Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 57 Að gera innkast úr vítaspyrnu Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Tomas Ledin Captured Polar/ Skífan Það eru reyndar ekki liðnir nema rétt 9 mánuðir frá því ég fjallaði um síðustu plötu Tomas Ledin, The Human Touch. Ef marka má þessa plötu hefur Ledin gersamlega glatað því þó takmarkaða „töddsi" sem hann bjó yfir á þeirri plötu. Captured er óskaplega flöt plata og lítt áhugavekjandi. Niðursuðutónlist er rétta orðið þótt ljótt sé og óskaplega neikvætt. Þótt Ledin finnist mér vera að ( spila rassinn úr buxunum á þess- ari plötu sinni verður það ekki af honum tekið, að verkinu skilar hann fullkomlega af sér ef ein- vörðungu er horft á vinnubrögð- in. Þar er á ferð hópur sam- hentra og pottþéttra hljóðfæra- leikara. Útsetningar eru hins vegar allt of ofhlaðnar í flestum tilvikum og Ledin virðist vera fórnarlamb „veiki hinna 24 rása“. Captured er samansafn 10 þægilegra og átakalausra popp- laga, sem bera þess fá merki að vera ættuð frá Svíþjóð. Af og til nær Ledin þó að hrista af sér slenið, eins og t.d. í What Are You Doing Tonight og Lovemak- er, en í öðrum tilvikum er vart um slíkt að ræða. Captured er því ein þessara pottþéttu skífa frá sjónarhóli hljóðfæraleiksins, sem hafa fátt annað til brunns að bera og falla því ótrúlega skjótt í gleymskunnar dá. Þegar ég ritaði um plötuna The Human Touch taldi ég mig finna þar þó nokkra góða punkta. Taldi reyndar að nú væri komið að Ledin að stilla knettinum upp á vítapunkti og þrykkja í mark með næstu skífu. Tólf ára þjark í „bransanum" hefur greinilega haft svo lýjandi áhrif á kappann að úr vítaspyrn- unni verður ekki annað en inn- kast. Verra getur það vart orðið. Starfsfólk Plastprents gefur Mæðrastyrksnefnd Á þriðjudag komu 3 konur, fulltrúar frá starfsfólki Plast- prents hf., á skrifstofu Mæðra- styrksnefndar. Þessar konur, sem allar eru einstæðar, afhentu fyrir hönd 93 starfsmanna fyrir- tækisins háa peningaupphæð, sem starfsfólkið hafði safnað á 16 klukkustundum og afhentu til handa þeim sem erfitt eiga nú fyrir jólin. Hér á myndinni eru konurnar þrjár lengst til hægri að afhenda formanni og starfsmanni Mæðrastyrksnefndar söfnunar- féð. Söguðst þær vilja hvetja starfsfólk annarra fyrirtækja til að gera það sama. ••• krakkar minir komiö t>tö sæl„ nV» » ^ » ..^nnehire^aterðay• Jó Masveinninn er ^ . Blómaval í dag m.H> «■ Hann kemur spreWio 9 - Sveinki sýnir krökkunum jölaskreytingarogverður ' jóiaskóginum rnnan u Er eklJ tífvaliö að spyria hann ^aumvalájóiatnam? Hverermununnnomoriku NorðmannsþV > Blágreni, F>a"^aðategund SSE--‘ 2SKS5SSS**’*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.