Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JtJLÍ 1983 GOLF er íþrótt sem nýtur vaxandi vínsælda í Vestmannaeyjum, en þessi skemmtilega íþrótt rak á fjörur Eyjaskeggja fyrir nærri 45 árum. Golfklúbbur Vestmanna- eyja var stofnaöur árið 1938 og mun vera þriöji elsti golfklúbbur landsins. Þá voru fyrir klúbbar í Reykjavík og á Akureyri, stofnaö- ir skömmu áöur. Stofndagur GV er 4. desember 1938. Völlur GV er í Herjólfsdal, ákaf- lega skemmtilegu umhverfi, og af mörgum golfleikurum taiinn skemmtilegasti golfvöllur landsins. Eins og fleira í Vestmannaeyjum varö golfvöllurinn fyrir verulegum skemmdum í gosinu 1973 og tók þaö langan tíma og útheimti mikla vinnu félaga í GV aö hreinsa völl- inn og græöa hann upp. Þrátt fyrir þessa miklu vinnu, gáfu golfarar sér tíma til aö koma sér upp öör- um golfvelli á meöan Herjólfsdalur var „out of bounds", því viðhalda varö sveiflunni og liöka þurfti pútt- iö. Þessi völlur var undir hlíöum Sæfells, fyrir sunnan flugvöllinn. Herma óstaöfestar fregnir aö flugmenn Flugleiöa hafi fariö fram á sérstaka áhættuþóknun í fluginu til Eyja meöan golfarar slógu um sig í nálægö flugvallarins. En öll él birtir upp um síöir og golfarar í Eyjum komust aftur á sinn ástkæra golfvöll í Herjólfsdal og hafa síðan knúsaö hann og kjassaö af mikilli umhyggju. Þeir hafa komiö sér upp mjög veglegu klúbbhúsi og stórri áhaldageymslu og er þar oft kátt í koti og sögur sagðar af miklum afrekum á golf- vellinum, svo magnaöar sögur aö sögur laxveiðimanna hljóöa sem Litla gula hænan í samanburöi. Formaður Golfklúbbs Vest- mannaeyja er Ragnar Guömunds- son og Mbl. fékk hann í spjall um GV og golfiö sem íþrótt. „GV er stofnaöur 4. desember áriö 1938 og var Þórhallur Gunn- laugsson símstöövarstjóri einn helsti upphafsmaöur golfsins hér í Vestmannaeyjum, flutti þessa íþrótt hingaö frá Bretlandi. Þaö er eins meö okkar völl og ýmsa aðra aö hann er á landnámsjörð í Her- jólfsdal og t.d. liggur ein braut vall- arins þétt viö rústir bústaöar land- námsmannsins Herjólfs Báröar- sonar. Ég held aö ein mesta sér- staöa okkar klúbbs miðað viö aöra golfklúbba felist í því aö í okkar klúbbi hafa ávallt fjölmargir starf- andi sjómenn verið virkir meölim- ir.“ — Er þetta fjölmennur félags- skapur? „Félagsmeölimir í GV eru nú skráöir 102 og þaö er mjög mikill vöxtur og viögangur í íþróttinni. í sumar eru hjá okkur 15—18 nýliö- ar. Viö höfum orðiö varir viö vax- andi áhuga hjá unglingsstúlkum á golfinu, sem er okkur sérstakt fagnaöarefni. En okkur vantar fleiri húsmæöur í klúbbinn, þær mættu gjarnan af og til sleppa uppvösk- unarburstanum og taka sér golf- kylfu í hönd vegna þess aö golf er íþrótt fyrir alla, nánast frá vöggu til grafar. Yngsti spilandi meölimur klúbbsins er 6 ára, en sá elsti mun halda upp á 80 ára afmæli sitt nú á næstunni.“ — Þiö eruð taldir montnir af vellinum ykkar? „Golfvöllurinn okkar í Herjólfs- dal er vafalaust í fegursta umhverfi allra golfvalla á landinu. Þaö má benda á þaö, aö i sumar höfum viö fengið heimsóknir erlendra golf- leikara sem hafa dáöst mjög af vellinum okkar. T.d. voru hér am- erísk hjón, mjög sterkir golfspilar- ar, sem hafa spilaö í öllum heims- álfum. Þau uröu alveg bergnumin, höföu ekki áöur komið á golfvöll í eins ægifögru umhverfi. Aö sjálf- sögöu erum viö stoltir yfir því hversu mikil áhrif umhverfiö og völlurinn hefur á þá gesti sem sækja okkur heim. Þaö ætti aö vera akkur allra íslenskra golfspil- ara aö heimsækja okkur í Herjólfs- • Þessi mynd var tekin einu óri eftir aö gosið hófst í Eyjum, í janúar 1974, er unniö var af fullum krafti viö aö bæta völlinn, en hann var þakinn vikri eftir gos. Nú hefur tekist aö græöa völlinn upp aö mestu. Morgunblaöið/ Sigurgeir Golfklúbbur Vestmannaeyja • Ragnar Guömundsson, for- maöur GV. Völlur GV í Herjólfsdal LENGD: 5506 mstrar. HOLUR: 9, sú lengsta 530 metrar, par 5. PAR: 70. VALLARMET: Ragnar Ólafston GR og Gylfi Garðarsson GV hafa farið völlinn á 66 höggum. dal og kynnast þessu af eigin raun.“ — Hvað um árangur meölima GV á mótum? „GV hefur haft á aö skipa mörg- um góðum spilurum í gegnum árin. Má þar nefna Svein heitinn Ár- sælsson sem varö tvívegis íslands- meistari hér á árum áöur og af yngri kynslóöinni eigum viö nokkra efnilega golfspilara, t.d. Gylfa Garöarsson og Þorstein Hallgríms- son sem varö þriöji á nýafstöönu Islandsmóti drengja. Viö höfum því miður ekki haft fjölmennt kvenna- liö í okkar rööum, en þrátt fyrir þaö mjög sterkt og traust liö til leiks og starfs. Jakobína Guölaugsdóttir er margfaldur íslandsmeistari kvenna í golfi.“ — Hvaö er þaö sem fær fólk til þess aö slá og eltast viö lítinn hvít- an bolta út um víöan völl, jafnvel í kolvitlausu veöri? „Þaö er fyrst og fremst útivistin, ánægjan af hreyfingunni meö blöndu af keppnisskapi sem er svo ríkt í fari okkar islendinga, aö láta ekki þennan litla hvíta bolta fara meö sigur af hólmi, heldur reyna aö stjórna ferð hans, láta hann fara þangað sem þú ætlast til aö hann fari, ofan í litlu holuna meö stóru flaggstönginni. Þáttur númer tvö t þessu er félagshyggjan og hversu margbreytilegum persónu- leikum þú kynnist á golfvellinum. Siöareglur golfsins og umgengni á golfvelli eru bæöi þroskandi og þróandi fyrir einstaklinginn vegna þess hversu mikiö tillit þarf aö taka til meðspilara og gildandi reglna. Golfleikurinn er leikinn mestmegn- is samkvæmt hugviti og lipurö, en vöðvaafliö skiptir miklu minna máli.“ Viö þökkum Ragnari Guð- mundssyni fyrir spjallið og óskum honum og félögum hans í Golf- klúbbi Vestmannaeyja góös gengis í eltingaleiknum viö litla, hvíta bolt- ann á fögrum vellinum í Herjólfs- dal. Viö vonum aö golfarar gefi sér tíma til þess nú um mánaöamótin aö flytja sig örlítið innar í Dalinn og taka þátt i þjóöhátíöinni meö okkur hinum og kannski fáum viö þá aö heyra sögur um öll stórkost- legu púttin og drævin. — hkj. • Guömundur I., Siggi „Gúmm“ og Gylfi Garöars slaka hér á á Jónsmessunótt, en þá eins og annars staðar á landinu tíökast að halda golfmót í Eyjum. • Ársæll Sveinsson, fyrrum markvörður Eyjamanna í knatt- spyrnu, púttar hár af öryggi. • Kylfingar í Eyjum stunda íþrótt sína ( glæsilegu umhverfi svo ekki sá meira sagt. Þaö sást greinilega á þessari mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.