Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 69 t cru >\; OIU Verð kr. 1.850.- Verð kr. 5.970.- Stórkostlegt úrval af fallegum ítölskum smávörum in\/r . _ Opio kl. 10 22. Lína og vinir hennar og við mátti búast, nema hvað að ýmis áður óþekkt hljóð heyrast. Ef við kölluðum það sterkasta leik Dylans að fá Knopfler í lið með sér þá var sá næstbesti að taka bassaleikarann Robbie Shakespeare os trommarann Sly Dunbar með í hljóðverið. Saman mynda þeir sinn sérstaka grunn. Dylan leikur sjálfur eitthvað á gítar en meira gleður eyrað að heyra framlag Knopflers. Hann á sér fáa líka. Ef nefna á einhver lög af plöt- unni eru það tvö fyrstu lögin á hvorri hlið. „Jokerman" og „Un- ion Sundown" eru sennilega best, en „Sweetheart Like You“ og „Man of Peace“ gefa þeim lít- ið eftir. Annars má ekki skilja það svo að annað sé slor. Það er hægt að nefna hvað sem er, en fer eftir smekk hvers og eins. Nú ætti engum að vera það ráðgáta hvernig hlutverk Dylans hefur breyst. Hann leiðir ekki lengur, heldur gefur. FM/AM. Siguröur Haukur Guöjónsson Lína og vinir hennar í vetrarfríi Texti og teikningar: Pierre Probst. Endursögn: Vilbergur Júlíusson. Prentað á Ítalíu Útgefandi: Setberg Þetta er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki um Línu og vini henn- ar, Snúð, Snældu, Lappa, Kol og Kóp. Hver man ekki eftir kettling- unum Snúð og Snældu, uppátækj- um þeirra og brellum? Þeir urðu slíkir vinir manna, að jafnvel svarnir andstæðingar katta stóðu sig að því að brosa og láta vin- gjarnleg orð falla til flækinga er þeir mættu á stéttum eða í görð- um. Og hér eru þeir komnir aftur, ásamt vinum, tilbúnir til þátttöku í nyjum ævintýrum. I þessari bók greinir frá ferð þeirra uppí fjöllin. Vinirnir halda á skíði, renna sér á skautum, taka þátt í kappleikjum, sigra auðvitað, og heim koma þeir sælir og ánægðir, þó með snúinn fót og hnerra í nösum. Pierre Probst er snilldarteikn- ari, hér er í engu slegið af, og myndir hans því með því bezta er sést á bókum fyrir börn. Endur- sögn Vilbergs er mjög góð, hjálpa lesendanum til þess að lifa sig inní myndmál Probst. Bláfjallanafnið felli ég mig þó ekki við, hefði kosið skíðalendunni hlutlausara nafn. Um slíkt má deila, og er smekks- atriði sjálfsagt. Ef hinar bækurnar, sem eftir koma í bókaflokknum, eru í lík- ingu við þessa, þá eiga börn skemmtileg ævintýri í vændum með Línu og vinum hennar. Hafi Setberg þökk fyrir mjög fagra bók sem gaman verður að rétta barni. ten Catej^x TEN CATE HERRA NÆRBUXUR Ten cate karlmannanærbuxurnar eru úr 97% bómull og 3% teygju. tviotnar. litekta. þola suðu. og eru alltaf eins. Margar gerðir og litir. Verzl. Georg, Austurstræti, Sporið, Grímsbæ, Kf. Hafnfirðinga, Miðvangi, Verzl. Aldan, Sandgerði, Verzlunarfél. Grund, Grundarfirði, Verzl. Chaplin, Akureyri, Nafnlausa búðin Hafnarfirði Magnþóra Magnusdóttir sf. heildverzlun Brautarholti 16, simi 24460 sextTu prósent bániill TENCATE / J CERTI mu 37% gerviefni 3% teygja. TENCATE SOKKABUXUR OG SOKKAR Magnþóra Magnusdóttir st. heildverzlun Brautarholti 16. simi 24460 Ungi og aldni Dylan Hljóm nrtinra Finnbogi Marinósson Bob Dylan. Infidels. CBS/Steinar. Einn af snillingum tónlistar- innar, sem mikið hefur verið skrafað um er söngvarinn og lagasmiðurinn Bob Dylan. Fáum sem lifðu fyrstu fimmtán ár hans í tónlistarheiminum bland- ast hugur um ágæti hans. Þeir sömu efast heldur ekki um að nú sé sæti Dylans ólíkt því sem var. Áhrif hans eru ekki söm en þó hefur staða hans ekki lækkað, heldur einungis breyst. Hörðustu aðdáendum Dylans fannst hann spila rassinn úr buxunum þegar efni á borð við „Saved“, „Slow Train Coming" og „Shot Of Love“ kom út. Dylan hafði tekið trúna og nú var hon- um í mun að boða hana öllum. En það dæmi gekk ekki og því hlaut sú messa að hætta. Á sama tíma og út komu áðurnefndar plötur kom einnig út tvöföld hljómleikaplata og telst hún til þeirra eigulegri í safni Dylans. Fyrir stuttu síðan bætti piltur svo um betur. „Infidels" kom út og á henni eru átta lög. Minn spenningur við þessa plötu var að Mark Knopfler (að- alkraftur Dire Straits) stjórnaði hljóði. Þeim tveim hefur oft ver- ið líkt saman og var draumur margra að sjá kappana vinna saman. Árangurinn má heyra á „Infidels". Platan er afbragð og stendur síðustu plötum Dylans mörgum kílómetrum framar. öll lögin eru góð, textarnir einnig og höfða til einstaklingsins. Flutn- ingur Dylans á þeim er rétt eins Bókmenntir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.