Morgunblaðið - 17.12.1983, Síða 15

Morgunblaðið - 17.12.1983, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 63 Myndin sýnir ílát undir sex mismunandi tegundir kolvetnisblandna, sem hér eru á markaði. Fimm þessara tegunda eru í innlendum söluflátum með merkingum og varnaðarmerkjum á íslensku, en sjötta tegundin (lengst til hægri) er í innfluttu sölufláti án nokkurra merkinga eða varnaðarmerkja á íslensku. Yst til vinstri er flát undir bensín til eldsneytis (bifreiðabensín). f þess konar flátum er látið út í bensín til bifreiðastjóra, sem orðið hafa bensínlausir og ekki komist akandi á bensínstöð. Næstyst til vinstri er flát með steinolíu til upphitunar. Þá er flát undir terpentínu (m.a. til nota við málningarvinnu). Því næst er lögur til þess að kveikja glóðareld (við matseld úti o.fl.). Næstyst til hægri er glerflát með hreinsuðu beinsíni úr lyfjabúð. Yst til hægri er flát með kveikjaralegi (á sígarettukveikjara). Fjallað er um bensin til eldsneytis, steinolíu, terpentínu og hreinsað bensín í texta. Lögur til þess að kveikja glóðareld er mjög líkur terpentínu að samsetningu. Kveikjaralögur er væntanlega svipaður petroleumseter (sjá texta) að samsetningu. Bensín til eldsneytis, hreinsað bensín og petroleurasmeter eru vel þekktir vímugjafar og hafa oft verið notaðir til snefunar. Terpentína hefur lítið verið notuð til snefunar og steinolía væntanlega ekki. Sýnd eru flát undir varning, sem inniheldur ymsar tegundir lifrænna leysi- efna og hér eru á markaði. Yst til vinstri er acetón með olíu úr lyfjabúð ætlað til þess að leysa upp naglalakk. Næstyst til hægri er flát með frostlegi, sem notaður er á bfla og hefur etýlenglýkól að geyma. Hvort tveggja þessara fláta með íslenskum merkingum og varnaðarmerkjum. Hin flátin eru erlend og án íslenskra merkinga eða varnaðarmerkja að kalla. „Polystrippa paint stripper" (annað flát frá vinstri) virðist innihalda metýl- enklóríð og „vinduespylervæske" (á miðri mynd) virðist innihalda ísóprópan- ól. Yst til hægri er lítið flát og í forgrunni eru tvær túpur, er hafa lím að geyma. Engar upplýsingar eru um innihald lífrænna leysiefna í límtegundum þessum. Þó má leiða getum að því, að þar komi fyrir metýletýlketón og etýlacetat. Acetón, metýlenklóríð, metýletýlketón og etýlacetat eru vel þekktir vímu- gjafar og oft notaðir til snefunar. vegna súrefnisskorts. Ýmis efni, sem notuð eru til snefunar, valda hjartsláttaróreglu, ekki síst Freon-efni (sbr. að framan). Ef svo ber við, geta menn skyndilega misst vökuvitund og jafnvel dáið. Ef hins vegar tekst að blása lífi í menn í slíku ástandi, kunna þeir að hafa hlotið viðvarandi heila- skemmdir vegna súrefnisskorts. Þessa þekkjast því miður mörg sorgieg dæmi hjá ungu fólki. Af þessu er ljóst, að bráð eiturhrif lífrænna leysiefna kunna að vera mjög umtalsverð. Hvernig er háttað síðkomnum eiturhrifum þessara efna, sem rekja má til langvinnrar snefun- ar? — Um þetta skortir viðhlít- andi rannsóknir, enda þótt í ein- stökum sjúkdómstilfellum megi sjá samhengi milli langvarandi snefunar og vitsmunaskerðingar, deyfðar eða hugsanabrenglunar. Á síðustu árum hafa hins vegar ver- ið birtar niðurstöður veigamikilla rannsókna, er benda til þess, að langvarandi áverkun terpentínu á vinnustað (málarar o.fl.) leiði til bilunar á starfsemi miðtaugakerf- isins (minnistap, minni geta til þess að einbeita sér, truflanir { geðhöfn, svefntruflanir) auk höf- uðverks og svima. Langvarandi áverkun bensíns til eldsneytis á vinnustað getur væntanlega einn- ig leitt til slíkra sjúkdómsein- kenna, enda þótt sannanir um það skorti. Langsamlega flest lífræn leysi- efni, blöndur þeirra og varningur sem hefur þau að geyma, er frjáls söluvarningur og því venjulega falur hverjum, er hafa vill. Þessi tegund vímugjafa er þess vegna hin aðgengilegasta og auðfengn- asta allra vímugjafa hér á landi og þar að auki ódýrust. Með stoð í lögum um eiturefni og hættuleg efni frá 1968 voru sett í reglugerð árið 1977 einföld fyrirmæli um merkingar og varnaðarmerki á ílát undir lífræn leysiefni eða á ílát undir varning, sem hefur slík efni að geyma. Þrátt fyrir reglu- gerðarákvæði þessi skortir enn mjög á, að þeim hafi verið fram- fylgt sem skyldi. Þeir, sem víta yfirvöld fyrir andvaraleysi í ávana- og fíkniefnamálum, skyldu síst láta þessa staðreynd liggja í kyrrþey. Vissir þú að hjá okkur færðu margar hugmyndir að góðum jólagjöfum? Gjöfum sem gleðja um leið og þær gera gagn. Veitum sérstakan jólaafslátt af verkfærum og ýmsum vörum fyrir þessi jól: Jóíásveín^a Bílamottur kr. 199.- Skíðahanskar kr. 129.- Skíðabogar á bíltoppinn kr. 595. Ótrúlegt úrval af allskyns olíulömpum. Topplyklasett Skrúfulyklasett Skrúfjárnasett Vasahnífar Rakvélar Kassettutöskur Tölvuúr Vatteraðir kulda-vinnugallar - og margt, margtfleira. Gerið svo vel. Komið og skoðið úrvalið. STÖÐVARNAR HBbÚdÍll Grensásvegi 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.