Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 13 Engrar eggja- einkasölu þörf — eftir Geir G. Gunnlaugsson Síðastliðnar vikur hefur verið margt rætt og ritað um landbún- aðarmál og oftsinnis sveigt að til- raun Framleiðsluráðs landbúnað- arins til þess að veita einkaleyfi á sölu og dreifingu eggja gegn vilja neytenda og þeirra sem mest framleiða af eggjum í dag. Mig langar að leggja enn orð í belg sökum þess að birst hafa greinar þar sem reynt er að verja réttmæti einokunar með fullyrð- ingum sem ekki fá staðist. Vil ég sérstaklega nefna grein Agnars Guðnasonar, blaðafulltrúa Fram- leiðsluráðs, sem hann nefndi „Sag- an endurtekur sig“ (Mbl. 1.6.’83) oggrein Gísla Andréssonar, bónda að Hálsi í Kjós, sem bar yfirskrift- ina „Hvenær eru tímamót í ís- lenskum landbúnaði?" (Mbl. 23.6.’83). Einnig vil ég víkja að orðum Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra um dreif- ingarstöð eggja, sem hann lét falla í sjónvarpsviðtali nýlega. Helstu röksemdir einokunar- postulanna eru að líkja eggjaeinkasölu við Mjólkursam- söluna. Þetta er alrangt. Ekkert er sambærilegt með þessum tveim landbúnaðarafurðum, enda hefði það ekki verið vansalaust af hálfu landbúnaðarforystunnar að láta sölu- og dreifingarmál eggja liggja í láginni ef það hefði verið jafnbrýnt að koma á eggjasamsölu sem mjólkurvinnslu. Framleiðslu- ráð landbúnaðarins hefur iátið eggjaframleiðsluna afskiptalausa til þessa og hefur það verið kvört- unarlaust af hálfu neytenda. Hið sama verður ekki sagt um margar aðrar landbúnaðarafurðir, sem flestar eru undir þeirra ráðstjórn. Reynt hefur verið að koma þeim orðrómi á kreik að smitsjúkdómar berist með hænueggjum sem rétt- læti sérstaka dreifingarstöð fyrir egg. Flutningsmenn þessa boð- skapar hafa samt ekki getað fund- ið upp neinn ákveðinn sjúkdóm sem þannig berst né nefnt dæmi máli sínu til sönnunar. Slík stöð væri fyrir löngu risin ef krafa hefði komið frá heilbrigðisyfir- völdum. Enn eitt, sem reynt er að læða inn hjá almenningi, er að dreifi- kerfi eggja verði hagkvæmara við einokun fremur en við núverandi aðstæður sem Agnar Guðnason færir í stílinn á þann hátt að „nokkur hundruð framleiðendur aki í halarófu um þvera og endi- langa borgina til að selja egg“. Þarna fellur hann um eigin full- yrðingar því hvert barn fær séð að dýrara mun að aka um þvert og endilangt landið til þess að safna saman eggjum á einn stað og síð- an út um allt á ný. Forsvarsmenn einkasölu eggja hafa haldið þvi fram að tæknivæð- ing stærri búanna sé svo kostnað- arsöm að smærri framleiðendur standi betur að vígi og geti boðið neytendum betri og ódýrari egg. Þetta er að sjálfsögðu rangt. Ef þeir aðilar, sem nú vilja komast inn á eggjamarkaðinn, gætu raun- verulega boðið betri og ódýrari egg þyrftu þeir ekki á einkasölu- heimild að halda frá Framleiðslu- ráði til þess að ná einokunarað- stöðu. í öllum sínum skrifum hafa einokunarpostularnir ekki vikið aukateknu orði að því, af hverju þeir geti ekki stofnað slíka dreif- ingarstöð á eigin vegum og án að- stoðar úr kjarnfóðursjóði. Það er þó sannarlega enginn sem bannar þeim það. Nei, það er nefnilega hið sama sem gildir í dag og fyrir mörgum öldum að einokunar er þörf til þess eins að ná sér niðri á keppinautum sínum. I nýlegu sjónvarpsviðtali vék forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, að því að það væri miður að ekki væri til dreif- ingarstöð fyrir egg sem gerði kleift að fullnægja skilyrðum um sölu eggja til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þarna var sagan ekki sögð nema til hálfs því annað og meira kemur í veg fyrir það. Heildsöluverð bandarískra eggja er meira en helmingi lægra en hinna íslensku. Ekki trúi ég því að hljómgrunnur sé fyrir því að greiða eggin niður fyrir varnarlið- ið, en til þess að jafna þennan verðmismun þyrfti að fella niður kjarnfóðurskatt, lækka fóður, draga úr vaxtabyrðinni og koma þegar í stað upp stofneldisstöð fyrir varpfugla að Stóra-Ármóti. Áf þessu sést að tilkoma dreif- ingarstöðvar mundi engu breyta í þessu efni og reyndar annaðist heildverslun K. Skagfjörð flokkun og sölu eggja frá íslenskum fram- leiðendum til varnarliðsins um alllangt skeið. Einkasölumenn gera harða hríð að samtökum neytenda. Það má lesa hjá þeim vandlætingu á því að neytendur skuli ekki meta að verðleikum hina alvitru forsjá Framleiðsluráðs landbúnaðarins um það, hvað almenningur má hafa ráð á að hafa á borðum sín- um. Mergurinn málsins er sá að engrar einkasölu er þörf í þessari grein landbúnaðar og alþjóð veit að besta markaðslögmálið þar er að framleiðandinn standi frammi fyrir viðskiptavininum og svari fyrir vöru sína. Gísli Andrésson, bóndi að Hálsi, tíundar í skrifum sínum ýmsar félagslegar framfar- ir í íslenskum landbúnaði og vill nota það til stuðnings máli sínu um eggjaeinkasölu. Orð hans væru trúverðugri ef þau hefðu verið rit- uð fyrir áratug eða svo áður en einkaaðilar í landbúnaði tóku að festa fé sitt í bættum fuglastofn- um og nútímalegum tæknibúnaði Geir G. Gunnlaugsson „Ef þeir aðilar, sem nú vilja komast inn á eggjamarkaðinn, gætu raunverulega boðið betri og ódýrari egg þyrftu þeir ekki á einka- söluheimild að halda frá Framleiðsluráði til þess að ná einkasöluað- stöðu.“ til eggjaframleiðslu. Sannleikur- inn er sá að þessir aðilar mörkuðu tímamótin í hænsnarækt og er um seinan fyrir þá sem nú eiga í erfið- leikum við að komast inn á mark- aðinn að smygla sér þangað undir því yfirskini að þeir séu að valda straumhvörfum í bættum at- vinnuháttum. Saga landbúnaðar á íslandi á sér mörg tímamótin. Þar má nefna vélvæðingu landbúnað- arins, og koma fyrstu dráttarvél- anna var fyrirboði þess að létta í mörgu erfiði bóndans og auka af- urðir búanna. Aukin arðsemi bú- anna hefur samt ekki skilað sér sem skyldi til neytenda og bænda. Tæknin kostar mikið fé, vinnslu- kostnaður landbúnaðarafurða er mjög hár og skattlagning mikil. Með því að koma á laggirnar vita þarflausu dreifiapparati fyrir egg- in er verið að éta upp hagnaðinn af því sem unnist hefur í bættum framleiðsluháttum. Allur þorri manna þarf að horfa í skildinginn við matarinnkaup svo endar nái saman. Við verð- hækkanir dregur úr kaupum á hinum dýrari landbúnaðarvörum. Tökum sem dæmi ostana. Er þeir hækka svo mjög í verði sem nú hlýtur sala að hafa dregist saman. Birgðir aukast, færri mjólkurlítr- ar eru teknir til ostagerðar og vannýting verður á hinum góða búnaði og sérhæfa starfsliði mjólkurbúanna. Tapinu sem af þessu hlýst skipta bændur og neytendur á milli sín því við næstu ákvörðun sexmanna- nefndar kemur hallinn inn í dæm- ið, hækkar búvöruverðið og svo koll af kolli. Af hinu háa verði leiðir að ekki skapast almennar neysluhefðir svo sem annars stað- ar gerist. Það er hart að láglauna- fólk þurfi í þessu efni að velja ódýrari og lakari kostinn með daglegu brauði sínu. Það væri hörmulegt ef Framleiðsluráði landbúnaðarins tækist að byggja sams konar verðmúr umhverfis eggin og valda enn meiri stétta- skiptingu á matseðli manna. Ekki er öllu borgið með því að „ríkið“ taki að sér alla hluti í skjóli einkasölu eða einokunar og ættu menn að geta lært af reynslu hafta og vandræðatímabili eftir- stríðsáranna. Með eftirfarandi kveðju vil ég heita á hið háa Alþingi að aftur- kalla heimild Framleiðsluráðs landbúnaðarins til veitingar einkasöluheimildar með egg; Ríkinu verður rekstur dýr, reynslutíma Ijúki áður en fæðist ennþá nýr einkasölupúki. Setjum okkur sjónarmið, sigrum leti og dofa, athafnanna frelsi og frið flestir þrá og lofa. tíeir G. Gunnlaugsson er bóndi að Lundi í Kópavogi. Sauðfé hefur fækkað um 150 þús. frá 1977 Á árunum 1977 til ársins 1982 fækk- aði sauðfé um 40% í kaupstöðum landsins, á sama tímabili var fækk- un á landinu öllu 16,6%. Þetta kemur fram í yfirliti sem landnýtingarráðunautur Búnaðar- félags íslands, ólafur Dýrmunds- son, hefur tekið saman. Árið 1977 voru 896.192 kindur á fóðrum og var það mesti fjárfjöldi sem verið hefur í landinu. Á síð- astliðnum vetri var fjöldi fjár 747.701, en það er svipaður fjöldi og var í lok kaláranna um 1970. Búist er við áframhaldandi fækkun sauðfjár, verði ekki breyt- ing á markaðsaðstæðum fyrir kjöt erlendis. Mest varð fækkun fjár á þessum árum í Reykjaneskjördæmi, eða rúmlega 32%, næst kemur Norð- urland eystra með 19,5% fækkun, á Suðurlandi var fækkunin 14,4%, Austurlandi 19,3%, Norðurlandi vestra 17,7%, Vesturlandi 11,75, en minnst var fækkunin á Vest- fjörðum 9,9%. Opiö frá 9—18 daglega Vegna miKíllar sölu undanfariö þá vantar i sal inn og á söluskrá notaöa Daihatsu-bíla. ífpiatsu-umboðið, ', Ármúla 23, atmar 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.