Morgunblaðið - 17.12.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 17.12.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 73 Gildi, skilyrdi og gædama t rannsókna Stofnuð verði vísinda-akademía Annar af starfshópum ráðstefn- unnar fjallaði um rannsóknir á Is- landi undir eftirfarandi meginfyr- irsögnum: 1) Gildi rannsókna. 2) Skilyrði til rannsókna. 3) Gæðamat á rannsóknum 4) Val verkefna. 1) Gildi rannsókna í umræðum um rannsóknir var notuð skilgreining sú er fram kom í erindi Páls Skúlasonar á ráð- stefnu BHM í vor, þ.e.: „Sérhver skipuleg viðleitni til þess að leita svara við spurningum, sem miðar að því að auka eða bæta skilning okkar eða þekkingu á heiminum eða tilteknum hluta hans, svo sem sjalfum okkur eða hugmynda- heimi okkar." Gildi rannsókna má líta á sem: a) Almennt menningarlegt gildi. b) Gildi rannsókna fyrir háskóla. c) Þjóðhagslegt gildi. a) Almennt menningarlegt gildi. Ástundun rannsókna full- nægir einni af frumþörfum mannsins, sem er þekkingarleit. Má líta svo á að rannsóknarstarf- semi skipi svipaðan sess í lífi þjóð- ar og bókmenntir og listir og sé ein af grundvallarforsendum menningarlegs sjálfstæðis þjóðar. b) Gildi rannsókna fyrir há- skóla. Kennsla á háskólastigi get- ur ekki farið fram að gagni nema kennararnir leggi sjálfir stund á rannsóknir. Þannig fylgjast þeir best með í greinum sínum og geta miðlað nemendum af starfs- reynslu sinni. Sköpun nýrrar grundvallarþekkingar er ein meg- inforsenda þess að skóli sé háskóli — universitas. c) Þjóðhagslegt gildi. Hér er einkum átt við hagnýtar rann- sóknir í þágu atvinnuvega og rannsóknir er stuðla beint að því að auka hagvöxt, bæta heilbrigði o.s.frv. Varasamt er að draga of skýr mörk milli hagnýtra rann- sókna og grunnrannsókna — þarna ætti að vera um samlífi að ræða (symbiusis) og vaxtarbrodd- ar hinna hagnýtu rannsókna ligg- ur einatt á sviði grunnrannsókna, oft á ófyrirsjáanlegan hátt. 2) Skilyröi til rannsókna Talað var um innri og ytri skil- yrði til rannsókna. Ytri skilyrði. Þörf er á að bæta mjög aðstöðu til rannsókna, bæði hvað varðar fjármagn og fjár- mögnunarleiðir, tæki og aðbúnað, völ á hæfu aðstoðarfólki og síðast en ekki síst tíma og vinnuskipulag. Bent var á að íslendingar geta átt aðgang að ýmsum erlendum styrkjum til rannsókna og því beint til Bandalags háskólamanna að útbúa lista með upplýsingum um slíka styrki. Flestir sem stunda rannsóknir hafa rekið sig illilega á þau háu aðflutningsgjöld jem eru á tækjum til rannsókna )g valda því að veitt fé nýtist ikaflega illa. Þykir rétt að beina )ví til menntamálaráðherra að íann beiti sér fyrir afnámi þess- ira gjalda e.t.v. með því að íslend- ngar gerist aðilar að svonefndu i’lórenssamkomulagi. Æskilegt ’ar talið að gagnger endurskoðun æri fram á vinnuskipulagi há- kólakennara með mjög aukinni alddreifingu í háskólanum sem egði það í hendur einstakra Teina hversu mikið kennsluálag instakir kennarar skyldu hafa. linnig er brýnt að gerður sé tækjalisti um öll rannsóknatæki í landinu og að reynt verði eftir megni að stuðla að samnýtingu tækja og aðbúnaðar. Bókasafns- mál eru í ólestri og er þörf á að bæta hag háskólabókasafns veru- lega og tölvuskrá öll þau smáu bókasöfn sem fyrir hendi eru í hinum ýmsu greinum. Innri skilyrði. Brýnt er að stuðla að mun betra vísindalegu and- rúmslofti og auknum samskiptum bæði milli einstakra greina og innan þeirra. í þessu sambandi er stungið upp á að stofnuð verði „vísinda-akademía" sem gangist Pallborðsumrsður. fyrir árlegum fundi eða vísinda- ráðstefnu þar sem rannsóknir væru kynntar á mjög breiðum vettvangi. Þessi „akademía" ætti einnig að taka að sér að örva þá starfsemi sem þegar er fyrir hendi og kynna hana fólki í öðrum grein- um með útgáfu tímarits. Stungið er upp á að Bandalag háskóla- manna taki að sér þessi verkefni og mætti hugsa sér að „vísinda- akademía" yrði deild innan BHM. Þá er því beint til háskólans og rannsóknarstofnana að auka kynningarstarfsemi út á við, t.d. í formi „opins húss". Nauðsynlegt er að stofna til aukinna tengsla við erlendar rannsóknarstofnanir bæði í formi sameiginlegra rannsóknaverkefna og með því að fá erlenda vísinda- menn til samstarfs hérlendis tímabundið við ákveðin verkefni. Gæðamat á rannsóknum Nauðsynlegt er að mun meira gæðamat fari fram á rannsóknum og er þarna átt við mat á verkefn- um, mat á rannsóknarstofum og gæðamat á þjónusturannsóknum. Mat á verkefnum og rannsóknar- stofum gæti verið fólgið í sér- hæfðu mati og ráðgjöf „peer re- view-hópa“ þ.e. hlutlausra mats- manna með sérþekkingu og væri æskilegt að geta sótt þá að ein- hverju leyti til útlanda. Val verkefna Mikið var rætt um hvaða rann- sóknir bæri helst að stunda á ís- landi og komu fram ýmis sjón- armið. Val verkefna hlýtur að nokkru leyti að mótast af þjóðfélagslegum aðstæðum á hverjum tíma einkum með tilliti til hagnýtra verkefna. Ef til vill er stundum unnt að finna hagnýt grundvallarþemu til úrlausnar á nokkuð breiðum grundvelli. Þessu þema gætu ýms- ar grundvallarran'nsóknir síðan tengst. Erlent dæmi um svona stefnu er hið mikla átak sem átt hefur sér stað í rannsóknum á krabbameini og áður geimferða- rannsóknir Bandaríkjamanna. Hér á landi mætti ef til vill hugsa sér vandamál tengd atvinnuveg- unum t.d. hringormavandamálið. í framhaldi af þessu er spurt hvort eigi að móta samfeilda rannsókna- stefnu í landinu og hvernig sú stefna eigi þá að vera og hver eigi að móta hana. Þykir sýnt, að slík heildarstefna verði ekki fundin á einfaldan hátt. Þá var varpað fram sem and- stæðum hvort íslendingar ættu að einbeita sér sérstaklega að „sérís- lenskum" verkefnum eða hvort ís- lenskir vísindamenn ættu fyrst og fremst að hafa að leiðarljósi þátt- töku í hinu alþjóðlega samfélagi vísindanna á sem flestum sviðum. Það er sjálfsagt í þessum efnum sem öðrum að meðalhófið er far- sælast. Með séríslenskum rann- sóknum er hér t.d. átt við rann- sóknir á fyrirbærum sem einkum er aðeins er að finna hér á landi eða fyrirbærum sem sérstaklega er hagstætt að kanna á íslandi eða verkefni þar sem íslenskir vís- indamenn hafa sérstaka þekkingu eða hæfni. Til þessara rannsókna er oft auðveldara að fá erlent fjár- magn en annarra og ber eindregið að stuðla að því að svo verði í auknum mæli. Svona verkefni geta bæði verið hagnýt og grunn- rannsóknir. Jafnframt íslenskum verkefnum er nauðsynlegt að stundaðar séu hér „alþjóðlegar rannsóknir" og að Islendingar reyni að vera veitendur jafnt sem þiggjendur á þeim vettvangi. Þetta er oft erfitt þar sem við stóra rannsóknaraðila er að keppa erlendis en þarna er styrkur okkar ef til vill mestur í þeim greinum vísinda þar sem hugarafl skiptir meira máli en mikill tækjabúnað- ur. Einnig má auka hlut okkar í rannsóknum á alþjóðavettvangi með því að vera þátttakendur í erlendum rannsóknahópum og samvinnu milli þjóða um tækja- búnað. 1 umræðum um skýrslu hópsins komu m.a. fram hug- myndir um að komið yrði á fót tækjasafni, er starfaði líkt og bókasafn, og gæti þjónað Háskóla Islands, Tækniskóla Islands og rannsóknarstofnunum atvinnu- veganna. Samstarf háskólans og rannsóknarstofnana atvinnuveganna I öðrum starfshópi var fjallað um skipulag, stjórnun og fjár- mögnun rannsókna á Islandi, þ.á m. um rannsóknir við Háskóla Islands, samstarf háskólans og rannsóknastofnana atvinnuveg- anna og tillögur að frumvörpum um rannsóknarráð og vísindaráð. I umræðunum um aðstæður til rannsókna við Háskóla íslands kom fram að alvarlegur tíma- skortur háir kennurum. Núver- andi fyrirkomulag launagreiðslna til háskólakennara er þess eðlis að það hvetur þá til að taka að sér óhæfilega mikla yfirvinnu í formi kennslu. Félag háskólakennara hefur lagt til að kennsluskylda verði minnkuð og mat á stjórnun- arskyldu jafnframt aukið og munu breytingar af þessu tagi í bígerð. Þá hefur félagið einnig lagt til að mat á vinnu við kennslu verði breytt á þann veg að kennarar fái aukinn tíma til undirbúnings á kennslueiningum, þ.e. fyrirlestr- um og öðrum þáttum er að kennslu lúta. Allar stefna þessar tillögur að sama markinu, að losa kennara að nokkru leyti undan því gífurlega kennsluálagi, sem á þeim hvílir, til þess að gera þeim kleift að sinna rannsóknum sem skyldi. Það er nauðsynlegt að stór- auka hlut rannsókna í starfsvægi kennara ef háskólinn ætlar að taka sig alvarlega um kennslu- og rannsóknarstofnun. Sú skoðun kom fram á fundun- um og hlaut góðan hljómgrunn að kerfi þetta bæri að endurskoða í heild sinni og að stefna bæri að mun meira sjálfstæði smærri ein- inga innan háskólans hvað varðar fyrirkomulag launagreiðslna og vinnuskiptingu. Það ætti þannig að vera á færi yfirmanns greinar að samþykkja greiðslur fyrir yfir- vinnu sem kennari eða starfsmað- ur ynni við rannsóknir, svo fremi að ekki væri farið fram úr fjár- veitingu til viðkomandi greinar. Þannig yrði stefnt að verulegri valddreifingu innan háskólans. Þá var einnig þent á, að mjög brýna nauðsyn bæri til að grunnlaun há- skólakennara hækkuðu mjög veru- lega, þannig að ekki væri þörf á að vinna yfirvinnu til þess að hafa mannsæmandi tekjur. Taka þarf tillit til nýráðinna kennara. Bent var á að hér er ekk- ert til sem samsvarar doktors- námi eða post-doctoral fellowship sem gæfi mönnum kost á að þróa með sér vinnubrögð og tækni jafnt til rannsókna sem kennslu. Oft væru menn ráðnir í kennslustöðu, jafnvel prófessorsstöðu beint frá prófborði án sjálfstæðrar rann- sóknarreynslu. Sú skoðun kom fram, að tíma- bært væri að kanna möguleika á framhaldsnámi til meistaraprófs (MS eða MA) í verkfræði- og raun- vísindadeild. Framhaldsnám til meistaraprófs mun að öllum lík- indum efla rannsóknarstarf- semina verulega með aukinni að- ild stúdenta, eins og tíðkast við erlenda háskóla. Þeirri spurningu var einnig varpað fram, hvort ekki væri tímabært að koma hér á doktors- námi, a.m.k. í vissum greinum, og leita þá jafnframt eftir stúdentum og kennurum erlendis frá. Allir voru sammála um að styrkir til rannsókna yrðu að vera veittir til lengri tíma en nú tíðk- ast, þannig að unnt yrði að fá rannsóknastyrki til þriggja eða jafnvel fimm ára. Fram kom að hlutur einkaaðila í fjárframlögum til rannsókna er hér óeðlilega rýr. Erlendis standa einkaaðiiar undir víðtækum hagnýtum rannsóknum og einnig margháttuðum grunn- rannsóknum. Vegna þess að þenn- an mikilvæga þátt fjármögnunar vantar hér á landi er það fé sem veitt er til grunnrannsókna af hálfu ríkisvaldsins jafnvel enn minna en ella, þar eð ríkið telur sér fyrst og fremst skylt að standa undir hagnýtum rannsóknum. Tilfinnanlegur skortur er á hæfu og þjálfuðu aðstoðarfólki við ýmsar rannsóknir, og er áberandi að fólk endist ekki nægilega lengi í þessum störfum til þess að verða að verulega liði. Aðstoðarfólk er yfirleitt ekki fastráðið og vantar tilfinnanlega stöðuheimildir fyrir það. Lágmarksframlög til rannsókna þurfa að vera tryggð á fjárlögum til háskólans. Þar er einkum átt við laun kennara, ritara og aðstoð- armanna við rannsóknir og lág- marksfjárhæð til kaupa og við- halds á algengum rannsóknatækj- um. Fjárveitingar til ákveðinna SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.