Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 3 Hvltasunnuhelgin: Þórsmörkin lokuð vegna slæmrar umgengni í fyrra Þórsmörkin verður lokuð allri umferð nú um hvítasunnuhelgina, að því er lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Verður veginum upp í Þórsmörk lokað við Markarfljótsbrú, og þeir einu sem fá að fara þar um eru eigendur húsa í Mörkinni, og þeirra fólk, sem fær að fara á langferðabílum um svæðið. Það er Skógrækt ríkisins og sýslumaðurinn í Rangárþingi, sem ákvörðunina taka. Ástæðan er sú, að gróður er nú mjög seint á ferð- inni í Þórsmörk, og því illa undir það búinn að taka við miklum ágangi, en hitt vegur ekki minna í þessari ákvörðun að sögn lögregl- unnar á Hvolsvelli, að landið og gróðurinn í Þórsmörk hafa enn ekki náð sér eftir „heimsóknina" um hvítasunnuna í fyrra. Þá lagði fjöldi fólks leið sína í Mörkina, og setti mikil óregla og slæm um- gengni svip sinn á hið óskipulagða „samkomuhald" í fyrravor. Þá verður um helgina einnig bannað að tjalda og fara um land- ið á Þingvöllum, á Laugarvatni og við Árnes í Gnúpverjahreppi, og umferð mun verða takmörkuð um Þjórsárdal. Ekki er vitað um neina útisam- komu um helgina, en unglingar hafa oft hópast saman á einhverj- um stöðum, án sérstakrar skipu- lagningar, líkt og gerðist i Þórs- mörk í fyrra. Flóttamenn frá Póllandi: 23ja manna hópur kemur á föstudaginn Hópur 23ja flóttamanna frá Póllandi kemur hingað til lands á föstudaginn, að því er Jón Asgeirsson framkvæmdastjóri Rauöa kross íslands sagöi í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Fyrir eru þrír pólskir flóttamenn eins og Mbl. hefur áður skýrt frá, svo samtals verða það 26 flóttamenn sem hingað koma aö þessu sinni. Flóttamennirnir, sem flúið hafa stjórnmálaástandið í Póllandi, hafa allir dvalið um lengri eöa skemmri tíma í Austurríki, en koma hingað með flugi um Kaupmannahöfn. Með þeim er í för formaður Rauöa krossins, Ólafur Mixa læknir. Að sögn Jóns Ásgeirssonar er fólkið allt ungt eða á miðjum aldri, auk nokkurra barna, sem öll eru undir fjögurra ára aldri. Fólkið er allt menntað á einhverju sviði, læknir, tannlæknir, sagnfræðingur, erfðafræðingur, bifvélavirki, bif- vélaraffræðingur, hjúkrunarfræð- ingur, sjúkraþjálfari, hjón sem þekkingu hafa á landbúnaðarstörf- um eru til dæmis í hópnum. Reynt verður að afla fólkinu at- vinnu og húsnæðis sem fyrst, en til bráðabirgða er öll aðstaða til reiðu fyrir fólkið, að sögn Jóns Ásgeirs- sonar. ARKITEKTINN-UMHVERFQ] OG KORRUGAL AL Arkitektúr er starfsgrein sem gerðar eru miklar kröfur til. Af almenningi, umhverfinu og arkitektunum sjálfum. Enda skiptir miklu að þeir vinni störf sín af smekkvísi og vandvirkni. Hér segir frá einum slíkum. Hann hafði það verkefni að hanna nýtt hús í gömlu hverfi. Það getur verið erfitt svo vel fari. Að rata hinn gullna meðalveg milli gamla og nýja tímans. En það tókst. Fallega formað hús,— fallegt, traust þak og fallegar vegg- klæðningar. Allt í fallegu litasamræmi. Þakið var úr Korrugal áli og veggklæðningar líka. Hér náðist frábær árangur. Enda er Korrugal-ál frábært efni og varanleg lausn á þök sem veggi, jafnt við nýbyggingu sem við endurnýjun. Einföld uppsetning og fjölbreytt úrval aukahluta til nota við mismunandi aðstæður. Það er sama hvort þú hugsar um uppsetningu útlit eða endingu. Allt mælir með Korrugal álklæðningunni. TÖGCURHR BYGGIIMGAVÖRUPEILD Bíldshöfða 16 Sími 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.