Morgunblaðið - 21.10.1987, Side 22

Morgunblaðið - 21.10.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 4' Litíð yfir vinns- lusalinn í húsi Pólarsildar á Fá- skrúðsfirði. Martín Jouffrie- au kom alla Ieið frá vínræktar- héraðinu Champagne i Frakklandi tíl að vinna i síld á Seyðisfirði. „Stálarinn" og söltunarstúlkan spjalla saman i hita og þunga dagsins. Saltpæklarar á Seyðisfirði. Þeir Þór Vilmundar- son og Magnús Baldur Kristjánsson eru 13 ára gamlir og skipta tima sinum milli skólans og sildarinnar. Bæirnir lifna við með síld- inni en margt hefur breyst SQdin er komin fyrir austan og söltun fyrir nokkru komin i fullan gang nær alls staðar. Blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins heimsóttu fjóra bæi á Austfjörð- um til að lita á sildveiðar og söltun, en einnig til að grennslast fyrir um hvort hin margrómaða „sQdarrómantik" væri enn tíl staðar, nú á dögum véivæðingar og mynd- banda. Það er saltað á sex plönum á Eskifirði, en sfldarplön nútimans eru yfirbyggð og vel búin tækjum og eiga lítið sameiginlegt með þeim stöðum þar sem síldarstúlkur stóðu við tunn- umar á bryggjunni á björtum sumamóttum, á meðan bátamir biðu í löngum röðum eftir að geta landað „silfri hafsins". Síldarvinnan læknar liðag-igt „Sjarminn er alveg horfinn," sagði Svein- björg Sigurðardóttir, sem hefur unnið í síld síðan 1953 og er enn að salta í söltunarstöð- inni Auðbjörgu í Hraðfiystihúsi Eskifjarðar. „í gamla daga var saltað undir beru lofti á sumrin, á meðan báturinn lá við biyggjuna, en nú sér maður bátinn aldrei,“ sagði hún, en bætti því við að sfldin væri enn söm við sig og Sveinbjörg sagðist yngjast öll upp þegar vertíðin hæfist. f sama streng tók Kristrún Amaredóttir, verkstjóri hjá hraðfrystihúsinu: „Allir sem eru búnir að vera veikir af liðagigt og vöðvabólgu síðan í janúar verða skyndilega alheilir þegar sfldin kemur, en svo byijar vertí- ðin þjá læknunum þegar síldin er farin.“ Trúin á lækningamátt síldarinnar er engin ný bóla. „Hér fyrr á árum fór fólk í sfld sem var annare ekki vinnufært,“ sagði Bjami Sig- urðsson á Fáskrúðsfirði, „þetta var einhver innspýting sem fólkið fékk.“ En þó að sums staðar fari allir sem vettlingi geti valdið (sfldina er nokkuð um að það vanti fólk í vinnu. Á Eskifirði hefur stundum þurft að fá mannskap frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í síldar- vinnu og á Reyðarfírði er mikið um aðkomu- fólk, en þar keppa fjórar söltunarstöðvar við sláturhúsið um mannafia. Það er Ijóst að síldin hefur ekki lengur sama aðdráttarafl og á dögum sfldarævintýrisins, en ekki sýta þó allir liðna ttð. Vinnuaðstaðan er nú miklu betri en áður fyrr og þó að vinn- utíminn geti stundum verið langur, þá er fólk ekki lengur rænt svefni og hvíld, eins og oft vildi verða i gamla daga þegar menn höfðu varla við að moka sfldinni upp úr fjörðunum. Nú er síldarvertfðin ekki heldur lengur á miðju sumri og víst er að það hefði verið lítt spenn- andi að salta úti í haustnepjunni í hellirigningu, eins og var á Eskifirði þegar Morgunblaðs- menn heimsóttu staðinn. Þó að mannsæmandi hvíldartími sé fyret og fremst sanngimismál, þá væri hvort eð er engin þörf á þvf að salta allan sólarhringinn. Þí5 er kvóti á hverri söltunaretöð: 300 tunnur á dag. Nú er verið að salta ofan f 55.000 tunn- ur fyrir Svía og Finna, en óvissa ríkir um hvort samningar nást við Sovétmenn. Þeir hafa verið stæretu kaupendumir að saltsfld, með um 200.000 tunnur. Hlutfallslega gefur sfldareöltunin því ekki eins mikið af sér og í þá „gömlu, góðu daga“ þegar unnið var frá 7 á morgnana til 4 um nóttina, eins og Óskar Þórormsson sagði okkur að tíðkast hefði á Fáskrúðsfírði. Margir sögðu, að þó að sfldar- vinnan væri skemmtileg, væri hún jafnframt mjög erfið og miðað við það væri hún alls ekki rpjög vel borguð. Vörubflstjóri á Eskifirði sagði að sumir vildu jafnvel fremur vinna í fiystihúsinu, en í sfldarsöltun af þessum sök- um. Sjónvarp í staðinn fyrir síldarböllin En „síldarrómantfkin" var annað og meira en vinna allan sólarhringinn. Skemmtanalffið var oft ansi fjörugt í sfldarbæjunum, og þrátt fyrir vinnuþrælkunina fann fólk samt tíma til að skreppa á sfldarböllin. Óskar Þórormsson, fiskmatsmaður, sem eitt sinn rak félagsheimil- ið Skrúð á Fáskrúðsfirði, sagðist muna eftir því þegar það var ball á svo til hveiju kvöldi samfleytt í tvo mánuði, og bíó þrisvar á dag. Þá voru stundum 15 bátar í biðröð við bryggj- una á Fáskrúðsfirði og bátsveijar héldu upp í Skrúð á meðan þeir biðu löndunar. Þetta er liðin tfð og margir viðmælendur Morgunblaðsins kvörtuðu yfir daufu skemmt- analffi á stöðunum sem við heimsóttum. „Skemmtanalífið er miklu minna núna en áð- ur,“ sagði Lára Siguijónsdóttir þar sem við trufluðum hana við söltun f húsi Pólarefldar á Fáskrúðsfirði. Hún taldi að fólk hefði einfald- lega ekki tfma eða orku til að standa í miklu skemmtanahaldi þegar vinnudagurinn væri svona langur eins og f sfldinni og fólk horfði frekar á sjónvarp eða myndband þegar einhver tfmi gæfist frá vinnu og heimilisstörfum. Hins vegar sagði Þórarinn Guðjónsson á Bergsplani á Reyðarfirði að skemmtanalffið þar í bæ yrði fjörugra með síldinni og aðkomufólkinu sem henni fylgdi. „Sfldarslúttið er ball ársins,“ sagði Ásta Finnbogadóttir á Eskifirði; en böll eru ekki haldin á hveiju kvöldi eins og áður fyrr, og ekki einu sinni í hverri viku. Mokveiði við bryggjtisporðinn Sjómennimir á síldarbátunum koma ekki heldur lengur í land, nema þá kannski rétt til að kíkja í sjoppuna, enda er löndunin fljótlegt verk nú til dags og bátabiðraðir löngu liðin tíð. „Menn koma ekki hingað á sfld til að skemmta sér,“ sagði Gylfí Baldvinsson, skip- stjóri á Heiðrúnu frá Árekógssandi, „menn koma til að vinna og þræla." Heiðrún var að landa 60 tonnum af síld til Norðursíldar á Seyðisfirði, en sfldina fengu þeir inni á Seyðis- fírði, „héma rétt fyrir utan bryggjuna hjá Norðuraíld." Sfldin veiddist svo til eingöngu inni á Seyðis- firði og Loðmundarfirði f upphafí vertíðar. Um 15-20 bátar voru komnir á vettvang í fyrri viku, og vom þeir hvaðanæva af landinu; frá Akranesi, Grindavík, og Vestmannaeyjum, auk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.