Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 67 U2 á Listahátíð Hljóm plotur 9 Finnbogi Marinósson U2 Live — Under A Blood Red sky. Ísland/Fálkinn.. Mér líður seint úr minni hversu illa mér gekk að koma niður á blað umsögninni um þriðju breiðskífu U2 „War“. Fyrsta platan er góð, önnur frábær, sú þriðja einnig, en fer- lega leiðinleg til að byrja með. Að lokum vandist hún og í dag efast ég ekki um að „War“ er ein af bestu plötum þessa og sein- asta áratugs og jafnvel þó við leitum lengra aftur. Rétt ár er liðið frá útkomu „War“ en hún leitar enn stöðugt á spilarann. Stundum nægir ekki aðeins að hlusta og fyrir nokkru lánaði kunningi mér myndband af tónleikum flokksins á Red Rock. Við sama tækifæri sá ég sitthvað fleira, en satt ég segi: Ekkert jafnaðist á við U2. Þeir bókstaflega heltóku hugann og ég minntist orða eins. Plöturnar verða hvorki fugl né fiskur eftir að maður hefur upplifað hljóm- sveitina á sviði. Með allt þetta á bak við eyrað hlýtur hljómleika- plata með U2 að standa hátt á oskalista hvers manns. A.m.k. meðan ekki gefst tækifæri til að sjá þá á tónleikum. Við getum nú látið þá ósk rætast. Fyrir stuttu flutti Fálkinn inn glænýja hljómleikaplötu U2, „Under A Blood Red Sky“. Þetta er breiðskífa með átta lögum en a umslaginu ber að líta merking- una „Mini LP“. Ekki veit ég ástæðuna en sennilega ber ekki að taka þessa plötu sem venju- lega frá þeim, heldur einungis sem uppfyllingu. En hvílík holu- fylling, hreinn gimsteinn, frá bestu hljómsveit seinni ára. Á plötunni eru átta lög. Á fyrri hlið eru lögin „Gloria“, „11 O’clock Tick Tock“, I Will Foll- ow“ og „Party Girl“. Stemmn- ingin er mögnuð og meðferð hljómsveitarinnar á verkum sín- um hreinasta yndi. Hljómgæðin góð og í fullu samræmi við tón- listina, leikinn og andann. Sú seinni geymir „Sunday Bloody Sunday", „The Electric Co“, „New Years Day“ og „40“. Það sama er upp á teningnum hér. Lögunum eru gerð frábær skil. Margar góðar hljómleikaupptök- ur hefur maður heyrt og hrifist af en upptakan á „40“ slær allt út. í upphafi hvetur Bono söngv- ari U2 fólkið til að syngja með. Lítið heyrist til þess en undir lokin hættir hann að syngja og gestirnir taka við. Hljóðfæra- leikurinn deyr út en áheyrendur halda uppi kröftugum söng. Merkilegt, ekki síst þar sem lag- ið er tekið upp í hljómleikasal vestur-þýska sjónvarpisns (WDR) og þannig tónleikar eru þekktir fyrir að vera daufir. Það er engum blöðum um þessa plötu að fletta. U2 er frá- bær og ekki spillir yfir að ein- takið kostar einungis 299. Eftir þessa sendingu er engin spurning hvaða hljómsveit eigi að fá á Listahátíð næsta sumar. Sameinumst öll og gerum Lista- hátíð að Hátíð aldarinnar. Tónlist: Hljómgæði: ★★★★★ FM/AM. naðlifa... ...eraðlifa með Jistinm studio-linie Á.EINARSSON & FUNK HF Laugavegi 85 Listamennirnir Ursula og Karl Scheid hafa hannað keramikmuni fyrir Rosenthal síðan 1980. Þau hafa tekiö þátt í fjölmörgum alþjóðlegum sýningum.og hafahlotið margar viðurkenningar áþeim vettvangi. Nýtt Nýtt frá Þýzkalandi. Peysujakkar, peysur, blússur. Glugginn, Laugavegi 40. Utgerðarmenn — Skipstjórar á Austurlandi Tökum aö okkur uppsetningu á björgunarbátagálgum frá Óla Ólsen Ytri-Njarövíkum. Uppl. í síma: 9-6166, heimasími: 9-6480. Véla«.rkst»ði Eskifiarðar. J0NSS0M FRÁ ÍSLANDI SCINUPPCÖTVAÐ SÉNÍ Við íslendingar gerðum okkur ekki grein fyrir íramlagi Finns Jónssonar til heimslistarinnar fyrr en um 1970. Þá voru málverk hans sýnd við hlið verka heimsírœgra brautryðjenda eins og Kandinskys og Pauls Klees. Frank Ponzi listírœðingur valdi myndimar, 65 að tölu. Indriði G. Þorsteinsson ritar um œvi listamannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.