Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 fWmrj^iiítulílalííi^ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- aistræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakiö. Var vandinn á Patreksfirði leystur? Nú um helgina bárust frétt- ir um það að vandinn hefði verið leystur hjá hrað- frystihúsi Patreksfjarðar og vinnsla myndi hefjast í því eftir hádegi í gær. A föstudag- inn átti frystihúsið ekki fé til að greiða starfsfóiki vikulaun og kaupfélagsstjórinn á Pat- reksfirði sagði, að fólkið ætti inni tveggja vikna laun. Á launaskrá hjá frystihúsinu sem rekið er af SÍS eru um 120 manns auk áhafna á togara og línubát. Jens Valdimarsson, kaupfélagsstjóri, sagði á föstudaginn: „Mér finnst það mjög sorglegt að ekki skyldi takast að greiða laun í dag. Mér finnst verkafólk hér á Patreksfirði hafa tekið þessu alveg sérstaklega vel.“ Morgunblaðið fagnar því ef í gærmorgun tókst að útvega fé til að greiða starfsfólki frysti- hússins á Patreksfirði laun. Hitt leyfir Morgunblaðið sér að efast um að vandinn í hrað- frystihúsi Patreksfjarðar hafi verið leystur. Áð launa- greiðslur til starfsmanna verði að jafn brennandi vandamáli og raun ber vitni í fréttum frá Patreksfirði má rekja til mjög erfiðrar stöðu frystihússins, sem ekki breyt- ist þótt SÍS eða OLÍS hlaupi undir bagga og snari út pen- ingum í launin. Fréttir af því hvernig at- vinnufyrirtækjum er bjargað á síðustu stundu og útvegað fé til að leysa úr sínum bráðasta vanda eru alltof algengar hér á landi. Athygli vekur hve oft er um sömu fyrirtækin að ræða. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þessum fyrir- tækjum eða starfsfólki þeirra er nokkur greiði gerður með því að fleyta starfseminni áfram með þessum hætti. Hafa þeir sem stjórna frysti- húsinu á Patreksfirði lagt það niður fyrir sér, hvað þarf að gera til að rekstur þess geti gengið snurðulaust og án skyndifyrirgreiðslna vegna út- borgunar á launum? Vandinn á Patreksfirði hef- ur alls ekki verið leystur. Það hefur ekki verið tekið á mein- inu sem veldur því að frysti- húsið getur ekki greitt laun. Þótt verkafólk á Patreksfirði, sem ekki á í önnur hús að venda, taki því „alveg sér- staklega vel“ að fá launin sín ekki greidd, dugar langlund- argeð þess ekki til að vandinn leysist. Eins og kunnugt er hefur verið komið á fót því kerfi hér á landi þar sem heildardæmi þjóðarafkomunnar er reiknað til að fá þá niðurstöðu að frystihúsið á Patreksfirði geti greitt laun að minnsta kosti eins og fyrirtæki í svipaðri að- stöðu annars staðar. Þessi sveigjanleiki hefur verið myndaður með gengissigi eða millifærslum. Sú stjórn sem settist að völdum 26. maí síð- astliðinn hefur spyrnt við fót- um á ýmsum sviðum. Hinn óleysti vandi á Patreksfirði er prófsteinn á það, hvort ríkis- stjórnin ætlar í tilvikum eins og því að láta sér nægja að lina þjáningar sjúklingsins sem því að dæla í hann fjár- munum eða hvort hún ætlar að komast fyrir rót meinsins. Samið í Grikklandi Ríkisstjórnir Grikklands og Bandaríkjanna hafa náð samkomulagi um framtíð bandarískra herstöðva í Grikklandi. Tæp tvö ár eru lið- in síðan sósíalistinn Andreas Papandreou vann góðan sigur í þingkosningum í Grikklandi meðal annars með það fyrir- heit á vörunum, að nú skyldu Bandaríkjamenn fá að finna fyrir því og eitt væri alveg víst að herstöðvum þeirra í Grikk- landi yrði lokað. Eftir að Papaendreou hefur sem for- sætisráðherra samið við Bandaríkjastjórn um fram- hald á varnarsamstarfinu og áframhaldandi dvöl banda- rískra hermanna í Grikklandi, segir hann að bandarísku herstöðvunum verði örugglega lokað eftir fimm ár! Enginn vafi er á því að vinstrisinnar hér á landi og annars staðar bundu þær von- ir við Papandreou að hann myndi sýna Bandaríkja- mönnum í tvo heimana og standa við stóru orðin. Skrif kommúnista hér á landi um Papandreou hafa verið í þeim dúr að með honum væri risin ný „þjóðfrelsishetja". En auð- vitað sá Papandreou það þegar hann íhugaði hagsmuni Grikklands og frelsi þjóðar- innar án þess að vera í óraun- sæjum kosningaham vinstri- mennskunnar að alltof mikil áhætta væri tekin með því að rifta varnarsamstarfinu við Bandaríkin. Hitt er svo enn eitt dæmið um reykbombur vinstrisinna, sem alþýðu- bandalagsmenn sprengja oftast á íslandi, að Papandr- eou ætli að loka herstöðvun- um, eftir að kjörtímabil hans rennur út. Landhelgisgæslan sprengir tundurdufl á Landeyjarsandi: Hyellurinn hey til Vestmannae LANDHELGISGÆSLAN sprengdi um hádegisbilið í gær enskt tundurduf) frá stríðsárunum uppi á Landeyja- sandi, en duflið kom í humartroll bátsins Hásteins ÁR skammt frá Geir- fugladrangi snemma um morguninn. Báturinn fór með tundurduflið til Vestmannaeyja, en þyrla Landhelgis- gæslunnar hélt þangað með Gylfa Geirsson, annan tveggja sprengjusér- fræðinga Gæshinnar. Ekki þótti þor- andi að sprengja duflið í Eyjum og flaug þyrlan með duflið til lands i vöruneti sem hékk í krók neðan í þyrl- unni og setti það á stað sem lögreglan á Hvolsvelli var búin að afmarka. Þar var það sprengt klukkan 13.40 og heyrðist dynurinn af sprengingunni til Eyja. „Þetta er dufl sem hefur verið skotið niður á sínum tíma, sennilega á stríðsárunum. Það er ekki lengur spenna á rafhlöðum þess, en það var með forsprengju og öllu sprengiefni í og það var fullvirkt. Sprengiefnið í tundurduflinu samsvaraði að sprengikrafti hálfu tonni af dýna- míti. Það er af enskri gerð, sem er kölluð Mark 17,“ sagði Gylfi Geirs- son í samtali í gær. Gylfi sagði að það væri ekki mjög óalgengt að vart yrði dufla frá stríðsárunum, ennþá væri slæðing- ur af þeim. „Við festum við duflið tímasprengju og sprengdum það í um l'Æ kílómetra fjarlægð frá dufl- inu. Það varð talsvert hressilegur hvellur þegar við sprengdum," sagði Gylfi. Hér fer á eftir frásögn fréttarit- ara Morgunblaðsins í Vestmanna- eyjum. Stríðsástand við höfnina í Eyjum Ve.stmannaeyjum, 18. júlí. í MORGUN kom vélbáturinn Há- steinn ÁR 8 frá Stokkseyri hingað til hafnar með virkt tundurdufl á dekkinu. Duflið höfðu skipverjar fengið í trollið þar sem þeir voru að veiðum út af Surtsey. Haft var samband við Landhelg- isgæsluna sem sendi sprengjusér- fræðing með þyrlunni Gró til Eyja. Tundurduflið var flutt frá bátnum út á Eiði og var svæðinu lokað af fyrir allri annarri umferð á meðan. Ekki þótti gerlegt að sprengja dufl- ið í Eyjum en slík sprenging er það Það sem eftir var af duflinu og netinu sei það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.