Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 ttCEAAIIll 1 0 a £ 1 > 3 i „ þör er hc?r\rv aftur búinr\ Swrvdur lr«■fivvc»^ns5rvúr■ul0a..,, ósí er... ... að hafa sömu til- finningar. TM Reo U.S Pat Ott.—all rlflhts reserved •1M2 Los Angotos Times Syndlcate Ertu með bílinn U-5000? Með morgnnkafíinu HÖGNI HREKKVÍSI Brotalöm á byggðastefnunni Gamall Flóakarl frá Höskuldar- tímanum skrifar á uppstigningar- dag: „Kæri Velvakandi! Hvenær skyldu ráðamenn okkar öðlast nógu mikið vit til að fækka óþarfa frídögum, sem eru milli páska og hvítasunnu. Þeir eru alls jafnmargir og vikurnar, og það þýðir að á þessu tímabili eru að- eins 4 vinnudagar til jafnaðar í viku hverri. Þó er ekki svo hjá öll- um. Sjómenn og búalið taka lítinn eða engan þátt í þessu helgislepju- haldi sakir atvinnu sinnar. Fá kannski aðeins betra að éta þessa daga. Svo kemur þetta óþægilega við suma. Mér datt það rétt si svona í hug á laugardaginn fyrir páska, að notalegt væri að fá létt rauðvín með svínasteikinni á páskadag og labbaði því ofan í „alríkið". En hvað skeður, ég kom að læstum dyrum líkt og frelsarinn forðum. Ansi fannst mér þetta kuldalegt og verslunarmátinn nöturlegur. Þegar ég fór að hugsa málið lét ég fljótt huggast og sá í hendi mér, hve ég, sem Reykvíkingur, var lukkunnar pamfíll í saman- burði við íbúa „hinna dreifðu byggða", þótt svona tækist til í þetta eina skipti. Dreifbýlingarnir verða að haga innkaupum sínum á nær því sama hátt og afar okkar og ömmur, sem fengu ekki vörur úr kaupstað nema tvisvar á ári. En þau keyptu sitt vín á kútum, 10—20 potta í senn, og þá fékkst það með gjafverði, eina til tvær krónur potturinn. Ef ég byggi nú á Raufarhöfn eða Þórshöfn, þar sem allir hljóta að verða milljónarar innan skamms þear gjafatogararnir fara að ausa upp smáfiski og öllu kóðinu þarna fyrir austan, þá gæti ég samt ekki, þrátt fyrir auðlegðina, gengið í sölubúð og keypt mér rósavín. Þetta er ekki í samræmi við „byggðastefnuna". Eg á bágt með að skilja slíka stefnu, sem gefur mér hlutdeild í togara og vinnu allt árið í frystihúsi, en meinar mér að kaupa þær vörur, sem ríkið selur og þarf að selja til þess að unnt sé að stjórna þjóðinni, nema með því að gera út leiðangur til Akureyrar eða Seyðisfjarðar eða láta póstþjónustuna sjá um útveg- anir. Allt kostar þetta mikið fé, líklega meira en leynivínsalarnir hafa fyrir sinn snúð. Að vísu veitir póstþjónustunni ekki af, vesalings greyinu, sem alltaf er í peninga- þröng, svo það er bót í máli. Eg væri kannski ofurlítið betur settur ef ég byggi austan Hellis- heiði, á Selfossi, Hellu eða nokkru austar. Þaðan liggur beinn og breiður vegur og fljótlegt að skreppa suður, en bensínið hækk- ar og hækkar og því verða margir að hugga sig við blessaðan „land- ann“, sem nú orðið kvað vera orð- inn hreinasta hunang í saman- burði við þann, sem fékkst á bann- árunum til sællar minningar. Þeir munu margir, sem kunna að breyta vatni í vín, miklu víðar en forðum í Kana. Það getur varla talist glæpur, að feta í spor meist- aranna, þótt það varði sektum á íslandi. Svona fyrirkomulag á sölu léttra sem sterkra vína, eins og hér gerist, er í raun og veru brot á allri byggðastefnu. Þetta ættu al- þingismenn, forkólfar þeirrar stefnu, að athuga með kostgæfni á næsta þingi. Þeir vilja að allir lifi kóngalífi á þessu útskeri með sömu kjörum og þægindum, raf- magni, síma, læknaþjónustu, skól- um og hvað eina. Og þetta er út af fyrir sig guðs þakkar vert. En því í fjandanum fá ekki allir vín á sömu kjörum hvar sem er á land- inu. Þetta er að gera upp á milli þegnanna. Hvers á heiðarlegt fólk í Stykkishólmi, hjá honum Árna Helgasyni, að gjalda, ef það kynni að vanta flösku af rósavíni um næstu páska, eða þá í Hafnarfirði, hjá honum Páli V. Er þetta fólk einhverskonar „annar klassi“ mið- að við Reykvíkinga, Keflvíkinga, Akureyringa og fáeina fleiri. Ég bið Framkvæmdastofnun ríkisins að taka þetta mál upp til vandlegrar íhugunar, skipa starfshóp hið allra bráðasta til að rannsaka þessa brotalöm á byggðastefnunni, og „koma með tillögur til úrbóta". T.d. láta eina áfengissölu fylgja hverjum tog- ara.“ „Mér datt það rétt si svona í hug á laugardaginn fyrir páska, að notalegt væri að fá létt rauðvín með svínasteikinni á páskadag og labbaði því ofan í „alríkið". En hvað skeður? Ég kom að læstum dyrum líkt og frelsarinn forðum. Ansi fannst mér þetta kuldalegt og verslunarmátinn nöturlegur." Óloftið kemst hvergi út 1816—4574 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Þetta er allt laukrétt hjá konunni sem hringdi til þín í gær og kvartar yfir ólykt og sóðaskap í biðskýlinu á Hlemmi. Ég þekki þetta mætavel, af því að ég er starfsmaður þar. Ástæðan fyrir óþefnum er sú, að að það er hvergi hægt að hleypa honum út. Það er hægt að opna allar dyr og þá leggur hreina loftið inn, en óloftið hefur hvergi út- smugu; það stígur bara upp meðan hreina loftið leitar inn, ásamt heitu lofti úr sölubásunum, en dettur svo niður aftur yfir nóttina. Eins er með loftræstikerfið; það sogar hreint loft inn í bygginguna, en losar okkur ekki við óloftið, og það er engin loftræsting í sölubás- unum. Óþrifin stafa svo fyrst og fremst af eftirlitsleysi þeirra sem ráða þarna; það er margbúið að tala um þetta með gluggakisturn- ar, þær eru aldrei þrifnar. Og svo er þetta líka rétt hjá konunni, sem hún segir um vandræðafólkið sem þarna safnast saman og angrar fólk og ekki er þess að vænta að það bæti andrúmsloftið. Ekki rétta hjólið Birna Björnsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringdi til þín í byrjun vikunnar vegna þess að hjóli hafði verið stolið frá syni mínum, þar sem það stóð upp við húsið hér á Fjólu- götu 11A. Þetta birtist í þriðju- dagsblaðinu. Fyrir hádegi þurfti ég að bregða mér frá, en þegar ég kom aftur, stóð hér við húsið grátt hjól, DBS-Touring, sömu gerðar og hjól sonar míns, en er eldra og meira notað en hans hjól. Enginn lét vita eða hringdi dyrabjöllunni hjá okkur, svo að ekki reyndist unnt að leiðrétta þennan misskiln- ing. Verksmiðjunúmerið á þessu hjóli er 7167451, en á hjóli sonar míns 7132066. Eg bið réttan eig- anda að vitja hjólsins eða hafa samband við mig í síma 29983. Þriöja hjólinu hans stoliÖ Birna Björnsdóttir hringdi ogl hafði eftirfarandi að segja: — A| þriðjudagskvöldið í síðustu vikul var stolið hjóli frá syni mínum.j þar sem það stóð hér fyrir utanj gluggana á Fjólugötu 11A. Þaðl hafði aðeins staðið þarna í nokkra I klukkutíma, en drengnum hefurl sennilega láðst að læsa því. Þetta I er tíu gíra silfurgrátt DBS-hjól, I með svörtum hnakk og verk-| smiðjunúmerið er 7132066. Eig-I andinn er alveg eyðilagður, því aðl það hafði tekið hann langan tímal að safna sér fyrir hjólinu. Ekkil bætir það heldur um, að þetta erl þriðja hjólið sem stolið er frá hon-l um. Ég leyfi mér að brýna fyrir foreldrum að halda vöku sinni og gá að sér ef börn þeirra koma heim með hjól sem aðrir eiga. Það eru nefnilega alluf einhverjir sem líða fyrir missinn og sitja eftir með sárt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.