Morgunblaðið - 17.12.1983, Page 45

Morgunblaðið - 17.12.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 93 w 1 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI S »‘ I * 15 > i f 1 i H 8 Sally Field og William Hunt í hlutverkum sínum í „Alla leið heim“. „Orð var á haft, hve góð tilbreyting það hefði verið að horfa í bandaríska leikritið „Alla leið heim“ eftir Faulkner, en það var tekið upp beint af sviði til sjónvarpsflutnings." Sjónvarpið: Væri ekki nær aö vanda meira til kvikmynd- anna en eyða í áramótaskaup? Sighvatur Finnsson skrifar: „Velvakandi. Væri ekki hægt að fækka þess- um tónlistarþáttum í sjónvarpinu. Það er alveg nóg að hafa þá í út- varpinu,. á tveimur rásum. Sjón- varp er fyrst og fremst miðill fyrir augað, til að sýna eitthvað. Og svo eru það kvikmyndirnar. Valið á þeim er ekki að mínu skapi. Hver ræður þar ferðinni? Væri ekki nær að vanda meira til þeirra heldur en að eyða hundruð- um þúsunda króna í áramóta- skaup, sem aðeins er sýnt einu sinni eða í mesta lagi tvisvar, og er þar að auki oft misheppnað?" Vinsældir hins engilsaxn- eska sjónvarpsefnis ekki ein skorðaðar við einstaka þætti Lesandi skrifar: „Velvakandi. Það fer varla á milli mála hvers konar sjónvarpsefni fellur okkur Is- lendingum best í geð. Það má t.d. taka mið af aðsókn fólks á myndbandaleig- ur hér á höfuðborgarsvæðinu. — Þeg- ar dagskrá sjónvarpsins er með bandarískt efni að meirihluta er sýni- lega minni aðsókn i myndbönd en þegar efni sjónvarpsins eða uppistaða þess er annars staðar frá. Upp á síðkastið hefur brugðið fyrir meiru af bandarísku sjónvarpsefni í dagskrá íslenska sjónvarpsins en áð- ur var, enda var dagskráin orðin væg- ast sagt lítils virði og hafði ekki mikið aðdráttarafl. Það er aftur vatn á myllu myndbandaleiganna. í síðustu viku mátti merkja við- brögð fólks, sem maður hitti á förn- um vegi og þar sem efni sjónvarps ber á góma. Orð var á haft hve góð til- breyting það hefði verið að horfa á bandaríska leikritið „Alla leið heim“ eftir Faulkner, en það var tekið upp beint af sviði til sjónvarpsflutnings. Þetta var gott og hugljúft efni, sem féll vel að smekk hins almenna sjón- varpsáhorfanda, eins og flest hinna bandarísku leikrita. Eins var kvikmyndin sl. laugar- dagskvöld, High Society, einkar vel fallin til sýningar í sjónvarpi. Margir af yngri kynslóðinni höfðu orð á því, að í þættinum Skonrokki hefðu tvö lög borið af, nefnilega lagið með Billy Joel og lagið með Dolly Parton og Kenny Rogers, bæði bandarísk upp- færsla. En þetta leiðir hugann að því, hverju það sæti, að við íslendingar löðumst svo mjög að hinu bandaríska efni, bæði I sjónvarpi og í kvikmynda- húsum. Að því er sjónvarp varðar má auðvitað ekki gleyma því, að breskar myndir og þættir, einkum framhalds- þættir, þar sem fjölskyldumál eru að- aluppistaðan, en líka þættir byggðir á sögulegum heimildum úr heimsstyrj- öldinni síðari, falla vel að smekk Is- lendinga. Vinsældir hins engilsaxneska sjón- varps/kvikmyndaefnis eru áreiðan- lega ekki einskorðaðar við einhverja ákveðna þætti, svo sem Dallas, Húsið á sléttunni, Hulduherinn og Já, ráð- herra, þótt allt séu þetta sjónvarps- þættir, sem auðvitað eru slíkt af- bragðs sjónvarpsefni, að vart verður öðru til jafnað, hvað varðar vinsældir hinna almennu sjónvarpsnotenda. Það er hins vegar blærinn á efninu sjálfu, umhverfið, sem þættirnir eru gerðir í og meðferð efnis, svo og leik- ararnir sjálfir, sem gera það að verk- um, að allt efni og meðferð stendur okkur íslendingum einhvern veginn nær hjarta og hugmyndaflugi en það sjónvarps- og kvikmyndaefni, sem kemur annars staðar frá. Það er eins og önnur Evrópulönd en Bretland t.d. hafi ekki þau tök á efnismeðferð, að við íslendingar kappkostum að sækja kvikmyndir þessara þjóða. Ef svo væri, hlytu kvikmyndahúsin t.d. að leggja áherslu á að bjóða fleiri slíkar myndir. Og það kemur áreið- anlega fleira til. Samskipti okkar við hinn enskumælandi heim eru mikil. Bretland er okkar næsta nágranna- land í austri og þaðan nást útvarps- sendingar mjög vel hingað til lands. Margir nota bresku útvarpsstöðina BBC og BBC 2 sem aðalútvarpsstöð á eftir útsendingu hins íslenska út- varps. I báðum þessum stöðvum er frábært útvarpsefni, sem er vel þess virði að hlusta á. Ennfremur er þess að minnast að samskipti okkar við Breta og Banda- ríkjamenn i heimsstyrjöldinni síðari eru síður en svo gleymd og öll voru þau samskipti góð og skutu rótum undir velmegun okkar á síðari ára- tugum. Það er ekki þessum þjóðum að kenna, hvernig við spilum úr þeim gróða og ávinningi, sem okkur hlotn- aðist fyrir tilstilli þeirra. Staðreyndin er allt að einu sú, að Islendingum standa mjög nálægt þau menningaráhrif, sem hinn enski heimur veitir, og það kemur greini- lega fram í óskum landsmanna og viðtökum á skemmti- og afþreyingar- efni, sem kemst svo auðveldlega til skila gegnum sjónvarp. Ef fram færi skoðanakönnun á því, hvaða erlent sjónvarpsefni það væri sem landsmenn hefðu mestar mætur á, væri varla vafi hver niðurstaðan yrði. Hið bandaríska efni yrði án efa efst á lista. Það sem bænd- um lá mest á? H + A hringdi og höfðu eftirfar- andi að segja: — Enn einu sinni fara bændur fram á og fá skuld- breytingu lána sinna og eru eina stétt þjóðarinnar sem fær slíka fyrirgreiðslu með vissu millibili. Sennilega skulda þeir aðallega kaupfélögunum og Sambandinu. Nú eru uppi vangaveltur um það, hvort þessi skuldbreyting geti ver- ið ein af orsökum þess mikla auðs, sem SÍS virðist hafa rakað saman, sbr. ef satt er að fyrirtækið hafi lagt fram 2—300 milljónir í stór- markaðinn Miklagarð. En spurn- ingin er: Var þessi stórmarkaður, sem opnaður var með miklum fjáraustri, það sem bændum lá mest á? Kostar ekkert að láta símann hringja Ólafur Þorsteinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: —i Viltu koma því á framfæri, að það kosti ekki neitt að lofa símanum að hringja fjórum til fimm sinn- um, áður en lagt er á. Það eru fleiri en ég sem kvarta undan því, að þeir nái vart að komast til að ansa, fyrr en lagt hefur verið á. Það er eins og fólk haldi að það sé að spara með því að láta ekki hringja oftar. Þetta er misskiln- ingur. Það kostar ekki neitt. J01ASVEINARNIR frá ísf ugl Þetta er engin smá poki sem Stúfur dragnast meö. Hann er líka fullur af jólamat - Rúllettum og kjúklingum, ert þú búinn aö kaupa jólamatinn? ísfugl Fuglasláturhúsið að Varmá Reykiavegi 36 Mostellssveit Simar: 91-66103 og 66766 SfiC Jbeá€0' Bjódum eftirprentanir í miklu úrvali og í sérstökum gæðaflokki eftir verkum VAN GOGH, SALVADOR DALI, CEZANNE, MUNCH, MONET, REMBRANDT, RENOIR, O.M.FL. Myndirnar eru fagrar og verðugar gjafir á sanngjörnu verði. Verið velkomin í verslun okkar og sýningar- sal að LAUGAVEGI 53. Laugavegi 53, sími 19080

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.