Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 23 Talið víst að kveikt hafi verið í hælinu Aire-vSur-LÁdour, Frakklandi, 26. maí. AP. NÚ ER talið fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða, þegar heli fyrir unglinga með geðræn vandamál brann á þriðjudagskvöld með þeim afleiðingum að 15 létust samstundis og 6 síðar af völdum alvarlegra brunasára. Telja sérfræðingar að ekkert nema skipulegar aðgerðir geti hafa orsakað bruna sem þennan. Kom eldur upp á nokkrum stöðum samtímis á annarri hæð hælisins árla morguns. Magnaðist eldurinn fljótlega og barst víða um bygg- inguna. Tók fjórar klukkustundir að ráða niðurlögum hans. Eins er enn saknað og 9 eru á sjúkrahúsi, sumir með alvarleg brunasár. A meðal þeirra er létust var hjúkrunarkona. Helmingur byggingarinnar gereyðilagðist í eldsvoðanum. Vopna- sending stödvud Tel Aviv, 26. maí. AP. ÍSRAELSMENN hafa neitað því, að vopn um borð í þotu frá Ecua- dor, sem kyrrsett var af banda- rískum yfirvöldum á Kennedy- flugveili, hafi verið ætluð Argent- ínumönnum. Skýrt var frá þessu í útvarpi hersins í ísrael í dag. Yfirvöld hafa hins vegar neit- að að gefa upp ákvörðunarstað þotunnar og segja það ekki koma Bandaríkjamönnum við. Orð- rómur er á kreiki í New York þess efnis, að í flugvélinni séu vopn ætluð Argentínumönnum. Talsmaður flugfélagsins í New York sagði að í vélinni væru varahlutir í flugvélar, en viður- kenndi ennfremur að í farminum kynni að vera „hernaðarút- búnaður". Upp komst um farminn er vél- in fór í gegnum venjulega toll- skoðun á flugvellinum. Israels- menn hafa til þessa selt bæði Argentínumönnum og Ecuador vopn. Utanríkisráðherra ísraels neitaði að tjá sig um málið. Vit- að er að Argentínumenn eiga eftir að fá hluta vopnasendinga, sem samið var um við ísrael áð- ur en Falklandseyjadeilan braust út. Spellvirki í Norðursjó Frá Jan Krik Lauré í Ósló. RÆKILEG rannsókn er hafin á tveimur skemmdarverkatilraunum á sænska íbúðarpallinum „Safe Conc- ordia“ í Norðursjó. Komið hefur í ljós að einhver hefur reynt að eyðileggja tæki, sem stjórna akkerum borpallsins. Pallinn rak undan vindi aðfara- nótt mánudags og þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að einhver hafði skemmt akkeris- stýrið. Seinna kom einnig í ljós að 300 lítrum af vatni hafði verið hellt á þrjá eldsneytisgeyma, sem þyrlur nota til áfyllingar. Sem betur fer uppgötvaðist þetta áður en þyrl- urnar voru fylltar. Þá hefði þyrla farizt. settur sem hann væri“. Hann minntist lítillega á Gurka-hermennina, sem eru á leið til Falklandseyja til að- stoðar Bretum. Lýsti hann þeim sem „dvergum, sem væru útlits eins og sambland snjó- mannsins ógurlega og fjalla- geitanna í Nepal". Hann hélt áfram: „Hvað myndu Bretar segja ef Argent- ínumenn fengju til liðs við sig málaliða frá Kúbu, eða jafnvel Rússa eða írani? En hafið eng- ar áhyggjur. Argentínumenn eru fullfærir um þetta. Við þurfum enga annarlega utan- aðkomandi aðstoð til að sýna fordæmi." Margaret Thatcher líkt við geðsjúkling í Argentínu Buenos Aires, 24. maí. AP. AUGLÝSING Julio A. Garcia Martinez í hinu virta blaði, La Nacion, þykir bera því gott vitni hvern hug Argentínumenn bera til Breta um þessar mundir. Martinez þessi skrifar sig “lög- fræðing, prófessor, fyrrum rekt- or, rithöfund, útgefanda,“ og annað í þeim dúr. í auglýsingu hans segir m.a. eitthvað á þessa leið: „Leiðtogi, sem hagaði sér eins og Margaret Thatcher, væri talinn geðveikur í Arg- entínu og hvaða öðru Suður- Ameríkuríki. Strax næsta dag myndu liggja 1000 beiðnir fyrir dómstólum um, að hún yrði úrskurðuð geðveik og ætti heima á geðveikrahæli." Lýsti Martinez aðferðum Thatcher, sem „framúrskar- andi óraunsæjum" og sagði ennfremur að slík hegðan leið- toga í Argentínu myndi kosta hann stöðumissi „hversu hátt- Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu Þjóðunum, Jeane J. Kirkpatrick, ásakaði utanríkisráðherra Panama á sunnudag fyrir óviður- kvæmileg ummæli í garð Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta. Sagði Jorge Illucea, að þrákelkni Thatcher í deilunni ætti rætur sínar að rekja til „kirtlastarfsemi kvenna" eins og hann orðaði það. SUMARFRAKKAR •'HMffl LAUGAVEGI 47 SÍM117575 6.166 íslenskir FÁNAR Allar stæröir Fánalínur Fánalínufestingar • HANDFÆRAVINDUR NÆL0NLÍNUR SJÓSPÚNAR M. GERDIR PIKLAR M. ÚRVAL HANDFÆRASÖKKUR HANDFÆRAÖNGLAR SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓDAÖNGLAR KOLANET SILUNGANET ARAR ÁRAKEFAR BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORONA GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GAROHRÍFUR GIRÐINGATENGUR GIRÐINGAVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR GARÐSLÖNGUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUVAGNAR SLÖNGUGRINDUR GARÐSLATTUVELAR HJÓLBÖRUR JÁRNKARLAR JARDHAKAR SLEGGJUR MÁLNING 0G LÖKK FERNISOLÍA. VIDAROLÍA HRÁTJARA CARBÓLÍN BLAKKFERNIS PLASTTJARA PENSLAR. KÚSTAR RULLUR RYDEYDIR — RYÐVÖRN MÚRARAVERKFÆRI MURSKEIDAR MURBRETTI MÚRHAMRAR MURFÍLT STÁLSTEINAR M00EL-GIPS i 25 KG POKUM .JUiVU M IUU4WI3I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.