Morgunblaðið - 17.12.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.12.1983, Qupperneq 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Fóstureyðingar — eftir Garðar Vilhjálmsson FormálsorÖ Nú, þegar þessi ritgerð er skrif- uð, hafa sjaldan verið eins miklar umræður um fóstureyðingar, hvort heldur sem er á almennum vettvangi eða í fjölmiðlum. Nú hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 22, frá 22. maí 1975 um fóstureyð- ingar. Það er að segja, að ekki verði lengur heimilað að deyða mannslíf af félagslegum ástæðum. Ég ætla að reyna að tína til kosti og galla hins nýja frumvarps, en umfram allt mun eg tala frá mínu hjarta og prédika mínar skoðanir. Fóstureyðingar hafa aukist gífur- lega nú á síðustu árum, hvers vegna? Spurningar svipuðum þessari mun eg fjalla um. Meining mín með þessari ritgerð er ekki sú að segja að minn málflutningur sé sá eini sanni, en vitaskuld þykir hverjum sinn fugl fagur og jafnvel fegurri en annarra. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta eitt það viðkvæmasta vandamál, sem þjóð- in þarf að ráða fram úr. Sögulegt yfirlit Ef maður les íslendingasögurn- ar, sér maður að íslendingar hafa verið villimenn. Dæmi um slíkt er Hauksnesstaðabardagi 1256. Þar voru drepnir á einu bretti 100 manns á hroðalegan hátt. Forfeð- ur okkar voru þó ekki það miklir villimenn að þeir bönnuðu útburð barna á tólftu öld. Þeim hefur senniiega boðið við þeim viðbjóði, sem útburðurinn fól í sér. Nú á dögum er þessi andstyggð sjálf- sögð, að vísu undir nútíma- tækniaðgerðum og sakleysislega snyrtilegu orði: „fóstureyðing". Eg sé engan mun á útburði og fóstur- eyðingu, hugsunin á bak við verk- naðinn er sú sama: barn er óvel- komið, drepa það. Á miðöldum var þó til sú fátækt sem á okkar dög- um hreiniega þekkist alls ekki og var því oft lífsins ómögulegt að bæta einum munni við. Nú á dög- um lifir enginn við það mikla fá- tækt hér á landi að eitt barn spilli öllum framtíðaráformum fólks. Þess vegna lítur maður ekki eins tárvotum augum á verknað mið- aidamannanna. í dag getur einn munnur bæst við. í ríkjum þriðja heimsins er fóstureyðing notuð gegn offjölgun, en það afsakar ekki hinn helga rétt, réttinn til lífsins. En þar er vandinn leystur, en hér er verið að flýja vandann, með „fóstureyðingu". Að vera ábyrgur gjöröa sinna Skilyrði til þess að mega kallast heilbrigður og geta átt mannlegt og heiðarlegt samneyti við annað fólk er m.a. það að vera ábyrgur gjörða sinna. Margir eru þeir ólánsmennirnir sem hafa misstig- ið sig í lífinu og þurfa að gista þéttrimluð hús lengri eða skemmri tíma og eru ekki taldir ábyrgir gjörða sinna og sitja inni þess vegna. Samfaraslys er sá þáttur ábyrgðarinnar sem þessari ritgerð við kemur. Mér finnst að „eyða fóstri“ sé ekki að vera ábyrgur gjörða sinna. Ábyrgur hvaða gjörða? Jú, þeirra gjörða er kallast á fínu máii getnaður. Ákvörðunin um fóstureyðingu er í höndum móður, en verknaður- inn er í fingrum læknis, og ekki „Ég er á móti fóstureyö- ingum á grundvelli ís- lenskrar allsnægtar. ís- land hefur allt þaö sem til þarf til þess að barn geti verið velkomið í þennan heim. Þaö eina sem verulega vantar er meiri kærleikur manna á meðal og aö meiri virðing sé borin fyrir náunganum, og finnst aö fóstur teljist þar heldur betur með.“ skil ég hvað fær lækna til þess að gera umræddar aðgerðir. Ég get ekki sett mig í spor virts læknis sem gjöreyðir mannslífi og þiggur fé fyrir. Hvað svo sem hann væri ríkur gæti hann aldrei orðið ábyrgur fóstureyðingarinnar. Maður getur lftið annað gert en að biðja fólk (krakka) að hugsa út fyrir kynferðislega fullnægingu, og hugsa hvort það geti tekið mögulegum afleiðingum. Engin menntun og engin ráðgjöf Nú er það ekkert launungarmál að kynfræðsla og þar með fræðsla um afleiðingar kynlífs er svívirði- lega lítil, nánast engin, og ættu því skólayfirvöld að rífa þéttings- fast í hnakkadrambið á sér og bæta þar um. Ég minnist þess þeg- ar ég var ellefu eða tólf ára þá var kafli í heilsufræðinni um getnað og þvíumlíkt. í fyrstu var ákveðið að sleppa þessum kafla, en eftir þrýsting ákveðinna aðila var ákveðið að fara í hann. Var sá háttur á að kennarinn (sem var karlmaður) þurfti að vera fyrir aftan okkur öli þegar hann las og þegar við litum um öxl eldroðnaði hann niður í... Þetta dæmi er alls ekki einstætt. Að mínu mati finnst mér að kynfræðsla ætti að vera skyldutímar einu sinni í viku hjá tóif-þrettán ára börnum. Sam- kvæmt bókinni Nordisk Statistik 1981 eru flestar fóstureyðingar á ísiandi framkvæmdar á stelpum 14—16 ára og þori ég að fullyrða að talan myndi minnka mikið ef góð kynfræðsla hefði verið hjá þeim í barna- eða gagnfræðaskóla, því að á þessum árum er mikil hætta á því að krakkar fikti og geri sér ekki grein fyrir afleiðing- unum. Einhvern veginn virðist manni að í menntamálaráðuneyt- inu sitji einungis menn, sem hafa siðgæðisvitund þriðja áratugarins og telja því kynferðismál algjört feimnismál og glæpsamlegt að ræða um þau. Þessa uppgerðarsið- gæðisvitund þarf að þurrka út úr heilum menntayfirvalda, nógu fáránieg er uppbygging barna- og grunnskólanna samt. I lögum nr. 25 frá 1975, 1. gr., segir svo orð- rétt: „Gefa skal fólki kost á ráð- gjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir..." f annarri grein segir svo: „Aðstoð skal veita eftir því sem við á svo sem hér segir: 1) fræðsla og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra ...“ Þessi önnur grein fjall- ar öll um fræðslu og ráðgjöf og greinin er í fjórum liðum alls. Hver á að veita þessa fræðslu? Er það landiæknir? Eða eiga börnin sjálf að þurfa að hringja í land- lækni eða aðra opinbera starfs- menn sem með kynfræðslumál fara og spyrja: „Hvernig á ég að setja smokk upp á typpið á mér? f hvorn endann á pillan að fara? Á að gleypa lykkjuna? Það veit hver heilvita maður að krakkar hringja ekki og afla sér slíkra upplýsinga og ekki hefi ég orðið var við að opinberir starfsmenn hafi farið hringferð um landið og kynnt þessi mál. Og því endurtek ég: ef kynfræðsla væri sett sem fastur tími einu sinni í viku á stunda- töflu unglinga, mundu 13 prósent- in (sem er fóstureyðingahlutfall stúlkna á aldrinum 14—16 ára) lækka alveg stórkostlega. Þörf félagslegra umbóta Það vill svo til að í landi þessu búum við við víðtæka almenna tryggingalöggjöf og fjölbreytta opinbera aðstoð í félagslegu tilliti og raunar grobbum við af því hvað mikið hefur áunnist á síðustu ára- tugum til iausnar á félagsiegum vandamálum. En satt er það, að margt er enn ógert og illa frá- gengið, t.d. kjör einstæðra for- eldra. Fjölga mætti barnaheimil- um, vöggustofum og mæðraheim- ilum. Það þarf að bæta þjónustu og ráðgjöf við barnshafandi konur og síðast en ekki síst mætti hið smánarlega lága barnameðlag hækka þrefalt. Það þarf að beita almannavaldinu til þess að bæta aðstöðu bæði til sjávar og sveita, svo að barn geti verið velkomið í þennan heim og góður aðbúnaður þess verði tryggður. Þetta kostar vissulega mikið fjármagn. Samt eru það smámunir sem ekki er til að hafa orð á, samanborið við hið óbætanlega tjón, sem blóðfórnir fóstureyðinganna valda nú hinni fámennu islensku þjóð, sem þarfn- ast mest af öllu fleiri handa til að halda uppi sjálfstæðri tilveru sinni. Það eru auðvitað takmörk fyrir því hvað margar hendur mega bætast við, en við íslend- ingar erum sú þjóð sem er einna lengst frá offjölgun. Nú fara margar konur í fóstureyðingu til þess að leysa vandann. Sú reynsla mín af þessari lausn er tvenns konar: önnur stúlkan sem ég þekkti var með mér í skóla. Hún varð óvart ólétt og leitaði til fé- iagsráðgjafa og sagði honum sína ævisögu. Hann taldi ráðlegt að hún eyddi fóstri ef hún ætlaði á annað borð að halda áfram í skóla. Hún lét eyða fóstrinu og féll svo andlega saman að hún lokaði sig frá samneyti við annað fólk en sitt eigið. Hitt dæmið var aðeins öðru vísi að því leyti að stúlkan lét sjá sig úti. Báðar voru þær drífandi og skemmtilegar og ómissandi í vina- hóp. Öll framtíðaráform runnu út í sandinn og við tók vonleysi á hæsta stigi. Þetta er mín reynsla af þessari tæknilausn. Svo eru það þeir, sem þessari þjóð stjórna, að eyða tíma sínum í það að rífast og röfla til dæmis um frjálst útvarp á meðan eytt er tveim mannslífum á dag við hliðina á þeim. Væri ekki nær að þeir beittu snilligáfum sín- um til að leysa þetta þjóðarvanda- mál? Einnig er verið að eyða til- vonandi börnum fyrir framan fólk sem ekki getur átt börn og vildi’ ekkert heitara en að eignast börn. Slíkt fólk þarf að leita út fyrir iandsteinana, alla leið til Indlands eða Asíu. Mér finnst það bæði góð- ur og kristilegur verknaður að gefa barnið á gott heimili þar sem það er hjartans velkomið. Þó finnst sumum það greinilega sjálfsagt að bjóða tilvonandi börn- um sínum og annarra velkomin ofan í dall sem merktur er „rusl“. Hvenær er líf og ekki líf? Ekki ber öllum saman um hve- Garðar Vilhjálmsson nær líf er kviknað og hvenær hægt sé að tala um að viðkomandi kona gangi með barni. Ég lít þannig á málin, að líf kvikni við getnað og þá um leið sé hægt að tala um mannsfóstur. Hins vegar fyrir- finnast margir menn, sem líta á fóstrið sem ósköp venjulegt æxli eða „frumuhaug", sem nema megi burt rétt eins og um sprunginn botnlanga væri að ræða alveg þangað til hjarta og taugakerfi fara í gang. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að fóstrið sé ekki líf fyrr en það heyrist gráta og naflastrengurinn hefur verið klipptur. Ef fólk getur vanið sig á að líta á mannsfóstur með svona ísköldu blóði og gaddfreðnu hug- arfari, getur það alveg eins vanið sig á að líta á fóstrið sem „skemmtanaskatt“. Ef slíkt fólk sest niður og hugsar sinn gang, sér það að allt líf hér á jörðu er ekkert annað en frumuhaugar! Einhverjir lifrarskorpnir skóia- blápískar geta verið að bulla svona barnarugl, að þetta sé bara frumuhaugur o.s.frv., á meðan þeir slefa hvert vaskafatið af öðru fullt út af brjóstunum á Pamellu í Dallas eða einhverju álíka sem ekkert eru neitt annað en fitu- kirtlar, frumuhaugur. Það væru svipuð rök að segja að limur karlmanns væri ekki limur fyrr en hann væri orðinn nógu gamail til að geta getið af sér niðja. Við get- um ekki breytt líffræðinni, en samkvæmt henni er líf kviknað um leið og sæðisfruman snertir eggið í þeirri merkingu að líf hljótist af. Vangaveltur og niðurstada Samkvæmt ritgerð þessari sést, að höfundur er á móti fóstureyð- ingum, þó aðallega vegna félags- legra ástæðna. En ef ég væri spurður hvað mér fyndist ætti að gera við tólf ára stelpu sem yrði ólétt í fylleríi og vissi ekki hver faðirinn væri, foreldrar hennar fráskildir og hún byggi hjá móður sinni, þá langaði mig að sjálfsögðu til að segja fóstureyðing. Slík til- felli eru þó svo sárafá þar sem félagslega ástandið er svona fer- legt, miðað við hin þar sem fóstr- um er eytt linnulaust án nokkurra haldbærra ástæðna annarra en þeirra að viðkomandi kona nennir ekki að stússa og stjana við lítið barn. Við finnum hvergi í okkar tilveru þar sem engu er fórnað fyrir annað. Því verðum við að leggja slíka byrði á þá sárafáu einstaklinga þar sem fyrrgreint ástand ríkir af tæpum sex hundr- uð tilefnislitlum fóstureyðingum á ári. Ég réttlæti aldrei fóstureyð- ingu til fulls nema líf móður og fóstur sé í verulegri hættu. Þó lít ég ekki eins svörtum augum á verknaðinn ef útséð er um að barnið verði háð varanlegum fá- vitahætti, en eiga ekki þroskaheft börn jafn mikinn rétt á að fæðast og önnur? Ég veit ekki betur en þau séu yfirleitt glöð og ham- ingjusöm. Eitt er víst, að ekki væri útrýming alls lífs á jörðinni yfirvofandi, ekki væri til neitt kynþáttahatur, engir voðaverkn- aðir í Afganistan eða E1 Salvador né heldur þetta manndrepandi lífsgæðakapphlaup ef aðeins þroskaheft börn byggju á þessari jörð. En annað er það að slík börn verða alltaf smábörn og það er erfitt að hugsa um þau. Tæknin hefur arfleitt okkur að mörgu góðu, þó sérstaklega í sam- bandi við lækningar. Barnadauða hefur verið útrýmt og meðalaldur fólks hefur hækkað. Margt annað nauðsynlegt hefur áunnist tækn- inni að þakka. Sárt er það að tæknin hefur enn ekki fundið lausn á félagslegum vandamálum fólks, nema mjög takmarkað. Mis- notkun tækninnar er algeng á einn og annan hátt, t.d. við fóstur- eyðingar. Ef við skyggnumst fram í tím- ann, sjáum við að margt getur skeð, t.d. árið 2100. Kannski verða frjálsar fóstureyðingar og allir lifa í sátt og samlyndi, kannski verða takmarkaðar fóstureyð- ingar og fólk rífst og skammast eins og gert er í dag, eða þá það sem iíklegast væri miðað við þá þróun sem orðið hefur í fóstureyð- ingamálum, að það væri búið að gera einhvern þjóðfélagshóp ann- an en fóstur réttdræp, t.d. börn undir 5 ára aldri, því þau eru tímafrek og þvælast fyrir. Hver veit? Það væri ekki ólíklegt miðað við öll þau voðaverk sem hafa ver- ið framin aðeins á þessari öld. T.d. að sprengja kjarnorkusprengjur til að prófa í Hiroshima og Bik- ini-eyjum, gyðingaútrýmingar, eða það sem verst er, að „þróuðu löndin" framleiði meira en 7 sinn- um meiri fæðu en þarf til þess að næra allan heiminn. En megninu er brennt til þess að halda mark- aðinum frekar en að gefa hungr- uðum heimi það. Það, sem er ekki brennt, er seit til þeirra sem best borga fyrir kílóið en ekki þeirra sem mest þurfa. Það væri ekki meiri grimmd að gera börn undir 5 ára aldri réttdræp. Okkur finnst það meiri mannvonska af því að við göngum til náða södd, vitum að við vöknum alveg örugglega aftur þótt við sofnum og við lifum við 100% ailsnægtir. Ég skrifa þessa ritgerð með ís- lendinga í huga. Ég er á móti fóst- ureyðingum (fósturdrápi) á grundvelli íslenskrar allsnægtar. Isiand hefur allt það sem til þarf til þess að barn geti verið velkom- ið í þennan heim. Það eina sem verulega vantar er meiri kærleik- ur manna á meðal og að meiri virðing sé borin fyrir náunganum og finnst að fóstur teljist þar held- ur betur með. Aðgát skal höfð í nærveru kynlífs Lokaorð f þessum orðum felst mikill hluti þessarar ritgerðar. í þessari ritgerð minni hef ég rökstutt um- deilda skoðun mína í fóstureyð- ingarmálum. En þó held ég að næstum öllum hljóti að finnast þetta, — finnast fóstureyðing svolítið grimmdarleg og ómann- eskjuleg lausn á vandamáli. Vissu- lega er fóstureyðing vandamái, en vandamál á ekki að leysa með öðru vandamáli. í rauninni er þessi ritgerð líkari æsiskrifum og einhverjum töff- aragangi, en það er tilfellið, að skrif ná ekki til eyru fólks nema í henni sé svolítil „aksjón". Ég fer ekki fram á annað en það, að þessi ritgerð sé skoðuð sem alvara en ekki gangsterarit höfundar þrátt fyrir einkennandi yfirbragð. Garðar Vilhjálmsson stundar nám rið Menntaskólann á Egilsstöðum, sálfræðibraut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.