Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 Sér framsýnn Bókmenntir Erlendur Jónsson Kjartan Stefánsson: Með viljann að vopni. 240 bls. Vaka. Reykjavík 1983. Heiti þessarar bókar er lýsandi. Guðmundur í Víði er maður vilja- sterkur. Hann hefur verið blindur frá bernsku. En »sér framsýnn veg, þótt sitji í myrkri,« eins og segir í bókinni. Guðmundur tók snemma að sækja á brattann þótt aðstaða hans væri alltaf sýnu verri en annarra. Hann lærði smíði. Og hann tók að koma undir sig fótunum á kreppuárunum, á sama tíma og margur barðist í bökkum eða lagði upp laupana. Með tímanum byggði hann upp landsþekkt stórfyrirtæki. Hann hefur ekki látið áföll buga sig heldur lagt til atlögu við erfiðleik- ana hverju sinni. Hann hefur ekki verið þiggjandi heldur veitandi. Og honum hefur ekki verið hlíft. En Guðmundur er ekki mál- skrafsmaður. Höfundi bókar þess- arar var því nokkur vandi á hönd- um. Ekki er auðvelt að skrá sögu eftir manni sem er í senn dulur og hógvær. Kjartan Stefánsson hefur tekið það ráð að nálgast sögumann sinn frá ýmsum hliðum, hafa sumt beint eftir honum, rekja annað með eigin frásögn. Aðferðin hefur Lassi Bókmenntir Siguröur Haukur Guðjónsson LASSI 1 íBARÁTTU Höfundur: Thöger Birkeland Þýðing: Sigurður Helgason Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Æskan f raun þarf ekki mörg orð um þessa bók, eitt nægir: frábær. Kemur þar einkum þrennt til. Það fyrst, að hún fjallar um efni sem snertir æ fleiri unglinga í þjóðfé- lagi okkar, upplausnar þjóðfélagi. Heimili drengsins er í rúst, vinnu- álag, atvinnuleysi og lausung. í þessu ölduróti er drengurinn rek- ald, hinir fullorðnu sleikja sín eig- in sár, en gleyma drengnum. Þau mæðginin flytja til borgarinnar, drengurinn er settur í skóla, þar sem allur bragur er annar en í þeim er hann þekkti úr þorpinu heima. Og eins og allajafna, þá kynnist drengurinn fyrst undir- málsgemlingum úr hópi krakk- anna, og í bókarlok kveðjum við Guðmundur Guðmundsson ekki heppnast nógu vel. Textinn verður fyrir bragðið í sundurlaus- asta lagi. Auk þess fyllir Kjartan sums staðar upp í með almennum hugleiðingum, t.d. um efnahags- mál, og það er ekki nógu líflegt. Ef sögumaður er hlédrægur verður höfundur að sjá um fjörið. Það hefur Kjartani því miður láðst. Textinn gat verið hressilegri. En sieppi maður öllu skemmti- gildi og líti hlutlægt á málin er auðvitað margt í frásögu Guð- mundar sem merkilegt hlýtur að teljast. Guðmundur hefur staðið í því ianga starfsævi að koma á fót og reka fyrirtæki í landi þar sem Lassa á vegi sem allt bendir til að liggi í skúmaskot mannlífsins. Sú er önnur stoð undir ágæti þessarar bókar, að efnistök höf- undar eru afburða snjöll. Til þess að undirstrika, hversu óheill drengurinn gengur til verkefna sinna, þá lætur höfundur skiptast á lýsingar frá orustuvöllunum tveim, heimili og skóla. Aldrei heill, alltaf hálfur, það er hiut- skipti Lassa, og af næmum skiln- ingi lýsir höfundur þessu vítislífi. Atburðarásin er hröð, heldur les- andanum föngnum, svo hann sleppir ekki bókinni fyrr en hún er öll lesin. Já, Birkeland kann til verka, og væri ekki úr vegi að sumir sem teljast vilja rithöfundar hér hjá okkur færu í smiðju til hans og lærðu af honum. Þriðji þáttur í ágæti þessarar bókar er þýðing Sigurðar. Mál hans er létt og lipurt, virkilega gaman að sjá það á unglingabók. Þegar hann hefir losnað frá tízku- setningunni: „Hellingur af þessu eða hinu“, þá verður mál hans enn fegurra. Það er undarlegt með tízkuna, fyrir nokkrum árum vildu menn ólmir skreyta ritmál sitt með GLÁS og KÁSSU, þetta virð- ist gleymt nú og HELLINGUR kominn í stað. Prentun góð, villur sárafáar. Hafi útgáfan þökk fyrir prýð- isbók, bæði fyrir unglinga og full- orðna. slíkt er ekki aðeins vanþakkað heldur beinlínis úthrópað. Slíkur maður hefur ekki einu sinni mátt koma þaki yfir sig og fjölskyldu sína án þess að vera hafður að skotspæni í blöðum. Láti maður hendur standa fram úr ermum er strax farið að ala á tortryggni í garð hans. Guðmundur hefur ekki farið varhluta af því fremur en aðrir. »Einkareksturinn er undirstaða velmegunar í þjóðfélaginu, samt er verið að reyna að telja fólki trú um, að forsvarsmenn einkarekstr- ar séu undirrót alls efnahagslegs misréttis.* Minnt er á að í þrjátíu ár sam- fellt ríkti haftastefna á íslandi, eða frá 1930 til 1960. Þá voru lögð á »innflutningshöft, verðlags- hömlur, vöruskömmtun eða ríkis- einkasölum komið á fót«. Ekki bætti það úr skák. Höfundur spyr Guðmund hvaða orsakir kunni að liggja til þess að fyrirtæki hans óx umfram önnur slík. Því svarar Guðmundur: »Ég lagði áherslu á fjöldafram- leiðslu og markaðinn fyrir fjöld- ann, fólkið, sem áður hafði ekki haft efni á að kaupa mikið af hús- gögnum.« Fyrir nokkrum árum seldi Guð- mundur Víðishúsið svokallaða. Ærin blaðaskrif urðu um þá sölu á sínum tíma. Guðmundur minnir á að »kaupandinn, ríkið, fékk húsið á eigin matsverði*. Þess var aldrei getið að húsið var byggt sem verk- smiðjuhúsnæði en átti að notast sem skrifstofuhúsnæði. Það krafð- ist auðvitað gagngerðra og mjög kostnaðarsamra breytinga. f lokakafla segir höfundur að Guðmundur hafi ungur einsett sér að láta fötlun sína ekki verða sér til trafala. »Alla tíð hefur hann komið fram eins og sjáandi maður bæði í tali og athöfnum.* Hér er saga manns sem hefur ekki látið baslið smækka sig held- ur vaxið af mótlætinu. Á Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Með reistan makka III: Erlingur Davíðsson skráði. Útg. Skjaldborg 1983. Við skráum ekki aðeins endur- minningar okkar og látum út á þrykk ganga, við skrifum einnig bækur um hestana okkar og sauð- kindina. Mér er spurn, hvers eiga hundar og kettir að gjalda að eng- in ritsöfn eru til um þá? Eða kýrn- ar? Liggja þær ekki óbættar hjá garði líka? Að þessu sögðu ber að taka fram að bækur um hesta og upplifun manns með hesti sínum eru yfirleitt skrifaðar af ekki síðri hlýju og vinsemd en bækurnar um feðurna, kennarana eða móðurina Laura Ingalls Wilder Húsið við Silfurvatn Óskar Ingimarsson þýddi Setberg, Reykjavík 1983 Sjónvarpsþættirnir um Ingalls-fjölskylduna eru vinsælir víða um heim — einnig hér á landi. Bak við þessa þætti eru margar bækur og merkilegar. Sannar sög- ur ritaðar á skáldlegan hátt af mikilli konu og góðum rithöfundi, Lauru Ingalls Wilder. Mig minnir að bækur hennar séu tíu taisins. Auk þess West from Home, sem í eru bréf Lauru til eiginmanns hennar, gefin út að henni látinni 1973. Að mínu mati er sú bók merk- ust. Bréf þessi eru frá 1915, en þá ferðaðist Laura með lest frá Mis- souri til Kaliforníu, eins og hún Bókmenntir Jenna Jensdóttir áður hafði ferðast sem barn um Miðvesturíkin, með fjölskyldu sinni í hestvagni. Laura Ingalls giftist 1885 Al- manzo Wilder og settust þau að þar sem nú er South-Dakota. Þessa löngu lestarferð tókst Laura Wilder á hendur til þess að heimsækja einkadóttur þeirra, Rose, sem búsett var í San Fran- cisco. Bréfin eru til eiginmanns Lauru, sem var eftir heima. Sum þeirra skrifaði hún í lestunum á leiðinni. í bókinni West from Home kynnist lesandi best hinni stórbrotnu konu. Öll sú kærleiks- ríka umhyggja sem stelpan Laura sýnir í Lauru-bókunum birtist í látlausum raunveruleika í bréfum hennar. Vonandi fá íslenskir les- endur að komast í kynni við bréfin seinna. Húsið við Silfurvatn er fimmta Lárubókin sem kemur út á ís- lensku. Karl Ingalls hefur von um vinnu vestur í Dakota. Þar eru vinnubúðir járnbrautarstarfs- manna, sem eru að leggja járn- Krlingur Davíðsson Laura Ingalls Wilder brautarteina vestur eftir. Kaupið er gott og undanfarin tvö ár hafði Karl dreymt um að flytja vestur, eignast þar landskika. Hann fer. Seinna koma móðirin og dæturnar með lest, svo langt sem hún getur farið. Gamli hundurinn þeirra, Jói, var dáinn sökum elli. Lára missir þar góðan vin. Telp- an sem er nú 13 ára og ekki há í loftinu verður að treysta mikið á sjálfa sig. María er blind og móð- irin hefur nóg að gera, þar sem litlu telpurnar tvær þurfa líka á hjálp að halda. Ferðin vestur er ströng og lífsbaráttan er hörð hjá öllum sem þurfa að sjá sér og sín- um farborða í járnbrautarbúðun- um við Silfurvatn. Fjölskylda Ingalls er kát og hress þrátt fyrir kröpp kjör. Það drífur margt á daga þeirra áður en hinn langþráði draumur um að eignast jarðnæði rætist. Sagan er spennandi og raunsæ. Hún gefur áhrifaríka mynd af lífsbaráttu sögupersóna og höf- undur lýsir vel erfiðu náttúrufari. „Lárubækurnar" taka sjón- varpsþáttunum fram. Þýðingar Óskars Ingimarssonar eru ávallt vandaðar. húsfreyjuna og hvað þetta nú allt saman snýst um, sem við finnum hjá okkur hvöt til að tjá okkur um fyrir alþjóð. Það er ekki frumlegt að ítreka að hesturinn hafi lengi verið þarfasti þjónninn og síðan hafi afstaða okkar smám sman verið að taka breytingum, hlut- verk hans er annað nú og sjálfsagt ekki síðra: hann er vinur þéttbýl- inganna og einn beztur uppalandi ungs fólks. Þetta eru allt vituð og margtuggin sannindi. Og hér er sem sé á ferðinni ein bókin enn um hestinn, kaflarnir eru hér nokkuð mismunandi að anda og stíl vegna þess að fólk á ýmsum aldurskeiðum segir frá og því kemur fram í köflunum bara töluverð fjölbreytni. En þó eiga allir skriffinnarnir það sameigin- legt að hafa átt hesta að vinum og minnast þeirra að öllu góðu. Allt slíkt er reglulega góðra gjalda vert. Og ekki nokkur ástæða til að fjölyrða um hvern kafla fyrir sig, þeir hafa allir til síns ágætis nokkuð innan þeirra ramma sem þeim eru settir. Ég vona að ekki sé farið jafn illilega rangt með nöfn og stað- arheiti, eins og í kaflanum um Eyjólf í Sólheimum, þar er stór vöntun á nákvæmni. Fyrir utan að það skrif hefði mátt vanda stórum betur, með annan eins efnivið í höndunum og hesta/ saga Eyjólfs er tvímælalaust. Formálsorð eru skrifuð af Jóni Helgasyni, dómsmálaráðherra, og eru náttúrlega snyrtileg en eigin- lega ekkert framyfir það. Frásögn af fjórðungsmóti norðlenzkra hesta á Melgerðismelum á sl. sumri er fullkomlega óþarft inn- legg. Og kápumyndin er nú ekki beinlínis í samræmi við titil bók- Slær Rás 3 alveg út Hljóm- plotur Siguröur Sverrir Pálsson Ýmsir flytjendur Án vönigjalds Skífan Safnplötufárið nálgast nú há- mark, enda orðið stutt til jóla. Eftir að vörugjaldið illræmda var fellt niður hefur komið um- talsverður kippur í plötusöluna hér á landi og e.t.v. má rekja safnplötuæðið, sem gripið hefur um sig, að einhverju leyti til þeirrar ákvörðunar. Æðið á reyndar ekki við um plötukaup- endur, heldur einkanlega plötu- útgefendur. Á skömmum tíma hafa fjórar litið dagsins ljós: Rás 3, Milli tveggja elda, þá þessi og nú allra síðast Rás 4. Val laga á safnplötur er erfitt ef vel á að takast til. Safnplötur Steina hf. hafa haft til að bera vissa stígandi og Rás 3 er glöggt dæmi um góða safnplötu. Fálk- inn hefur hins vegar ekki haft heppnina alveg á sínu bandi og báðar safnplötur hans til þessa verið fremur misheppnaðar. Mér varð því hreint ekki um sel er ég frétti af því að Skífan væri á leið með sína fyrstu safnplötu. Efasemdir reyndust óþarfar því ég er á því að Án vörugjalds standi Rás 3 fyllilega á sporði og er það þó mál manna, þar á meðal undirritaðs, að þar hafi farið besta hérlend safn- plata til þessa. Reyndar er ég sannfærður eftir nokkra hlustun um að Án vörugjalds hefur hirt toppsætið á safnplötuvettvang- inum. Á Án vörugjalds er að finna 14 lög, sem eru öll erlend, að tveim- ur undanskildum. íslensku full- trúarnir eru Magnús Þór Sig- mundsson og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson. Lag Magnúsar Þórs er besta framlag hans um langt skeið og hann sýnir splunkunýja hlið á sér í laginu Dancer. Stefnumót er tvímælalaust besta lagið á plötunni Gallabuxur, sem Guðmundur Rúnar sendi frá sér. f tólf erlendum lögum finn ég engan veikan hlekk og minnist ekki slíkrar útkomu á nokkurri safnplötu. Hér fá menn sko virkilega mikið fyrir aurinn. Við þessa plötu verður þó ekki skilið án þess að gera athuga- semdir við umslagið. Hvers vegna þarf að skrifa Magnús Þór upp á enska vísu og hvaða til- gangi þjónar það að segja að lög hans og Guðmundar Rúnars séu „Produced by“ ...? Á þessi piata að fara á erlendan markað? Ég hélt ekki. Hættum þessum hé- góma. Þá er ártalið á lagi Magn- úsar Þórs örugglega rangt. Á plötunni stendur 1873, en á lík- ast til að vera 1983. Smáatriði e.t.v., en skipta samt máli þegar á heildina er litið. fáki fráum ... Ný heimkynni arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.