Morgunblaðið - 17.12.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.12.1983, Qupperneq 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 V íetnamar í Síberíu Valdamenn í Hanoi eru herskáir og rilja heyja landrinningastríð fremur en friðsamleg uppbyggingarstörf. Meðan liðsveitir þeirra herja á nágrannaþjóðirnar, er efnabagur Víetnam írúst og ungir menn neyðast til að ráða sig í vinnu til Sovétríkjanna gegn afarkostum. Myndin sýnir hermenn Víetnam í átökum á landamærum Kampútseu. mennirnir geti ekki sagt sig úr vistinni, þótt þeir fegnir vildu. í bréfum, sem borist hafa frá verka- mönnum til Víetnam og Vestur- landa, er kvartað sáran undan kulda, illum vinnuskilyrðum, þrotlausu erfiði, litlum lífeyri og sífelldu eftirliti frá erindrekum Kommúnistaflokks Víetnam, sem fylgja verkamönnunum í utan- landsvistina. Þótt allt væri með felldu um að- búnað, ættu Víetnamarnir í erfið- leikum með að laga sig að loftslag- inu á dvalarstöðum sínum. Flestir þeirra starfa í Evrópuhluta Sov- étríkjanna og í suðurenda Síberíu, en þar hefur sovétstjórnina lengi skort vinnuafl. Fyrir hitabeltisbúa eins og Víetnama er vetrarkuldinn á þessum slóðum illbærilegur, og í bréfum þeirra kemur fram, að Sovétmenn hafi ekki útvegað þeim viðhlítandi vetrarfatnað. Þetta er sérstaklega tilfinnanlegt vegna þess, að Víetnömunum er mjög haldið við erfiðisvinnu utan húss, svo sem lagningu járnbrautar- teina, byggingarvinnu, nýrækt og kolanám. Frá þessum verkefnum hefur verið sagt í víetnamískum og sovéskum fjölmiðlum, en þeir hafa einnig nefnt störf í klæða-, efna- og vélaiðnaði. í vitnaleiðsl- um á Bandaríkjaþingi 1982 bar einn af mörgum landflótta stuðn- ingsmönnum Þjóðfrelsisfylkingar- innar í Víetnam, að Sovétstjórnin léti Víetnama vinna að lagningu gasleiðslunnar miklu frá Síberíu til Vestur-Evrópu. Nafngreindi hann nokkra landa sína, sem hann fullyrti að ynnu við þetta verkefni. Sem fyrr segir er erfitt að afla sannana um slíka hluti, og Banda- ríkjastjórn tekur fram í skýrslu sinni, að hún hafi ekki heimildir til að styðja vitnisburð útlagans. Það þykir hins vegar ljóst, að mannréttindasamtök í Evrópu hafi farið með rétt mál, er þau sökuðu Sovétstjórnina um að nota fanga til að leggja hluta af gas- leiðslunni miklu. Bandaríkja- stjórn og verkalýðsfélög, sem 'kannað hafa fangamál í Sovétríkj- unum, telja, að fjórar milljónir manna séu nú í hegningarvinnu í ellefu hundruð vinnubúðum víðs vegar um landið. Aðbúnaður þar hefur skánað frá því á dögum Stalíns, þegar fáir áttu aftur- kvæmt úr búðunum, en harð- neskja og þrældómur setja enn sem fyrr mark sitt á þessar um- svifamiklu stofnanir sovéska ríkisins. Hvar er „þjóðfrelsiö“? Hlutskipti víetnamísku verka- mannanna svipar óneitanlega nokkuð til hlutskiptis refsifanga. Þetta á ekki aðeins við um kaup, ráðningarkjör og vinnuskilyrði heldur líka húsakost og félagsleg- an aðbúnað. 1 þessum greinum eru Víetnamarnir að sumu leyti líkt settir og fangar. Þeir eru látnir hírast í svefnskálum og búðir þeirra eru rækilega einangraðar frá byggðum herraþjóðarinnar til að koma í veg fyrir samgang við hana. Slíkt fyrirkomulag tíðkaðist stundum hjá vestrænum nýlendu- herrum á liðinni öld. Nú á dögum má finna hliðstæðu við sovéska fyrirkomulagið í Suður-Afríku, sem skyldar svarta verkamenn til að búa í tilteknum bæjarhverfum eða lokar þá af í búðum nærri vinnustöðum þeirra eins og Sovét- stjórnin gerir við Víetnama í heimsveldi sínu. Þótt það liggi fyrir, að svokölluð verkalýðsfélög ráðstjórnarinnar og æskulýðsfélög hafi hönd í bagga með farandverkamönnun- um, virðist svo sem erindrekar Kommúnistaflokks Víetnam hafi einkum umsjón með þeim utan vinnustaðar. Heima í Víetnam þarf fólk að verja miklum hluta af frítíma sínum til að meðtaka áróður flokksins, og ætla má að sama gildi um hina útfluttu verkamenn. „Augu og eyru“ flokksins eru líka alls staðar, og verkamennirnir sleppa ekki undan njósnum fremur en þeir, sem heima dvelja. í sendibréfum kvarta verkamennirnir yfir því, að þeir megi ekki um frjálst höfuð strjúka fyrir flokksagentunum, sem m.a. eru taldir hafa það hlut- verk að ritskoða póst. Einhvern veginn hefur mönnum samt tekist að koma bréfum framhjá ritskoð- un. Þannig hefur þeim tekist að lýsa þeim ömurlegu kjörum, sem hið mikla „bræðraríki“ Víetnam býður verkamönnum af hetjuþjóð- inni, sem svo var nefnd á dögum Víetnamstríðsins. (Heimildir: The Economist. Far Eastern Economic Review. Aften- posten. Free Trade Union News. Washington Post. Skýrsla banda- ríska utanríkisráduneytisins til Bandaríkjaþings, „Forced Labor in the U.S.S.R.“, 9. febrúar 1983). fULL RÉTT8®i T$L íMS N£MA Námsmenn í baráttugöngu 1. desember í Kaupmannahöfn. Fullveldisdagsins minnst Jón.shúsi, 2. desember. 1. desember var hátíðlegur hald- inn með ýmsu móti hér í Höfn í gær. Námsmenn héldu fund við ís- lenzka sendiráðið og fjölbreytt dagskrá var í Jónshúsi í umsjá námsmannafélagsins. Skömmu eftir hádegi söfnuð- ust fjölmargir námsmenn saman á Ráðhústorginu og gengu síðan fylktu liði að sendiráði íslands við Dantes Plads. Á spjöldum, sem borin voru í göngunni, mátti lesa ýmsar áletranir svo sem: Full réttindi til fyrsta árs nema. Námslánin á réttum tíma. 100% framfærslukostnaður. Fullt jafnrétti til náms. Þá var hald- inn fundur við sendiráðið og stjórnaði formaður FÍNK, Sig- urður Einarsson, fundinum og fór hann hið bezta fram. Flutti Gunnlaugur Júlíusson ræðu og hvatti námsmenn til samstöðu. Ríkti mikill baráttuhugur á fundinum og var vitnað í bréf frá ísl. námsmönnum í Álaborg og lesnar baráttukveðjur frá Lundi, Árósum og óðinsvéum. Einnig sungu fundarmenn ísl. ættjarðarljóð. Fundurinn samþykkti álykt- un, sem síðan var afhent í sendi- ráðinu. í henni segir m.a.: „Fari svo fram sem horfir, að lán verði skert verulega, hefur það fyrst um sinn tvennt í för með sér: a) Fjöldi fólks flosnar úr námi. í því sambandi skal það ítrekað að menntun er undir- staða nútímaþjóðfélags, hvort sem það er á sviði atvinnulífs, menningarmála, þjónustu eða lista. Menntun er fjárfesting, sem er arðbær fyrir hvert þjóð- félag. Verði slakað á þeim þætti munu afleiðingar þess sýna sig, þegar frá líður, í hægari fram- þróun þjóðfélagsins. b) Nám verður aftur forréttindi hinna efnameiri. Það er eitt af „princ- ip-málum“ flestra vestrænna samfélaga, að allir hafi jafnan rétt til náms. Það er krafa okkar til ríkisstjórnar og Alþingis ís- lendinga, að staðinn sé vörður um það mikilvæga og sjálfsagða atriði, að allir hafi jafna mögu- leika til menntunar, óháð því inn í hvaða fjölskyldu þeir fæðast." Að fundi loknum bauð náms- mannafélagið viðstöddum upp á kaffi í Jónshúsi og hófst síðar um daginn dagskrá félagsins þar. Léku þau Sigríður Helga Þorsteinsdóttir og Gunnar Gunnarsson á fiðlu og þver- flautu. Magnús Gezzon ías upp úr ljóðabók sinni, nýútkominni kilju, sem heitir „Samlyndi bað- vörðurinn" og Gunnlaugur Júlí- usson las ferðasögu Þórbergs Þórðarsonar úr Svíþjóðarferð. Geysimargir Islendingar snæddu íslenzkan mat hér í fé- lagsheimilinu um kvöldið og hlýddu síðan á hátíðarræðu Gunnlaugs Sigurðssonar og frá- sögn Jóns Helgasonar prófess- ors, en hann rifjaði upp margar skemmtilegar minningar frá fundum Stúdentafélagsins fyrr á öldinni og nefndi marga þjóð- kunna menn eins og Hallgrím Hallgrímsson, Björn Karel, Þor- finn Kristinsson, Hafstein Pét- ursson, Boga Melsteð, Jón Dúa- son og Sigfús Blöndal. Var gerð- ur mjög góður rómur að máli hans. Lauk skemmtun FÍNK, sem formaðurinn stjórnaði, á leik þeirra jazzistanna Guð- mundar Eiríkssonar, Tómasar Einarssonar og Sven Arve, sem hér leika oft og prýðilega. I kvöld er svo dansleikur á Öre- sundsgarðinum. G.L.Ásg. Keflavík: Jólasöngur í kirkjunni JÓLASÖNGVAR verda í Kefla víkurkirkju á morgun, sunnu- dag, og hefjast þeir kl. 17.00. Kór Keflavíkurkirkju syngur, ásamt barnakór kirkjunnar, að- ventu- og jólalög. Þá syngja einsöng og tví- söng, með eða án kórs, þeir Böðvar Pálsson, Guðmundur ólafsson, Sverrir Guðmunds- son og Steinn Erlingsson. Blásara- og strengjakvartett úr Tónlistarskólanum í Kefla- vík leika jólalög og Guðlaug Pálsdóttir leikur einleik á flautu. Einnig syngur Bjöllu- kórinn úr Garði. Kammertónleik- ar Tónskóla Sigursveins TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur kammertónleika í sal Menntaskólans í Reykjavík nk. mánudag 19. desember. Á tónleik- unum koma fram nemendur á framhaldsstigum og flytja m.a. tónlist eftir John Dowland, Jo- hann Sebastian Bach, Franz Schu- bert, Villa Lobos og Leo Brouwer. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.