Morgunblaðið - 17.12.1983, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.12.1983, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Skíðaskór & Bambino Nr. 26—29. Kr. 865,- Nr. 30—33. Kr. 951.- Pioneer I Nr. 30—37. Kr. 1.038,- Pioneer II Nr. 38—41. Kr. 1.293.- Bled 75 NR. 37—47. Kr. 1.323.- Atlas Nr. 42—46. Kr. 1.669,- Póstsendum. Erum við svona myrkfælin Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Kvöldgestir Jónasar Jónassonar Guðni Kolbeinsson bjó til prentunar Útg. Vaka 1983. Það er dulítið skrítin stefna að bókaforlagið Vaka skuli finna sig knúða til að gefa út í bókarformi ýmsa þá útvarpsþætti sem hafa orðið vinsælir nú síðasta ár eða vel það. Útvarpsþættir og ritað mál eru alveg sitthvað og þó svo að ýmsir hafi áður orðið til að senda frá sér útvarpserindi og annað ámóta er ekki þar með sagt, að það hafi alltaf verið sérlega lánlegt. Kvöldgestir Jónasar Jón- assonar hefur oft verið vel heppn- aður þáttur, býsna langdreginn á stundum og ákaflega misjafn sjálfsagt vegna viðmælendanna líka. En Jónas Jónasson hefur að sumu leyti ákaflega gott lag á að laða viðmælendur sína til að tjá sig — það er svo auðvitað smekks- atriði, hvort maður getur fellt sig við orðskrúð og takta sem hann hefur tamið sér, sumum finnst það ljúft, öðrum verður pínulítið bumbult af því. Mikið var ég til dæmis orðin leið á þesum „skáld- legu“ kveðjum sem hann lét falla við flesta: passið ykkur á myrkr- inu ... og svo ýmis heilræði önnur Fróðárundur í Eyrbyggju BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefiö út ritið Fróðárundur í Eyrbyggju eftir Kjartan G. Óttósson og er það 42. bindi í ritröðinni Studia Islandica sem Bókmenntafræðistofn- un Háskóla íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefa út. 1 frétt frá útgefendum segir, að Fróðárundur í Eyrbyggju sé endur- skoðuð BA-ritgerð sem höfundur lagði fram til prófs vorið 1979 og samdi undir umsjón óskars heit- ins Halldórssonar dósents. Er hér fjallað um eitt forvitnilegasta rannsóknarefni íslenskra fornrita og það rakið og skilgreint ítarlega og á skemmtilegan hátt. Bókin skiptist í fimmtán kafla auk for- mála, athugasemda og heimildar- skrár, svo og efnisútdráttar á ensku er Haukur Böðvarsson hefur þýtt. Fróðárundur í Eyrbyggju er 139 blaðsíður að stærð og bókin prent- uð í Leiftri. Ritstjóri Studia Island- ica er Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. látin fylgja með, sem er eiginlega ekki hægt að vera að endurtaka sýknt og heilagt en geta hljómað „smart" svona á stundum og þegar þannig stendur á. Og svo eru kvöldgestaþættir hér sem sagt komnir út á bók, að vísu ekki nema um átta þættir, ekki veit ég hvernig hefur verið valið í þessa bók og ekki geri ég mér al- veg ljóst hvað átt er við með að Guðni Kolbeinsson hafi búið þætt- ina til prentunar. Guðni tekur fram að hann hafi nefnilega látið orðafar kvöldgesta og gestgjafa þeirra halda sér að mestu, að vísu fellt brott þarflitlar endurtekn- ingar og lagfært orðalag á stöku stað. Ég fæ ekki séð að Guðni hafi unnið að þessu nema alveg í iág- marki, mörgu mætti hnika til og lagfæra án þess að um neins konar ritskoðun væri að ræða. Auk þess Bókmenntir Jenna Jensdóttir Barnagaman Einar Bragi þýddi. Myndskreyting eftir marga lista- menn. Iðunn, Reykjavík 1983. Sú var tíðin að íslenskir lesend- ur á öllum aldri biðu með óþreyju eftir sögum sem fluttu þeim sama efni og þessi bók gerir nú. Hér eru gamalkunnar frásagnir ásamt nýjum sögum og söguköfl- um sem einnig sækja flestar efni til fortíðarinnar. Efni sem fékk lesendur til þess að svita og skjálfa af spennu og ótta í heimi ævintýranna sem geymdu and- stæður mannlífs. Átök og hrylling í mannraunum hrikalegrar lífs- baráttu samfara göfugmennsku, góðvild og fórnfýsi. Hinar gömlu sögur urðu því sígildar, voru þýdd- ar á mörg tungumál og mikið lesn- ar víða um heim. Fábreytni hversdagsins hvarf úr hugarheimi lesandans og þessi upplifun andans í ókunnum heimi sagna, langt utan við hið kenni- lega líf varð eins og rafmagn fyrir lífskraftinn. Grimmsævintýri, Gulliver í Risalandi, sögur Rudyard Kipling og Selmu Lagerlöf, kannast allir íslendingar við, sem komnir eru um og yfir miðjan aldur. Seiðandi máttur þessara sagna, sem kom til lesandans á góðu móðurmáli hans Jónas Jónasson. varð ógleymanlegur. Tímarnir eru breyttir. Það eru engar töfadyr hins spennandi og óvænta sem ljúkast upp fyrir les- endum slíkra sagna nú. Hinn opni heimur þekkingar hefur boðað nýja spennu, meiri átök, meiri óhugnað, beislaðan járnköldum tilfinningadofa efn- ishyggjunnar. Það er vert að íhuga að fiestar sögur í þessari bók eru ævagamlar og hafa þó engin lífshvörf megnað Bókmenntir Sigurður Haukur Guöjónsson Lúlla rænt Höfundur: E.W. Hildick Þýðing: Álfheiður Kjartansdóttir. Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Iðunn. Þetta er fjórða bókin sem Iðunn gefur út um mjólkurpóstinn Lúlla og félaga, eftir breska verðlauna- höfundinn E.W. Hildick. Bráð- snjöll saga, sögð af mikilli fimi, svo að lesandinn lætur bókina vart frá sér, fyrr en hún er öll lesin. Já, hér vantar ekki æsilega atburði. Lúlli bregður sér í frí ásamt skjólstæðingum sínum Pat, Timma og Smitta. Ferðinni er hefði hann gert gestgjafanum greiða, ef hann hefði fellt niður kveðjur hans eða að minnsta kosti skrúfað aðeins niður í þeim. Þessir þættir eru svo bara að öðru leyti alveg skikkanlegir þeg- ar þeir eru komnir á bók. Kannski ekki ástæða til að fara að gefa þeim einkunn hverjum og einum, en þátturinn með Guðrúnu Svövu og séra Gunnari Björnssyni varð bara ágætur á prenti líka, viðtalið við þau hjón Stellu Guðmunds- dóttur og Róbert Arnfinnsson og nefna mætti síðast en ekki sízt þáttinn með Huldu Stefánsdóttur og Snorra Ingimarssyni. Þar á Hulda að vísu sjálf kannski ívið drýgri hlut en sjálfur spyrjand- inn. Myndir í bókinni eru margar og ágætar og bókin er vel úr garði gerð af hálfu útgáfunnar. að ganga að þeim dauðum. Nýjar myndir með sögunum ganga á vit fortíðar og sveipa frá- sagnir dulrænu kynngi. Það er gaman að líta þessa bók og vona ég að fleiri slíkar komi á eftir. Einar Bragi hefur íslenskað all- ar sögurnar. Bókin er fallega útgefin. En nafn hennar er á ferðinni í öllum grunnskólum landsins á bók sem notuð er til lestrarkennslu. stefnt vestur um haf til fundar við föður telpunnar Pat. Þau komast að því skötuhjúin að gamla speki- yrðið „Dag skal að kvöldi lofa“, er enn í gildi, þau lenda ekki í faðmi vina, heldur óprúttinna mannræn- ingja. Þau eiga arga vist fyrir höndum, en með hjálp félaga úr hópi þeim er Lúlli hafði þjálfað til starfa, tekst að koma höndum yfir forsprakka glæpalýðsins. Það er ekki nokkur vafi á því að þetta verður gersemisbók í hönd- um þeirra, er æsisögum unna, hér vantar ekkert, frásögnin svo lif- andi og ljós, að lesandinn er stokk- inn inná sviðið áður en hann veit af. Þýðing Álfheiðar mjög góð, málið fallegt og lipurt. Próförk vel unnin og prentun líka. Hafi Iðunn þökk fyrir prýðisbók. Gengið á vit fortíðar Lúllu rænt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.