Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JIÍLÍ 1983 15 messunni, og ef við varðveitum um hríð „hostiuna“ til tilbeiðslu, mun- um við ne\ta hennar sem nær- ingar á eftir. En er þá enginn mikilvægur stefnumismunur frá Lúther? Jú, kannski mesti mismunurinn, sem máli skiptir, varðar vald. Ef svo er, hver hefur það, Lúth- er, páfinn eða ritningin? Fyrir Lúther er það ritningin. Hvernig má það vera? Hér vil ég skjóta inn smá sögu um nemanda, Gottfried Boomans, sem varð mjög frægur rithöfundur í Hol- landi. Hann skrifaði m.a. „Ferð mín til Rómar“, bók sem var túlk- uð á annan hátt en hann skrifaði í dagblaði í Hollandi „De Linie“. Á yngri árum hafði hann þegar skrifað bókina undir höfundar- nafni. Síðar var hann prófaður í áðurnefndri bók á bókmennta- prófi. Prófdómarinn sem vissi ekki um rithöfundarstörf Gott- frieds, lét í ljós að Gottfried hefði ekki skilið markmið höfundarins. Hann varð vissulega vandræða- legur, er Gottfried gaf til kynna hver hann var og kvaðst hafa haft annað í huga við samningu bókar- innar. Getur verið um svipað að ræða varðandi túlkun ritningarinnar? Vissulega. Það hlýtur að hafa ver- ið ljóst fyrir Lúther og hefur síðan orðið það meir og meir með degi hverjum, eftir því sem fleiri og fleiri sértrúarflokkar bætast við, sem segjast byggja kenningu sína á ritningunni. Tökum t.d. Votta Jehóva: Jesús er ekki lengur guð. En þetta var Lúther þegar ljóst, er hann reyndi að sannfæra Zwingli í tvo heila sólarhringa um raun- verulega viðurvist Jesú í altaris- sakramentinu. Þess vegna gat Lúther kallað ritninguna „bók villutrúarmanna“. Lúther var mjög sveigjanlegur í túlkunum sínum, eins og við vitum, og mjög alvarlegur. Kannski er spurning ofarlega í huga ykkar. Hvers vegna ert þú að skrifa allt þetta? Er það í þeim tilgangi, að gagnrýna Lúther? Eða til að gagnrýna lúthersku kirkj- una? Eða til að snúa ykkur til kaþ- ólskrar trúar? Svar mitt er: Nei, alls ekki. Meina ég það? Já. Ein- hverjum kann að liggja á hjarta hvers vegna ég séjjá hér á landi? Svarið er einfalt. Eg sem kaþólsk- ur prestur hef áhuga á samkirkju- legu starfi, eins og Vatíkanþingið og páfinn hafa gefið fyrirmæli um. Hvað á ég við með því? Við erum þó öll meðlimir kirkju Krists. Kaþólska kirkjan er elsta kirkjudeildin og sú fjölmennasta (1950 ára og hefur 800,000.00'' meðlimi). Er það rangt þi kalli sig móðurkirkjuna? { þeim skilningi er lútherska kirkjan dótturkirkja. En móðir og dóttir ættu aldrei að slíta algjörlega sambandi hvor við aðra, jafnvel þó að um tímabundinn aðskilnað sé að ræða, þó að skoðanamunur sé fyrir hendi. Samkirkjulegt starf byggist á skilningi og viðurkenn- ingu, þar sem við þurfum hvert annars við í bróðerni og kærleika með sambandi innan vissra marka. Við getum og þurfum að hjálpast að, þar sem þess eru möguleikar. Við virðum biskup ykkar og presta, og það geri ég persónulega mjög. Þið getið fylgst með störfum kaþólsku kirkjunnar út um heim og sérstaklega ættuð þið að vita, hvað páfinn er að segja og „hin aldna móðir“ um lausn vandamála er upp koma í heimin- um. Ég er þeirrar skoðunar, að hefði Lúther þekkt páfa þessarar aldar, hefði hann sagt eitthvað á þessa leið: „Nú get ég breytt kenn- ingu minni um „anti-krist“ í „fyrir Krist“ og um kaþólsku kirkjuna sem Babýlon, gleymum því; það var ekki ætlun mín að gerast spámaður í þessum efnum.“ Ef þessi grein mín getur gert okkur að betri bræðrum og vinum, og aukið samband okkar á milli, þakka ég guði, ef ekki, þá bið ég afsökunar, því ég segi ykkur það sannarlega, að sú var ósk min. Lóðaúthlutun við Sogaveg Eftir Gunnar M. Jónasson VEGNA ummæla formanns skipu- lagsnefndar Reykjavíkur um meiri- háttar misskilning íbúa við Sogaveg í sambandi við lóðarúthlutun til byggingarvöruverslunar á grænu svæði austan söluskála, er rétt að fram komi að okkur er fyllilega kunnugt um að lóðinni hefur ekki verið formlega úthlutað, enda ekki um neina lóð að ræða þarna, heldur grænt svæði samkvæmt skipulagi borgarinnar sjálfrar. Hins vegar er okkur einnig kunnugt um að verslunareigand- inn hefur sótt um það til borgar- innar að hún láti gera lóð handa sér við hlið söluskálans eða þar í grennd. Okkur er einnig kunnugt um að svo er þessi umsókn fast sótt, að stöðugt er hringt í alla þá sem hafa eitthvað með málið að gera. Og enn er okkur kunnugt um að lóðarumsækjandinn hefur ráð- ið sér arkitekt til að teikna sér hús á þessum stað, og hefur hann þeg- ar gert frumdrög að því. Hann styður lóðarumsækjandann mjög í málaleitan hans, enda er arkitekt- inn fyrrverandi skipulagsstjóri borgarinnar og vinnur enn á henn- ar vegum. Hann er svo sannarlega ekki á því að hafa beri samráð við íbúa vegna skipulags, sem formað- ur skipulagsnefndar telur þó nauðsynlegt. Vegna þess arna teljum við óumflýjanlegt að koma skoðunum okkar á framfæri við allra fyrsta tækifæri og því er af stað farið nú, enda til lítils eftir að lóð hefur verið búin til og úthlutað. Við eig- um ekki von á því að til okkar verði leitað að frumkvæði borgar- innar og nægir að nefna því til stuðnings lóðarúthlutun til Stjórnunarskólans á þessu sama græna svæði. Formaður skipu- lagsnefndar sagði mér að ekki hefði þótt ástæða til að kynna það mál sérstaklega fyrir íbúum ná- grennisins enda vissum við ekkert fyrr en byrjað var að grafa. Lýsir þetta meiriháttar misskilningi á því um hvað málið snýst, en það snýst hvorki um velferð né fram- tíð Stjórnunarskólans eða bygg- ingavöruverslunar sem slíkra, bæði eru gild fyrirtæki á sinn hátt, heldur um umferðarþunga, slysahættu og ónæði í hverfinu. Raunar er þetta aðeins einn liður í miklu stærra dæmi. Formaður skipulagnsnefndar er heldur ekki með öllu óblendinn í trúnni á sam- ráð, því fyrir þreniur mánuðum eða svo tjáði hann mér að ekkert væri farið að hugsa fyrir breyttu skipulagi á þeim hluta svæðisins, sem hér er uni að ræða. Síðan höf- um við fengið vissu fyrir því að ekki einungis var farið að ræða málið þá, heldur var nefndur arki- tekt búinn að gera tillögu að hús- inu og skipulagsbreytingu. Ýmislegt fleira ætti að nefna í þessari umræðu, þó svo hér verði látið staðar numið, þar sem okkur íbúum hér er meira í mun að fá að ræða við rétta aðila á réttum tíma, en að standa í blaðaskrifum. En þar sem svo þykkur varnarmúr er í kringum ráð og nefndir borg- arinnar verða hlutaðeigendur þar að fyrirgefa okkur þótt við grípum til allra ráða við að koma skoðun- um okkar á framfæri. Greinarhöfundur, Gunnar A/. Jón- asson, arkilekt, er íbúi við Soga- veg. Nær allir tölvuframleiðendur setj a nafn sitt á einkatölvur (personal com- puters). Sá sem býður tölvu þarf hinsvegar að hafa meira fram að færa en nafnið eitt og töluvert meira en tækið sj álft. í stað þess að hanna eina tölvu er hentaði sem flestum, án þess að mæta sérþörfum hvers og eins, hefur Digital framleitt 3 tegundir af einka- tölvum. Hver og ein þeirra getur annast fjölmörg verkefni s.s. textavinnslu, bók- hald eða áætlanagerð og mjög auðvelt er að tengja þær saman í net eða nota sem útstöðvar á stærri tölvur. Kynning á þessum nýju einkatölvum verður á Hótel Loftleiðum (Kristal- sal) fimmtudaginn 21. júní frá kl. 12-21. d i g i t a KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ, TÖLVUDEILD HÓLMASLÓÐ 4, ÖRFIRISEY. S. 24120 ÞRIAR NÝJAR EINKATÖU/UR SEQfl MARKA TIMAMOT Séra Jón Habets er kaþólskur prestur íStrkkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.