Morgunblaðið - 17.12.1983, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.12.1983, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Guðlaugs saga Gíslasonar — eftir Einar J. Gíslason Á fyrra ári kom út hjá Bókaút- gáfunni Erni og Örlygi „Eyjar gegnum aldirnar". Höfundur Guð- laugur Gíslason fyrrum alþingis- maður. Eiguleg bók, með úrvali ljósmynda. Eins og gefur að skilja, er þar stiklað á stóru og víða kom- ið við í langri sögu og yfirgrips- mikilli. Fengur var að þeirri bók. Guðlaugur lætur ekki deigan síga. Nú kemur frá honum önnur bók hjá sama bókaútgefanda, vönduð og falleg bók. Tel ég feng að henni. Guðlaugs saga Gíslasonar er eins og nafnið bendir til saga hans sjálfs og fjölskyldu hans að nokkru. Um leið má segja að hér komi saga Eyjanna fram, því svo samslungin er ævisaga Guðlaugs og hans sem oddamanns í Eyjum, sem stóð í stórræðum um áratuga skeið, til almenningsheilla og hag- sældar fyrir sína heimabyggð. Hefur selt 17 myndir UNDANFARIÐ hefur Sigurpáll ísfjörð sýnt málverk í Skeifunni. Þar sýnir hann 40 myndir, 30 eru til sölu og hafa 17 þeirra þegar selst. Málverkasýningu Sigurpáls lýkur á laugardagskvöldið kl. 22. Bókin er mannleg og finnst mér rétt greint frá. Við fáum að fylgj- ast með Guðlaugi sem Eyjapeyja og fjörulalla, eins og ferill flestra drengja hefir verið, sem Eyjum hafa kynnst og átt bernskuár sín þar. Þáttur hans um fjallaferðir í leik og alvöru finnst mér frábær. Gefur það bókinni mikið gildi, að vegurinn niður í Halldórsskoru, (Halldór var þræll Hjörleifs) er sýndur afmarkaður. Eins leiðin sem Benoný Friðriksson frá Gröf kleif í Stóra-Klifi á sinni tíð og frægt varð. Aðdáunarvert er að lesa um hetjulund móður Guðlaugs, Jakob-, ínu Hafliðadóttur, er hún varð ekkja, á erfiðum tíma. Hvernig fjölskyldan stóð saman og allt lán- aðist vel, með Guðs og góðra manna hjálp. Mér finnst að þarna byrji velgengni Guðlaugs. „Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.“ Ég minnist þess sem ungur maður, að kosningar áttu að fara fram til Alþingis. Hastarlegur áróður dundi sérstaklega á einum fram- bjóðanda. Barst þetta í tal milli mín og Þorbjargar Jónsdóttur frá Grundarbrekku í Eyjum. Sagði hún mér þá þau spakmæli, sem dugað hafa mér gegnum lífið: „Taktu ekki mark á þessum áróðri, sá sem er góður við móður sína er ekki vondur maður." Það var við- komandi og finnst mér mæli- kvarðinn ágætur. Mættu margir taka það sér til íhugunar. Guðbergur Magnússon í Hlíðar- ási var mjög sérstæður persónu- leiki og alls ekki allra. Eg var á hægra brjósti hans, við unnum saman lengi í verkamannavinnu. Auk þess var hann sjómaður með óskari bróður um árabil. Guð- bergur stundaði veiðimennsku á Dalfjalli um árabil. Lundaveiði var orðin treg í Illanefi, svo Guð- bergur ákvað að kíkja í Hall- dórsskoru. Er þar um einstigi að fara. Guðbergur sér að maður er á uppleið með háf og fugl, fannst honum einkennilegt að fjallamað- ur var í sparifötum, en upp kom hann, með harðfylgi svo að aðrir mundu ekki hafa leikið eftir. Þarna var þá kominn Guðlaugur Gíslason, sem hafði skroppið frá skrifstofuvinnunni, til að ná sér í nýmeti í soðið, sér og sínum til gagns. Þessi mynd lýsir Guðlaugi nokkuð. Þannig finnst mér ég einnig hafa kynnst honum, sem yfirboðara. Undir stjórn Guðlaugs vann ég um nokkur ár sem verk- stjóri grafskipsins Vestmannaey. Hvenær sem var, eldsnemma morguns í dimmasta skammdegi og stundum hrakveðrum, þá var Guðlaugur kominn, fylgdist með og ræddi við okkur verkamennina. Það skapaði gott andrúmsloft að hafa slíkan yfirboðara, enda árangur verkanna eftir því. Af innihaldi bókanirnar vil ég minnast á tvo punkta, sem glöddu mig. Á bls. 22 er kaflinn um „Andaglas". Segir þar orðrétt um Jakobínu, móður Guðlaugs: „Eftir að hún missti mann sinn, fór hún Guðlaugur Gíslason að fikta við það, sem þá var kallað andaglas." — Áfram segir á bls. 23: „Móðir mín hélt áfram að fá heimsóknir frá fólki, sem vildi komast í samband við látna ætt- ingja sína. En hætti því allt í einu mjög snögglega. Þegar ég spurði hana um ástæðuna fyrir þessu sagði hún mér að hún hefði fengið rangar upplýsingar í einu tilfelli, sem verulegu máli skifti og fyrst að svo væri hefði hún ákveðið að leggja þetta alveg á hilluna. — En 59 hún hélt fast við sitt þó hún héldi áfram að lesa bækur um þessi efni og sækja miðilsfundi öðru hverju." — Það er sjálfsagt í ætt við reynslu móður Guðlaugs, að Heil- ög Ritning varar stranglega við þessu. Því rangar upplýsingar „að handan“ hafa svo oft komið fram í spíritismanum. í kaflanum „Samstarfið við Framsóknarflokkinn" bls. 83—84 skrifar Guðlaugur um Þorstein Þ. Víglundarson. Kapítula, sem mér þykir afarvænt um og gefur bók- inni mikið gildi. Þar kemur fram um andstöðu þeirrp í stjórnmálum og margra ára blaðadeildur, harð- skeyttra manna, sem báðir þurftu rúm og gáfu ekkert eftir. Vissi ég til að báðir tveir töpuðu atkvæð- um á þessu þrasi, sem var ábyrg- um mönnum lítið gleðiefni. Nú kemur það fram, að sættir tókust og báðir þessir mikilhæfu menn gátu slíðrað sverð sín og mæst á miðri leið. Þarna kemur fram boðskapur, kenning, sem varðar alla menn. Lífið er alltof stutt, til þess að því sé eytt í deilur og þras, skrattanum einum til skemmtun- ar. Margt fleira mætti skrifa um þessa ágætu bók, læt ég þó staðar numið nema margendurtekin orð um „forsjónina", — sem er ein hlið á Alveldi Drottins Guðs. Ég vil nefna Drottin Guð og skrifa um Hann með persónufornafni sínu, fyrst og fremst, en ekki eiginleik- um. Ég flyt höfundi og útgefanda bestu þakkir og hvet almenning til að verða sér úti um eintak, sérlega þó þá sem til málefna Eyjanna þekkja. Einar J. Gíslason er forstsöðumad- ur Fíladelfíusafnadarins. Vió veituml5% kynningarofslátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.