Morgunblaðið - 21.10.1987, Page 17

Morgunblaðið - 21.10.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 17 Dælupramminn Soffia hefur dælt sem af er ári um 40 til 50.000 m3 úr höfninni, og verður haldið áfram um sinn. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsaon Tveir frá Hafnarhreppi. Björn Jónsson i dráttarvélinni og Valgeir Hjartarsson við vinnu sína. Hornafjörður: 30-40 þúsund tonn af sandi berast í höfnina á hverju ári Höfn, Hornafirði. Hornafjarðarfljót ber fram mikið magn af leir og sandi. Telja fróðir menn að inn i höfn- ina á Höfn berist þannig 10.000 til 15.000 ms af aur á hveiju ári og því engin furða þótt þurfi að dæla. Dælupramminn Soffia hef- ur dælt sem af er ári um 40 til 50.000 m3 úr höfninni, og verður haldið áfram um sinn. En það er verið að huga að fleiru í sambandi við höfnina. Rafmagn var lagt í Miklagarðsbryggju og ökuleiðir lagfærðar fyrir um 3 millj- ónir króna í ár. Þá er verið að gera við trébryggju, en starfsmenn hafn- arinnar vinna það verk þegar gefur. En stærsta verkefnið er svo að koma skipulagi hafnarinnar f horf. Að því vinna nú Ámi Kjartansson, Sturlaugur Þorsteinsson og Fjar- hitun hf. Smábátahöfn, þurrkví, flotkví og vöruhöfn er meðal þess sem þeir reyna að setja niður og endurskipuleggja á sem hagkvæm- astan hátt. Ljóst er að innsiglingin í höfnina er ein sú erfiðasta á landinu. Þá er og langt til næstu hafnar. En til að gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem fyrir hendi eru þurfa að koma til miklar rann- sóknir. Straumur í ósnum getur orðið 9 sjómílur á klukkustund. í ákveðnum vindáttum, sem vinna með straumnum, getur sandburður orðið fleiri þúsund rúmmetrar á dag. Kanna þarf botnlög í innsigl- ingunni, með dýpkunarfram- kvæmdir í huga. Núna eru ekki tekin skip til hafnar, sem rista dýpra en 18 fet, en það takmarkar auðvitað endumýjunar- og stækk- unarmöguleika homfirskra fiski- skipa. Sjófarendur em ekki ánægðir með vitana í og við höfnina, og þar þarf að koma til lagfæringa. Hvað hafnarmannvirki önnur varðar má nefna að viðlegukantur við hafskipabryggju er of lítill, en umferð er ört vaxandi. Eftir er að þekja varanlega suðurkant. Smá- bátaeigendur hafa enga almenni- lega aðstöðu, en þeim hefur fjölgað mjög síðustu tvö árin. Það er því í mörg hom að líta í höfninni á Höfn. Nú mun ákveðið að færa Óslands- veg að hluta til um eina 100 metra f vestur. Eykst þá rými f bátahöfn- inni og mun ekki af veita. Og sem áður sagði er unnið að skipulags- málunum, sem em forsenda allra framkvæmda. Formaður hafnar- nefndar er Ari Jónsson fulltrúi. - JGG Strákar eru hug- menn í vélsaumi Selfossi. MIKILL áhugi stráka á vélum hefur meðal annars haft það i för með sér að kennsla f vélsaumi er hafin í 3ja bekk í grunnskólan- um. Þórir Sigurðsson námstjóri í hand- og myndmennt sagði þetta á fundi á Selfossi á fimmtu- dag. Með jafnréttislögunum var farið að kenna strákum að sauma og stúlkum að smíða. Strákar em mikl- ir hugmenn gagnvart vélum og vilja strax spreyta sig á því að nota saumavélina við saumaskapinn. — Sig. Jóns. Innilegt þakklœti til allra þeirra, sem glöddu mig meÖ blómum, heillaskeytum og gjöfum á níutíu ára afmœli mínu 9. október. Kœrar kveÖur. A rnbergur Stefánsson, Borgarnesi. L07TCJ Höfðabakka 9 Sími 68 54 11 VERKFRÆÐINGAR, TÆKNIFRÆÐINGAR 0G FÉLAGARí LAGNAFÉLAGIÍSLANDS Við minnum á fyrirlesturinn um „STILLINGAR OG JÖFNUN HITAKERFA í HITAVEITUM MEÐ SJÁLFVIRKUM STJÓRNTÆKJUM “. Fyrirlesari er Herman Boysen frá Danfoss A/S, en hann er mjög reyndur fyrirlesari á þessu sviði. Fyrirlesturinn fer fram í dag, miðvikudag, kl. 16.30 á Hótel Sögu, ráðstefnusal A á 2. hœð, austurinngangur. = HÉÐINN =

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.