Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 Ljfamyndir Tómaa Helgason. Landhelgisgæslan sprengdi tundurdufl frí stríösárunum á Landeyjasandi í gær. Myndin sýnir þegar Gylfi Geirsson, annar sprengjusérfrsðinga Landhelgisgæslunnar, sprengir duflið, en í því var sprengiefni sem samsvaraði hálfu tonni af dínamíti. A innfelldu myndinni má sjá Gylfa Geirsson ofan í gígnum, sem sprengjan gerði, með eitt sprengjubrotanna í hendinni. Sjá frásögn og myndir á miðsíðu blaðsins í dag. Utflutningsmiðstöð iðnaðarins: Alþjóðahvalveiðiráðið: * Akvarðanir byggist á vísindalegum niðurstöðum — segir Halldór Ásgrímsson HIN árlegu fundarhöld Alþjððahvalveiðiráðsins hófust í Brighton í Englandi í gær og er þar meðal annars rætt um kvótaskiptingu fyrir næsta veiðitímabil. Fór mikill hhiti fundarins í gær f að komast að niðurstöðu um atkvæðisrétt Perúmanna, sem ekki bafa greitt árgjöld til ráðsins f tvö ár. Samkvæmt samþykkt ráðsins frá síðasta ári missa þeir meðlimir at- kvæðisrétt, sem ekki greiða gjöld í tvö ár. Niðurstaða fundarins varð þó sú, að Perúmenn héldu atkvæðisrétt- inum á þessum fundum, að sögn Halldórs Ásgrímssonar, sjáv- arútvegsráðherra, en hann situr nú fundi ráösins. Sagði Halldór ennfremur í samtali við Morgunblaðið í gær, að skýrsla tækninefndar hefði verið lögð fram í gær, en umfjöllun um hana væri ekki lokið. Búizt væri við að farið yrði að ræða ástand stofna seinni- partinn í gær. Aðspurður sagði Hall- dór, að það færi eftir framvindu mála hvort islenzka sendinefndin legði fram einhverjar tillögur um veiðikvóta. Islendingar hefðu lagt fram tillögur i vísindanefndinni og okkar afstaða væri sú, að fyrst og fremst yrðu ákvarðanir að byggjast á vísindalegum niðurstöðum. Hann vildi ekki frekar tjá sig um það mál nú. Auk Halldórs sitja Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., Kjart- an Júlíusson, deildarstjóri i sjávar- útvegsráðuneytinu, og Jóhann Sigur- jónsson, náttúrufræðingur, fundina af Islands hálfu. Til lítilsháttar mótmæla kom við setningu fundanna og hafði einn mótmælenda meðal annars tekið á sig gervi Ahabs skipstjóra 1 sögu Melvilles Moby Dick. Ottast hval- friðungar að hvalveiðiþjóðir finni einhverja leið til að komast hjá alls- herjar hvalveiðibanninu 1986, en fjórar þjóðir, Perúmenn, Norðmenn, Japanir og Sovétmenn hafa mót- mælt þvf. Utflutningurinn til Færeyja lofar góðu Garðar Gíslason í sviffluginu á Sandskeiði f gærkvöldi. Morgunbl»íi8/Gu4jón íslandsmet í svifflugi Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur að undanfórnu tekið mjög á útflutningsmálum okkar í Færeyjum og er það hluti af átaki í fjölgun iðnaðarfyrirtækja er stunda útflutn- ing. Alls hafa verið kynntar vönir frá 39 fyrirtækjum í Færeyjum að unda- förnu með þeim árangri að 16 til 18 fyrirtæki hafa fengið vörupantanir þaðan. MAGNÚS L. Sveinsson, borgar- fulltrúi, var nýlega kosinn formaður í nýskipaðri Atvinnumálanefnd höf- uðborgarsvæðisins, en tilgangur hennar er m.a. sá að efla samvinnu sveitarfélaga á svæðinu í atvinnu- málum og bæta tengsl við samtök atvinnurekenda og launþega. Eftirtalin sveitarfélög eiga full- trúa í nefndinni: Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Garðabær, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík, Mosfellshreppur, Kjal- arneshreppur og Kjósarhreppur. Fulltrúar eru kjörnir úr sveitar- félögunum til fjögurra ára. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Magnúsi L. Sveins- syni, eru verkefni nefndarinnar m.a. þau að fylgjast með atvinnu- ástandi á svæðinu og hafa vakandi auga með atvinnuleysisskráningu í hverju sveitarfélagi. Ennfremur Ekki OLÍS Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi athugasemd frá Olíuverzlun íslands hf.: „Vegna fréttar í Mbl. á laugar- daginn var. að hugsanlegt væri að OLÍS og SÍS myndu bjarga Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar út úr fjárhagslegum erfiðleikum, vill Olíuverzlun íslands hf. láta það koma fram að umrætt hraðfrysti- hús er ekki í viðskiptum hjá OLÍS. Væntanlega hefur blaðamaður Mbl. ruglað saman Olíuverzlun ís- lands hf. (OLÍS) og Olíufélaginu hf. (ESSO). Síðarnefnda félagið mun vera mjög náskylt Samband- inu, en bað er Olíuverzlun íslands hf. (OLIS) aftur á móti alls ekki og leggur áherzlu á að það komi skýrt fram.“ Að sögn Björns Birgissonar, hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, hefur hún tekið að sér að aðstoða íslenzk fyrirtæki í markaðsleit erlendis. Hefur þar aðallega verið leitað til landa utan alfaraleiðar, þar sem búast má við að stærri iðnríki leiti síður hófanna. Þess vegna var byrjað á Færeyjum og hafa útflutningstilraunir þangað að koma á framfæri upplýsingum um atvinnulíf á svæðinu og vera sameiginlegur málsvari sveitarfé- laganna í atvinnumálum og einnig að gera tillögur um bætt skilyrði atvinnulífs á þessu svæði. gefið það góða raun, að ákveðið hefur verið að leita fyrir sér í öðr- um löndum og koma þar helzt ír- land, Skotland, Hjaltland, og Ný- fundnaland til greina. Sagði Björn, að í Færeyjum væri mikil og hörð verðsam- keppni, þannig að fyrst íslenzk fyrirtæki reyndust samkeppnis- fær þar, ættu þau að vera það á áðurnefndum markaðssvæðum. Nefna mætti vörur eins og sæl- gæti, svaladrykk, tölvupappír og plastkör til fiskvinnslu, málningu og málningarvörur, sem pantaðar hefðu verið héðan til Færeyja. Meðan gengi íslenzku krónunnar væri skráð jafnlágt og nú auðveld- aði það verulega útflutning. Þá gat Björn þess, að í tengslum við iðnsýningu Félags íslenzkra iðnrekenda í ágúst yrðu skipulagð- ar hópferðir hingað frá Færeyjum og Grænlandi. ÍSLANDSMET í langnugi á svifflugu var sett á sunnudaginn er Garðar Gíslason svifflugmaður flaug svifflugu sinni, af gerðinni LS3—17, frá Sand- skeiði að Kvískerjum f Öræfum. Garðar fór í loftið um tólfleytið á sunnudaginn og kl. 16.40 var hann kominn austur að Kvískerjum og tók flugið hann um fjóra og hálfan tíma. Upphaflega hafði ætlunin verið að fara frá Sandskeiði og fljúga austur á Kirkjubæjarklaustur og til baka aftur, og ná þar með að fljúga lengra en 300 km. Garðar breytti hins vegar áætluninni, þegar hann var kominn að Torfajökli, og ákvað að reyna ao komast sem lengst austur frá Sandskeiði. Honum tókst að komast að Kvískerjum og hafði hann þá að baki um 250 km flug. Þar með hafði hann bætt þágildandi ísiandsmet Sigmundar Andréssonar um 66 km, en Sigmundur flaug 184 km frá Sandskeiði að Fossi á Síðu um miðj- an júní á þessu ári. Það má einnig geta þess að Garðar setti innanlandsmet í hæðarflugi á fjölsæta svifflugu á fimmtudaginn en þá fór hann ásamt Jóni Kristni Snæhólm á tveggja sæta svifflugu i 4800 metra hæð. Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Ekki borgað út í gær eins og áætlað var Pitreksfirbi, 18. júli. Frí blaAamanni Morgunblaésina Helga Bjarnanyni. OTARFSFÓLK Hraðfrystihúss Patreksfjarðar hf. ákvað á starfsmanna- fundi eftir vinnu í dag, að mæU til vinnu í fyrramálið þrátt fyrir að laun tveggja síðustu útborgunardaga hafi ekki verið greidd í dag, eins og samið hafði verið um við fyrirtækið. Ákveðið var að vinna fram að hádegi á morgun og sjá svo til með framhaldið. Að sögn Högna Halldórssonar, trúnaðarmanns sUrfsfólks í hraðfrystihúsinu, var þetU samþykkt með um % hlutum greiddra atkvæða, en um V* vildi ekki mæU til vinnu í fyrramálið. Ekki er vitað hvort þeir sem greiddu atkvæði gegn því að mæU til vinnu í fyrramálið, komi til vinnu, enda er þeim frjálst að mæU eða ekki. Högni sagði í samtali við Morg- unblaðið að starfsfólkið væri orð- ið afar óþolinmótt og biðlund þess þrotin, þannig að ef ekki yrði borgað í fyrramálið, þá mætti bú- ast við því að starfsfólk legði niður vinnu um hádegið. Jens Valdimarsson, kaupfé- lagsstjóri, sem jafnframt er formaður stjórnar Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að launin yrðu greidd út strax í fyrramálið, ef ekkert óvænt gerð- ist. Sagði hann að tekist hefði að útvega peninga til að greiða laun starfsfólksins, en því miður hefði ekki verið hægt að koma útborg- un launa við í dag. Sagði hann að peningarnir hefðu verið útvegaðir í samvinnu við viðskiptabanka fyrirtækisins, sem er Landsbanki íslands, en vildi ekki skýra frá um hve mikla upphæð hefði verið að ræða. Jens sagði að þeir peningar sem tekist hefði að fá núna dygðu aðeins fyrir vangoldnum launum, en engu öðru. Væri því allt í óvissu með framhaldið, þar til betur skýrðist með þær athugan- ir, sem í gangi hafa verið. Sagðist hann þó vonast til að hægt verði að greiða út laun næsta útborg- unardag sem er á fimmtudag, þ.e.a.s. ef eðlilegar fyrirgreiðslur fengjust. Högni Halldórsson, trúnaðar- maður starfsfólks, sagði að ekki væri nokkur leið fyrir starfsfólk- ið að búa við þá óvissu, sem þetta ástand hjá fyrirtækinu hefði í för með sér og þrátt fyrir að þetta fyrirtæki væri svona stór hluti athafnalífs bæjarins, væri ekki hægt að láta undan síga enda- laust. Sagði hann að ef laun yrðu ekki greidd á réttum tíma á fimmtudag, myndi starfsfólkið ganga samdægurs út af vinnu- stað. Togari fyrirtækisins Sigurey SI 71 kom inn í morgun með 140—50 tonn af þorski. Vinna hófst í frystihúsinu klukkan 13 í dag, en starfsfólk hætti vinnu á föstu- dagsmorgun þegar búið var að vinna þann fisk sem þá lá fynr. Jens Valdimarsson sagði að Sig- urey færi til veiða annað kvöld, en sagðist ekki vita hvort tryggt væri að olía fáist á skipið. Fjórar stúlkur hafa sagt upp störfum og fengið vinnu í öðru sjávarplássi á Vestfjörðum. Segj- ast þær munu fara þangað ef launin verði ekki greidd fljótlega. Að undanförnu hefur ekki verið mikið um seðla í umferð á Pat- reksfirði. Starfsfólk frystihússins hefur fengið vörur út í reikning í verslunum bæjarins og bankar munu hafa veitt einhvern frest á greiðslu afborgana meðan þetta ástand hefur varað. En hjá mörg- um mun vera lítið fé umleikis þessa dagana. Hefur þetta einnig kveðjuverkandi áhrif um allt bæjarfélagið. Hraðfrystihúsið sem er langstærsti vinnuveitandi bæjarins hefur víða safnað skuld- um og liggja framkvæmdir hreppsfélagsins að verulegu leyti niðri vegna skuldar fyrirtækisins. Atvinnumálanefnd höfuðborgarsvæðisins: Magnús L. Sveinsson kosinn formaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.