Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1982 31 Löng erlend lán: MIKIL AUKNING hefur verið í löngum erlendum lánum síðustu misserin og árin, en þegar fimm ára tímabil, frá lokum árs 1976 til loka síðasta árs, er skoðað, kemur í Ijós, að þessi lán hafa aukizt um 783,6%, eða úr 959 milljónum króna í árslok 1976 í 8.474 milljónir króna í árslok 1981. Stærstur hluti langra er- lendra lána eru á vegum opin- berra aðila, en þau jukust á umræddu tímabili úr 571 millj- ón króna í 5.368 milljónir króna, eða um liðlega 840%, eða nokkru meira en heildarlántök- urnar. Erlendar lántökur lánastofn- ana í formi langra lána jukust á umræddu tímabili um 576,7%, eða úr 236 milljónum króna í 1.597 milljónir króna. árslok 1978, eða í 33,8%. í árs- lok 1979 var þetta hlutfall kom- ið í 34,6% og jókst enn árið 1980, og var í árslok 34,8%. Á síðasta ári kom svo enn eitt stórt stökk upp á við og í lok síðasta árs var þetta hlutfall komið upp í 37% og stefnir í um 40% á þessu ári. 1981 versta ár í sögu ÍSAL: Hafa aukizt um tæplega 783% á 5 ára tímabili Loks má geta þess, að löng erlend lán á vegum einkaaðila, hafa á umræddu tímabili auk- izt úr 152 milljónum króna í 1.509 milljónir króna, eða um tæplega 893%. Ennfremur má geta þess, að erlend lán alls, á meðalgengi ársins, sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu, hafa aukizt nokkuð síðustu árin, en þetta hlutfall var 33,8% í lok árs 1976. Fór niður í 31,6% í árslok 1977, en síðan aftur upp á við í Norrænn verkefnis- útflutnings- sjóður Tveir íslendingar veröa í stjórn hans ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja á stofn norrænan verkefnaút- flutningssjóð, sem hafi það markmið, að efla samkeppn- isstöðu norrænna fyrirtækja á alþjóða vettvangi, með því að styrkja verkefni, þar sem Norðurlönd eiga hagsmuna að gæta. Sjóður þessi verður í tengslum við Norræna fjár- festingabankann, en með sér- stakri stjórn. í þessari stjórn munu eiga sæti tveir full- trúar frá hverju Norðurland- anna og skal viðkomandi rík- isstjórn tilnefna stjórnar- menn til þriggja ára. Þar sem verkefni sjóðsins felst m.a. í því, að styrkja norræn fyrirtæki og samtök við gerð skilyrða- og arðsem- isathugana í tengslum við al- þjóðleg verkefni, svo og að styrkja aðra starfsemi, sem miðar að því að efla sam- keppnisstöðu norrænna fyrirtækja, telur Félag ís- lenzkra iðnrekenda mjög æskilegt, að annar fulltrúi íslands verði valinn af sam- tökum fyrirtækjanna. Hefur félagið þess vegna farið þess á leit við stjórn- völd, að annar fulltrúi ís- lands í stjórn verkefnaút- flutningssjóðsins verði til- nefndur af FÍI. Tap á árinu nam 28,7% af veltu fyrirtækisins Tap íslenzka járnblendifélagsins nam um 48,4% af veltu AFKOMA ÍSAL í fyrra var hin lang- versta í sögu fyrirtækisins. LokaniA- urstöóur sýna tap aö fjárhæö 208 milljónir króna og er þaö 28,7% af veltu fyrirtækisins, sem var 726 milljónir króna. Mesta tap áöur var 1975, en þá nam það 12% af veltu. Þessar upplýsingar koma fram í grein Ragnars Halldórssonar, for- stjóra ÍSAL, í síðasta hefti ISAL- tíöinda. „Sveiflurnar hafa verið gífur- legar á milli ára, þar eð hagnaður ÍSAL 1980 var 2,24% af veltu, sveiflan niður á við er því um 30%. Svipaða sögu er að segja af ís- lenzka járnblendifélaginu. Þar nam tapið í fyrra 60 milljónum króna, eða 48,4% af veltu. Ástæður fyrir tapi ÍSAL árið 1981 eru margar. I fyrsta lagi hrun álmarkaðarins, sem bezt sést á því, að markaðsverð er nú um 45% lægra en það var fyrir 20 mánuðum. Verðið fór hæst í um 2.000 dollara á tonn, en er nú um 1.100 dollarar. Orkuskömmtun 1979 og 1980 minnkaði framleiðslu ÍSAL þegar markaðurinn var góður og skömmtun 1981 og 1982 dró úr framleiðslu, þegar hægt var að selja með jákvæðri framlegð. Enn má nefna styrkingu dollarans, sem minnkaði tekjur ÍSAL af sölu á Evrópumarkað, eins og þekkt er úr öðrum iðnaði. Gengishækkun erlendra mynta á síðastliðnu ári nam um 20% á sama tíma og kauphækkanir voru um 40%. Síð- ast en ekki sízt fóru vextir á doll- arlánum yfir 20% á síðasta ári, en flest lán ISAL voru í dollurum. Þetta skapaði gífurlegan fjár- magnskostnað, sem nemur raunar V\ af tapi ÍSAL. Eins og við mátti búast hafa safnazt fyrir mun meiri birgðir hjá ÍSAL en í venjulegu árferði. Þær eru nú um fimmfalt meiri en ef allt væri með felldu, eða yfir 20 þúsund tonn. Birgðasöfnun var þó enn meiri 1975, en þá voru þær sjöfaldar venjulegar birgðir. Að hluta til hefur birgðasöfnunin ver- ið fjármögnuð nú eins og 1975 með sölu til Alufinance og hefur fyrir- tækið nýlega selt þangað um 10 þúsund tonn á verði, sem er veru- lega hærra en markaðsverð. Alu- finance er samtök evrópskra ál- framleiðenda, sem hafa það hlut- verk að fjármagna birgðir í sam- vinnu við banka og aðrar pen- ingastofnanir, segir Ragnar Hall- dórsson ennfremur í grein sinni. Loks má geta þess, að heildar- tekjur íslendinga af ÍSAL frá upp- hafi hafa numið um 3.400 milljón- um króna, sem er um 33% af heildarveltu fyrirtækisins á þess- um tíma. Til samanburðar má nefna, að fjárlögin fyrir 1982 hljóða upp á tæplega 8.000 millj- ónir króna. Kaupmáttarrýrnun „allra launþega“ september 1978 — janúar 1982 tæplega 9%: Um 12,6% rýrnun er hjá opinberum starfsmönnum KAUPMÁ'lTlIR kauptaxta „allra launþega“, miöaö við vísitölu fram- færslukostnaöar hefur á tímabilinu september 1978 til janúar 1982 rýrn- ar um tæplega 9%, en vísitalan var 118,7 í september 1978, en 108,1 í janúarmánuöi sl. Þessar upplýsingar koma fram i nýjasta hefti fréttabréfs Kjararannsóknarnefndar. Þegar tal- að er um „alla launþega", er átt við meðaltal verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna, verzlunar- og skrif- stofufólks, landverkafólks innan ASÍ og opinberra starfsmanna. Kaupmáttarrýrnunin er mest hjá opinberum starfsmönnum á ofangreindu tímabili, eða liðlega 12,6%. Vísitala kaupmáttar þeirra var í september 1978 125,9, en í janúar sl. var hún komin niður í 110,0. Rýrnunin hjá landverkafóiki innan ASÍ er liðlega 7,25%, en vísitala kaupmáttar þeirra var í september 1978 115,8, en var í janúarmánuði sl. 107,4. Rýrnun kaupmáttar verzlunar- og skrifstofufólks á tímabilinu var 6,67%, en vísitalan var 115,5 í september 1978, en 107,8 í janú- armánuði sl. Hjá iðnaðarmönnum hefur kaupmátturinn rýrnað á umræddu tímabili um 7%, en vísitalan var í september 1978 107,1, en í janú- armánuði sl. var hún 99,6. Rýrnun kaupmáttar verka- manna á umræddu tímabili er 7,24%, en vísitalan var 118,8 í september 1978, en var 110,2 í janúar sl. Loks má geta þess, að kaup- máttur verkakvenna á þesau tíma- bili rýrnaii um tæplega 8,85%, en vísitalan var 124,7 i sapúmtwr 1978 ag 1144 i janúa'nhátwfti sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.