Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 Dagur Vilhjálms O Krúnusinnar á Noröur-frlandi í skrúðgöngu á degi Vilhjálms af Óraníu 12. júlí síðastliðinn. Hátíðahöld á þessum degi eru til að minnast sigurs mótmælendatrúarmanna á kaþólikkum í bardaganum við Boyn 12. júlí 1690. Þá náðu þeir þeim tökum sem þeir hafa á Norður-írlandi enn þann dag í dag. símamynd ap. Askew kom öllum á óvart New York, 18. júlf. AP. REUBIN ASKEW, fyrrverandi ríkisstjóri Florida, bar sigur úr býtum í úrtakskönnun meðal forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins í New Hampshire og Wisconsin um helgina. í Manchester, New Hampshire, fékk Askew hvorki meira né minna en 1066 af 1143 greiddum atkvæðum, en John Glenn, öld- ungadeildarþingmaður, kom ann- ar með aðeins 34 atkvæði. Alan Cranston, öldungadeildarþing- maður, fékk 23 atkvæði og Walter Mondale, fyrrum varaforseti, 14 atkvæði. Ernest Hollings og Gary Hart, báðir öldungadeildarþing- menn, fengu tvö atkvæði hvor. Að sögn talsmanns Demókrata- flokksins í New Hampshire endur- speglar sigur Askews betri skipu- lagningu ríkisstjórans fyrr- verandi. Forkosningar til forseta- kosninga byrja jafnan í New Hampshire svo forskot eins fram- bjóðandans þar kynni að hafa áhrif á forkosningar, sem fylgja í kjölfarið. í úrtakskönnun í Shawando- héraði í Wisconsin hlaut Askew 75 af 117 greiddum atkvæðum á laug- ardag. Mondale fékk 16, Cranston 14, Glenn 7, Hart 3 og Hollings 1 atkvæði. „Þeir, sem atkvæðin töldu, voru höggdofa yfir þessu," sagði foringi demókrata í Shawando-héraði, Kurt Treptow, og bætti við að Askew hefði haft sig minna í frammi í Wisconsin en hinir fram- bjóðendurnir. Askew kvaðst sjálf- ur vera ánægður með árangurinn, þrátt fyrir að hann teldi úrtaks- könnunina ekki vera mjög áreið- anlegan mælikvarða á vinsældir frambjóðenda. Hafa ekki efnt loforð sín um mannréttindi: Ríki Austur-Evrópu gagn- rýnd á ráðstefnunni í Madrid Madrid, 18. júlí. AP. MAX Kampelmann, aðalfulltrúi Bandaríkjamanna á öryggismálaráðstefnu Evrópu í Madrid, veitti í dag ríkjum Austur-Evrópu mikla ádrepu fyrir að efna ekki þau loforð um mannréttindi, sem gefin voru með sáttmálanum í Helsingfors 1975. Bandaríkjamenn gætu ekki nú fallizt á „takmarkaðan samninga- árangur, sem fengi menn til þess að gleyma því, að undirskrift á skjal þýddi ekki endilega það sama og að skilmálum þess væri fyigt“. Næsta fimmtudag á Kampel- mann að koma fyrir sameiginlega nefnd beggja deilda Bandaríkja- þings og gera grein fyrir því bráðabirgðasamkomulagi, sem gert var í Madrid í sl. viku. í ræðu sinni tilgreindi Kamp- elmann ýmis tilvik, þar sem ríki Austur-Evrópu hafa svikið þau fyrirheit, sem þau gáfu með Hels- ingfors-sáttmálanum og nefndi þar m.a. herlögin í Póllandi, áframhaldandi styrjöld í Afgan- istan „þar sem 100.000 manna inn- rásarlið er enn“, neitun til Gyð- inga á því að fá að fara frá Sovét- ríkjunum og handtökur og aðgerð- ir gegn fólki, sem „vinnur að friði og allsherjar afvopnun á sviði kjarorkuvopna". í yfirlýsingu, sem Reagan for- seti gaf út í kjölfar samkomulags- ins í Madrid, sagði m.a. að það fæli í sér tilmæli til allra þeirra 35 ríkja, sem þátt tækju í ráðstefn- unni og þá sérstaklega til þeirra ríkja, sem „með svo dapurlegum hætti hafa svikizt um að efna þau loforð, sem gefin voru í Helsing- fors“. Þessi ríki yrðu nú að standa fast við skuldbindingar þær, sem þau hefðu gefið og helga sig að nýju því verkefni að „efla frelsi og réttlæti, sem að lokum hljóti að verða sá grundvöllur, sem öryggi Evrópu mun byggjast á“. Forsetinn tók það hins vegar fram, að bandaríska stjórnin hefði fallizt á samkomulagið í Madrid „með engum tálvonum varðandi eðli Sovétríkjanna", en með tilliti til aðstæðna, þá er þetta samkomulag „það bezta, sem unnt var að ná“. Mannránið á Ítalíu: Segulbandsspóla frá ræningjunum? Friðarsyeitirnar áfram í Líbanon SÞ, 18. júlL AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að verða við áskorun utanrikisráðherra Líbanons, Elie A. Salems, og framlengja dvöl friðar- sveita í Suður-Líbanon um þrjá mán- uði, eða til 19. október. Amin Gemayel, forseti Líbanons, hélt áleiðis til Banda- ríkjanna á mánudag til viðræðna við ráðamenn. Fellibylur Manila, Filippseyjum, 17. júlí. AP. GÍFURLEGUR fellibylur æddi yfír Filippseyjar um helgina og þriggja metra háar flóðbylgjur hreinsuðu burt heilu hverfín. Vitað er að 111 manns létu lífíð og óttast er að sú tala hækki. Alþjóða Rauði krossinn hefur hafið mikið hjálparstarf. Tals- menn hans sögðu í gær, að um 140.000 manns hefðu orðið fyrir náttúruhamförunum á einn hátt eða annan, en fellibylurinn hefði farið með miklum látum yfir 5 borgir og 8 sýslur. Sem dæmi um kraft veðursins má geta þess, að einungis þrjú hús voru uppistand- andi í þorpinu Pantalan, en þau voru 400 talsins áður en veðrið skall á. Tillagan um friðarsveitirnar var samþykkt með þrettán atkvæðum gegn engu, en Sovétríkin og Pólland sátu hjá. I ályktun, sem lögð var fram með samþykktinni, eru allar þjóðir, sem hlut eiga að máli, hvatt- ar til samstarfs við Sameinuðu þjóð- irnar í tilraunum þeirra til að gera Líbönum kleift að ná fullum yfir- ráðarétti yfir landi sínu. Gemayel forseti mun eiga fund með Reagan Bandaríkjaforseta á föstudag en hann mun einnig ræða við Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra og nokkra af leiðtogum bandaríska þingsins. Talið er að Gemayel muni ræða við ráðamenn um efnahagslega og hernaðarlega aðstoð Bandaríkjanna við Líbanon, svo og leiðir til að fá erlendar her- sveitir til að hverfa úr landi. í fréttum frá Tel Aviv segir að gerð hafi verið skotárás á ísraelskar varðsveitir skammt suður af Beirút á sunnudagskvöld. Sjö hermenn munu hafa særzt, þar af tveir alvar- lega. Haft er eftir Yasser Arafat, leið- toga samtaka Palestínumanna, í nýjasta tölublaði vikuritsins „Time“, að Sýrlendingar beiti nú undirróðri til að fá uppreisnarmenn innan sam- takanna til að mynda nýja frelsis- hreyfingu Palestínumanna. Þar er einnig haft eftir Arafat að klofning- urinn innan Fatah-hreyfingarinnar sé kominn „á mjög alvarlegt" stig. Fatah-hreyfingin er stærsti baráttu- hópurinn innan Frelsissamtaka Pal- estínumanna. Kómaborg, 17. júlí. AP. Lögregluyfírvöld í Rómaborg hafa fengið í hendurnar segulbandsspólu með stúlkurödd, sem þykir mjög líkjast rödd hinnar 15 ára gömlu Emanuelu Orlandi sem rænt var á dögunum. Hefur þess verið krafíst að tyrkneska hryðjuverkamanninum Mehmet Ali Agca verði sleppt úr haldi í stað stúlkunnar, en Agca reyndi sem kunnugt er að myrða Pál páfa á Péturstorginu í Róm um árið. Spólan fannst þannig að hringt var í fréttamann hjá ANSA- fréttastofunni og honum sagt að spólan væri á tilteknum stað. At- hugaði hann það og kom það á daginn. Á spólunni má heyra hræðsluþrungin óp stúlku sem grátbiður um frið til að fá að sofa lítið eitt og að sér verði sleppt úr haldi. Foreldrar stúlkunnar hafa hlytt á spóluna og hafa sannfærst að á köflum sé röddin svo ótrúlega lík rödd dóttur þeirra, að þetta hljóti að vera hún og engin önnur. Lögreglan fékk nýlega upphring- ingu þar sem karlmannsrödd heimtaði að Agca yrði sleppt fyrir 20. júlí, að öðrum kosti yrði stúlk- an myrt. Lögreglan segist ekki viss hvort um gabb sé að ræða eða ekki og er litlu nær um hvar stúlk- an er niðurkomin, né hverjir muni hafa rænt henni. Ætlar Genscher að draga sig í hlé? Bonn. 17. iúlí. PT. Bonn, 17. júlí. PT. TALIÐ ER víst að Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands og formaður Frjálsa demókrataflokksins, segi af sér báðum embættum áður en langt um líður og þá fíokksfor- mannsembættinu á undan. Skýr- ingarnar eru taldar fleiri en ein, bæði mun hann vera hreinlega orð- inn þreyttur, einnig er talið að hann sjái ekki fram á meiri póli- tískan frama. Vangaveltur eru og hafa verið á lofti um eftirmann hans um nokkurt skeið og þykir einn lík- legri en aðrir. Er það flokksbróð- ir hans að nafni Jurgen Morlok, leiðtogi flokksins í Baden- Wúrtenberg-kjördæminu. Otto Lambsdorf, sem nú gegnir emb- ætti efnahagsmálaráðherra er talinn líklegasti eftirmaður hans í utanríkisráðherrastólnum. Lambsdorf hefur mikið verið í sviðsljósinu, komið víða fram og tjáð sig meira um utanríkismál heldur en ætla mætti af ráð- herra í hans stöðu. Þykir það benda til þess að verið sé að skóla hann í embættið. Franz Josef Strauss, leiðtogi Kristilega sósíal-bandalagsins fékk óblíðar viðtökur hjá flokksbræðrum sínum, er hann ávarpaði þá á þingi flokksins í Múnchen um helgina. Strauss fór m.a. fram á að flokkurinn samþykkti lán til Austur-Þýska- lands upp á einn milljarð marka. Var mikið baulað á hann og er þetta í fyrsta skipti í áraraðir sem hann hefur mátt slíkt þola. Telja fréttaskýrendur það benda til þess að staða Strauss innan flokksins sé ekki eins sterk nú og fyrir kosningarnar. Ift Reubin Askew Genschen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.