Morgunblaðið - 17.12.1983, Side 34

Morgunblaðið - 17.12.1983, Side 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Vanþekking? — Blekking? — eftir Martein Skaftfells Kveðja barst mér í Mbl. frá ein- uni okkar ágætu lyfjafræðinga. og fyrrum starfsmanns við Lyfjaeft- irlitið. Kveikja greinarinnar var viðtal, sem danska vikubl. „Hjemmet" átti við Sven Rosen- gren, sænskan yfirlækni, e? hlotið hafði svo alvarleg áföll aí heila- blæðingu, að hann var taiinn úr leik. En eins og oft áður, er hefð- bundnir læknisdómar bregðast, leitaði einnig hann til náttúrunn- ar, til hinnar nú heimsfrægu kvöldrósarolíu, sem lyfjafræðing- urinn vill fremur kalla „nætur- ljós“ en kvöldrós. — „Evening Primrose" á ensku, „Jette natt- ijus“ á sænsku. Bæði nöfnin eru notuð. Þessi merkingarblæmunur skiptir engu máli og því ekki ástæða til að breyta nafninu í náttljósaolíu. En hvað sem nafn- inu líður, notaði Rosengren þá teg- und olíunnar, sem seld er undir nafninu Pre-glandin. Og hann tel- ur hana eiga ríkan þátt í að hann er á ný í fullu starfi. f einfeldni minni taldi ég þetta svo athyglisvert, að þýða bæri við- talið, ef ske kynni að það gæti bjargað einhverjum heilablæð- ingarsjúklingum frá örkumlum. En auðvitað vissi lyfjafræðingur- inn betur um tilgang minn. Sölu- og gróðasjónarmið var hið eina er hann kom auga á. Og þá þekkjum við hann betur. En það vill svo til að þau 30 ár, sem heildv. Elmaro hefur helgað sig innflutningi og baráttu fyrir vítamínum og öðrum hollefnum, hef ég aldrei tekið þar laun, en fyrstu árin lagt fram nokkurt rekstrarfé. Og sjálfsagt hefðu margir hlegið að minni samanburðarvinnu, er ég var að velja Elmaro umboð. En af gildum ástæðum hef ég m.a. áhuga fyrir heilbrigðismálum. Markmiðið var því úrvalsvörur — heilsuvörur. Og ég vona að þeir verði aldrei eig- endur að Elmaro, sem svíkja það markmið. Ég, eins og fjölmargir aðrir, hef unnið að áhugamálum, án þess að mæla þau í krónum. En slík sjónarmið virðast lyfjafræð- ingnum erfið til skilnings, eins og grein hans ber með sér. Fimbulfamb Ef ég ætti að leiðrétta hvert at- riði í grein lyfjafr., þyrfti ég heila síðu í Mbl. til leiðréttingar á „olíu- vísindum“ hans og aðra til að leið- rétta vítamín-steinefnavísindin. — Málflutningurinn er markaður furðulegum staðhæfingum og ályktunum — án nokkurra raka. Allt vitnar þetta um, að lyfjafr. veit minna en lítið um það, sem hann er að skrifa um. — Upplýs- ingar yfirlæknisins um eigin reynslu, — um blindprófanir gegn ýmsum sjúkdómum á börnum og fullorðnum, — um jákvæðar til- raunir dr. Horrobins og sam- starfsmanna hans, gegn alvarleg- um sjúkdómum, — afgreiðir lyfja- fræðingurinn á eftirfarandi hátt: „Þegar öllu er á botninn hvolft, tel ég því miður, að ekki sé hægt að fullyrða meira um lækninga- mátt olíunnar en að hér séu hin svonefndu væntingaráhrif (plac- ebo effect) að verki, þ.e. að sjúkl- ingurinn nýtur þeirra áhrifa, sem hann væntir eða vonast eftir að lyfið veiti honum. Mikill sannleik- ur felst nefnilega í málshættinum um að trúin flytji fjöll. Er því full þörf á að fjallað sé gagnrýnið og hlutlægt um þessi efni.“ Vissulega ber að fjalla um málið á hlutlægan hátt. En í allri grein- inni vottar varla fyrir hlutlægni. Hún hefur verið steinsofandi gegnum meginhluta greinarinnar — eins og rökhyggjan. Ekki skal gera lítið úr „vænt- ingaráhrifum". Bæði von og von- leysi hefur áhrif á heilsu okkar. En að heimfæra öll dæmin, sem læknirinn gat um, og þau, sem ég bætti við, undir „væntingu", er hreinn barnaskapur, sem lyfjafr. ætti að vera vaxinn upp úr. I námi og starfi á hann að hafa tileinkað sér meiri rökhyggju en svo. — Og hvar er gagnrýnin? Hefði hann beitt henni á staðleysu-staðhæf- ingar sínar og ályktanir, þá hefði hann ekki skrifað þær fjarstæður, er gangc. eins og rauður þráður í gegnum alla greinina. Oli vitnar greinin um, að hún er skrifui) af neikvæðu hugarfari, — án raka — án hlutlægni. Höf. er fyrirfram ákveðinn í að afneita eiginleikum olíunnar. Hún mátti með engu móti hafa læknandi áhrif, — nema sem „vænting". En hafi hún svo sterk „væntingar- áhrif" umfram lyf, er þá ekki rétt að beita henni gegn þeim alvar- legu sjúkdómum, sem hún hafði bataáhrif á? Og má þá ekki af- skrifa slatta lyfja með aukaverk- anir, sem ekki eru sérlega heilsu- samlegar? — Dæmi: Daginn sem landlæknir og lyfjaeftirlit birtu þjóðinni boðskap sinn um gildis- leysi kvöldrósarolíunnar, hringdi til mín maður, sem kvaðst vera afmyndaður af bjúg vegna lyfja- notkunar, er einnig hefði til muna skert sjón hans, en hann hefði í þrjár vikur notað kvöldrósarolíu og sjónin hefði talsvert skýrst á ný. Það kom honum á óvart, svo að ekki hafa væntingaráhrif verið þar að verki. En honum batnaði samt. — Hvers vegna? Að sjálf- sögðu vegna eiginleika olíunnar. — En væntingarkenningin er gamalþekkt og ekki út í bláinn. Lyfjafr. varð það bara á að færa hana langt út fyrir mörk hins raunhæfa til að telja lesandanum trú um, að hún hefði engin lækn- andi áhrif. Hann gerði kenning- una því skoplega og einnig sjálfan sig. — Er menn stritast við að af- neita augljósum staðreyndum, geta slík „slys“ hent ágætismenn. — En mér voru það nokkur von- brigði að komast að raun um, að lyfjafr. hefur kosið sér stöðu í „vér einir vitum“-hópnum, sem þarf ekki að kynna sér mál til að vita og siengir síðan fram staðhæfing- um fjarri staðreyndum. Skipt yfir Er lyfjafr. hafði afgreitt yfir- lækninn á sinn einfalda en ómerka hátt, beindi hann bitrum brandi sinum að undirrituðum, enda eðli- legt þar sem hann telur mig „einn helsta talsmann heilsubóta- og hollefna“. Við lá, að ég yrði stoltur af þessari lofsamlegu einkunn. En nokkrum línum neðar rann stoltið í sandinn, þar sem hann segir að „vart þurfi að fjölyrða um að sjón- armið um frjálsan innflutning vítamína og steinefna sé hérlendis haldið fram af einstaklingum, sem hafa ekki lokið viðurkenndu námi í næringar-, lyfja- né læknisfræði. Þeir séu því áhugamenn, en ein- hverjir myndu e.t.v. kalla þá fúsk- ara, loddara, skottulækna eða eitthvað þaðan af verra". Ég þakka að . mínum hluta snotra titla og viðurkenni fúslega, að ég veit lítið í lyfjafræði, þótt ég eigi um hana nokkrar bækur. — En það er með ólíkindum, hve oft lyfjafr. tapar áttum og fer villur vegar. Lyfjafræðingar og læknar, sem fá aðeins nasasjón af nær- ingarfræðum í námi sínu, eiga að vera sérhæfir til að ræða þau fræði. — Og það sem verra er: hann ætlast til að lesandinn trúi því. — En síðar í greininni kemur í Ijós, að hann ruglar vítamínum og hliðstæðum næringarefnum saman við lyf og veit ekki hvað er hvað. — Og þótt hann telji sig dómbærari á gildi kvöldrósarolí- unnar en vísindamenn, er hafa rannsakaö hana árum saman, veit hann ekki einu sinni um nema tvö efni hennar: palmitic-sýru, stear- ic-sýru og oleic-sýru, veit hann ekkert um. Samt telur hann sig hæfan til að segja mat læknanna rangt og blindprófanimar mark- leysu. Hann verður því ekki sakað- ur um skort á sjálfsáliti, þótt vart örli á hlutlægri málsmeðferð eða rökum. Hvað um það. „Vér einir vitum“. Marteinn M. Skaftfells „Gkki skal gera lítið úr „væntingaráhrifum“. Bæði von og vonleysi hefur áhrif á heilsu okkar. En að heim- færa öll dæmin, sem læknir- inn gat um og þau sem ég bætti við undir „væntingu“, er hreinn barnaskapur Eftirlit Lyfjafr. segir hér „afarstrangt" eftirlit með lyfjum. 1977 lýsti próf. Olov Lindahl því yfir á fundi í Noregi, að tvöfalt blindpróf á end- oxan-lyfi gegn krabbameini, hefði sýnt, að það væri lífshættulegt. Sjúklingar, er fengu það, lifðu skemur en þeir sem ekki fengu það. — Ég spurði lyfjaeftirlitið hvort það væri notað hér. Jú, það var notað, og svo mun enn. í gær var skýrt frá hættulegum gigtar- lyfjum. Eru hættuefnin ekki nokk- uð mörg í hinu „afarstranga" eft- irliti? Lyfjafr. segir „eftirlit með til- búningi og dreifingu alls konar fæðu- og heilsubótarefna í besta falli lítið og stundum ekkert“. — Ég skora á lyfafr. að færa rök fyrir þessari furðulegu staðhæf- ingu. Geri hann það ekki, skoða ég ummæli hans sem auvirðilegan róg, sem ég til þessa hef haldið að væri neðan hans virðingar. Hver eru þau fyrirtæki, þar sem eftirlit með tilbúningi er í besta falli lítið og stundum ekkert? Það stendur vonandi ekki í lyfjafræðingnum að nafngreina þau. Óttinn við staðreyndir Lyfjafræðingurinn segir „til- ganginn með neyslu vítamína, steinefna og hefðbundinna lyfja nánast alltaf hinn sama, og því er full ástæða til að herða eftirlit með þessari starfsemi (innflutn- ingi vítamína og hliðstæðra efna), áður en slys hljótast af“. Nokkrum línum ofar vitnar hann í skýrslu, sem hann átti sjálfur hlut að. Þar voru öll víta- mín og hliðstæð efni gerð að lyfj- um sem var og er vísvitandi fölsun staðreynda. Nafn skýrslunnar var „Náttúrumeðul". Og fyrirsögnin á grein lyfjafr. er: „Náttúrumeðul — sjálfdæmi eða eftirlit". — Fyrirsögnin tengist beinlínis stað- hæfingu hans um að vítamín, steinefni og lyf séu nánast eitt og hið sama, og að herða beri eftirlit. Þröngsýnasti hluti apótekara hefur haldið því fram í 30 ár, að vítamín séu lyf. Og kunnur apó- tekari, sem var form. lyfjaskrár- nefndar, hét mér því eitt sinn, að innflutningur vítamína skyidi verða stöðvaður. Þau væru lyf. Ég spurði, hvort aðrir en sjúklingar þyrftu lyf, og síðan hvort aðrir en sjúklingar þyrftu ekki vítamín. Hann játaði hvoru tveggja og þar með að staðhæfing hans væri röng. — Nú reynir lyfjafr. að telja fólki trú um sömu fjarstæðu. Áður margmissti hann fótanna á kvöldrósarolíunni. Nú skriplar hann á vítamínum og steinefnum, — eins og bannvaldið, sem ég hef margskorað á að benda á þótt ekki sé nema eitt dæmi þess, að sjúkl- ingur hafi verið fluttur í sjúkra- hús vegna neyslu vítamína, og jafnframt að birta skýrslu yfir þann fjölda, sem liggur þar vegna lyfjaneyslu. — Ekkert dæmi á 30 árum. Engin skýrsla. En hve mörg hundruð eru lyfjaslysin á þessum árum? Væri það lyfjafr. ekki verð- ugra verkefni að beina geiri sínum að lyfjaófögnuðinum en að reyna að vinna skemmdarverk í sam- bandi við innflutning hollefna? — Mér þykir miður að tengja nafn hans þeirri lágiðju. Að lokum Ég hef svarað nokkrum atriðum í grein lyfjafr. Of langt mál yrði að svara þeim öllum í einni grein. í grein sinni tileinkar lyfjafr. okkur „áhugamönnum" um holl- efni og heilsurækt, sem ekki höf- um próf, t.d. í lyfjafræði, titla af mikilli rausn. í raun og veru er hann að „heiðra" þá vísindamenn, er við höfum bak við okkur. En það er auðvelt að færa rök að því, að titlarnir tengjast fremur lyfja- fr., því að „fúskarinn og loddar- inn“, svo að ég noti hans orð, spóka sig hlið við hlið gegnum alla grein hans ásamt „skottuvísind- um“, er slógust með í förina. Og þessi þrenning þrífst ágætlega á rakalausum málflutningi hans, eins og púkinn á fjósbitanum forð- um af því fóðri, er honum féll best. — En í för með þrenningunni slóst „eitthvað þaðan af verra“, svo að ég noti enn orð lyfjafr., „þaðan af verra“ vegna þess að hann hefur lagt kapp á að sá tortryggni gegn kvöldrósarolíunni í stað þess að fagna bata alvarlegra sjúklinga, og líklegum möguleika að hún geti bjargað einhverjum heilablæð- ingarsjúklingum, einnig hér, frá örkumlum. Á sama hátt vinnur hann gegn vítamínum og hliðstæðum efnum á rakalausum og fölskum forsend- um, þótt þau hafi gjörbreytt heilsu margra eftir að lyf höfðu brugðist. En baráttuna gegn þeim vill lyfjafr. herða. — Já, það finnst vissulega eilítið skrýtið víðar en í kýrhausnum. — En vill hann ekki lesa upp og læra betur, áður en hann skiptir sér meira af nær- ingarefnum, og snúa sér að um- bótum í sinni grein, en hætta að ljúga því að sjálfum sér og síðan öðrum, að „vítamín, steinefni og lyf“ séu nánast eitt og hið sama. Trúi hann þeirri fjarstæðu, ætti hann að íhuga vel það sem dr. med. og próf. Hackethal sagði um hefðbundnu lyfin — eftir áratuga reynslu: Að fleiri myndu vera heil- brigðir, væru þau ekki til. Með bit- ur vopn lyfjanna færu of margir slyngir verslunarmenn. Þessu má svo snúa við og segja með fullri vissu: Væru vítamín og steinefni tekin af markaðnum, myndu fleiri verða sjúkir, því að við fáum ekki nægð þeirra í dag- legri fæðu. Grein lyfjafræðingsins er svo hlaðin fjarstæðum, að helst mætti halda að hún væri þáttur í fjar- stæðukeppni. Sem slík er hún ágæt. En sem alvörugrein — ótæk. Marteinn Skaftíells er fyrrr. kenn- ari og formaður Heilsuhringsins. Radíóbúðin gefur Krabbameinsfélaginu myndbandstæki RADÍÓBÚÐIN gaf Krabbameinsfélaginu mjög fullkomið Marantz 2000 myndbandstæki nýlega. Þessi gjöf verður notuð í sambandi við fræðslu- og kennsluefni, en mikil þörf hefur verið fyrir slíkt tæki. Myndin er af afhendingu tækisins: Halldór Laxdal verslunarstjóri í Radíóbúðinni afhendir Gunnlaugi Snædal, formanni Krabbameinsfélags íslands (t.v.), tækið. Með á myndinni er Hal. ra Thoroddsen fram- kvæmdastjóri félagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.