 í einkafyrirtækjum. í fjárlagafrum- varpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum tveggja síðamefndu rekstrarformanna. Samkvæmt op- inberum tölum eru meðallaun í Sovétríkjunum 200 rúblur á mánuði (12.800 ísl. kr.) en voru 194 í fyrra. Ahersla á vélaiðnaðinn í efnahagsmarkmiðunum fyrir næsta ár er lögð mikil áhersla á minna bruðl og betri nýtingu al- mennt og á véla- og verkfærafram- leiðsluna. Hefur Gorbachev tekið þannig til orða, að verulegar fram- farir í þeirri grein séu forsenda þess, að Sovétmenn geti keppt á erlendum mörkuðum. Áætlaður vöxtur í greininni á næsta ári er 7,3% en útlit er fyrir, að hann verði aðeins 3,3% í ár. Telja vestrænir sérfræðingar, að sovéskir embætt- ismenn séu ekki á einu máli um stefnuna í þessum málum en Ni- kolai Talyzin, yfírmaður áætlunar- mála, sagði, að undirstaðan fyrir efnahagslegum framförum, í þess- ari grein sem öðrum, væri betri nýting hráefna og annarra auð- linda. Hergagnaiðnaður til liðs við landbúnað Gorbachev hefur í hyggju að nýta hergagnaiðnaðinn í glímunni við hin „ótrúlega flóknu" vandamál í sovéskum landbúnaði. Hafði Tass-fréttastofan eftir honum á laugardag, að besta aðferðin til að virkja almenning í baráttunni fyrir betra lífí væri að auka matvæla- framboðið í ríkisverslunum. Hergagfnaiðnaðurinn er sú fram- leiðslugrein, sem best er rekin í Sovétríkjunum, og segja sérfræð- ingar, að ætli Gorbachev sér að láta hann hjálpa upp á sakimar í landbúnaðinum sýni það vel hve alvarlegum augum hann lítur ástandið. Áætluð komuppskera á næsta ári er 235 millj. tonn en var 232 millj. tonn á þessu. Hernaðarútgj öld óbreytt Boris Gostev fjármálaráðherra sagði, að framlög til vamarmála yrðu óbreytt á næsta ári, 20,2 millj- arðar rúblna, eða 4,6% af fjárlögun- um. Á Vesturlöndum em menn raunar sammála um, að opinberar tölur yfír hemaðarútgjöld í Sov- étríkjunum séu langtum of lágar en breytingar á þeim eru samt oft til marks um stefnuna í vamarmál- um. Rcuter Mikhail Gorbachev á fundi æðsta ráðsins á mánudag. Hér er hann á tali við Yegor Ligachev en hann er talinn annar mesti valdamaður í landinu og fulltrúi þeirra, sem andvígir eru miklum breytingum. Afganistan: Stuðningsmenn Karmals reknir úr miðstjórninni Reynt að draga úr kommúnískri ásýnd stjórnarflokksins Islamabad, Stokkhólmi, Reuter. Najibullah, ráðamaður í Afg- anistan, hefur treyst tökin á kommúnistaflokknum í landinu með því að reka burt stuðnings- menn fyrrum forseta og fyrir- rennara síns, Babraks Karmal. Bandaríski iðnjöfurinn Armand Hammer beitir sér nú fyrir því upp á eigin spýtur að stilla til friðar í Afganistan og er það hugmynd hans, að Svíar verði í forsvari fyrir alþjóðlegu frið- Tesluliði í landinu. útvarpinu í Kabúl sagði, að 15 fyrrum nánir samstarfsmenn Karmals, þar á meðal hálfbróðir hans, Mahmood Baryalai, hefðu misst sæti sitt í miðstjóminni. Karmal komst til valda í Áfganist- an með innrás Sovétmanna árið Öryggismálasamvinna Frakka og Spánveija: Hyggjast samræma viðbún- að og eftirlit á Miðjarðarhafi Annecy, Frakklandi, Reuter. RÍKISSTJÓRNIR Frakklands og Spánar hafa gert með sér sam- komulag sem miðar að þvi að efla samvinnu ríkjanna á sviði öryggismála Miðjarðarhafssvæðisins. Verður nefnd háttsettra embættismanna komið á fót til að fylgjast með þróun öryggis- mála á þessum slóðum auk þess sem uppi eru ráðagerðir um að samræma eftirlit á láði, legi og í lofti. Á sunnudag lauk í Frakklandi verið rætt um hvemig samhæfa tveggja daga fundi ráðherra ríkis- stjóma Frakklands og Spánar. Jean-Bemard Raimond, utanrík- isráðherra Frakklands, sagði á blaðamannafundi sem boðað var til af þessu tilefni að hann og hinn spænski starfsbróðir hans, Francisco Femandez Ordonez, hefðu orðið ásáttir um að koma á fót sérstakri nefnd háttsettra embættismanna til að fylgjast með þróun öryggismála á Miðjarð- arhafí. Sagði hann að einnig hefði mætti eftirlit á vestanverðu Mið- jarðarhafí og hefði í því samhengi komið fram hugmyndi- um að samtengja ratsjárkerfí ríkjanna. Einnig nefndi hann aukna sam- vinnu flughers og flota ríkjanna í þessu skyni. Hann bætti því við að spænsku fulltrúamir hefðu lýst yfír vilja sínum til að taka þátt í þróun og smíði njósnahnattar sem gengur undir heitinu „Helios" og nú er unnið að í Frakklandi. Væntanlegur samningur risa- veldanna um upprætingu skamm- og meðaldrægra kjamorkuflauga hefur leitt til þess að ríki Vestur- Evrópu hafa að undanfömu rætt um að auka samstarf sitt á sviði vamarmála. Raimond sagði sam- komulag þetta geta haft í för með sér ákveðnar breytingar fyrir Vestur-Evrópuríkin. Kvað hann nauðsynlegt fyrir ríki Vestur- Evrópu að bregðast við nýjum tillögum Sovétstjómarinnar í af- vopnunarmálum og hvatti stjóm- völd í viðkomandi rílqum til að treysta samstöðu sína. Raimond sagði frönsku ríkis- stjómina einnig vona að Spán- veijar myndu f fyllingu tímans ganga í Vestur-Evrópusamband- ið. Frakkar telja sambandið kjörinn vettvang fyrir ríki Vest- ur-Evrópu til að treysta samvinnu sína á sviði vamarmála innan Atlantshafsbandalagsins. Auk Frakka eiga Vestur-Þjóðveijar, Belgar, ítalir, Bretar, Lúxem- borgarar og Hollendingar aðild að Vestur-Evrópusambandinu. Að sögn Raimonds ræddu vam- armálaráðherrar ríkjanna tveggja einnig að standa saman að smíði hergagna. Ónefndur embættis- maður í spænska utanríkisráðu- neytinu sagði aukin vopnavið- skipti ríkjanna einnig hafa borið á góma. Spánveijar vildu gjaman kaupa fleiri franskar þyrlur af Puma-gerð og Frakkar hefðu lýst yfír áhuga sínum á að kaupa spænsk flugskeyti. 1979 en var rekinn frá og sendur til vistar í Sovétríkjunum í maí í fyrra. Vestrænir stjómarerindrek- ar segja, að breytingamar séu gerðar til að draga úr komm- únískri ásýnd stjómarflokksins og í þeirri von, að skæruliðar verði fúsari til viðræðna við hann. Bandaríski iðnjöfurinn Armand Hammer, forstjóri olíufélagsins Occidental Petroleum, hefur síðustu daga átt viðræður við ráðamenn í Moskvu, Kabúl og Islamabad í Pakistan um hugsan- lega friðarsamninga í Afganistan. Hammer, sem hefur haft einstak- an aðgang að sovéskum ráða- mönnum allt frá dögum Lenins, hefur lagt á það áherslu, að sov- éskur her fari burt úr landinu og komið verði á samsteypustjóm undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegs friðargæsluliðs. Vill hann, að Svíar verði þar fremstir í flokki. Pierre Schori, aðstoðamtanrík- isráðherra Svía, sagði í viðtali við sænska útvarpið, að sænska stjómin vildi leggja sitt af mörk- unum til friðar í Afganistan en ekki vildi hann segja af eða á um þátttöku sænskra hermanna í frið- argæslu. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.