Morgunblaðið - 21.10.1987, Page 5

Morgunblaðið - 21.10.1987, Page 5
GAUKSI. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1987 Úr sögu íslenskra sjóslysavaraa. | Þaó rofar til! Slysavarnafélag íslands stofnad. Vasklegir menn um borð í björgunarbátnum Porsteini. Mannskaðar á sjó við Íslandsstrendur hafa ætíð verið þungur skattur á þjóðinni - svo þungur að hlið- stæða er vandfundin með öðrum þjóðum. Mönnum hafði lengi verið ljóst að samtök um auknar slysa- varnir varþað sem þjóðina vantaði. Aðdragandinn að stofnnn Slysa- varnafélagsins varð langur. Fyrsta ritgerðin um slysavarnir birtist árið 1789 og hálf öld leið þar til ritgerð um sama efni birtist næst á prenti. Ýmsir framsýnir og fórnfúsir menn létu málið til sín taka og með stofnun Fiskifélags íslands, árið 1911, komst hreyfing á sjóbjörgunar- málin. Fiskifélagið stóð fyrir stofnun björgunarsjóðs, sem fjármagna átti með samskotum auk fjárframlaga ríkissjóðs. Á fundi þess árið 1927 var lagt til að stofnað yrði björgunar- félag en samþykkt tillögunnar markaði tímamót í þessum málum. Þar með voru slysavarnamálin komin í hendur frjálsra samtaka áhugafólks um land allt. Styrkiö ástvini sjómanna Póstkort er gefin voru út til styrktar fieim sem áttu um sárt að binda eftir sjóslys. * Stofnfundur Slysavarnafélags Islands var haldinn þann 29. janúar 1928, í Bárubúð í Reykjavík. Tveim árum síðar, í mars 1930, var boðað til almenns kvennafundar í Varðarhúsinu í Reykjavík, þar sem ákveðið var að stofna kvennadeild innan Slysavarnafélagsins og hafa kvennadeildir æ síðan verið félaginu styrk stoð. Óhætt er að fullyrða að starf Slysa- varnafélags íslands hefur leitt til verulega aukins öryggis sjó- manna og björgunar þúsunda mannslífa. Framundan eru þrír merkisdagar í sögu íslenskra sjóslysavarna. ÞESSI AUGLÝSING ER STYRKT AF LANDSBANKA ISLANDS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.