Morgunblaðið - 17.12.1983, Side 33

Morgunblaðið - 17.12.1983, Side 33
fyrirrennara sinn, sjálfan Stalín. Stærstu sakargiftirnar voru: beit- ing hryllilegrar grimmdar og gjör- spillt réttarfar, þar sem unnt var að dæma til þrælkunar eða lífláts jafnt saklausa sem seka. Svona ljótar fréttir máttu auðvitað hvorki berast til rússnesku þjóð- arinnar né þeirrar íslenzku. fslenzk alþýða var líka alveg grandalaus og las ræður Stalíns um Leninismann, sem tímaritið „Réttur" gaf út 1930, og þar sem sagt var, hvernig forða mátti öll- um þjóðum heims frá eymd og skorti. Og til viðbótar las hún hugljúfar lýsingar skáldanna sinna á álfaborgunum, er voru þarna fyrir austan, í raun og veru, en ekki bara í hömrum, eins og hér heima. Og skáldin ortu líka fögur ljóð um álfakónginn, Stalín. Þetta mátti ekki trufla. Það bar því lítinn árangur, þeg- ar höfundur þessarar greinar fór að leita sannleikans um ræðu Krúséfs í tímaritinu „Rétti", þessu aðalmálgagni heimskommúnism- ans hér á íslandi. Þar var ekkert um ræðu Krúséfs, fyrr en 15 árum eftir að hún var fíutt. Vandleg leit í öllum árgöngum tímaritsins, 1956—1982, bar ekki annan árang- ur en tvær klausur, sem lítið var á að græða. Fyrri klausan er frá árinu 1962, og mjög ómerkileg. Hún stendur í frásögn Eggerts Þorbjarnarsonar af 22. þingi Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna. Eggert tek- ur fyrst fram, að mikil umskipti hafi orðið í Sovétrikjunum og seg- ir svo orðrétt: „Eftir 20. þing Kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna árið 1956, þar sem framkvæmd voru hin sögulegu reikningsskil við persónudýrkunina og þann skaða, sem hún olli, hófst tímabil nýrrar sóknar á öllum sviðum sovéska þjóðlífsins." (Réttur 45. ár, bls. 27.) Og ekkert meira um það. Ekkert minnist ekki á réttarhöldin og út- rýmingarnar í tíð Stalíns, sem var aðalefnið í ræðu Krúséfs, og rússneska þjóðin átti heldur ekki að vita um. Þagnarmúrinn reyndist þéttur, enn sem komið var. Nikita Krúséf andaðist haustið 1971. Stutt minningargrein um hann birtist í „Rétti" (54. ár, bls. 155) eftir ritstjórann, Einar Olgeirsson. Einar byrjar greinina á nokkrum orðum um Krúséf sjálfan. Hann hafi verið „litríkur persónuleiki", og „einn umsvifa- mesti stjórnmálamaður jrfirstand- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 81 andi aldarfjórðungs". Síðan kem- ur orðrétt: „Heimshreyfing sósíalismans á það fyrst og fremst Khrusjoff að þakka, að sannleikurinn skyldi vera sagður um hin ranglátu rétt- arhöld í Moskvu, um þær ógnir, sem yfir sósíalista gengu á vissu tímabili Stalinsstjórnarinnar, og að sleppt skyldi vera úr fangabúð- um öllum þeim þúsundum, er þar dvöldu saklausir. En Khrusjoff brast marxistiskan skilning á þvi fyrirbrigði, sem hann var að glíma við, ...“ Meginhluti greinarinnar, sem er aðeins 1 síða, fer svo í gagnrýni á Krúséf, vegna stefnu hans í sam- skiptum við Kúbu og Kína. Þarna hélt á penna sá, er mestu mun hafa ráðið um það, hverju sleppa skyldi í gegnum þagnar- múrinn hér á íslandi, enda hefur sá hinn sami nú verið ritstjóri „Réttar" nær óslitið í 55 ár. Einar játar þarna meira varðandi ræðu Krúséfs en gerzt hafði hér í fjöl- miðlum kommúnista, enda liðin 15 ár frá því að ræðan var flutt, og hún komin fyrir löngu út um allan heim. Henni hafði á sínum tíma verið smyglað út úr Sovétríkjun- um og til Vesturlanda, eins og rit- um Solsénitsyns seinna. Einar Olgeirsson hafði skrifað grein í sama tímarit árið 1968, þegar Sov- étríkin gerðu innrásina í Tékkó- slóvakíu og bar greinin yfirskrift- ina: „Hvernig gat þetta gerzt?" (Réttur 51. ár, bls. 126). Þar lýsir ritstjórinn harmi sínum og von- brigðum yfir því, sem þarna hafði gerzt. Virðist mega álykta, að þeir Einar Olgeirsson, Stefán Péturs- son, Paul Thorez, og jafnvel sjálf- ur Krúséf, hafi staðið nær sósíal- demókrötum en rétttrúaðir marx- istar gátu með góðu móti þolað. Ræða Krúséfs er það mesta áfall, sem kommúnisminn hefur nokkurn tíma hlotið. Þeir sem fylgt höfðu þessari stefnu gengu af trúnni í þúsunda tali um allar jarðir, ekki sízt menntamenn og skáld (intelligensían). Og skáldið, sem sagði okkur „gerska æfintýr- ið“, er hann rataði í með skáld- gyðjunni þarna eystra, við dagmál byltingarinnar, varð nú að taka í taumana og leiða gyðjuna frá þessum álfaborgum og út á meðal fólksins. Því að í Sovétríkjunum reyndust álfaborgir aðeins vera til í hömrum, alveg eins og á íslandi, og aðeins tilgengilegar í draumum og skáldskap. Og Halldór Laxness skrifaði síðan þá ágætu bók „Skáldatími“ (Reykjavík 1963). Góöargjafir Úrval af nytjahlutum úr handslípuðu stáli. ítölsk hönnun og handverk. Kjörgripir til gjafa, eða bara til þess að gleðja sjálfan sig og fjölskylduna. Þú gengur að gæðunum vísum. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 ALESSI _________ . — Bankastræti Glæsilegur karlmannafatnaður frá Danmörku, Belgíu og Vestur-Þýskalandi. KðRONA ‘aibe Mtxie fiir Míinner Kcmo Svhun*olK'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.