Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHUSTORGI KRÓNURÚT Philips gufugleypar. MEÐ KOLASÍU EÐA FVRIR LTTBLÁSTUR VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR f SAMNINGUM. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- 15655 HARÐPLAST! á borð og veggi frá I ®1 Perstorp Warerite Nýjustu gerðirnar voru að koma sendum í póstkröfu BYGGINGAVÖRUVERZLUN Þ. ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 16 — sími 38640 r—#-------------------------- 50 %ÍMSTEMÍUR 4' ¥ Höfum til afgreiðslu strax fánastengur úr áli í lengdum6-8-10-12-14-16metra. * Fánastengumar eru með öllum fylgihlutum, hún, nál, línu og jarðfestingu. * Uppsetning er auðveld, leiðbeiningar fylgja með. siam Ólafur Kr. Sigurðsson HF Suðurlandsbraut 6, sími 83499 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUNNAR PÁLSSON samningsaðferðir virðast hins vegar hafa orðið þróunarríkjun- um veruleg lyftistöng á ráð- stefnunni. Iðnríkin neituðu að ljá helzta baráttumáli þróun- arríkjanna samþykki sitt, en það var krafa um viðbótarað- stoð að upphæð nítíu milljarðar Bandaríkjadala. Þau tóku einn- ig fyrir peninga- og fjármálatil- lögur, sem samþykktar voru í Buenos Aires, en tillögur þessar hefðu haft í för með sér að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hefðu verið gerðir ábyrgir fyrir Viðskipta- og þróunarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Ríkir og snauðir þjarka í Belgrad SAGT ER að sjötíu milljón prentaðar síður á sekúndu hafí komið út á sjöttu Viðskipta- og þróunaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna meðan þófið stóð hæst. Pappírshaugurinn er verðugur minnisvarði um málgleöi sendimanna, sem á mánaðarlöngum fundi sínum reyndu að leysa úr ágreiningsefnum ríkra þjóða og snauðra. Illu heilli er hann einnig til marks um þann ókost ráðstefnunnar fyrr og síðar að vera betur fallin til orðaskaks en aðgerða. Úrslitin ollu þróunarlöndum þriðja heimsins sárum vonbrigðum þar sem tilraunir þeirra til að umskipa efnahagspóli- tík iðnríkjanna voru árangurslausar sem fyrr. Þrátt fyrir lítilfjörlega upp- skeru getur ráðstefnan vart talizt gagnslaus með öllu. Meira en þrjú þúsund fulltrúar frá hundrað og sextíu þjóðum sækja fundi hennar, sem haldn- ir eru fjórða hvert ár. í fyrsta lagi er því Viðskipta- og þróun- arráðstefna SÞ eini alþjóðlegi vettvangurinn þar sem tals- mönnum ríkra þjóða og snauðra gefst kostur á að kynnast sjón- armiðum hvers annars til hlítar og miðla mikilvægum upplýs- ingum. í öðru lagi endurspeglar ráðstefnan breytileg viðhorf ráðstefnuaðila til alþjóðaefna- hagsmála og er því forstöðu- mönnum alþjóðlegra fésýslu- stofnana forvitnileg loftvog ráðandi viðhorfa. Eitt athyglis- verðasta auðkenni ráðstefnunn- ar þessu sinni er einmitt sú breyting, sem að undanförnu virðist hafa orðið á samninga- stefnu þróunarríkjanna. Allt frá því er fyrsta Þróun- ar- og viðskiptaráðstefna Sam- einuðu þjóðanna var haldin 1964, og þó einkum í kjölfar olíuverðshækkananna í byrjun áttunda ártatugarins, hafa þróunarlöndin gert kröfur um grundvallarbreytingar á því al- þjóðafjárhagskerfi, sem ráðið hefur ríkjum eftir stríð. Hefur „Hópurinn 77“, hin óformlegu baráttusamtök þróunarríkja á ráðstefnunni, beitt sér fyrir nýrri alþjóðaefnahagsskipan (NIEO), sem tæki mið af þörf- um fátækra þjóða í ríkari mæli en áður. Á ráðstefnunni nú benti margt til að draumsýnir um nýja alþjóðaefnahagsskipan væru ekki lengur í fyrirrúmi. í fyrsta skipti í sögu ráðstefn- unnar setti þriðji heimurinn skyndiráðstafanir á oddinn, að því er virtist til að stemma stigu við versnandi efnahags- ástandi í heiminum. í hópi ráðstafana, sem hvatt var til nú, var að fátækum þjóðum yrði liðsinnt við endurgreiðslu lána, dráttarheimildir þeirra við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn yrðu rýmkaðar, bein fjárhagsaðstoð aukin og greitt fyrir útflutningi framleiðsluvarnings þróunar- ríkjanna til Vesturlanda. Aukin hagsýni þróunarríkj- anna helgast einkum af tvennu. Annars vegar er það að renna upp fyrir róttækari öflum innan „Hópsins 77“ að kröfur um grundvallarbreytingar hafa ekki þjónað hagsmunum þeirra sem skyldi. Þrátt fyrir mótbár- ur sínar og hneykslunaróp hafa þróunarríkin orðið miklu verr úti en iðnríkin í efnahagskrepp- unni hin síðustu ár. Þjóðartekj- ur þeirra hafa rýrnað örar og gjaldeyristekjur af sölu hráefna skroppið saman. Hins vegar ber að taka með í reikninginn að mikilvæg breyting átti sér stað í forystuliði óháðra ríkja fyrr á árinu, er Indira Gandhi, forsæt- isráðherra Indlands, leysti af hólmi Kúbuleiðtogann Fidel Castro. Félagar í samtökum óháðra ríkja eru nánast hinir sömu og í „Hópnum 77“ og hafa samtökin umtalsverð pólitísk áhrif á stefnumörkun hópsins í efnahagsmálum. Er það e.t.v. nokkur vísbending um þá breyt- ingu, sem orðin er, að Gandhi lét hjá líða á fundi samtakanna í mars að tigna Sovétríkin sem „sjálfsagðan bandamann" óháðra ríkja, en hvatti í stað þess til stefnumótunar um „skyndiráðstafanir" þriðja heiminum til bjargar. Þróunarlöndin komu nú í fyrsta skipti í sögu ráðstefn- unnar þaulundirbúin til leiks. Innbyrðis misklíð hafði oft komið þeim í koll á undanförn- um fundum og mjög veikt samningsaðstöðu þeirra gagn- vart iðnríkjunum. í þetta sinn hafði þróunarlöndunum tekizt að samræma kröfur sínar á fundi í Buenos Aires tveim mánuðum áður en ráðstefnan hófst. Hvorki eining né bættar Sjötta ráðstefnan batt þó síð- ur en svo enda á samningavið- ræður ríkra og snauðra og rang- hermt væri að ekkert áþreifan- legt hefði komið fram í öllu pappírsflóðinu. Fastanefnd ráðstefnunnar hefur nú umboð til að framkvæma allmargar nytsamlegar rannsóknir, þ.á m. á hættum, sem steðja að skipa- smíðaiðnaði í þriðja heiminum, á uppbótargreiðslum vegna rýrnandi útflutningstekna, og tjóni af völdum verðfalls á hrá- efnum. Þrátt fyrir að iðnríkin fengj- ust ekki til að skuldbinda sig fjárhagslega hlýtur sjötta ráð- stefnan að verða eftirminnileg fyrir gagnkvæman skilning, sem ríkar þjóðir og snauðar auðsýndu þeirri hugmynd að ör- lög beggja og afkoma eru óum- flýjanlega samofin: efnahags- bati í iðnríkjunum er háður því að efnahagslíf komizt á réttan kjöl í þróunarríkjunum og öfugt. Talsvert vantar þó uppá að bilið verði brúað milli orðs og athafna. í margra augum var ráð- stefnan til vitnis um að sósíalístaríkin hafa engu hlut- verki að gegna í viðræðum iðn- ríkja og þróunarríkja. Þau höfðu einfaldlega ekkert að bjóða, enda eiga þau fullt í fangi með að brauðfæða sína eigin íbúa. Lítilfjörlegur árangur Bel- grad-fundarins vekur efasemdir um tilgang og fyrirkomulag ráðstefnunnar sjálfrar. Þrátt fyrir að þróunarlöndin hafi yf- irgnæfandi meirihluta atkvæða á ráðstefnunni mistókst þeim nú sem áður að koma mikilvæg- ustu baráttumálum sínum í höfn. Úrslitin koma fæstum á óvart. Svo lengi sem ahrifa- miklar hagsýslustofnanir, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og GATT, lúta að verulegu leyti stjórn vestrænna ríkja er vart við því að búast að fátækar þjóðir fái ráðandi skipan breytt. Þar sem skuldir þeirra fara vaxandi verður ekki annað séð en samningsaðstaða þeirra eigi enn eftir að veikjast um sinn. Komi þróunarríkin sér ekki saman um myndun harðvígra baráttusamtaka að fyrirmynd OPEC er vafasamt hvort þau eiga erindi á ráðstefnu VII á fjögurra ára fresti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.