Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 35 Þetta voru hin málfræðilegu rök. En svo kom maður, sem leit á mál- ið frá öðrum sjórnarhóli, og sagði: „Já, auðvitað, ef maður vill gera þeim jafn hátt undir höfði." Dr. Sigurbjörn sér enga ástæðu til að gera Frelsaranum hærra undir höfði en öðrum. Viðmælandi minn segir það „greinilegt, að latneska ávarpið Jesú, hafi verið á leiðinni að út- rýma nefnifallinu Jesús“. Hvaðan hann hefir þá vizku, er mér ókunnugt. En hafi ég skilið Árna Böðvarsson rétt, fannst mér hann gefa í skyn, að þótt þróunin hefði orðið sú, hefði það ekki verið svo alvarlegt. Minnti hann á heitið Jeshua, sem Jesús mun hafa geng- ið undir hjá þeim, er arameisku töluðu. Og miðað við það, væri Jesú ekki óeðlilegt nefnifall. Sem sagt, hér átti að ráða bót á vandamáli, en svo óbjörgulega tókst til, að sú „bót“ leiðir af sé fleiri og verri vandamál en það, sem leysa skyldi. Vel af sér vikið það! Nokkra verstu agnúana, sem þetta uppá- tæki hefir í för með sér, nefndi ég í grein minni í Velvakanda hinn 17. júní, og sleppi þess vegna að telja þá hér. En ekki batnar það, ef þetta snilldarbragð kemur svo ekki að neinu haldi. Hvernig af- nám ávarpsfallsins getur tryggt sess nefnifallsins, er erfitt að sjá. Aukaföllin þrjú eru á sínum stað, eftir sem áður, og þau geta reynzt nefnifallinu skeinuhætt. Ég er því fylgjandi, að nefnifall- ið Jesús, sé ekki látið niður falla. En ráðið til þess er einfaldlega það, að kenna meðferðina á nafni Jesú. Datt dr. Sigurbirni það aldrei í hug á meðan hann var biskup? Það má æra óstöðugan að eltast við allar rökleysur viðmælanda míns. Ekki get ég t.d. skilið það, að ávarpsfallið Jesú sé vitund „latn- eskara" en aukaföllin þrjú, sem öll eru eins og það. Dr. Sigurbjörn feitletrar þessa óvini sína, þolfallið og ávarpsfallið, og telur „ekki heyra undir íslenzka málvernd að halda í þessar myndir nafnsins". Sem málverndarmaður, þótt það vilji ég vera, hefi ég reyndar ekki skrifað á móti breytingunni á nafni Jesú. Dr. Sigurbjörn gefur í skyn, að þessi skrif mín séu af annarlegum hvötum. En það er Drottins að dæma hjartað, en ekki dr. Sigurbjarnar. Það sem mér hefir gengið til er það, að halda í þá meðferð á nafni Jesú, sem tíðkast hefir með þjóðinni frá fyrstu tíð, og víkur aðeins lítið eitt frá því sem er í N.t. Og ekki get ég séð, að íslenzkunni stafi hætta af. Jafnvel ekki af þolfallinu Jesúm, þó „latn- eskt“ sé. Mörg góð og gild orð í máli voru eru úr latínu komin. Hvers vegna þáð hræðast þessa þol- fallsendingu? Hún er skemmtilegur „rainjagripur" frá þeirri tíð, er „lat- ínan var list mæt“ og jafnframt hið krikjulega mál á landi voru. Viðmælanda mínum virðist þykja miður, að ég ekki nefndi handbókina frægu og veltir yfir nokkrir menn — nú er hann stórt og öflugt fyrirtæki með launaða menn í sinni þjónustu. Svona hleð- ur það í kring um sig sem allir geta verið sammála um, og mann- úðin höfð í fyrirrúmi. Þar sem nefnd voru daggjöld Elliheimilisins, get ég ekki látið hjá líða að nefna Gísla Sigur- björnsson forstjóra, þar þarf víst enga bónbjörg, hann sér um það. Ef öllum fyrirtækjum væri jafnvel stjórnað og hans værum við ekki á flæðiskeri stödd, enda á hann snilldargáfu fjármálamannsins og ótalið er allt það sem hann hefir látið gott af sér leiða. Við getum komið okkur saman um að fjáröflunin var klók, en það er ekkert að því að vera klókur, ef klókindin eru ekki notuð til ills. Fyrsta kafla greinarinnar læt ég líða mér um hug. Okkur var gefinn arður jarðar til að kunna með að fara. Margt hefir gerst síðan Sæm- undur fróði synti á selnum frá Svartaskóla forðum daga. því vöngum, hvort ég muni hafa lesið hana. Satt er það, að skemmtilegra lesefni get ég hugs- að mér. Þó tel ég mig nægilega kunnugan innvolsi nefndrar bókar til þess að geta skrifað um hana smágrein í Mbl. ef hann óskar þess. Hvernig víkur því við, að „eldri kynslóð er auðvelt að fara rétt með nafnið samkvæmt þessari reglu. En öðrum ekki“. Hefir þjóðinni hrak- að svona vitsmunalega? Eða er það ekki heldur vegna þess, að kennslan hefir brugðizt? „Meira að segja prestar ruglast í þessu rími í seinni tíð“! Ja, leitt er að heyra, að prestastéttinni skuli hafa farið svona aftur í biskupstíð dr. Sigur- bjarnar. Orðræðu sína endar svo viðmæl- andi minn á þessa leið: „En kirkj- unni er fullerfitt að skýra mikil- vægari leyndardóma, þótt létti þessu af sér. Og prestar og aðrir uppfræðendur geta varið tíma og kröftum til sáluhjálplegri hluta.“ Ég hefði nú haldið, að þeir sem ekki geta lært meðferðina á nafni Jesú, eins og hún hefir tíðkast í alda- raðir, séu hvorki færir um að læra né skýra „mikilvægari leyndardóma", er til „sáluhjálpar“ megi verða. Sr. Bjartmar Kristjínsson er prest- ur að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Blanda — en fyrir hvern? Hljóm nrnTTra Sigurður Sverrisson Ólafur Ragnars- son Blanda fyrir alla Kviksjá Þegar mér barst þessi plata í hendurnar fyrir nokkrum vikum vissi ég ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Eftir að hafa hlýtt á hana mörgum sinnum veit ég heldur ekkert hvaðan á mig stendur veðrið. Þessi plata er engan veginn góð, en heldur ekki alvond með öllu — þótt stundum vanti lítið þar upp á. Það er vissulega skrýtin til- finning, sem fylgir því að hlusta á Blöndu fyrir alla. Ekki aðeins gefur nafnið al- ranga mynd af því sem þarna er að finna (þetta er alls ekki blanda fyrir alla — fjarri því) heldur er engu líkara en mað- ur taki sér á ferð hendur allt aftur til ársins 1970, svei mér þá. Ég held ég hafi aldrei heyrt eins „gamaldags“-plötu frá því ég hóf að skrifa um hljómplötur. í sjálfu sér væri það kær- komin tilbreyting frá öllu öðru að heyra eitthvað, sem er aðeins frábrugðið nútíman- um, en ekki þegar það er framreitt eins og hér. Það hefði verið hægt að vinna svo miklu miklu betur úr þessu efni, þótt það sé ekki neitt fyrsta flokks. Á Blöndu fyrir alla er að finna sex lög á þessari 33 snúninga plötu (á plötumiðan- um stendur reyndar 45 snún- ingar, en það stemmir ekki). Bestu lögin eru þau, þar sem söngnum er sleppt, þ.e. Sökn- uður og Rán. Hvorki höfuð- paurinn, Ólafur Ragnarsson, né Hulda Ragnarsdóttir, sem einnig syngur á plötunni, telj- ast til stórsöngvara. Hún þó miklu traustari. Gott dæmi um vonlausan söng Ólafs er að finna í laginu „Aðeins þú ein“. Það hreinlega sker í eyr- un að heyra hvernig hann teygir á sérhljóðunum. Hljóðfæraleikurinn er ákaf- lega gloppóttur á þessari plötu. Það er helst gítarleik- arinn, Ríkharður H. Frið- riksson, sem kemst vel frá sínu. Hvorki trommur né bassi eru sannfærandi, þótt í flestum tilvikum sleppi þau fyrir horn. Hver tilgangurinn með þessari plötu er fæ ég seint skilið. Skemmtagildið er lítið, efniviðurinn „lala“, úr- vinnslan léleg og marklaus. Þetta hlýtur að vera eitthvað „lókal“ ævintýri. / Ef þú málar með STEINAKRÝLI frá Málningu hf þarftu ekki að bíða eflir málningarveðrí! Frábærar nlðurstöður íslenskra sórfræðinga. Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir víðtækum prófunum á STEINAKRÝLI i rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er haagt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvf einstaklega hæf fyrir íslenskar aðstæður. Duftsmitandi fletir valda ekki lengur erfiðleikum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu. Rigningarskúr er ekkert vandamál. STEÍNAKRÝL er terpentínuþynnanleg málning, sem er óvenjulega hæf fyrir islenskar aðstæður STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rigningu fljótlega eftir málun. rnálning^ * Mun og - STEINSTEYPU U« jd "NQ.TEBPENTINUPYNN»N^ Nú geturðu málað f frosti. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með slóttri áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel í 10 gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST! STEINAKRÝL - málnlngin sem andar málninghf Björg M. Thoroddsen er húsmóðir í Reykjarík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.